Viðskipti

Fréttamynd

Líklega gengið frá kaupum fyrir áramótin

Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, hefur gert tilboð í Toyota-umboðið, P. Samúelsson hf. Búist er við að gengið verði frá kaupum hans á þessu stærsta bílaumboði landsins fyrir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Hver hagnast yfir 30 milljónir króna

Átta lykilstjórnendur í KB banka gengu í fyrradag frá kaupum á hlutabréfum í bankanum fyrir 232 milljónir króna. Um framvirka samninga var að ræða, sem voru gerðir til þriggja mánaða, um kaup á 400 þúsund hlutum á genginu 580 krónur á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tryggir sér búlgarska Símann

Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur tryggt sér yfirráð yfir búlgarska símafélaginu BTC sem er skráð í kauphöllinni í Búlgaríu. Félag í eigu Björgólfs gekk í gær frá kaupum á félagi sem átti 65 prósent í BTC.

Innlent
Fréttamynd

SPH býður vildarþjónusta fyrir fyrirtæki

Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) býður fyrirtækjum upp á vildarþjónustu sem sniðin er að þörfum fyrirtækja. Vildarþjónusta hefur verið í boði fyrir einstaklinga og fengið afar góðar viðtökur. Markaðsstjóri SPH segir þetta þjónustu sem hafi vantað á fyrirtækjamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjórfalt dýrara þar sem mestu munar

Bankaþjónusta er allt að fjórfalt dýrari í einni bankastofnun en annarri samkvæmt verðkönnun Neytendasamtakanna og SFR. Mesti hlutfallslegi munurinn er á veðbókarvottorðum. Þau kosta 400 krónur hjá Íslandsbanka en 1.600 krónur hjá SPRON.

Innlent
Fréttamynd

Tvö ný samheitalyf hjá Actavis

Dótturfélag Actavis Group í Bandaríkjunum, Amide Pharmaceutical Inc., hefur fengið markaðsleyfi fyrir tvö ný samheitalyf í landinu. Bandaríska Matvæla- og lyfjastofnunin hefur samþykkt að félagið fái að markaðssetja tvö lyf, annars vegar er um að ræða verkjastillandi lyf og lyf sem er notað til meðhöndlunar á krampa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi á bréfum í DeCode hefur hækkað um 44%

Gengi á bréfum í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hækkað mikið undanfarna mánuði og um heil 44%, ef farið er 12 mánuði aftur í tíman, samkvæmt greiningardeild Landsbankans.

Innlent
Fréttamynd

KB banki ætlar að stofna banka í Noregi

KB banki ætlar að stofna banka í Noregi undir eigin nafni í náinni framtíð, að því er Hreiðar Már Sigurðsson segir í viðtali við Aftenposten. Hann segir það vænlegri kost en að kaupa einhvern norskan banka til að auka umsvið KB banka í Noregi, því vænleg kauptækifæri liggi ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Skotlandsbanki dregur í land varðandi KB banka

KB banki þarf fyrst og fremst að bæta upplýsingagjöf sína, segir yfirgreinir Skotlandsbanka. Mjög hefur verið dregið í land í nýrri greiningu skoska bankans á KB. Stjórnarformaður KB segir vinnubrögð Skotanna fyrir neðan allar hellur, en hefur þó engar áhyggjur.

Innlent
Fréttamynd

Markar upphaf að starfsemi Íslandsbanka á norska verðbréfamarkaðinum

Íslandsbanki hefur keypt alla hluti í norska verðbréfafyrirtækinu Norse Securities ASA. Kaupverð er ekki gefið upp. Fram kemur í fréttatilkynningu að kaupin marki upphaf að starfsemi Íslandsbanka á norska verðbréfamarkaðinum en það hefur verið yfirlýst markmið bankans að fara inn á markaðinn frá því hann keypti Kredittbanken árið 2004 og BN-bank í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Bitnar á verði hinna bankanna

Verðgildi á bréfum í Íslandsbanka og Landsbankanum hafa lækkað í verði á erlendum mörkuðum vegna neikvæðrar umræðu um KB banka ytra. Gagnrýni á KB banka er látin ganga yfir allt íslenska efnahagskerfið.

Innlent
Fréttamynd

Umfjöllun um Baug í Bretlandi

Reuter fréttastofan greindi frá kaupum Baugs á skartgripafyrirtækinu Mappin og Webb. Þar eru reifaðar afleiðingar Baugsmálisins fyrir fyrirtækið. Þar eru taldar upp eignir Baugs í Bretlandi og sagt að Baugur sé nú viðurkennt viskiptaafl þar í landi. Þess er jafnframt getið að vegna Baugsmálsins hafi fyrirtækið þurft að hverfa frá samningum um kaup á Somerfield. Í framhaldinu er sagt að flestum ákærunum hafi verið hafnað af Hæstarétti.

