Viðskipti erlent

Uppsagnir og lokanir verksmiðja hjá Airbus

EADS-samstæðan, móðurfélag evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, er sögð hafa í hyggju að segja upp tæplega 10.000 manns sem starfa hjá Airbus og loka  verksmiðjum í hagræðingarskyni á næstu fjórum árum.

Ekki liggur fyrir hvar starfsmönnum verður sagt upp að öðru leyti en því að engum starfsmönnum félagsins verður sagt upp í Evrópu.

Þá hefur heldur ekki verið gefið upp hvaða verksmiðjum verður lokað. Fyrirtækið starfrækir 16 verksmiðjur í Evrópu, þar af 4 í Frakklandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×