Danski boltinn

Fréttamynd

Orri Steinn skoraði þegar FCK komst í átta liða úr­slit

FC Kaupmannahöfn komst naumlega í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar eftir sigur gegn Thisted FC í framlengdum leik í kvöld. Orri Steinn Óskarsson skoraði mark FCK í leiknum. Stefán Teitur Þórðarson kom inn af varamannabekknum hjá Silkeborg er liðið tryggði sér einnig sæti í átta liða úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Willum Þór og Hákon Arnar á skotskónum

Willum Þór Willumsson reyndist hetja Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann tryggði liðinu stig með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Í Danmörku heldur slæmt gengi Lyngby áfram en liðið tapaði 3-0 fyrir Danmerkurmeisturum FCK á útivelli í dag. Hákon Arnar Haraldsson skoraði annað mark FCK í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán Teitur hóf endur­komu Sil­ke­borg

Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson skoraði fyrra mark Silkeborg í 2-1 sigri á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Mikael Anderson var í byrjunarliði AGF sem gerði 1-1 jafntefli við Viborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikael og félagar stálu sigrinum í Íslendingaslag

Mikael Anderson og félagar hans í AGF unnu dramatískan 0-1 útisigur er liðið heimsótti Íslendingalið Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótaríma og Lyngby er enn án sigurs eftir 15 umferðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron skoraði í dramatískum sigri

Aron Sigurðarson skoraði annað mark Horsens er liðið vann dramatískan 3-2 sigur gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og félaögum hans í Silkeborg dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Elías hélt hreinu en Hákon sá rautt

Elías Rafn Ólafsson, leikmaður Midtjylland, stóð vaktina í marki liðsins í 0-6 stórsigri á FA 2000 í danska bikarnum í fótbolta í dag. Aron Sigurðarson og félagar í Horsens fara einnig áfram eftir 1-2 sigur á Horsholm-Usserod. Þá vann Íslendingalið FCK á sama tíma sigur gegn Hobro í vítaspyrnukeppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Hörður Björg­vin og Pan­at­hinai­kos enn með fullt hús stiga | FCK stal stigi

Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos virðast ætla að vinna öruggan sigur í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann sinn áttunda leik í röð í dag. Í Danmörku voru Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson í eldlínunni þegar FC Kaupmannahöfn bjargaði stigi gegn erkifjendum sínum í Bröndby í blálokin.

Fótbolti
Fréttamynd

Er með tvo af eig­endum liðsins í leik­manna­hópnum

Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

Hamrén hafði betur gegn Frey

Erik Hamrén hafði betur gegn Frey Alexanderssyni er lið þeirra, Álaborg og Lyngby, mættust í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Álaborg vann 2-0 sigur sem þýðir að liðið er nú níu stigum á undan Lyngby sem situr á botni deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð lagði upp í enn einu jafntefli Lyngby

Alfreð Finnbogason lagði upp eina mark Lyngby er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Var þetta fimmta jafntefli liðsins í fyrstu tólf umferðum deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sævar kom inn af bekknum og bjargaði stigi fyrir Lyngby

Sævar Atli Magnússon reyndist hetja danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby er hann kom inn af varamannabekknum og tryggði liðinu jafntefli gegn Bröndby. Lokatölur 3-3, en Sævar kom inn af bekknum fyrir Alfreð Finnbogason sem hafði lagt upp fyrsta mark liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari FCK segist hafa stuðning leik­manna

FC Kaupmannahöfn hefur hafið titilvörn sína skelfilega en liðið mátti þola enn eitt tapið er það heimsótti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudag. Jess Thorup, þjálfari liðsins, segist hafa fullan stuðning leikmanna þrátt fyrir slakt gengi. Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson leika með liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk á toppinn á Ítalíu | Bayern byrjar ekki vel

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn á miðri miðju meistaraliðs Juventus er liðið vann 1-0 sigur á Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í liði Bayern München sem tókst ekki að landa sigri gegn Eintracht Frankfurt.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristófer Ingi aftur til Hollands

Kristófer Ingi Kristinsson er mættur aftur til Hollands eftir að hafa leikið með SönderjyskE á síðustu leiktíð. Hann hefur samið við B-deildarlið VVV-Venlo út yfirstandandi leiktíð.

Fótbolti