Miðflokkurinn „Til samanburðar notaði norska Stórþingið fjóra og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi enn á ný þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Innlent 31.5.2019 10:48 Sagði umræðu Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á þriðja orkupakkanum Þorsteinn Sæmundsson sagði Miðflokksmenn ekki hafa óskað eftir dagskrárvaldi. Innlent 29.5.2019 22:17 Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Þingmaður Miðflokksins sagðist ætla að sleppa eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld til að geta undirbúið þingfund á föstudag undir lok rúmlega sólahrings langs þingfundar í morgun. Innlent 29.5.2019 11:35 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. Innlent 29.5.2019 11:12 Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. Innlent 29.5.2019 10:07 Forseti Alþingis segir að þingmenn Miðflokksins hafi tekið þingræðið úr sambandi Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málþóf þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann hafi í reynd tekið þingræðið úr sambandi því þingið geti ekki látið vilja sinn í ljós með atkvæðagreiðslu. Innlent 28.5.2019 17:01 Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. Innlent 28.5.2019 12:17 „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Forseti Alþingis reyndi að höfða til samvisku þingmanna Miðflokksins til að koma í veg fyrir frekara tjón. Innlent 28.5.2019 11:04 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. Innlent 28.5.2019 07:56 Spyr hvort Miðflokksmenn þori ekki að nefna hana á nafn Þingmaður Miðflokksins nefndi þingkonu Framsóknarflokksins aðeins þingmann suður með sjó þegar langt var liðið á málþóf um þriðja orkupakkann á Alþingi í gærmorgun. Innlent 26.5.2019 07:53 Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins Þingsköp gera ráð fyrir að hægt sé að binda enda á umræðu í þinginu. Þingmenn eru þó ekki tilbúnir að beita því ákvæði til að stöðva málþóf miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Innlent 25.5.2019 14:27 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. Innlent 25.5.2019 10:53 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. Innlent 25.5.2019 09:34 Yrði forvitnilegt að yfirheyra Miðflokksmenn Upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmannanna á Klaustur bar var ólögleg að mati persónuverndar. Lögmaður Báru telur líklegt að þingmennirnir höfði skaðabótamál með niðurstöðuna að vopni. Innlent 23.5.2019 17:47 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. Innlent 23.5.2019 12:01 Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. Innlent 23.5.2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. Innlent 22.5.2019 21:07 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. Innlent 22.5.2019 19:46 Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. Innlent 21.5.2019 10:46 Miðflokksmenn stóðu næturvaktina fram undir morgun Þingmenn Miðflokksins eru einir á mælendaskrá í síðari umræðu um þriðja orkupakkann sem stendur enn yfir á Alþingi þegar klukkan er farin að ganga tvö. Umræða hefur staðið í á ellefta tíma. Innlent 21.5.2019 01:29 Saka fulltrúa Miðflokks um brask á bæjarstjórnarfundi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru sakaðir um lygar og ósannindi í bæjarstjórn Árborgar. Sökuðu þeir bæjarfulltrúa um lóðabrask. Meirihlutinn vill skoða hvort ummælin stangist á við siðareglur kjörinna fulltrúa. Siðareglur segja til um að bæjarfulltrúar skuli sýna störfum annarra virðingu. Innlent 20.5.2019 05:28 Þingmenn Miðflokksins töluðu um þriðja orkupakkann í alla nótt Umræðan stóð yfir í alla nótt og skiptust þingmenn Miðflokksins á því að stíga í pontu og svara ræðum hvors annars. Innlent 16.5.2019 06:11 Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum. Innlent 15.5.2019 11:21 Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. Innlent 13.5.2019 13:42 Karl leiðir unga Miðflokksmenn Ungliðahreyfing Miðflokksins var formlega stofnuð um liðna helgi. Karl Liljendal Hólmgeirsson, varaþingmaður flokksins, var kjörinn formaður. Karl settist á þing fyrir flokkinn síðasta sumar og varð þá yngsti þingmaður frá upphafi, 20 ára og 355 daga gamall. Innlent 3.5.2019 02:00 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. Innlent 30.4.2019 14:03 Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. Innlent 30.4.2019 10:35 Höfnuðu kröfu Klaustursþingmanna Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í Klaustursmálinu var hafnað af stjórn Persónuverndar í dag. Innlent 29.4.2019 18:58 Spurði hvort Katrín gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði forsætisráðherra um þriðja orkupakkann í dag. Innlent 29.4.2019 16:12 Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu. Innlent 26.4.2019 20:36 « ‹ 25 26 27 28 29 30 … 30 ›
