Seðlabankinn Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. Viðskipti innlent 28.4.2023 08:46 Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ Innherji 28.4.2023 07:00 Fjármálaráðherra tilnefnir Björk sem varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur tilnefnt Björk Sigurgísladóttur í embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Það er forsætisráðherra sem mun síðan skipa í embættið en Björk starfar nú sem framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits hjá Seðlabankanum. Innherji 27.4.2023 16:04 Gul viðvörun verður rauð ef ekkert er að gert Seðlabankastjóri hefur nú ítrekað komið upp, kynnt stýrivaxtahækkanir og hvatt almenning til að draga úr neyslu. Í tólfta skiptið var stigið það stóra skref að hækka stýrivexti um heila prósentu. Við erum öll orðin meðvituð um afleiðingarnar og hvað áhrif þessar hækkanir hafa á rekstur heimila í landinu. Skoðun 27.4.2023 08:02 Nýr framkvæmdastjóri varúðareftirlits Seðlabankans Gísli Óttarsson er nýr framkvæmdastjóri varúðareftirlits Seðlabanka Íslands. Staðan var auglýst laus í febrúar síðastliðnum. Viðskipti innlent 26.4.2023 11:14 Verðbólgan gengi hraðar niður ef ríkið sýndi meira aðhald Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, segir að ónægjanlegt aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankann ber þyngri byrði en æskilegt er út frá sjónarmiðum um skilvirka hagstjórn. Öflugari sveiflujöfnun í fjármálastefnu ríkisins myndi, að mati varaseðlabankastjóra, stytta þann tíma sem þarf til að ná verðbólgunni niður í markmið. Innherji 19.4.2023 08:31 Alþjóðahagkerfið sýnir styrk en verðbólga lækkar hægt Vaxtahækkanir erlendis hafa áhrif hér eins og annars staðar í heiminum. Ef hægir á hagvexti í umheiminum kemur það fljótlega fram í hagvexti hér. Það mun einnig hafa áhrif á fjármögnun þjóðarbúsins í gegnum bankakerfið og beina erlenda fjárfestingu sem verður þyngri og dýrari. Umræðan 19.4.2023 07:49 Matsfyrirtækin „ekki mjög örlát“ í einkunnagjöf sinni á íslenska ríkið Umrót og krefjandi aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum síðustu misseri hefur undirstrikað vel að efnahagslegur styrkleiki íslenska hagkerfisins er meiri heldur en endurspeglast í lánshæfiseinkunn ríkissjóðs, að mati eins af stjórnendum Seðlabankans, sem telur að ríkið muni bráðlega skoða að ráðast í erlenda skuldabréfaútgáfu. Framkvæmdastjóri hjá Barclays tekur í svipaðan streng og segir að lánshæfiseinkunn íslensku bankanna ætti „líklega“ að vera hærri en hún er um þessar mundir. Innherji 16.4.2023 17:46 FME tjáir sig ekki hvort borginni hafi borið að upplýsa um „rútínubréf“ Fjármálaeftirlit Seðlabankans getur ekki tjáð sig hvort það muni taka til skoðunar hvort Reykjavíkurborg hafi átt að tilkynna til Kauphallarinnar að henni hafi borist bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Reykjavíkurborg er með skuldabréfaflokka skráða í Kauphöllina. Innherji 13.4.2023 14:12 Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. Viðskipti innlent 12.4.2023 22:25 10 ára óvissuferð í boði Bjarna Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Aðstæður voru góðar, talað var um að svo yrði áfram og að tími verðtryggðra lána væri liðinn. Aðeins tveimur árum síðar er verðbólgan tæp 10% og stýrivextir Seðlabankans 7,5%. Ekki er búist við að markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu náist fyrr en 2027. Skoðun 12.4.2023 08:00 Einfaldari og ódýrari greiðslumiðlun í erfiðri fæðingu Forsætisráðherra er með frumvarp um innlenda greiðslumiðlun í undirbúningi. Bankarnir hafa enn ekki komið slíkri greiðslumiðlun á þrátt fyrir áeggjan Seðlabankans um þjóðaröryggi og hagkvæmni fyrir allan almenning í landinu. Innlent 11.4.2023 19:31 Norræn hrakfallasaga vekur spurningar um innlenda greiðslulausn Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum misserum eytt miklu púðri í að útskýra fyrir landsmönnum hvers vegna nauðsynlegt sé að smíða innlenda greiðslulausn. Að mati bankans er þjóðaröryggismál draga úr áhættunum sem felast í því hversu innlend greiðslumiðlun er háð erlendum kortainnviðum, svo sem að netsamband við útlönd rofni eða að eigendur kortainnviða loki á viðskipti við Íslands. Klinkið 5.4.2023 15:01 Seðlabankastjóri segir þörf á betri upplýsingum um gjaldeyrismarkaðinn Unnið er að því hjá Seðlabankanum að reyna afla ítarlegri og betri upplýsinga um heildarviðskipti á gjaldeyrismarkaði, að sögn seðlabankastjóra, og viðurkennir að bankinn hafi „ekki nægjanlega“ góða yfirsýn yfir þann markað. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs líkir gjaldeyrispörun innan viðskiptabankanna við „stærstu skuggabankastarfsemi landsins“ og segir umfang lífeyrissjóða á gjaldeyrismarkaði minna en af er látið. Innherji 4.4.2023 14:38 Jólagjafakostnaður Seðlabanka og Hagstofu tvöfaldaðist á fimm árum Heildarkostnaður vegna jólagjafa til starfsmanna jókst úr 3,6 milljónum króna árið 2018 og í 7,5 milljónir króna árið 2022 hjá Seðlabanka Íslands og úr 2,2 milljónum króna í 4,2 milljónir króna hjá Hagstofu Íslands. Innlent 4.4.2023 06:44 Ríkisstjórnin fresti flestum aðgerðum til næstu ára Stjórnarandstæðingar segja uppfærða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hvorki vinna gegn verðbólgu né bæta heimilum landsins upp miklar vaxtahækkanir að undanförnu. Ríkisstjórnin fresti meira og minna öllum aðhaldsaðgerðum fram á næstu ár. Innlent 31.3.2023 20:00 Geggjað aðhaldsprógram dugi ekki til Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vera eins og geggjað aðhaldsprógram sem ekki eigi að hefjast fyrr en á næsta ári. Boðaðar aðgerðir skili engu í baráttunni við verðbólguna í dag. Þingmaður Framsóknarflokksins segir áætlunina hins vegar sýna svart á hvítu að ríkisstjórninni sé alvara í að ná verðbólgunni niður og verja um leið viðkvæmustu hópana. Innlent 31.3.2023 14:36 Forseti Ungra umhverfissinna til Seðlabankans Tinna Hallgrímsdóttir hefur látið af störfum sem forseti Ungra umhverfissinna og verið ráðin til starfa sem loftslags- og sjálfbærnisérfræðingur Seðlabanka Íslands. Innlent 31.3.2023 11:45 Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Ársfundur Seðlabanka Íslands fer fram í dag en um er að ræða 62. ársfundurinn í sögu bankans. Viðskipti innlent 30.3.2023 15:31 Verðbólguálagið togast niður og um leið væntingar um topp vaxtahækkana Snörp gengisstyrking krónunnar síðustu daga, meðal annars drifin áfram af fjármagnsinnflæði, og væntingar um að verðbólgan sé búin að toppa hefur togað verulega niður verðbólguálag á skuldabréfamarkaði og um leið aukið trúverðugleika Seðlabankans í aðgerðum sínum. Þótt óvissan um framhaldið sé enn mikil, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði, þá gera fjárfestar nú ráð fyrir að vaxtahækkunarferli bankans ljúki fyrr en áður var talið. Innherji 29.3.2023 09:48 Rafkrónan yrði mögulega öflugasta tæki Seðlabankans Áhrifin sem möguleg útgáfa rafkrónu getur haft á peningastefnu Seðlabankans geta verið allt frá því að vera óveruleg upp í að rafkrónuna verði helsti farvegurinn fyrir miðlun peningastefnunnar. Lykilspurningin er hvort rafkrónan muni bera jákvæða vexti en afstaða Seðlabankans til þess er varfærin enda gæti það haft í för með sér „varanlega tilfærslu fjármagns“ frá viðskiptabönkum yfir til Seðlabankans og dregið þannig úr útlánagetu bankanna. Innherji 29.3.2023 07:01 Gul viðvörun í húsnæðiskortinu Nýverið kynnti seðlabankastjóri tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Peningastefnunefnd ákvað að hækka stýrivexti um heila prósentu og flestir landsmenn, ef ekki allir, eru nú orðnir meðvitaðir um það hvaða afleiðingar þetta hefur á rekstur heimila. Skoðun 28.3.2023 17:00 Verðbólgan þokast niður Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59 prósent milli mánaða og fer verðbólgan á ársgrundvelli úr 10,2 prósent niður í 9,8 prósent. Viðskipti innlent 28.3.2023 09:04 Vill „rífa í handbremsuna“ og koma einmana seðlabankastjóra til hjálpar Formaður Viðreisnar leggur til ráðningarbann hjá hinu opinbera til að koma böndum á verðbólgu og talar fyrir útgjaldareglu ríkisins svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Hún segir Viðreisn hafa lengi bent á að útgjöld ríkissjóðs væru of mikil en ekki sé hægt að breyta fortíðinni. Nú þurfi allir að leggjast á árarnar til að draga úr hallarekstri ríkissjóðs - þingheimur og vinnumarkaður. Ekki sé hægt að skilja seðlabankastjóra einan eftir í súpunni. Innherji 28.3.2023 07:01 Mánaðarleg greiðslubyrði gæti brátt hækkað um 30 þúsund krónur Mánaðargreiðslubyrði á 40 milljóna króna óverðtryggðu láni gæti hækkað um 30 þúsund krónur á einu bretti ef bankarnir hækka vexti í takt við 100 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Lánamarkaðurinn hefur tekið hröðum breytingum samhliða tólf stýrivaxtahækkunum í röð. Neytendur 27.3.2023 22:01 Fáum peningana aftur heim Það er sorgleg staðreynd að staða heimilanna í landinu þarf ekki að vera jafn slæm og raun ber vitni. Það er ekki hægt að kenna verðbólgunni um hana. Staða heimilanna er slæm af því að það hefur verið ákveðið að hún skuli vera slæm. Það er ekki flóknara en svo að um það hefur verið tekin meðvituð ákvörðun. Skoðun 26.3.2023 10:00 Minni hækkun en 100 punktar hefði verið „veikleikamerki“ Seðlabanki Íslands hefði sýnt „veikleikamerki“ ef peningastefnunefnd bankans hefði hækkað stýrivextir um 75 punkta eða minna að sögn skuldabréfamiðlara hjá Arion banka. Lækkun verðbólguálags á skuldabréfamarkaði eftir vaxtaákvörðunina sé merki um að brött vaxtahækkun hafi verið rétt ákvörðun. Innherji 24.3.2023 09:20 Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. Innlent 23.3.2023 19:40 Arion banki fyrstur til að hækka vexti Arion banki er fyrsti bankinn til að hækka vexti í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósentustig. Hækkunin nær einungis til einnar tegundar lána en breytingar á öðrum vöxtum verða tilkynntar á næstu dögum. Viðskipti innlent 23.3.2023 17:49 Bankanum liggur á að „sýna fram á árangur“ fyrir næstu kjarasamninga Ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka vexti um eina prósentu, umfram væntingar markaðsaðila, virðist hafa grundvallast á þeirri sýn nefndarinnar að það væri betra að „rífa plásturinn af“ með stóru skrefi áður en aðrir seðlabankar skipta hugsanlega um gír vegna óróa á erlendum mörkuðum, að sögn aðalhagfræðings Arion banka. Hún gagnrýnir seðlabankastjóra fyrir rýr svör um framvirka leiðsögn og segir sumpart misvísandi skilaboð hans og varaseðlabankastjóra mögulega til marks um „togstreitu“ innan peningastefnunefndar. Innherji 23.3.2023 11:29 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 48 ›
Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. Viðskipti innlent 28.4.2023 08:46
Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ Innherji 28.4.2023 07:00
Fjármálaráðherra tilnefnir Björk sem varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur tilnefnt Björk Sigurgísladóttur í embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Það er forsætisráðherra sem mun síðan skipa í embættið en Björk starfar nú sem framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits hjá Seðlabankanum. Innherji 27.4.2023 16:04
Gul viðvörun verður rauð ef ekkert er að gert Seðlabankastjóri hefur nú ítrekað komið upp, kynnt stýrivaxtahækkanir og hvatt almenning til að draga úr neyslu. Í tólfta skiptið var stigið það stóra skref að hækka stýrivexti um heila prósentu. Við erum öll orðin meðvituð um afleiðingarnar og hvað áhrif þessar hækkanir hafa á rekstur heimila í landinu. Skoðun 27.4.2023 08:02
Nýr framkvæmdastjóri varúðareftirlits Seðlabankans Gísli Óttarsson er nýr framkvæmdastjóri varúðareftirlits Seðlabanka Íslands. Staðan var auglýst laus í febrúar síðastliðnum. Viðskipti innlent 26.4.2023 11:14
Verðbólgan gengi hraðar niður ef ríkið sýndi meira aðhald Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, segir að ónægjanlegt aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankann ber þyngri byrði en æskilegt er út frá sjónarmiðum um skilvirka hagstjórn. Öflugari sveiflujöfnun í fjármálastefnu ríkisins myndi, að mati varaseðlabankastjóra, stytta þann tíma sem þarf til að ná verðbólgunni niður í markmið. Innherji 19.4.2023 08:31
Alþjóðahagkerfið sýnir styrk en verðbólga lækkar hægt Vaxtahækkanir erlendis hafa áhrif hér eins og annars staðar í heiminum. Ef hægir á hagvexti í umheiminum kemur það fljótlega fram í hagvexti hér. Það mun einnig hafa áhrif á fjármögnun þjóðarbúsins í gegnum bankakerfið og beina erlenda fjárfestingu sem verður þyngri og dýrari. Umræðan 19.4.2023 07:49
Matsfyrirtækin „ekki mjög örlát“ í einkunnagjöf sinni á íslenska ríkið Umrót og krefjandi aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum síðustu misseri hefur undirstrikað vel að efnahagslegur styrkleiki íslenska hagkerfisins er meiri heldur en endurspeglast í lánshæfiseinkunn ríkissjóðs, að mati eins af stjórnendum Seðlabankans, sem telur að ríkið muni bráðlega skoða að ráðast í erlenda skuldabréfaútgáfu. Framkvæmdastjóri hjá Barclays tekur í svipaðan streng og segir að lánshæfiseinkunn íslensku bankanna ætti „líklega“ að vera hærri en hún er um þessar mundir. Innherji 16.4.2023 17:46
FME tjáir sig ekki hvort borginni hafi borið að upplýsa um „rútínubréf“ Fjármálaeftirlit Seðlabankans getur ekki tjáð sig hvort það muni taka til skoðunar hvort Reykjavíkurborg hafi átt að tilkynna til Kauphallarinnar að henni hafi borist bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Reykjavíkurborg er með skuldabréfaflokka skráða í Kauphöllina. Innherji 13.4.2023 14:12
Paypal kastar íslenskum aurum Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi. Viðskipti innlent 12.4.2023 22:25
10 ára óvissuferð í boði Bjarna Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Aðstæður voru góðar, talað var um að svo yrði áfram og að tími verðtryggðra lána væri liðinn. Aðeins tveimur árum síðar er verðbólgan tæp 10% og stýrivextir Seðlabankans 7,5%. Ekki er búist við að markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu náist fyrr en 2027. Skoðun 12.4.2023 08:00
Einfaldari og ódýrari greiðslumiðlun í erfiðri fæðingu Forsætisráðherra er með frumvarp um innlenda greiðslumiðlun í undirbúningi. Bankarnir hafa enn ekki komið slíkri greiðslumiðlun á þrátt fyrir áeggjan Seðlabankans um þjóðaröryggi og hagkvæmni fyrir allan almenning í landinu. Innlent 11.4.2023 19:31
Norræn hrakfallasaga vekur spurningar um innlenda greiðslulausn Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum misserum eytt miklu púðri í að útskýra fyrir landsmönnum hvers vegna nauðsynlegt sé að smíða innlenda greiðslulausn. Að mati bankans er þjóðaröryggismál draga úr áhættunum sem felast í því hversu innlend greiðslumiðlun er háð erlendum kortainnviðum, svo sem að netsamband við útlönd rofni eða að eigendur kortainnviða loki á viðskipti við Íslands. Klinkið 5.4.2023 15:01
Seðlabankastjóri segir þörf á betri upplýsingum um gjaldeyrismarkaðinn Unnið er að því hjá Seðlabankanum að reyna afla ítarlegri og betri upplýsinga um heildarviðskipti á gjaldeyrismarkaði, að sögn seðlabankastjóra, og viðurkennir að bankinn hafi „ekki nægjanlega“ góða yfirsýn yfir þann markað. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs líkir gjaldeyrispörun innan viðskiptabankanna við „stærstu skuggabankastarfsemi landsins“ og segir umfang lífeyrissjóða á gjaldeyrismarkaði minna en af er látið. Innherji 4.4.2023 14:38
Jólagjafakostnaður Seðlabanka og Hagstofu tvöfaldaðist á fimm árum Heildarkostnaður vegna jólagjafa til starfsmanna jókst úr 3,6 milljónum króna árið 2018 og í 7,5 milljónir króna árið 2022 hjá Seðlabanka Íslands og úr 2,2 milljónum króna í 4,2 milljónir króna hjá Hagstofu Íslands. Innlent 4.4.2023 06:44
Ríkisstjórnin fresti flestum aðgerðum til næstu ára Stjórnarandstæðingar segja uppfærða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hvorki vinna gegn verðbólgu né bæta heimilum landsins upp miklar vaxtahækkanir að undanförnu. Ríkisstjórnin fresti meira og minna öllum aðhaldsaðgerðum fram á næstu ár. Innlent 31.3.2023 20:00
Geggjað aðhaldsprógram dugi ekki til Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vera eins og geggjað aðhaldsprógram sem ekki eigi að hefjast fyrr en á næsta ári. Boðaðar aðgerðir skili engu í baráttunni við verðbólguna í dag. Þingmaður Framsóknarflokksins segir áætlunina hins vegar sýna svart á hvítu að ríkisstjórninni sé alvara í að ná verðbólgunni niður og verja um leið viðkvæmustu hópana. Innlent 31.3.2023 14:36
Forseti Ungra umhverfissinna til Seðlabankans Tinna Hallgrímsdóttir hefur látið af störfum sem forseti Ungra umhverfissinna og verið ráðin til starfa sem loftslags- og sjálfbærnisérfræðingur Seðlabanka Íslands. Innlent 31.3.2023 11:45
Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Ársfundur Seðlabanka Íslands fer fram í dag en um er að ræða 62. ársfundurinn í sögu bankans. Viðskipti innlent 30.3.2023 15:31
Verðbólguálagið togast niður og um leið væntingar um topp vaxtahækkana Snörp gengisstyrking krónunnar síðustu daga, meðal annars drifin áfram af fjármagnsinnflæði, og væntingar um að verðbólgan sé búin að toppa hefur togað verulega niður verðbólguálag á skuldabréfamarkaði og um leið aukið trúverðugleika Seðlabankans í aðgerðum sínum. Þótt óvissan um framhaldið sé enn mikil, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði, þá gera fjárfestar nú ráð fyrir að vaxtahækkunarferli bankans ljúki fyrr en áður var talið. Innherji 29.3.2023 09:48
Rafkrónan yrði mögulega öflugasta tæki Seðlabankans Áhrifin sem möguleg útgáfa rafkrónu getur haft á peningastefnu Seðlabankans geta verið allt frá því að vera óveruleg upp í að rafkrónuna verði helsti farvegurinn fyrir miðlun peningastefnunnar. Lykilspurningin er hvort rafkrónan muni bera jákvæða vexti en afstaða Seðlabankans til þess er varfærin enda gæti það haft í för með sér „varanlega tilfærslu fjármagns“ frá viðskiptabönkum yfir til Seðlabankans og dregið þannig úr útlánagetu bankanna. Innherji 29.3.2023 07:01
Gul viðvörun í húsnæðiskortinu Nýverið kynnti seðlabankastjóri tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Peningastefnunefnd ákvað að hækka stýrivexti um heila prósentu og flestir landsmenn, ef ekki allir, eru nú orðnir meðvitaðir um það hvaða afleiðingar þetta hefur á rekstur heimila. Skoðun 28.3.2023 17:00
Verðbólgan þokast niður Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59 prósent milli mánaða og fer verðbólgan á ársgrundvelli úr 10,2 prósent niður í 9,8 prósent. Viðskipti innlent 28.3.2023 09:04
Vill „rífa í handbremsuna“ og koma einmana seðlabankastjóra til hjálpar Formaður Viðreisnar leggur til ráðningarbann hjá hinu opinbera til að koma böndum á verðbólgu og talar fyrir útgjaldareglu ríkisins svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi hallarekstur. Hún segir Viðreisn hafa lengi bent á að útgjöld ríkissjóðs væru of mikil en ekki sé hægt að breyta fortíðinni. Nú þurfi allir að leggjast á árarnar til að draga úr hallarekstri ríkissjóðs - þingheimur og vinnumarkaður. Ekki sé hægt að skilja seðlabankastjóra einan eftir í súpunni. Innherji 28.3.2023 07:01
Mánaðarleg greiðslubyrði gæti brátt hækkað um 30 þúsund krónur Mánaðargreiðslubyrði á 40 milljóna króna óverðtryggðu láni gæti hækkað um 30 þúsund krónur á einu bretti ef bankarnir hækka vexti í takt við 100 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Lánamarkaðurinn hefur tekið hröðum breytingum samhliða tólf stýrivaxtahækkunum í röð. Neytendur 27.3.2023 22:01
Fáum peningana aftur heim Það er sorgleg staðreynd að staða heimilanna í landinu þarf ekki að vera jafn slæm og raun ber vitni. Það er ekki hægt að kenna verðbólgunni um hana. Staða heimilanna er slæm af því að það hefur verið ákveðið að hún skuli vera slæm. Það er ekki flóknara en svo að um það hefur verið tekin meðvituð ákvörðun. Skoðun 26.3.2023 10:00
Minni hækkun en 100 punktar hefði verið „veikleikamerki“ Seðlabanki Íslands hefði sýnt „veikleikamerki“ ef peningastefnunefnd bankans hefði hækkað stýrivextir um 75 punkta eða minna að sögn skuldabréfamiðlara hjá Arion banka. Lækkun verðbólguálags á skuldabréfamarkaði eftir vaxtaákvörðunina sé merki um að brött vaxtahækkun hafi verið rétt ákvörðun. Innherji 24.3.2023 09:20
Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. Innlent 23.3.2023 19:40
Arion banki fyrstur til að hækka vexti Arion banki er fyrsti bankinn til að hækka vexti í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósentustig. Hækkunin nær einungis til einnar tegundar lána en breytingar á öðrum vöxtum verða tilkynntar á næstu dögum. Viðskipti innlent 23.3.2023 17:49
Bankanum liggur á að „sýna fram á árangur“ fyrir næstu kjarasamninga Ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka vexti um eina prósentu, umfram væntingar markaðsaðila, virðist hafa grundvallast á þeirri sýn nefndarinnar að það væri betra að „rífa plásturinn af“ með stóru skrefi áður en aðrir seðlabankar skipta hugsanlega um gír vegna óróa á erlendum mörkuðum, að sögn aðalhagfræðings Arion banka. Hún gagnrýnir seðlabankastjóra fyrir rýr svör um framvirka leiðsögn og segir sumpart misvísandi skilaboð hans og varaseðlabankastjóra mögulega til marks um „togstreitu“ innan peningastefnunefndar. Innherji 23.3.2023 11:29