Bítið

Fréttamynd

Staðan „hunds­úr“ og óskar eftir við­horfs­breytingu hjá SA

Formaður Starfsgreinasambandsins segir segir stöðuna í kjaraviðræðunum vera hundsúra. Hann segir það vanta viðhorfsbreytingu hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) til þess að samningsaðilar nái að semja. Ávinningurinn fyrir ríkið gæti hlaupið á tugum milljarða króna verði samið. 

Innlent
Fréttamynd

„Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“

Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða.

Innlent
Fréttamynd

Viðbragðslúðrar ómuðu við Svarts­engi

„Við vitum að eldgosið hófst þarna um sex leytið og við vitum að það er á svipuðum stað og eldgosið sem hófst 18. desember og við vitum að þetta er alveg bara, við þekkjum þetta,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Varar við að bílar muni sitja fastir

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast.

Innlent
Fréttamynd

Bónusar hjá Skattinum „skelfi­legt for­dæmi“

Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, segir bónuskerfi Skattsins siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Skatturinn greiddi 260 milljónir í bónusa á síðustu fjórum árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna

Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga.

Innlent
Fréttamynd

„Við rekum at­vinnu­greinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í“

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta borið ábyrgð á öllu sem Samfylkingin hefur gert sögulega. Hún segir áríðandi að gæta að mannúð og sanngirni í útlendingamálum á sama tíma og send séu skýr skilaboð um stjórn á landamærum. Kristrún ræddi þetta, og annað, í Bítinu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vill breyta lögum um að­gerðir gegn peninga­þvætti

Þingflokksformaður Viðreisnar undirbýr nú tillögu að breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Hún segir Ísland hafa gengið of langt í aðgerðunum og þær hafi oft áhrif á fólk, sem ætti ekki að vera á lista yfir fólk með stjórnmálaleg tengsl.

Innlent
Fréttamynd

Vill að ríkið kaupi í­búa Grinda­víkur út

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, segir það allt of mikla svartsýnisspá að ekki verði búið aftur í Grindavík næstu árin eða áratugi. Það sé fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda starfsemi áfram, sem sé forsenda þess að hægt sé að byggja bæinn upp á nú. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa þá íbúa sem ekki geti hugsað sér að snúa til baka. 

Innlent
Fréttamynd

Já­kvætt að sjá að varnargarðarnir virki

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir jákvætt að sjá að varnargarðarnir, sem byrjað var að reisa fyrir norðan Grindavík í byrjun mánaðar, hafi virkað og haldið mestöllu hrauninu frá bænum. 

Innlent
Fréttamynd

„Skatta­yfir­völd eru að mjólka okkur til blóðs“

Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins sem staðsett er á Bíldudal, segir skattayfirvöld mjólka fyrirtækið til blóðs. Skatturinn fari fram á hærri skatt en sem nemur hagnaði fyrirtækisins og segir Halldór írska fjárfesta þess steinhissa. Málið verður rekið fyrir dómstólum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón segir ríkis­stjórnina komna á enda­stöð

Helsti stjórnarandstæðingurinn á þingi núna kemur úr röðum stjórnarþingmanna. Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er fulltrúi hundóánægðra þingmanna sem telja fráleitt að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tali um að nú þurfi að gera orkustefnu til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Senni­lega spurning um tíma frekar en hvort

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“

Innlent