„Til samanburðar notaði norska Stórþingið fjóra og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi enn á ný þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Innlent 31.5.2019 10:48
Sagði umræðu Miðflokksmanna hafa dýpkað skilning og þekkingu á þriðja orkupakkanum Þorsteinn Sæmundsson sagði Miðflokksmenn ekki hafa óskað eftir dagskrárvaldi. Innlent 29.5.2019 22:17
Mætir ekki til eldhúsdagsumræðna vegna lengdar þingfundar Þingmaður Miðflokksins sagðist ætla að sleppa eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld til að geta undirbúið þingfund á föstudag undir lok rúmlega sólahrings langs þingfundar í morgun. Innlent 29.5.2019 11:35
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. Innlent 29.5.2019 11:12
Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. Innlent 29.5.2019 10:07
Forseti Alþingis segir að þingmenn Miðflokksins hafi tekið þingræðið úr sambandi Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málþóf þingmanna Miðflokksins um þriðja orkupakkann hafi í reynd tekið þingræðið úr sambandi því þingið geti ekki látið vilja sinn í ljós með atkvæðagreiðslu. Innlent 28.5.2019 17:01
Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. Innlent 28.5.2019 12:17
„Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Forseti Alþingis reyndi að höfða til samvisku þingmanna Miðflokksins til að koma í veg fyrir frekara tjón. Innlent 28.5.2019 11:04
Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. Innlent 28.5.2019 07:56
Spyr hvort Miðflokksmenn þori ekki að nefna hana á nafn Þingmaður Miðflokksins nefndi þingkonu Framsóknarflokksins aðeins þingmann suður með sjó þegar langt var liðið á málþóf um þriðja orkupakkann á Alþingi í gærmorgun. Innlent 26.5.2019 07:53
Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins Þingsköp gera ráð fyrir að hægt sé að binda enda á umræðu í þinginu. Þingmenn eru þó ekki tilbúnir að beita því ákvæði til að stöðva málþóf miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Innlent 25.5.2019 14:27
Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. Innlent 25.5.2019 10:53
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. Innlent 25.5.2019 09:34
Yrði forvitnilegt að yfirheyra Miðflokksmenn Upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmannanna á Klaustur bar var ólögleg að mati persónuverndar. Lögmaður Báru telur líklegt að þingmennirnir höfði skaðabótamál með niðurstöðuna að vopni. Innlent 23.5.2019 17:47
Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. Innlent 23.5.2019 12:01
Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. Innlent 23.5.2019 11:41
Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. Innlent 22.5.2019 21:07
Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. Innlent 22.5.2019 19:46
Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. Innlent 21.5.2019 10:46
Miðflokksmenn stóðu næturvaktina fram undir morgun Þingmenn Miðflokksins eru einir á mælendaskrá í síðari umræðu um þriðja orkupakkann sem stendur enn yfir á Alþingi þegar klukkan er farin að ganga tvö. Umræða hefur staðið í á ellefta tíma. Innlent 21.5.2019 01:29
Saka fulltrúa Miðflokks um brask á bæjarstjórnarfundi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru sakaðir um lygar og ósannindi í bæjarstjórn Árborgar. Sökuðu þeir bæjarfulltrúa um lóðabrask. Meirihlutinn vill skoða hvort ummælin stangist á við siðareglur kjörinna fulltrúa. Siðareglur segja til um að bæjarfulltrúar skuli sýna störfum annarra virðingu. Innlent 20.5.2019 05:28
Þingmenn Miðflokksins töluðu um þriðja orkupakkann í alla nótt Umræðan stóð yfir í alla nótt og skiptust þingmenn Miðflokksins á því að stíga í pontu og svara ræðum hvors annars. Innlent 16.5.2019 06:11
Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum. Innlent 15.5.2019 11:21
Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. Innlent 13.5.2019 13:42
Karl leiðir unga Miðflokksmenn Ungliðahreyfing Miðflokksins var formlega stofnuð um liðna helgi. Karl Liljendal Hólmgeirsson, varaþingmaður flokksins, var kjörinn formaður. Karl settist á þing fyrir flokkinn síðasta sumar og varð þá yngsti þingmaður frá upphafi, 20 ára og 355 daga gamall. Innlent 3.5.2019 02:00
Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. Innlent 30.4.2019 14:03
Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. Innlent 30.4.2019 10:35
Höfnuðu kröfu Klaustursþingmanna Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í Klaustursmálinu var hafnað af stjórn Persónuverndar í dag. Innlent 29.4.2019 18:58
Spurði hvort Katrín gæti aðstoðað Bjarna við að framfylgja eigin stefnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði forsætisráðherra um þriðja orkupakkann í dag. Innlent 29.4.2019 16:12
Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu. Innlent 26.4.2019 20:36
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent