Norski boltinn

Fréttamynd

Emil útskrifaður af sjúkrahúsi

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi, en hann var lagður inn í seinustu viku eftir að hafa farið í hjartastopp í leik með Sogndal í norsku fyrstu deildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu vítið sem Patrik varði á móti Mjöndalen

Patrik Sigurður Gunnarsson er kominn til móts við íslenska landsliðshópinn í Rúmeníu þar sem íslensku strákarnir eru að undirbúa sig fyrir leik á móti Rúmeníu í undankeppni HM. Patrik ætti að koma fullur sjálfstrausts til móts við landsliðið eftir frábæra frammistöðu um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Amanda og Ingibjörg spiluðu í tapi Vålerenga | Sandviken meistari

Íslensku landsliðsmennirnir Amanda Andradóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir byrjuðu báðar í dag þegar að lið þeirra Vålerenga tapaði fyrir Stabæk á heimavelli, 0-1. Úrslitin réðust í norsku deildinni því Sandviken þurfti einungis einn sigur til þess að tryggja sér titilinn og hann kom í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Norðmenn taka upp VAR

Norska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að taka upp myndbandsdómgæslu (VAR) í efstu deild frá og með tímabilinu 2023.

Fótbolti
Fréttamynd

Ástand Emils stöðugt

Ástand Emils Pálssonar, sem hné fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær, er stöðugt. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjölskylda Emils komin til Noregs

Fjölskylda fótboltamannsins Emils Pálssonar er komin til Noregs. Hann fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær en var endurlífgaður á staðnum og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland í Björgvin.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil Páls­son hné niður á vellinum

Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu.

Fótbolti
Fréttamynd

Viðar Örn skoraði í tapi

Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Vålerenga er liðið tapaði 2-1 gegn Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Viðar Ari tryggði Sandefjord sigur í Íslendingaslag

Íslendingar voru í eldlínunni í fjórum af þeim fimm leikjum sem var að ljúka rétt í þessu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Viðar Ari Jónsson skoraði seinna mark Sandefjord er liðið vann 2-0 sigur gegn Íslendingaliðinu Strömsgodset.

Fótbolti