Dómstólar

Fréttamynd

Ofbeldisdómar of þungir

Nú kvartar formaður Lögmannafélags Íslands að refsingar við ofbeldisglæpum séu að þyngjast og kallar á að það skyldi skoðað.

Skoðun
Fréttamynd

Telja túlkun endurupptökudóms vafa undirorpna

Tveir dósentar í lögfræði telja að sú túlkun endurupptökudóms að hann geti ekki vísað málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar sé vafa undirorpin. Dómskerfið sé komið í pattstöðu hvað varðar endurupptöku sakamála vegna ólíkrar túlkunar dómstólanna tveggja á lögum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert réttlæti á meðan valdhafar varpi skömminni á Erlu

Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna endanlegrar niðurstöðu dómstóla hér á landi í máli hennar. Dóttursonur og nafni Tryggva Rúnars Leifssonar segir ekkert réttlæti í Guðmundar- og Geirfinns málunum á meðan valdhafar varpi áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu.

Innlent
Fréttamynd

Þor­steinn og Þór­hallur skipaðir héraðs­dómarar

Dómsmálaráðherra hefur skipað Þorstein Magnússon og Þórhall Hauk Þorvaldsson í embætti héraðsdómara. Þorsteinn mun hafa starfsstöð við héraðsdóm Reykjavíkur og Þórhallur við héraðsdóm Reykjaness. Þeir hefja störf 1. október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Fjölga þurfi dómurum

Skrifstofustjóri Landsréttar segir að fjölga þurfi dómurum til að stytta bið fólks í að mál þeirra komi á dagskrá. Biðtíminn er rúmt ár. Dómsmálaráðherra er með málið til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Erla hafi logið upp á þá án aðstoðar lögreglu

Magnús Leópoldsson, einn þeirra sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 105 daga eftir að hafa verið bendlaður við hvarf Geirfinns Einarssonar árið 1976, segir niðurstöðu Endurupptökudóms vera hárrétta. Hann segir Erlu hafa logið um aðild hans að málinu án þess að vera undir pressu frá lögreglunni.

Innlent
Fréttamynd

„Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“

Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll.

Innlent
Fréttamynd

Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti

Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Svona var blaða­manna­fundur Erlu Bolla­dóttur

Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 

Innlent
Fréttamynd

Jón Steinar opnar sig um vinslit sín og Davíðs

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, segist ekki vita hvers vegna Davíð Oddsson, nú ritstjóra Morgunblaðsins áður forsætisráðherra með meiru, hafi farið í fýlu við sig. Sennilega vegna einhverra skoðana sinna en honum sé sama, hann er bundinn sannfæringu sinni og öðru ekki. 

Innlent
Fréttamynd

Segir dómarann færa full­gild rök fyrir niður­stöðu sinni

Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hæstaréttardómari segir rök dómarans vegna dómsins sem féll nú á dögunum vegna stunguárásar í miðbæ Reykjavíkur vera fullgild. Hann hafi verið á því máli að dómurinn hafi átt að vera þyngri þar til hann las dóminn.

Innlent
Fréttamynd

Aukið flækjustig í sáttameðferð foreldra

Árið 2012 var nýju ákvæði 33. gr. a bætt inn í barnalög nr. 76/2003. Með ákvæðinu, sem tók gildi 1. janúar 2013, var foreldrum gert skylt að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Síðan þá hefur nokkuð reynt á túlkun og beitingu þessa ákvæðis fyrir dómi og hafa dómstólar markað nokkuð skýra túlkun á lágmarks inntaki sáttameðferðar samkvæmt ákvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Sjö sóttu um tvö dómara­em­bætti

Sjö umsækjendur sóttu um embætti veggja héraðsdómara, annars vegar með starfstöð við Héraðsdóm Reykjaness og hins vegar með starfstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Ára­tugur vafa­samra um­mæla grafi undan trausti fólks á kerfinu

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir framgöngu Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, grafa undir trausti almennings á embætti ríkissaksóknara, dómstólum og hinu opinbera. Það eigi ekki aðeins við um ummæli sem hann lét falla um samkynhneigða hælisleitendur í síðustu viku heldur ummæli hans um ýmis viðkvæm málefni undanfarinn áratug.

Innlent
Fréttamynd

Hvað má segja og hvað ekki: Lögregla rannsakar skrif um trans fólk

Lög­maður hefur á­hyggjur af því að verið sé að færa mörk tjáningar­frelsis og hatur­s­orð­ræðu of langt í átt að vin­sælum pólitískt réttum viðhorfum. Skjól­stæðingur hennar hefur verið kærður fyrir skrif um trans­ fólk sem Sam­tökin ’78 segja full af hatri og grafa undan til­vist þess.

Innlent
Fréttamynd

Dómarar ósáttir

Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Kominn tími á breytingar á réttar­kerfinu?

Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans).

Skoðun
Fréttamynd

Kristinn skipaður dómari við Land­rétt

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Kristins Halldórssonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, í embætti dómara við Landsrétt frá 22. september 2022.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið viðurkennir brot í fjórtán málum hjá MDE

Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn kærendum í fjórtán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu og eiga það öll sameiginlegt að hafa verið höfðuð vegna ólöglegrar skipan dómara við Landsrétt.

Innlent