Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 14:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra segist ekki skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra nein svör í máli Yazans Tamimi. Vísir/Sigurjón Fyrrverandi félagsmálaráðherra segist ekki skulda dómsmálaráðherra neinar skýringar á afskiptum sínum í máli fjölfatlaðs palestínsks drengs og fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í haust. Þá hafi engin formleg beiðni borist frá henni til félagsmálaráðuneytisins um skýringar á því hvers vegna hann skarst í leikinn þegar það átti að vísa drengnum úr landi. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði í Pallborði á Vísi í gær að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi haft samband við forsætisráðherra daginn sem til stóð að vísa Yazan Tamimi og fjölskyldu hans úr landi í haust og efast um lögmæti aðgerðanna. Áður hafði komið fram að brottförin var stöðvuð eftir að Guðmundur hafði samband við forsætisráðherra og óskaði eftir að ræða málið í ríkisstjórn og ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. „Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir í Pallborði. Engin formleg beiðni Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherraog þingmaður Vinstri grænna kannast ekki við að hafa fengið slíka beiðni formlega. „Ég kannast ekki við að dómsmálaráðuneytið hafi óskað eftir slíkum skýringum við félagsmálaráðuneytið, það er ekkert formlegt til um það í félagsmálaráðuneytinu svo ég viti til,“ segir Guðmundur. Hann segir að vera kunni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi óskað persónulega eftir slíkum svörum en er ekki viss. „Ég þori ekki að fullyrða hvort Guðrún hafi nefnt þetta við mig í okkar samtölum. Það kann vel að vera að hún hafi gert það og þá hef ég án efa svarað henni. Ég er búinn að útskýra mjög vel hvers vegna ég fór fram á að brottflutningurinn væri stöðvaður. Það vegna þess að þarna var um að ræða fjölfatlað barn með lífshættulegan sjúkdóm sem var rifið út af sjúkrahúsi um miðja nótt til að vera flutt úr landi,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að það sé ekki hann sem skuldi skýringar í málinu heldur dómsmálaráðherra. „Mennskan vann í þessu máli og fjölskyldan fékk vernd og það gleður mig. Ég skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur engin svör í þessu máli. Það má hins vegar færa fyrir því rök að hún skuldi Yazan Tamimi og fjölskyldu skýringar á því hvers vegna hann var numinn á brott af deild Landspítalans og fluttur út á Keflavíkurflugvöll um hánótt, segir hann að lokum. Pallborð 11.11 Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir sagði í Pallborði á Vísi í gær að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi haft samband við forsætisráðherra daginn sem til stóð að vísa Yazan Tamimi og fjölskyldu hans úr landi í haust og efast um lögmæti aðgerðanna. Áður hafði komið fram að brottförin var stöðvuð eftir að Guðmundur hafði samband við forsætisráðherra og óskaði eftir að ræða málið í ríkisstjórn og ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. „Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir í Pallborði. Engin formleg beiðni Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherraog þingmaður Vinstri grænna kannast ekki við að hafa fengið slíka beiðni formlega. „Ég kannast ekki við að dómsmálaráðuneytið hafi óskað eftir slíkum skýringum við félagsmálaráðuneytið, það er ekkert formlegt til um það í félagsmálaráðuneytinu svo ég viti til,“ segir Guðmundur. Hann segir að vera kunni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi óskað persónulega eftir slíkum svörum en er ekki viss. „Ég þori ekki að fullyrða hvort Guðrún hafi nefnt þetta við mig í okkar samtölum. Það kann vel að vera að hún hafi gert það og þá hef ég án efa svarað henni. Ég er búinn að útskýra mjög vel hvers vegna ég fór fram á að brottflutningurinn væri stöðvaður. Það vegna þess að þarna var um að ræða fjölfatlað barn með lífshættulegan sjúkdóm sem var rifið út af sjúkrahúsi um miðja nótt til að vera flutt úr landi,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að það sé ekki hann sem skuldi skýringar í málinu heldur dómsmálaráðherra. „Mennskan vann í þessu máli og fjölskyldan fékk vernd og það gleður mig. Ég skulda Guðrúnu Hafsteinsdóttur engin svör í þessu máli. Það má hins vegar færa fyrir því rök að hún skuldi Yazan Tamimi og fjölskyldu skýringar á því hvers vegna hann var numinn á brott af deild Landspítalans og fluttur út á Keflavíkurflugvöll um hánótt, segir hann að lokum. Pallborð 11.11 Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira