Smálán Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt. Innlent 5.1.2025 19:13 Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir jólin erfið mörgum fjölskyldum. Í fyrra hafi samtökin aðstoðað um 1.700 fjölskyldur. Hún segist ekki eiga von á fjölgun í ár en það komi í ljós eftir jól. Fjöldinn geti verið svipaður. Hún segir Íslendinga sem leiti til þeirra oft þá sömu ár eftir ár en að hópur útlendinga taki breytingum. Á morgun byrja samtökin að úthluta jólagjöfum til fjölskyldna sem hafa sótt um til þeirra. Innlent 9.12.2024 10:16 Æskilegra að neytendur fái úrlausn sinna mála mun hraðar Persónuvernd hefur gert CreditInfo að greiða hæstu sekt sem hún hefur lagt á hingað til eftir að félagið skráði fólk sem tekið hafði smálán á vanskilaskrá, án lagaheimildar. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni. Formaðurinn segir niðurstöðuna þó hafa verið allt of lengi að berast. Neytendur 4.7.2023 23:52 Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Persónuvernd sektaði Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segir sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða. Viðskipti innlent 4.7.2023 11:46 Stóryrtur Breki lagði smálánafyrirtækin í annarri lotu Landsréttur hefur sýknað Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, vegna ummæla sem hann lét falla um starfsemi smálánafyrirtækisins Ecommerce. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði í september 2021 dæmt fjögur ummæli Breka, um að smálánin og innheimta þeirra væri ólögleg, dauð og ómerk. Innlent 3.2.2023 17:39 Fólk forðist smálán eins og heitan eldinn: „Ekki er allt gull sem glóir“ Ákvörðun smálánafyrirtækis um að bjóða verðlaun fyrir þá sem taka lán hefur vakið furðu meðal netverja. Formaður Neytendasamtakanna segir athæfið ekki ólöglegt en bendir á að kostnaður geti verið mun hærri en mögulegur ávinningur. Ekki sé allt gull sem glóir og fólk hvatt til að forðast smálán eins og heitan eldinn. Neytendur 27.1.2023 12:31 Landsréttur staðfestir lögmæti smálánastarfsemi ,,Það sem við vissum allan tímann og fullyrtum var rétt. Smálán veitt af dönsku fyrirtæki heyrðu undir dönsk lög og voru lögleg allan tímann á Íslandi eins og annarsstaðar í Evrópu,“ segir Haukur Örn Birgisson lögmaður smálánafyrirtækisins eCommerce. Þann 18. nóvember síðastliðinn staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í ágúst síðastliðnum þar sem úrskurður Neytendastofu um meint ólögmæti smálána var felldur úr gildi. Innlent 30.11.2022 11:07 Áfrýjunarnefnd taldi brot BPO Innheimtu umfangsminni og lækkaði sekt Áfrýjunarnefnd neytendamála mildaði ákvörðun Neytendastofu í máli innheimtufyrirtækisins BPO Innheimtu og telur að brot fyrirtækisins hafi verið nokkuð umfangsminni en lagt hafi verið til grundvallar í sekt stofnunarinnar. Viðskipti innlent 21.3.2022 13:14 Hafa stefnt Almennri innheimtu og eiganda félagsins Neytendasamtökin hafa stefnt lögmanninum Gísla Kristbirni Björnssyni, fyrirtæki hans Almennri innheimtu ehf. og tryggingafélaginu Verði vegna smálánainnheimtu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Viðskipti innlent 26.1.2022 08:39 BPO braut lög við innheimtu smálánakrafna BPO Innheimta ehf. braut gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum vorið 2021. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem hefur gert athugun á starfsháttum fyrirtækisins. Viðskipti innlent 6.1.2022 12:23 Héraðsdómur skert frelsi samtaka til að berjast fyrir rétti neytenda Neytendasamtökin hyggjast áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 á hendur samtökunum og formanninum Breka Karlssyni. Viðskipti innlent 19.11.2021 14:33 Smálánafyrirtæki hafði betur í máli gegn Neytendasamtökunum Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, var óheimilt að fullyrða að lán smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 hafi verið úrskurðuð ólögleg. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ummæli sem hann lét falla í garð fyrirtækisins dauð og ómerk. Viðskipti innlent 4.10.2021 13:17 Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. Neytendur 11.6.2021 13:12 Samdi við lánadrottna bróður síns sem vildi hætta í neyslu Gísli Magnússon komst ungur í kynni við vímuefni og lenti í kjölfarið í miklum fjárhagserfiðleikum. Auk þess að takast á við fíknina þurfti hann að glíma við skuldirnar sem hann hafði safnað á meðan hann var í neyslu en þær voru að stórum hluta í formi smálána. Viðskipti innlent 28.4.2021 08:01 Tvær myndir stéttabaráttunnar „BPO Innheimta ehf. er nýtt og framsækið innheimtufyrirtæki á sviði innheimtu á Íslandi,“ eða þannig kynnir fyrirtækið sig á heimasíðu sinni. Framsæknin varð ljós í vikunni þegar fyrirtækið keypti kröfusöfn smálánafyrirtækja og hóf að senda út greiðsluseðla í heimabanka fólks með eindaga sama dag og kröfurnar voru sendar út. Skoðun 16.4.2021 15:32 Fyrirspurnum rignir vegna krafna nýs innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin segja að fyrirspurnum hafi rignt inn til samtakanna síðan í gær vegna innheimtufyrirtækisins BPO innheimta ehf. Fyrirtækið hafi sent fólki reikninga í gær með eindaga upp á sama dag. Þá séu dæmi um að kröfur hafi tvöfaldast frá því í gærkvöldi. Neytendur 14.4.2021 13:33 Fella niður vexti smálána í vanskilum BPO Innheimta hefur keypt allt kröfusafn Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla en öll fyrirtækin eru í eigu smálánafyrirtækisins eCommerce 2020. Neytendur 13.4.2021 19:27 Meiðyrðamál smálánarisa gegn Neytendasamtökunum fyrir dómstóla Munnlegur málflutningur í meiðyrðamáli smálánafyrirtækisins eCommerce gegn Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau ummæli sem deilt er um voru sett fram í tölvupóstsamskiptum og alls fjögur talsins. Viðskipti innlent 18.12.2020 08:26 Vara við „villandi eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin hafa varað við „eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækisins Almennrar innheimtu sem boðið hefur verið þeim sem hafa tekið smálán og eru til innheimtu hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 24.9.2020 12:19 Hafa sagt upp viðskiptasamböndum til að sporna gegn smálánastarfsemi Sparisjóður Strandamanna hefur gripið til viðeigandi ráðstafana til þess að koma í veg fyrir að innheimta í tengslum við smálánastarfsemi fari fram í gegnum reikninga sjóðsins. Viðskipti innlent 1.8.2020 10:46 Ólögleg starfsemi þrífist í skjóli sparisjóðsins Neytendasamtökin gagnrýna Sparisjóð Strandamanna fyrir viðskipti hans við smálánafyrirtæki. Viðskipti innlent 28.7.2020 10:11 Vill að smálánamenn brenni vítislogum Vilhjálmur Bjarnason vandar smálánafyrirtækjum ekki kveðjurnar. Innlent 17.7.2020 11:24 Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. Viðskipti innlent 14.5.2020 17:54 Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. Viðskipti innlent 7.2.2020 10:55 Ekki liðið að fyrirtæki reki sig á undirboðum Þær vísbendingar sem okkur hafa borist hníga í þá átt að greiða á grunnlaun langt undir því sem almennir kjarasamningar segja til um. Skoðun 22.11.2019 09:12 Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. Viðskipti innlent 12.11.2019 11:24 Nýtt frumvarp gegn smálánum Frumvarpið byggist á vinnu starfshóps sem skilaði inn skýrslu með tillögum til úrbóta haustið 2018. Viðskipti innlent 15.10.2019 01:04 Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. Viðskipti innlent 12.9.2019 13:28 Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. Viðskipti innlent 27.8.2019 18:19 Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. Innlent 27.8.2019 12:09 « ‹ 1 2 3 … 3 ›
Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt. Innlent 5.1.2025 19:13
Hundruð sækja um aðstoð í aðdraganda jóla Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir jólin erfið mörgum fjölskyldum. Í fyrra hafi samtökin aðstoðað um 1.700 fjölskyldur. Hún segist ekki eiga von á fjölgun í ár en það komi í ljós eftir jól. Fjöldinn geti verið svipaður. Hún segir Íslendinga sem leiti til þeirra oft þá sömu ár eftir ár en að hópur útlendinga taki breytingum. Á morgun byrja samtökin að úthluta jólagjöfum til fjölskyldna sem hafa sótt um til þeirra. Innlent 9.12.2024 10:16
Æskilegra að neytendur fái úrlausn sinna mála mun hraðar Persónuvernd hefur gert CreditInfo að greiða hæstu sekt sem hún hefur lagt á hingað til eftir að félagið skráði fólk sem tekið hafði smálán á vanskilaskrá, án lagaheimildar. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni. Formaðurinn segir niðurstöðuna þó hafa verið allt of lengi að berast. Neytendur 4.7.2023 23:52
Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Persónuvernd sektaði Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segir sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða. Viðskipti innlent 4.7.2023 11:46
Stóryrtur Breki lagði smálánafyrirtækin í annarri lotu Landsréttur hefur sýknað Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, vegna ummæla sem hann lét falla um starfsemi smálánafyrirtækisins Ecommerce. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði í september 2021 dæmt fjögur ummæli Breka, um að smálánin og innheimta þeirra væri ólögleg, dauð og ómerk. Innlent 3.2.2023 17:39
Fólk forðist smálán eins og heitan eldinn: „Ekki er allt gull sem glóir“ Ákvörðun smálánafyrirtækis um að bjóða verðlaun fyrir þá sem taka lán hefur vakið furðu meðal netverja. Formaður Neytendasamtakanna segir athæfið ekki ólöglegt en bendir á að kostnaður geti verið mun hærri en mögulegur ávinningur. Ekki sé allt gull sem glóir og fólk hvatt til að forðast smálán eins og heitan eldinn. Neytendur 27.1.2023 12:31
Landsréttur staðfestir lögmæti smálánastarfsemi ,,Það sem við vissum allan tímann og fullyrtum var rétt. Smálán veitt af dönsku fyrirtæki heyrðu undir dönsk lög og voru lögleg allan tímann á Íslandi eins og annarsstaðar í Evrópu,“ segir Haukur Örn Birgisson lögmaður smálánafyrirtækisins eCommerce. Þann 18. nóvember síðastliðinn staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í ágúst síðastliðnum þar sem úrskurður Neytendastofu um meint ólögmæti smálána var felldur úr gildi. Innlent 30.11.2022 11:07
Áfrýjunarnefnd taldi brot BPO Innheimtu umfangsminni og lækkaði sekt Áfrýjunarnefnd neytendamála mildaði ákvörðun Neytendastofu í máli innheimtufyrirtækisins BPO Innheimtu og telur að brot fyrirtækisins hafi verið nokkuð umfangsminni en lagt hafi verið til grundvallar í sekt stofnunarinnar. Viðskipti innlent 21.3.2022 13:14
Hafa stefnt Almennri innheimtu og eiganda félagsins Neytendasamtökin hafa stefnt lögmanninum Gísla Kristbirni Björnssyni, fyrirtæki hans Almennri innheimtu ehf. og tryggingafélaginu Verði vegna smálánainnheimtu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Viðskipti innlent 26.1.2022 08:39
BPO braut lög við innheimtu smálánakrafna BPO Innheimta ehf. braut gegn innheimtulögum við innheimtu á smálánakröfum vorið 2021. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem hefur gert athugun á starfsháttum fyrirtækisins. Viðskipti innlent 6.1.2022 12:23
Héraðsdómur skert frelsi samtaka til að berjast fyrir rétti neytenda Neytendasamtökin hyggjast áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 á hendur samtökunum og formanninum Breka Karlssyni. Viðskipti innlent 19.11.2021 14:33
Smálánafyrirtæki hafði betur í máli gegn Neytendasamtökunum Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, var óheimilt að fullyrða að lán smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 hafi verið úrskurðuð ólögleg. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ummæli sem hann lét falla í garð fyrirtækisins dauð og ómerk. Viðskipti innlent 4.10.2021 13:17
Sekta BPO Innheimtu vegna „umfangsmikilla og alvarlegra“ brota á smálánamarkaði Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra. Neytendur 11.6.2021 13:12
Samdi við lánadrottna bróður síns sem vildi hætta í neyslu Gísli Magnússon komst ungur í kynni við vímuefni og lenti í kjölfarið í miklum fjárhagserfiðleikum. Auk þess að takast á við fíknina þurfti hann að glíma við skuldirnar sem hann hafði safnað á meðan hann var í neyslu en þær voru að stórum hluta í formi smálána. Viðskipti innlent 28.4.2021 08:01
Tvær myndir stéttabaráttunnar „BPO Innheimta ehf. er nýtt og framsækið innheimtufyrirtæki á sviði innheimtu á Íslandi,“ eða þannig kynnir fyrirtækið sig á heimasíðu sinni. Framsæknin varð ljós í vikunni þegar fyrirtækið keypti kröfusöfn smálánafyrirtækja og hóf að senda út greiðsluseðla í heimabanka fólks með eindaga sama dag og kröfurnar voru sendar út. Skoðun 16.4.2021 15:32
Fyrirspurnum rignir vegna krafna nýs innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin segja að fyrirspurnum hafi rignt inn til samtakanna síðan í gær vegna innheimtufyrirtækisins BPO innheimta ehf. Fyrirtækið hafi sent fólki reikninga í gær með eindaga upp á sama dag. Þá séu dæmi um að kröfur hafi tvöfaldast frá því í gærkvöldi. Neytendur 14.4.2021 13:33
Fella niður vexti smálána í vanskilum BPO Innheimta hefur keypt allt kröfusafn Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla en öll fyrirtækin eru í eigu smálánafyrirtækisins eCommerce 2020. Neytendur 13.4.2021 19:27
Meiðyrðamál smálánarisa gegn Neytendasamtökunum fyrir dómstóla Munnlegur málflutningur í meiðyrðamáli smálánafyrirtækisins eCommerce gegn Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau ummæli sem deilt er um voru sett fram í tölvupóstsamskiptum og alls fjögur talsins. Viðskipti innlent 18.12.2020 08:26
Vara við „villandi eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin hafa varað við „eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækisins Almennrar innheimtu sem boðið hefur verið þeim sem hafa tekið smálán og eru til innheimtu hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 24.9.2020 12:19
Hafa sagt upp viðskiptasamböndum til að sporna gegn smálánastarfsemi Sparisjóður Strandamanna hefur gripið til viðeigandi ráðstafana til þess að koma í veg fyrir að innheimta í tengslum við smálánastarfsemi fari fram í gegnum reikninga sjóðsins. Viðskipti innlent 1.8.2020 10:46
Ólögleg starfsemi þrífist í skjóli sparisjóðsins Neytendasamtökin gagnrýna Sparisjóð Strandamanna fyrir viðskipti hans við smálánafyrirtæki. Viðskipti innlent 28.7.2020 10:11
Vill að smálánamenn brenni vítislogum Vilhjálmur Bjarnason vandar smálánafyrirtækjum ekki kveðjurnar. Innlent 17.7.2020 11:24
Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. Viðskipti innlent 14.5.2020 17:54
Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. Viðskipti innlent 7.2.2020 10:55
Ekki liðið að fyrirtæki reki sig á undirboðum Þær vísbendingar sem okkur hafa borist hníga í þá átt að greiða á grunnlaun langt undir því sem almennir kjarasamningar segja til um. Skoðun 22.11.2019 09:12
Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. Viðskipti innlent 12.11.2019 11:24
Nýtt frumvarp gegn smálánum Frumvarpið byggist á vinnu starfshóps sem skilaði inn skýrslu með tillögum til úrbóta haustið 2018. Viðskipti innlent 15.10.2019 01:04
Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. Viðskipti innlent 12.9.2019 13:28
Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. Viðskipti innlent 27.8.2019 18:19
Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. Innlent 27.8.2019 12:09