Fótbolti

Svava Rós með tvennu í stórsigri Brann

Atli Arason skrifar
Æfing kvennalandsliðs Íslands fyrir leik gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2019. Ísland. Knattspyrna, fótbolti, sumarið 2018.
Æfing kvennalandsliðs Íslands fyrir leik gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2019. Ísland. Knattspyrna, fótbolti, sumarið 2018. Foto: Vilhelm Gunnarsson

Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði tvö mörk í 7-0 stórsigri Brann á Arna-Bjornar í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Svava var í byrjunarliði Brann en bæði mörk hennar komu í fyrri hálfleik, á 10. og 43. mínútu leiksins. Svövu var síðar skipt af velli á 67. mínútu. 

Berglind Björg Þorvaldsdóttir var einnig í byrjunarliði Brann í leiknum og lék hún allan leikinn í framlínu Brann.

Eftir tvær umferðir er Brann með sex stig líkt og þrjú önnur lið. Brann hefur unnið fyrstu tvo leiki sína samanlagt 12-2 og er því á toppi deildarinnar á bestu markatölunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×