Lánshæfi ríkissjóðs staðfest 16. mars 2006 13:42 Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Einnig var staðfest einkunnin A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur um lánshæfismatið eru stöðugar, að mati Standard & Poor's. Í frétt fyrirtækisins er haft eftir Kai Stukenbrocks, sérfræðings hjá matsfyrirtækinu, sem segir að lánshæfiseinkunn Íslands byggist á stöðugu stjórnkerfi, mjög auðugu og sveigjanlegu hagkerfi ásamt góðri stöðu opinberra fjármála. Það sem haldi aftur af frekari hækkun lánshæfismatsins er bæði mjög mikil erlend fjármögnunarþörf og mjög miklar erlendar skuldir hagkerfisins. Þá segir jafnframt að opinber fjármál standi áfram traustum fótum. Vegna mikils hagvaxtar, tekna af einkavæðingu og tekjuafgangs ríkissjóðs til og með 2006 munu heildarskuldir hins opinbera halda áfram að lækka ört og verða um 21 prósent af VLF árið 2009 samanborið við 50% árið 2001. Í frétt matsfyrirtækisins kemur fram að erlend fjármögnunarþörf hagkerfisins sé ein sú mesta sem um getur meðal ríkja sem hafa lánshæfiseinkunn en hana megi rekja til mjög mikilla erlendra skulda á öllum sviðum efnahagslífisins og mikils viðskiptahalla. Þrátt fyrir það ætti lok stórframkvæmda, minnkandi innlend eftirspurn og vaxandi útflutningur að draga töluvert úr viðskiptahallanum. Þá gætir vaxandi ójafnvægis í þjóðarbúskapnum vegna vaxandi innlendrar eftirspurnar sem knúin sé áfram af væntingum neytenda og fyrirtækja, vegna mikilla fjárfestinga í orkufrekur iðnaði og útlánaþenslu. Þrátt fyrir meiri tekjuafgang hjá hinu opinbera árin 2005 og 2006 hafi peningamálastefnan borið meginþungann í mótvægisaðgerðum gegn áhrifum þenslunnar. Þetta auki líkurnar á ójafnri aðlögun þegar eftirspurnarþenslunni lýkur. Segir Kai að sköpum skipti að auka aðhald enn frekar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Einnig var staðfest einkunnin A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur um lánshæfismatið eru stöðugar, að mati Standard & Poor's. Í frétt fyrirtækisins er haft eftir Kai Stukenbrocks, sérfræðings hjá matsfyrirtækinu, sem segir að lánshæfiseinkunn Íslands byggist á stöðugu stjórnkerfi, mjög auðugu og sveigjanlegu hagkerfi ásamt góðri stöðu opinberra fjármála. Það sem haldi aftur af frekari hækkun lánshæfismatsins er bæði mjög mikil erlend fjármögnunarþörf og mjög miklar erlendar skuldir hagkerfisins. Þá segir jafnframt að opinber fjármál standi áfram traustum fótum. Vegna mikils hagvaxtar, tekna af einkavæðingu og tekjuafgangs ríkissjóðs til og með 2006 munu heildarskuldir hins opinbera halda áfram að lækka ört og verða um 21 prósent af VLF árið 2009 samanborið við 50% árið 2001. Í frétt matsfyrirtækisins kemur fram að erlend fjármögnunarþörf hagkerfisins sé ein sú mesta sem um getur meðal ríkja sem hafa lánshæfiseinkunn en hana megi rekja til mjög mikilla erlendra skulda á öllum sviðum efnahagslífisins og mikils viðskiptahalla. Þrátt fyrir það ætti lok stórframkvæmda, minnkandi innlend eftirspurn og vaxandi útflutningur að draga töluvert úr viðskiptahallanum. Þá gætir vaxandi ójafnvægis í þjóðarbúskapnum vegna vaxandi innlendrar eftirspurnar sem knúin sé áfram af væntingum neytenda og fyrirtækja, vegna mikilla fjárfestinga í orkufrekur iðnaði og útlánaþenslu. Þrátt fyrir meiri tekjuafgang hjá hinu opinbera árin 2005 og 2006 hafi peningamálastefnan borið meginþungann í mótvægisaðgerðum gegn áhrifum þenslunnar. Þetta auki líkurnar á ójafnri aðlögun þegar eftirspurnarþenslunni lýkur. Segir Kai að sköpum skipti að auka aðhald enn frekar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira