Viðskipti Seðlabanki Evrópu selur 23 tonn af gulli Evrópski seðlabankinn hefur selt 23 tonn af gullforða bankans. Salan er í samræmi við samkomulagi við seðlabanka Sviss og Svíþjóðar frá 2004 þess efnis að bankarnir megi ekki selja frá sér meira en 500 tonn af gulli á ári á fimm ára tímabili. Viðskipti erlent 1.12.2006 10:08 Landsbankinn sölutryggir hlut 365 í Wyndeham Gengið hefur verið frá samkomulagi við Landsbanka Íslands um að sölutryggja 64% eignarhlut 365 hf. í Daybreak Acquisitions Ltd, sem á allan eignarhlut í bresku prentsmiðjunni Wyndeham Press Group. Félagið mun ráðstafa söluandvirði eignanna til lækkunar skulda. Viðskipti innlent 1.12.2006 09:39 Teymi semur um endurfjármögnun Teymi hf. hefur gengið frá samkomulagi um sölu á fasteignum fyrirtækisins fyrir tæpa 2 milljarða krónur. Andvirðinu verður varið til niðurgreiðslu skulda. Félagið hefur ennfremur samið við Landsbankann um endurfjármögnun og stefnir að hlutafjárútboði á fyrsta fjórðungi næsta árs þar sem hlutafé verður aukið um 6 milljarða krónur. Viðskipti innlent 1.12.2006 09:28 Svínabændur uggandi Danskir bændur óttast að hagur sinn versni eftir að stjórnvöld í Rússlandi hótuðu að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarafurðum frá löndum Evrópusambandsins á næsta ári. Ástæðan er andstaða stjórnvalda við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandið í upphafi næsta árs. Viðskipti erlent 30.11.2006 19:53 Rússneskur ríkisrekstur áhyggjuefni Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur lýst yfir áhyggjum vegna mikils vaxtar rússneska ríkisorkufyrirtækisins Gazprom, sem sagt er hafa einokunarstöðu á markaði fyrir jarðgas í Austur-Evrópu. Viðskipti erlent 30.11.2006 19:53 Lánshæfi staðfest Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka. Bankinn er með langtímaeinkunn BBB-, skammtímaeinkunnina F3, óháða einkunn C/D, og svokölluð stuðningseinkunn er 3. Viðskipti innlent 30.11.2006 19:53 Fólki fjölgar í fjármálageira Í árslok 2005 voru stöðugildi hjá fjármálafyrirtækjum (móðurfélög) 4.548 talsins og fjölgaði þeim um 359 eða um tæp níu prósent á milli ára samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið hefur birt. Viðskipti innlent 30.11.2006 19:53 Föroya Sparikassi á Euroland Föroya Sparikassi Group, sem verður skráður í Kauphöll Íslands á næsta ári, er fyrsta óskráða fyrirtækið sem fær aðild að sænsku fjármálaveitunni Euroland.com. Viðskipti innlent 30.11.2006 19:53 OMX tekur við rekstri Kauphallar Íslands í dag OMX kauphallarsamstæðan tekur í dag formlega við rekstri Kauphallar Íslands. Um leið verður OMX skráð með öðrum fyrirtækjum kauphallarinnar. Um áramót hefst samþætting við aðrar kauphallir OMX. Viðskipti innlent 30.11.2006 19:53 Farice með nýjan vef Farice, sem rekur ljósleiðarastreng héðan til Skotlands með viðkomu í Færeyjum, hefur opnað nýjan vef á slóðinni www.farice.is. Viðskipti innlent 30.11.2006 19:53 Peningaskápurinn ... Fjölgun fyrirtækja í Kauphöllinni verður að teljast fagnaðarefni í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á innlendum hlutabréfamarkaði á liðnum árum. Viðskipti innlent 30.11.2006 19:53 Elstu leikfangagerð Bretlands lokað Breski leikfangaframleiðandinn Merrythought hefur verið lýstur gjaldþrota. