Viðskipti

Fréttamynd

Verðbólga minnkaði fyrir utan Noreg

Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sameinast um yfirtöku á Euronext

Kauphallir á Ítalíu og í Þýskalandi hafa gert með sér samkomulag um að gera yfirtökutilboð í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Verði af yfirtöku skáka markaðirnir tilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum, í evrópska markaðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sensex í nýjum hæðum

Indverska hlutabréfavísitalan Sensex fór í nýjar hæðir í kauphöll Indlands í dag þegar gengi hennar fór í 12.677 stig. Gengi vísitölunnar hefur aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir 1,1 prósenta hækkun á markaðnum í dag var aukin bjartsýni fjárfesta um efnahagshorfur á Indlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Barr með 90 prósent í Pliva

Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr hefur tryggt sér rúmlega 90 prósent hlutabréfa í króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva, að eigin sögn. Tilboðsfrestur í Pliva rann út á miðnætti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dow Jones í methæðum

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones sló met í dag þegar hún fór í 11.909,92 stig og rauf 11.900 stiga múrinn. Ástæðan er aukin bjartsýni fjárfesta í kjölfar aukinnar afkomu fyrirtækja á borð við McDonald's þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagslífinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum

Vöruskipti voru óhagstæð um 69,8 milljarða bandaríkjadali eða rúma 4.815 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum í ágúst. Viðskiptahallinn vestra nemur 716,7 milljörðum dala, jafnvirði 49.445 milljarða íslenskra króna og hefur aldrei verið meiri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aer Lingus berst gegn Ryanair

Lífeyrissjóður flugmanna írska flugfélagsins Aer Lingus hefur keypti 2,12 prósent hlutabréfa eða 9,8 milljón hluti í eigin félagi með það fyrir augum að sporna gegn yfirtöku lággjaldaflugfélagsins Ryanir í Aer Lingus. Lífeyrissjóðurinn greiddi 3,04 evrur fyrir hlutinn sem er tæpri evru yfir útboðsgengi bréfanna í almennu hlutafjárútboði í síðustu viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spá enn meiri verðbólgulækkun

Greiningardeild Glitnis segir flest benda til að enn muni draga úr verðbólgu á næstu mánuðum, ekki síst þegar sterk staða krónunnar og kólnandi íbúðamarkaður er tekinn með í reikninginn. Deildin býst við að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi 2. nóvember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Barr með rúm 70 prósent í Pliva

Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr er komið með 72,67 prósent hlutbréfa í króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva. Barr hefur att kappi við Actavis um yfirtöku á Pliva síðan fyrr á þessu ári en áhugi lyfjafyrirtækja á króatíska fyrirtækinu vaknaði ekki fyrr en Actavis gerði tilboð í fyrirtækið í mars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukin útlán hjá Íbúðalánasjóði

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,4 milljörðum króna í september. Þetta er 7,5 prósenta aukning frá mánuðinum á undan en samtals hefur Íbúðalánsjóður lánað 33,7 milljarða krónur á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn dregur úr verðbólgu

Vísitala neysluverð í október hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða og jafngildir þetta 7,2 prósenta verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er 0,2 prósentustigum undir spám greiningardeild þriggja stærstu viðskiptabankanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varasamt er að fagna of snemma

Stóru viðskiptabankarnir hafa allir sett fram hagspár sínar. Í spám þeirra er einhver áherslumunur þótt allar hafi þær gert ráð fyrir hraðri hjöðnun þenslu í hagkerfinu á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nást 100 milljarðar króna í hús?

Fjármálafyrirtæki munu taka mesta hagnaðinn til sín nú þegar afkomutölur fara að birtast á nýjan leik. Kaupþing verður í sérflokki og slær hagnaðarmet Burðaráss og Existu gangi spár markaðsaðila eftir. Eggert Þór Aðalsteinsson rýnir í afkomuspár viðskipta

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vegasjoppu lokað

Einni elstu vegasjoppu landsins hefur verið lokað. Í nýjasta tölublaði Bænda­blaðsins er rætt við Einar Þór Einarsson, sem síðustu sex ár hefur staðið vaktina í Essó-sjoppunni á Steinum undir Eyjafjöllum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair Group til Vodafone

Icelandair Group hefur gert samning við Teymi hf. um fjarskiptaþjónustu frá Vodafone og aukið samstarf við Kögun hf. Samningurinn nær meðal annars til síma- og netþjónustu frá Vodafone, GSM, internet, gagnaflutninga og fastlínuþjónustu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Myrkar miðaldir

Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar, hefur undanfarin misseri sýnt og sannað að viðskiptahugmynd hans virkar. Þegar Baugur leiddi fjárfesta í kaupum á Big Food Group voru kaupin á Iceland fyrir fram talin þau áhættumestu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group styður útrás íslenskrar tónlistar

Tónlistarmennirnir Barði Jóhannsson og Garðar Thór Cortes verða fyrstu listamennirnir til að njóta liðstyrks nýja fjárfestingarsjóðsins Tónvíss sem mun fjárfesta í mögulegri velgengni íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja flagga vörumerkinu sem víðast

Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur ekki úr Teymi

Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki í viðskiptalífinu um að Baugur ætli að draga sig út úr Teymi, upplýsingatækni- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar. Unnið er að skiptingu félagsins í Teymi annars vegar og svo hins vegar 365 sem verður yfir fjölmiðlahluta samsteypunnar, bæði prent- og ljósvakamiðlum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

KfW gefur út 9 milljarða krónubréf

Þýski þróunarsjóðurinn KfW tilkynnti í dag um útgáfu á krónubréfum í þremur hlutum fyrir samtals 9 milljarða króna. Hver útgáfa er 3 milljarðar króna og er gjalddögunum dreift í október á árunum 2008, 2009 og 2010. Heildarútgáfa áKfW nemur 87 milljörðum króna en til samanburðar eru allir ríkisbréfaflokkarnir tæpir 86 milljarðar króna að markaðsvirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

TM hækkar hlutafé

Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) hefur ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 157,8 milljónir króna að nafnverði sem selt verður á genginu 38 til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins vegna kaupa á hlutum í norska tryggingafélaginu NEMI Forsikring. Glitnir hefur umsjón með útboðinu og hefur sölutryggt sölu allra hluta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Býst við uppsögnum

Louis Gallois, sem tók við forstjórastóli evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus af Christian Streiff í gær, segir líkur á umfangsmiklum uppsögnum innan fyrirtækisins. Uppsagnirnar munu verða jafnt í Þýskalandi og í Frakklandi. Ekki er ljóst hvort einhverjar uppsagnir verði í Bretlandi en þar er hluti af A380 risaþotunni frá Airbus framleiddur.

Viðskipti erlent