Segir að Miðflokkurinn muni standa við samkomulag um þinglega meðferð orkupakkans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2019 20:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þingmenn flokksins muni standa við það samkomulag sem gert var um þinglega meðferð þriðja orkupakkans fyrr í vor. Framundan eru tveir dagar á þingi þar sem orkupakkinn verður tekinn fyrir og afgreiddur úr þingi. „Við gerum ekki samkomulag án þess að ætla okkur að standa við það. Það á eftir að útfæra dagskrá þessara daga sem eru undir en ég geri ráð fyrir að menn hljóti að finna út úr því. Það ætti ekki að vera stórkostlegt vandamál. Það var undirritað samkomulag, reyndar eftir nokkrar tilraunir eins og stundum verður í lok hamaganginum í lok þingstarfa en á endanum náðist að fá undirskrift allra,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Síðasta þing stóð mun lengur en gert var ráð fyrir, ekki síst fyrir tilstilli Miðflokksins sem stóð fyrir málþófi, til þess að koma í veg fyrir að þingsályktunartillaga um að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd hinn þriðja orkupakka. Þann 18. júní náðist samkomulag á milli allra flokka á þingi um að fresta afgreiðslu málsins um að þriðji orkupakkinn verði afgreiddur á stuttu síðsumarþingi í lok ágúst og byrjun september. Alþingi kemur saman þann 28. ágúst næstkomandi.Sigmundur Davíð reiknar ekki með öðru en að málið verði afgreitt á þessu stutta þingi sem framundan er og vonast hann til þess að þingsályktunartillagan verði ekki samþykkt. Þar horfir hann helst til Sjálfstæðisflokksins í von um stuðning.„Þetta verður afgreitt frá þinginu á einn eða annan hátt, innan þessara tímamarka en auðvitað vonumst við enn þá til þess að menn hafi leyft sér að skoða þetta af opnum hug og við vonumst til þess að þeir sem hafa verið að berjast, til dæmis innan Sjálfstæðisflokksins, þeim verði eitthvað ágeng,“ sagði Sigmundur Davíð og vísaði þar til undirskriftarsöfnunar sem hafin er innan Sjálfstæðisflokksins í von um að knýja fram atkvæðagreiðslu um stefnu flokksins í málinu.Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.Fréttablaðið/AntonHorfir til forsetans nái málið í gegn Þá horfir hann einnig til forseta Íslands, verði þingsályktunartillagan samþykkt, en þingmenn hafa viðrað hugmyndir um að forsetinn geti neitað að skrifa undir þingsályktunartillöguna. Prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands hefur bent á slíkt væri þó fordæmalaust. „Málið mun væntanlega fara til forsetans. Mér skilst að það sé þess eðlis, það var nú eitthvað álitamál á sínum tíma en Ólafur Ísleifsson hefur skrifað ágæta grein um það og mér heyrist helstu lögfræðingar, eða þeir sem hafa helst tjáð sig um þetta, taka undir það mat að þetta mál þurfi að fara til forseta til undirritunar, þó að þetta sé þingsályktunartillaga. Þar er þá ein leið,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði þó ljóst ef þingsályktunartillagan yrði samþykkt og stjórnvöld myndu samþykkja innleiðingu þriðja orkupakkans myndi Miðflokkurinn ekki leggja árar í bát vegna málsins, framundan væru fjórði og fimmti orkupakkinn. Núna væri hins vegar tíminn til að einbeita sér að því að stöðva þriðja orkupakkann. „Þetta er tíminn til að spyrna við fótunum.“ Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15 Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn. 10. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þingmenn flokksins muni standa við það samkomulag sem gert var um þinglega meðferð þriðja orkupakkans fyrr í vor. Framundan eru tveir dagar á þingi þar sem orkupakkinn verður tekinn fyrir og afgreiddur úr þingi. „Við gerum ekki samkomulag án þess að ætla okkur að standa við það. Það á eftir að útfæra dagskrá þessara daga sem eru undir en ég geri ráð fyrir að menn hljóti að finna út úr því. Það ætti ekki að vera stórkostlegt vandamál. Það var undirritað samkomulag, reyndar eftir nokkrar tilraunir eins og stundum verður í lok hamaganginum í lok þingstarfa en á endanum náðist að fá undirskrift allra,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Síðasta þing stóð mun lengur en gert var ráð fyrir, ekki síst fyrir tilstilli Miðflokksins sem stóð fyrir málþófi, til þess að koma í veg fyrir að þingsályktunartillaga um að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd hinn þriðja orkupakka. Þann 18. júní náðist samkomulag á milli allra flokka á þingi um að fresta afgreiðslu málsins um að þriðji orkupakkinn verði afgreiddur á stuttu síðsumarþingi í lok ágúst og byrjun september. Alþingi kemur saman þann 28. ágúst næstkomandi.Sigmundur Davíð reiknar ekki með öðru en að málið verði afgreitt á þessu stutta þingi sem framundan er og vonast hann til þess að þingsályktunartillagan verði ekki samþykkt. Þar horfir hann helst til Sjálfstæðisflokksins í von um stuðning.„Þetta verður afgreitt frá þinginu á einn eða annan hátt, innan þessara tímamarka en auðvitað vonumst við enn þá til þess að menn hafi leyft sér að skoða þetta af opnum hug og við vonumst til þess að þeir sem hafa verið að berjast, til dæmis innan Sjálfstæðisflokksins, þeim verði eitthvað ágeng,“ sagði Sigmundur Davíð og vísaði þar til undirskriftarsöfnunar sem hafin er innan Sjálfstæðisflokksins í von um að knýja fram atkvæðagreiðslu um stefnu flokksins í málinu.Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.Fréttablaðið/AntonHorfir til forsetans nái málið í gegn Þá horfir hann einnig til forseta Íslands, verði þingsályktunartillagan samþykkt, en þingmenn hafa viðrað hugmyndir um að forsetinn geti neitað að skrifa undir þingsályktunartillöguna. Prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands hefur bent á slíkt væri þó fordæmalaust. „Málið mun væntanlega fara til forsetans. Mér skilst að það sé þess eðlis, það var nú eitthvað álitamál á sínum tíma en Ólafur Ísleifsson hefur skrifað ágæta grein um það og mér heyrist helstu lögfræðingar, eða þeir sem hafa helst tjáð sig um þetta, taka undir það mat að þetta mál þurfi að fara til forseta til undirritunar, þó að þetta sé þingsályktunartillaga. Þar er þá ein leið,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði þó ljóst ef þingsályktunartillagan yrði samþykkt og stjórnvöld myndu samþykkja innleiðingu þriðja orkupakkans myndi Miðflokkurinn ekki leggja árar í bát vegna málsins, framundan væru fjórði og fimmti orkupakkinn. Núna væri hins vegar tíminn til að einbeita sér að því að stöðva þriðja orkupakkann. „Þetta er tíminn til að spyrna við fótunum.“
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15 Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn. 10. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. 11. ágúst 2019 12:15
Þingflokkurinn geti ekki „hlaupið til“ eftir því hvernig „einhver skoðanakönnun innan Sjálfstæðisflokksins kemur út“ Sigríður Andersen segir að ekki sé ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. 12. ágúst 2019 12:04
Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00
Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn. 10. ágúst 2019 19:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent