Danska stórstjarnan missti mömmu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 11:30 Nadia Nadim í leik með danska fótboltalandsliðinu sem hún hefur spilað meira en hundrað leiki fyrir. Getty/Andrea Staccioli Danska knattspyrnukonan Nadia Nadim fékk mjög slæmar fréttir til Katar þar sem hún er stödd í Katar sem sendiherra heimsmeistaramótsins. Hamida, móðir Nadiu, lést í umferðarslysi á þriðjudagsmorguninn. Hún vat aðeins 57 ára gömul. „Móðir mín lést eftir að hafa orðið fyrir trukk. Hún var á leiðinni heim úr líkamsræktinni,“ skrifaði Nadim. „Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvernig mér líður. Ég hef misst mikilvægustu manneskjuna í mínu lífi og það gerðist svo skyndilega og svo óvænt,“ skrifaði Nadim á samfélagsmiðla sína. pic.twitter.com/d733ODYpGs— Dr Nadia Nadim (@nadia_nadim) November 23, 2022 „Hún var stríðsmaður og barðist fyrir hverjum sentímetra í sínu lífi. Hún gaf mér ekki líf bara einu sinni heldur tvisvar,“ skrifaði Nadim. „Lífið er ósanngjarnt en ég skil ekki af hverju þetta varð að vera hún og af hverju þetta endaði svona,“ skrifaði Nadim. Hin 34 ára gamla Nadim á fjórar systur en þær misstu föður sinn í Afganistan árið 1999 þegar hann var drepinn af Talíbönum. Fjölskyldan flúði til Danmerkur og hóf nýtt líf þar. Nadim byrjaði að æfa fótbolta og hefur síðan orðið ein besta knattspyrnukona í sögu dönsku þjóðarinnar. "I have lost my home and I know nothing's going to ever feel the same."Life is unfair and I don't understand why her and why this way. I love you and I will see you again." https://t.co/GYWJAMUODG— Sky News (@SkyNews) November 23, 2022 Nadim hefur skorað 38 mörk í 103 landsleikjum og hefur spilað fyrir stórlið eins og Portland Thorns, Manchester City og Paris Saint-Germain. Hún er nú leikmaður Racing Louisville í bandarísku NWSL deildinni. Nadim vakti líka mikla athygli fyrir það að hafa klárað læknisnámið með fótboltaferlinum. Hún útskrifaðist sem læknir í janúar á þessu ári. Hún fékk aftur á móti mikla gagnrýni fyrir að þiggja peningana og gerast sendiherra fyrir HM í Katar. BREAKING: ITV World Cup pundit Nadia Nadim was forced off air after learning her mother had been killed by a truck https://t.co/B3l3DhBUNQ— MailOnline Sport (@MailSport) November 23, 2022 Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Hamida, móðir Nadiu, lést í umferðarslysi á þriðjudagsmorguninn. Hún vat aðeins 57 ára gömul. „Móðir mín lést eftir að hafa orðið fyrir trukk. Hún var á leiðinni heim úr líkamsræktinni,“ skrifaði Nadim. „Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvernig mér líður. Ég hef misst mikilvægustu manneskjuna í mínu lífi og það gerðist svo skyndilega og svo óvænt,“ skrifaði Nadim á samfélagsmiðla sína. pic.twitter.com/d733ODYpGs— Dr Nadia Nadim (@nadia_nadim) November 23, 2022 „Hún var stríðsmaður og barðist fyrir hverjum sentímetra í sínu lífi. Hún gaf mér ekki líf bara einu sinni heldur tvisvar,“ skrifaði Nadim. „Lífið er ósanngjarnt en ég skil ekki af hverju þetta varð að vera hún og af hverju þetta endaði svona,“ skrifaði Nadim. Hin 34 ára gamla Nadim á fjórar systur en þær misstu föður sinn í Afganistan árið 1999 þegar hann var drepinn af Talíbönum. Fjölskyldan flúði til Danmerkur og hóf nýtt líf þar. Nadim byrjaði að æfa fótbolta og hefur síðan orðið ein besta knattspyrnukona í sögu dönsku þjóðarinnar. "I have lost my home and I know nothing's going to ever feel the same."Life is unfair and I don't understand why her and why this way. I love you and I will see you again." https://t.co/GYWJAMUODG— Sky News (@SkyNews) November 23, 2022 Nadim hefur skorað 38 mörk í 103 landsleikjum og hefur spilað fyrir stórlið eins og Portland Thorns, Manchester City og Paris Saint-Germain. Hún er nú leikmaður Racing Louisville í bandarísku NWSL deildinni. Nadim vakti líka mikla athygli fyrir það að hafa klárað læknisnámið með fótboltaferlinum. Hún útskrifaðist sem læknir í janúar á þessu ári. Hún fékk aftur á móti mikla gagnrýni fyrir að þiggja peningana og gerast sendiherra fyrir HM í Katar. BREAKING: ITV World Cup pundit Nadia Nadim was forced off air after learning her mother had been killed by a truck https://t.co/B3l3DhBUNQ— MailOnline Sport (@MailSport) November 23, 2022
Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira