Viðskipti

Fréttamynd

Allianz mótfallið yfirtökutilboði Merck

Tryggingafyrirtækið Allianz, sem er stærsti hluthafinn í þýska lyfjafyrirtækinu Schering, sagði í dag að það væri mótfallið yfirtökutilboði samkeppnisaðilans Merck en ætli engu að síður að íhuga það. Þýski lyfjarisinn Merck gerði á mánudag óvinveitt yfirtökutilboð í Schering og nam tilboð fyrirtækisins 77 evrum á hlut. Í heild hljóðaði yfirtökutilboðið upp á 14,6 milljarða evrur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Grísk farsímafyrirtæki höfðu samráð

Gríska fjarskiptastofnunin sektaði í dag þrjú stærstu farsímafyrirtæki landsins fyrir að hafa allt frá síðasta ári haft samráð um gjaldskrá smáskilaboða. Sektin sem hvert fyrirtæki verður að greiða nemur einni milljón evra, jafnvirði rúmra 84,4 milljóna íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

365 Media Scandinavia stofnað

Dagsbrún hf. hefur stofnað félagið 365 Media Scandinavia A/S í Danmörku. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að stofnun félagsins marki fyrstu skref félagsins í átt að útgáfu fríblaðs í líkingu við Fréttablaðið í Danmörku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lánshæfi ríkissjóðs staðfest

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Einnig var staðfest einkunnin A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur um lánshæfismatið eru stöðugar, að mati Standard & Poor’s.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækka í Noregi

Stjórn Seðlabanka Noregs ákvað í dag að hækka stýrivexti um 0,25 prósent og standa stýrivextir í landinu nú í 2,5 prósentum. Búist var við hækkuninni og kemur hún ekki á óvart. Í yfirlýsingu frá bankanum kemur fram að stefna bankans sé að hækka stýrivexti í Noregi jafnt og þétt í litlum skrefum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krónubréfaútgáfa þrátt fyrir neikvæða umfjöllun

Þýski ríkisbankinn Rentenbank gaf út krónubréf fyrir 2 milljarða krónur í gær. Útgáfan er til tveggja ára og bera bréfin 9 prósenta vexti. Þetta er fyrsta útgáfa krónubréfa í mars og þriðja útgáfan frá því Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SAS hefur ekki keypt í Icelandair

SAS hefur neitað þeirri frétt sem birtist í tímaritinu Travel People að félagið hafi eignast hlut í Icelandair en játar að samstarf félagsins við Icelandair verði haldið áfram. „Það eru engar viðræður yfirhöfuð í gangi um að við verðum eigendur í Icelandair. Þetta eru algjörlega rangar upplýsingar,“ segir Bertil Ternert, upplýsingafulltrúi SAS við Dagens Industri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Usen kaupir í Livedoor

Yasuhide Uno, forseti japanska kapalfyrirtækisins, Usen Corp. ákvað í dag að kaupa sjálfur allan hlut Fuji Television Network í japanska netfyrirtækinu Livedoor fyrir 9,5 miljarða jena, jafnvirði 5,7 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stærstu eigendur Livedoor íhuga sölu

Forsvarsmenn Fuji Television Network, eins stærsta hluthafa í japanska netfyrirtækinu Livedoor, eru sagðir vera að íhuga að selja 12,5 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Lokað varð fyrir öll viðskipti í kauphöllinni í Tókýó í Japan 18. janúar á þessu ári þegar grunur vaknaði um misferli hjá fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækkuðu í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Japan í dag í kjölfar þess að fjárfestar settu inn í áætlanir sínar yfirvofandi hækkun stýrivaxta í landinu. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,37 prósent og endaði í 16.096,21 stigi. Í gær hækkaði gengi hlutabréfanna hins vegar um hálf prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íslensk teiknimyndaþáttaröð fjármögnuð

Breska fyrirtækið Upland Entertainment Investments og Brú Venture Capital hafa hvor um sig keypt 10% hlut í fyrirtækinu CAOZ, sem sérhæfir sig í framleiðslu tölvugerðra teiknimynda fyrir alþjóðamarkað. Auk þess munu fyrirtækin taka þátt í fjármögnun sjónvarpsþáttaraðar sem CAOZ er með í undirbúningi.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður KEA minnkar

Hreinar rekstrartekjur Kaupfélags Eyfirðinga fyrir árið 2005 drógust saman vegna minni hagnaðar af hlutabréfum. Nam hagnaðurinn 263 milljónum króna samanborið við 1.959 milljónir króna árið 2004. Heildareignir félagsins nema 5.101 milljónum króna og skuldir og skuldbindingar 840 milljónum króna. Bókfært eigið fé er 4.261 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 84 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snertir rekstur Bakkavarar lítið

Breska matvælafyrirtækið Northern Foods sendi frá sér afkomuviðvörun í annað skipti á árinu en félagið er einn helsti samkeppnisaðili Bakkavarar í kældum matvörum í Bretlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sögulegur hagnaður Sparisjóðs Svarfdæla

Sparisjóður Svarfdæla skilaði 403 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en um methagnað er að ræða í sögu sparisjóðsins. Þetta er 220 milljónum króna meira en árið 2004. Arðsemi eigin fjár var 58,3 prósent á síðasta ári en var 36,4 prósent árið á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjármálaeftirlitið breytir áfallaviðmiðum banka

Breytt hefur verið reglum um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna innlendrar hlutabréfaeignar. Bankarnir stóðust settar kröfur í nýju álagsprófi. Ekki var tekið mið af nýtilkominni veikingu krónunnar. Fjármálaeftirlitið hefur breytt reglum um um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna hlutabréfaeignar í innlendum félögum og bætt við lið í áfallapróf þar sem reiknuð eru áhrif breytinga á virði erlendra gjaldmiðla á eiginfjár- og áhættugrunn fjármálafyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð lækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 40 sent á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag og endaði í 62,70 dollurum á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 26 sent í kauphöllinni í Lundúnum og endaði í 63,71 dal á tunnu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tölvuþrjótar herja á Ebay

Vírusvarnarfyrirtækið McAfee varaði í dag við tölvuskeytum þar sem fólki er ýmist sagt að það hafi unnið glaðning á uppboðsvefnum Ebay, þurfi að greiða fyrir vöru á uppboðsvefnum og verði að bregðast við. Í póstinum er hlekkur á falsaða útgáfu af uppboðssíðunni á netinu og þarf fólk að gefa þar upp ýmsar persónuupplýsingar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Methagnaði spáð hjá BMW

Búist er við methagnaði í sögu þýska bílaframleiðandans BMW á þessu ári. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta á síðasta ári nam 3,28 milljörðum evrum, jafnvirði 277 milljarða íslenskra króna, en það er 8,3 prósentum minna en árið á undan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagræðing hafin hjá British Airways

Willie Walsh, framkvæmdastjóri breska flugfélagsins British Airways, er byrjaður að sveifla niðurskurðarhnífnum og ætlar að segja upp 400 manns hjá flugfélaginu í hagræðingarskyni. Störfin sem lögð verða niður eru hjá símsvörunarþjónustu fyrirtækisins í Belfast á Írlandi sem tók við bókunum í flug á vegum félagsins. Ástæðan fyrir þessu er sögð sú, að bókunum á netinu hefur fjölgað mikið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mesta atvinnuleysi í þrjú ár

Atvinnulausum fjölgaði um 14.600 í Bretlandi á milli mánaða í febrúar en það er mesta fjölgun atvinnulausra frá árinu 1992. Í lok síðasta árs voru 1,53 milljónir manna án atvinnu í Bretlandi en fleiri hafa ekki verið atvinnulausir síðastliðin þrjú ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af fjárlagahalla Bandaríkjanna

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur látið í ljósi áhyggjur sínar vegna aukins fjárlagahalla Bandaríkjanna, en búist er við metfjárlagahalla á þessu ári. Bernanke segir að koma verði í veg fyrir viðvarandi fjárlagahalla og benti sérstaklega á að fjölgun ellilífeyrisþega geti orðið birgði á hinu opinbera á næstu árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækkuðu í Japan

Gengi flestra hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag að undanskildum bréfum í hátæknifyrirtækinu Sony, sem frestaði útgáfu á PlayStation 3 leikjatölvunni fram í nóvember á þessu ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Opera í þýskum farsímum Debitel

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software gerði í gær tveggja ára samning við þýska fjarskiptafyrirtækið Debitel. Samningurinn kveður á um að Debitel býður viðskiptavinum sínum upp á stuðning við öll stýrikerfi Opera, Opera Mini, Opera Mobile og Opera Platform, í farsímum fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sala á osti eykst

Osta- og smjörsalan hagnaðist um 6,4 milljónir króna á árinu 2005. Hagnaðurinn árið á undan var 94 milljónir en innifalinn í því var 49 milljóna króna hagnaður af sölu Íslensks markaðar. Sala á ostum og viðbiti jókst töluvert árið 2005.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

TM íhugar að skrá sig úr Kauphöll

Í máli Gunnlaugs Sævars Gunn­laugssonar, stjórnarformanns TM, á aðalfundi félagsins kom fram að taka þyrfti ákvarðanir um hvort það ætti að vera áfram skráð í Kauphöllina. Félagið uppfyllir ekki skilyrði um dreifða eignaraðild.

Viðskipti innlent