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 1930, er eitt elsta fyrirtækið í Bretlandi í þessum geira og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi. Viðskipti erlent 30.11.2006 19:53 Samdráttur hjá Wal-Mart Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart greindi frá því í dag að sala hefði dregist saman um 0,1 prósent í nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem samdráttar er vart í áratug hjá verslanakeðjunni. Verslanakeðjan segir að afslættir sem Wal-Mart bauð hafi ekki höfðað til viðskiptavina. Viðskipti erlent 30.11.2006 17:05 Bakkavör Group hækkar hlutafé Hlutafé Bakkavarar Group hefur verið aukið um 23.979.203 hluti í samræmi við 3. gr. samþykkta félagsins, til að efna skuldbindingar félagsins samkvæmt breytanlegum skuldabréfum í eigu Kaupþings banka hf. Viðskipti innlent 30.11.2006 15:05 Þjóðverjar vilja hækka eftirlaunaaldur Ríkisstjórn Þýskalands er sögð hafa á áætlun sinni að hækka eftirlaunaaldur úr 65 árum í 67. Með þessu er horft til þess að draga úr kostnaði úr lífeyrisgreiðslum ríkisins. Málið, sem hefur mætt harðri andstöðu verkalýðsfélaga, hefur enn ekki verið lagt fyrir þýska þingið. Viðskipti erlent 30.11.2006 14:50 Hráolíuverð yfir 30 dölum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í 63 dali á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar. Helsta ástæðan eru niðurstöður vikulegrar skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytsins sem kom út í gær en hún sýndi að eldsneytisbirgðir landsins hefðu minnkað á milli vikna. Verð á hráolíu hefur ekki verið hærra í tvö mánuði. Viðskipti erlent 30.11.2006 14:43 Fitch segir lánshæfishorfur Straums stöðugar Matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. Matsfyrirtækið gaf bankanum langtímaeinkunnina BBB-, skammtímaeinkunn F3, óháða einkunn C/D og stuðningseinkunnina 3. Horfur lánshæfiseinkunnanna eru stöðugar, að mati Fitch. Viðskipti innlent 30.11.2006 14:33 Hagvöxtur á Indlandi umfram væntingar Hagvöxtur á Indlandi mældist 9,2 prósent á þriðja fjórðungi ársins, samkvæmt útreikningum hagstofu Indlands. Þetta er langt umfram væntingar greiningaraðila. Viðskipti erlent 30.11.2006 13:42 Actavis kaupir bandarískt lyfjafyrirtæki Actavis hefur keypt bandaríska lyfjafyrirtækið Abrika Pharmaceuticals fyrir 181 milljón evra eða um 16,5 milljarða króna. Þar af er um helmingur kaupverðsins árangurstengdar greiðslur sem greiddar eru á næstu þremur árum. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Abrika sérhæfi sig í þróun og sölu svokallaðra forðalyfja og samheitalyfja sem eru erfið í þróun. Innlent 30.11.2006 13:32 Auðkýfingur ranglega orðaður við yfirtöku Gengi hlutabréfa í bandaríska dagblaðinu New York Times hækkuðu um 7,4 prósent á markaði í Bandaríkjunum í gær í kjölfar orðróms um að bandaríski auðkýfingurinn Maurice Greenberg hyggðist leggja fram yfirtökutilboð í dagblaðið. Viðskipti erlent 30.11.2006 10:42 Spá hærri verðbólgu á evrusvæðinu Reiknað er með að verðbólga verði 1,8 prósent á evrusvæðinu í nóvember, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birt var í dag. Þetta er 0,2 prósenta hækkun frá mánuðinum á undan. Viðskipti erlent 30.11.2006 10:22 Kosið um samruna Euronext og NYSE Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext segist fullviss um að hluthafar markaðarins muni samþykkja samruna við kauphöllina í New York í Bandaríkjunum (NYSE). Kosið verður um samrunann á sérstökum hluthafafundi í næsta mánuði. Viðskipti erlent 30.11.2006 09:55 Windows Vista komið út Sala hófst í dag um allan heim á Windows Vista, nýjasta stýrikerfinu frá Microsoft. Um fyrirtækjaútgáfu stýrikerfisins er að ræða en útgáfan fyrir einstaklinga og heimili kemur út í lok janúar á næsta ári. Stýrikerfið hefur verið í þróun í fimm ár eða síðan Windows XP kom á markað. Viðskipti erlent 30.11.2006 09:24 Eigum ekki að bera okkur saman við Nýsjálendinga Landbúnaður á Nýja-Sjálandi og Íslandi er svo ólíkur að ekki er hægt að bera löndin saman. Þar var ríkisstuðningur afnuminn fyrir um aldarfjórðungi. Valdimar Einarsson, sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi, gagnrýnir framseljanlegan ríkisstuðning. Viðskipti innlent 29.11.2006 17:54 Ekki minni halli í tólf mánuði Halli á vöruskiptum við útlönd hefur ekki mælst minni en nú síðastliðna tólf mánuði. Sjö milljarða halli var á vöruskiptum í október miðað við 6,4 milljarða í október 2005 á föstu gengi. Nýjar tölur sem Hagstofan birti í gær sýna að í október voru fluttar út vörur fyrir 20 milljarða króna og inn fyrir 27 milljarða. Viðskipti innlent 29.11.2006 17:54 Eigendur Magasin kaupa í tískuhúsi M-Invest, félag í eigu Baugs og Birgis Þórs Bieltvedt, hefur eignast helmingshlut í Day Birger et Mikkelsen, einu frægasta tískuhúsi Danmerkur. Viðskipti innlent 29.11.2006 17:54 Krónan kom mikið við sögu Hagnaður HB Granda var rúmur 1,5 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og jókst um 160 prósent frá sama tímabili í fyrra. Uppgjörið er gott að mati Greiningar Glitnis. Viðskipti innlent 29.11.2006 17:54 Fons nærri yfirtöku Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, á orðið 29,2 prósent í norrænu ferðaskrifstofukeðjunni Ticket og stendur því nærri þrjátíu prósenta yfirtökumörkum sem gilda fyrir skráð félög á sænska markaðnum. Viðskipti innlent 29.11.2006 17:54 Nasdaq tryggir sig fyrir yfirtöku á LSE Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq segist hafa tryggt sér tæplega 5,1 milljarð bandaríkjadala eða ríflega 358 milljarða íslenskra króna til að gera tilboð í öll hlutabréf í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Viðskipti erlent 29.11.2006 17:54 Peningaskápurinn ... Ekki er víst að fullur einhugur sé í ríkisstjórn um fyrirhugaðar tollalækkanir og afnám innflutningshafta í mars næstkomandi ef marka má orð Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra þegar hann kvaddi sér hljóðs á morgunverðarfundi Bændasamtakanna um framtíð íslensks landbúnaðar í gær. „Við skulum halda þessari umræðu áfram. Viðskipti innlent 29.11.2006 17:54 « ‹ 98 99 100 101 102 103 104 105 106 … 223 ›
Seðlabanki Evrópu selur 23 tonn af gulli Evrópski seðlabankinn hefur selt 23 tonn af gullforða bankans. Salan er í samræmi við samkomulagi við seðlabanka Sviss og Svíþjóðar frá 2004 þess efnis að bankarnir megi ekki selja frá sér meira en 500 tonn af gulli á ári á fimm ára tímabili. Viðskipti erlent 1.12.2006 10:08
Landsbankinn sölutryggir hlut 365 í Wyndeham Gengið hefur verið frá samkomulagi við Landsbanka Íslands um að sölutryggja 64% eignarhlut 365 hf. í Daybreak Acquisitions Ltd, sem á allan eignarhlut í bresku prentsmiðjunni Wyndeham Press Group. Félagið mun ráðstafa söluandvirði eignanna til lækkunar skulda. Viðskipti innlent 1.12.2006 09:39
Teymi semur um endurfjármögnun Teymi hf. hefur gengið frá samkomulagi um sölu á fasteignum fyrirtækisins fyrir tæpa 2 milljarða krónur. Andvirðinu verður varið til niðurgreiðslu skulda. Félagið hefur ennfremur samið við Landsbankann um endurfjármögnun og stefnir að hlutafjárútboði á fyrsta fjórðungi næsta árs þar sem hlutafé verður aukið um 6 milljarða krónur. Viðskipti innlent 1.12.2006 09:28
Svínabændur uggandi Danskir bændur óttast að hagur sinn versni eftir að stjórnvöld í Rússlandi hótuðu að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarafurðum frá löndum Evrópusambandsins á næsta ári. Ástæðan er andstaða stjórnvalda við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandið í upphafi næsta árs. Viðskipti erlent 30.11.2006 19:53
Rússneskur ríkisrekstur áhyggjuefni Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur lýst yfir áhyggjum vegna mikils vaxtar rússneska ríkisorkufyrirtækisins Gazprom, sem sagt er hafa einokunarstöðu á markaði fyrir jarðgas í Austur-Evrópu. Viðskipti erlent 30.11.2006 19:53
Lánshæfi staðfest Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka. Bankinn er með langtímaeinkunn BBB-, skammtímaeinkunnina F3, óháða einkunn C/D, og svokölluð stuðningseinkunn er 3. Viðskipti innlent 30.11.2006 19:53
Fólki fjölgar í fjármálageira Í árslok 2005 voru stöðugildi hjá fjármálafyrirtækjum (móðurfélög) 4.548 talsins og fjölgaði þeim um 359 eða um tæp níu prósent á milli ára samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið hefur birt. Viðskipti innlent 30.11.2006 19:53
Föroya Sparikassi á Euroland Föroya Sparikassi Group, sem verður skráður í Kauphöll Íslands á næsta ári, er fyrsta óskráða fyrirtækið sem fær aðild að sænsku fjármálaveitunni Euroland.com. Viðskipti innlent 30.11.2006 19:53
OMX tekur við rekstri Kauphallar Íslands í dag OMX kauphallarsamstæðan tekur í dag formlega við rekstri Kauphallar Íslands. Um leið verður OMX skráð með öðrum fyrirtækjum kauphallarinnar. Um áramót hefst samþætting við aðrar kauphallir OMX. Viðskipti innlent 30.11.2006 19:53
Farice með nýjan vef Farice, sem rekur ljósleiðarastreng héðan til Skotlands með viðkomu í Færeyjum, hefur opnað nýjan vef á slóðinni www.farice.is. Viðskipti innlent 30.11.2006 19:53
Peningaskápurinn ... Fjölgun fyrirtækja í Kauphöllinni verður að teljast fagnaðarefni í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á innlendum hlutabréfamarkaði á liðnum árum. Viðskipti innlent 30.11.2006 19:53
Elstu leikfangagerð Bretlands lokað Breski leikfangaframleiðandinn Merrythought hefur verið lýstur gjaldþrota. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 1930, er eitt elsta fyrirtækið í Bretlandi í þessum geira og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi. Viðskipti erlent 30.11.2006 19:53
Samdráttur hjá Wal-Mart Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart greindi frá því í dag að sala hefði dregist saman um 0,1 prósent í nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem samdráttar er vart í áratug hjá verslanakeðjunni. Verslanakeðjan segir að afslættir sem Wal-Mart bauð hafi ekki höfðað til viðskiptavina. Viðskipti erlent 30.11.2006 17:05
Bakkavör Group hækkar hlutafé Hlutafé Bakkavarar Group hefur verið aukið um 23.979.203 hluti í samræmi við 3. gr. samþykkta félagsins, til að efna skuldbindingar félagsins samkvæmt breytanlegum skuldabréfum í eigu Kaupþings banka hf. Viðskipti innlent 30.11.2006 15:05
Þjóðverjar vilja hækka eftirlaunaaldur Ríkisstjórn Þýskalands er sögð hafa á áætlun sinni að hækka eftirlaunaaldur úr 65 árum í 67. Með þessu er horft til þess að draga úr kostnaði úr lífeyrisgreiðslum ríkisins. Málið, sem hefur mætt harðri andstöðu verkalýðsfélaga, hefur enn ekki verið lagt fyrir þýska þingið. Viðskipti erlent 30.11.2006 14:50
Hráolíuverð yfir 30 dölum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í 63 dali á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar. Helsta ástæðan eru niðurstöður vikulegrar skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytsins sem kom út í gær en hún sýndi að eldsneytisbirgðir landsins hefðu minnkað á milli vikna. Verð á hráolíu hefur ekki verið hærra í tvö mánuði. Viðskipti erlent 30.11.2006 14:43
Fitch segir lánshæfishorfur Straums stöðugar Matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. Matsfyrirtækið gaf bankanum langtímaeinkunnina BBB-, skammtímaeinkunn F3, óháða einkunn C/D og stuðningseinkunnina 3. Horfur lánshæfiseinkunnanna eru stöðugar, að mati Fitch. Viðskipti innlent 30.11.2006 14:33
Hagvöxtur á Indlandi umfram væntingar Hagvöxtur á Indlandi mældist 9,2 prósent á þriðja fjórðungi ársins, samkvæmt útreikningum hagstofu Indlands. Þetta er langt umfram væntingar greiningaraðila. Viðskipti erlent 30.11.2006 13:42
Actavis kaupir bandarískt lyfjafyrirtæki Actavis hefur keypt bandaríska lyfjafyrirtækið Abrika Pharmaceuticals fyrir 181 milljón evra eða um 16,5 milljarða króna. Þar af er um helmingur kaupverðsins árangurstengdar greiðslur sem greiddar eru á næstu þremur árum. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Abrika sérhæfi sig í þróun og sölu svokallaðra forðalyfja og samheitalyfja sem eru erfið í þróun. Innlent 30.11.2006 13:32
Auðkýfingur ranglega orðaður við yfirtöku Gengi hlutabréfa í bandaríska dagblaðinu New York Times hækkuðu um 7,4 prósent á markaði í Bandaríkjunum í gær í kjölfar orðróms um að bandaríski auðkýfingurinn Maurice Greenberg hyggðist leggja fram yfirtökutilboð í dagblaðið. Viðskipti erlent 30.11.2006 10:42
Spá hærri verðbólgu á evrusvæðinu Reiknað er með að verðbólga verði 1,8 prósent á evrusvæðinu í nóvember, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birt var í dag. Þetta er 0,2 prósenta hækkun frá mánuðinum á undan. Viðskipti erlent 30.11.2006 10:22
Kosið um samruna Euronext og NYSE Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext segist fullviss um að hluthafar markaðarins muni samþykkja samruna við kauphöllina í New York í Bandaríkjunum (NYSE). Kosið verður um samrunann á sérstökum hluthafafundi í næsta mánuði. Viðskipti erlent 30.11.2006 09:55
Windows Vista komið út Sala hófst í dag um allan heim á Windows Vista, nýjasta stýrikerfinu frá Microsoft. Um fyrirtækjaútgáfu stýrikerfisins er að ræða en útgáfan fyrir einstaklinga og heimili kemur út í lok janúar á næsta ári. Stýrikerfið hefur verið í þróun í fimm ár eða síðan Windows XP kom á markað. Viðskipti erlent 30.11.2006 09:24
Eigum ekki að bera okkur saman við Nýsjálendinga Landbúnaður á Nýja-Sjálandi og Íslandi er svo ólíkur að ekki er hægt að bera löndin saman. Þar var ríkisstuðningur afnuminn fyrir um aldarfjórðungi. Valdimar Einarsson, sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi, gagnrýnir framseljanlegan ríkisstuðning. Viðskipti innlent 29.11.2006 17:54
Ekki minni halli í tólf mánuði Halli á vöruskiptum við útlönd hefur ekki mælst minni en nú síðastliðna tólf mánuði. Sjö milljarða halli var á vöruskiptum í október miðað við 6,4 milljarða í október 2005 á föstu gengi. Nýjar tölur sem Hagstofan birti í gær sýna að í október voru fluttar út vörur fyrir 20 milljarða króna og inn fyrir 27 milljarða. Viðskipti innlent 29.11.2006 17:54
Eigendur Magasin kaupa í tískuhúsi M-Invest, félag í eigu Baugs og Birgis Þórs Bieltvedt, hefur eignast helmingshlut í Day Birger et Mikkelsen, einu frægasta tískuhúsi Danmerkur. Viðskipti innlent 29.11.2006 17:54
Krónan kom mikið við sögu Hagnaður HB Granda var rúmur 1,5 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og jókst um 160 prósent frá sama tímabili í fyrra. Uppgjörið er gott að mati Greiningar Glitnis. Viðskipti innlent 29.11.2006 17:54
Fons nærri yfirtöku Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, á orðið 29,2 prósent í norrænu ferðaskrifstofukeðjunni Ticket og stendur því nærri þrjátíu prósenta yfirtökumörkum sem gilda fyrir skráð félög á sænska markaðnum. Viðskipti innlent 29.11.2006 17:54
Nasdaq tryggir sig fyrir yfirtöku á LSE Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq segist hafa tryggt sér tæplega 5,1 milljarð bandaríkjadala eða ríflega 358 milljarða íslenskra króna til að gera tilboð í öll hlutabréf í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Viðskipti erlent 29.11.2006 17:54
Peningaskápurinn ... Ekki er víst að fullur einhugur sé í ríkisstjórn um fyrirhugaðar tollalækkanir og afnám innflutningshafta í mars næstkomandi ef marka má orð Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra þegar hann kvaddi sér hljóðs á morgunverðarfundi Bændasamtakanna um framtíð íslensks landbúnaðar í gær. „Við skulum halda þessari umræðu áfram. Viðskipti innlent 29.11.2006 17:54