Súðavíkurhreppur

Fréttamynd

Heimtur úr helju og á leið til Súðavíkur

Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn.

Innlent
Fréttamynd

Minni hætta á snjóflóðum þökk sé stöðugum veðurskilyrðum

Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Vestfjarða, segir að sökum veðurskilyrða sé snjórinn sem kyngt hefur niður á Vestfjörðum nokkuð stöðugur og því minni hætta á snjóflóðum en ella. Eins og Vísir greindi frá féll snjóflóð á Flateyrarvegi á Hvilftarströnd í gær. Tveir bílar með samtals fimm farþega lentu í flóðinu, en farþegarnir sluppu allir ómeiddir úr flóðinu.

Innlent
Fréttamynd

Drottning Vestfjarða í söluferli

Hin sögufræga eyja Vigur er kominn í söluferli. Bóndinn ætlar að bregða búi en hann hefur búið þar í rúm 40 ár. Súðavíkurhreppur gæti átt forkaupsrétt en sveitarstjórinn þar segir eyjuna fallegasta stað Vestfjarða og er af nægu að taka.

Lífið
Fréttamynd

Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi

Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri.

Innlent
Fréttamynd

Reglulegt rafmagnsleysi í Skötufirði

Ábúendur á bænum Hvítanesi í Skötufirði hafa fengið nóg af rafmagnsleysi sem reglulega lætur á sér kræla. "Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir sveitarstjórinn.

Innlent