Innlent
Fréttamynd

Eitthvað rortið við íslenkt bankaveldi?

Er eitthvað rotið í íslensku bankaveldi spyr Skotlandsbanki í nýlegri greiningu sinni á KB banka. Bankinn taki óþarfa áhættu og spurningar vakni varðandi fjármögnun og eignatengsl. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Radings gaf hins vegar KB banka hæstu einkunn í dag og segir horfur í rekstrinum stöðugar.

Innlent
Fréttamynd

Enn eykst skuldabréfaútgáfa erlendra aðila

Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum er nú komin yfir hundrað og fimmtán milljarða króna. Deutsche Bank gaf í gær út skuldabréf fyrir um einn milljarð króna og verða þau innleysanleg í september á næsta ári. Hlé hafði verið á útgáfunni síðan ellefta þessa mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Allir bankarnir nema KB banki hafa hækkað íbúðalánavexti

Íslandsbanki hefur hækkað vexti íbúðalána úr 4,15% í 4,35%. Í tilkynningu frá bankanum segir að þetta sé gert vegna hækkana Íbúðalánasjóðs á íbúðalánum sínum. Hækkanirnar taka strax gildi. Þá hafa allir bankarnir nema KB-banki tilkynnt hækkun á vöxtum íbúðalána. Í morgun hækkaði SPRON vexti sína í 4,35% og fyrir nokkru hækkað Landsbankinn sína vexti í 4,45%.

Innlent
Fréttamynd

SPRON hækkar íbúðalánavexti

SPRON hefur ákveðið að hækka vexti íbúðalána úr 4,15 prósentum í 4,35 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjónunum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Baugur Group kaupir Mappin & Webb

Fjárfestar undir forystu Baugs Group hafa keypt MW Group Limited fyrir um 2,2 milljarða króna. Markmiðið með kaupunum er að sameina fyrirtækið verslunum Goldsmiths. MW Group er í fremstu röð breskra smásölufyrirtækja á sviði vandaðra skartgripa og úra og var stofnað fyrir rúmlega 230 árum síðan. Keðjan rekur 32 verslanir í Bretlandi undi nöfnum Mappin & Webb og Watches of Switzerland.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Avion Group í öðru sæti

Avion Group fékk afhenda viðurkenningu fyrir að vera annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu árið 2005 í Barcelona á laugardaginn. Meðal þeirra sem voru viðstaddir voru þeir Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Joseph Borrell, forseti Evrópuþingsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísland verði alþjóða fjármálamiðstöð

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, hefur verið skipaður formaður nefndar sem á að skoða hvernig Ísland geti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tilkynnti þetta í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaðist um 6,5 milljarða

Mikill hagnaður af fjárfestingarstarfsemi einkennir níu mánaða uppgjör FL Group. Félagið hagnaðist um 6,5 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Það sem liðið er af núverandi uppgjörstímbili hefur félagið hagnast um 4,3 milljarða af hlutabréfaeign sinni. Hagnaðurinn er óinnleystur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Langbesta afkoma FL-Group til þessa

Hagnaður FL Group fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmir 8 milljarðar króna, samanborið við 3,4 milljarða króna hagnað á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins tæpir 6,6 milljarðar króna, samanborið við 2,8 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Afkoman er í samræmi við tilkynningu félagsins frá 23. október síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan á hraðri uppleið

Úrvalsvísitalan er á hraðri uppleið í Kauphöllinni og vísitalan hefur hækkað um hátt í fimmtíu prósent í ár, meira en nokkru sinni fyrr. Hún hefur aldrei verið jafn há og engin lækkun er fyrirsjáanleg, að sögn forstjóra Kauphallarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsbanki metinn á rúmlega 200 milljarða

Íslandsbanki er nú metinn á tæplega tvöhundruð og fimmtán milljarða króna eftir níu mánaða uppgjör félagsins. Miðað er við 16,8 krónur á hlut á 12.783 milljóna útistandandi hlutafé í lok september.Greiningardeild Íslandsbanka vann verðmatið og segir talsvert breyttar forsendur liggja að baki nýju mati miðað við þær forsendur sem gerðar voru í síðasta verðmati í lok desember 2004.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip tekur við nýju frystiskipi í Noregi

Eimskip tók við nýju frystiskipi sem hlotið hefur nafnið Svartfoss, í Álasundi í Noregi í gær. Burðargeta skipsins er 2.500 tonn en þetta er fyrsta nýsmíði á frystiskipi af þessari stærð í heiminum í rúma tvo áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Mesta hækkun í rúm fjögur ár

Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,83 prósent í gær og fór langleiðina upp í fimm þúsund stiga múrinn og stóð í 4.986 stigum í lok dags sem er hæsta gildi hennar frá upphafi. Velta með hlutabréf nam 33 milljörðum króna, þar af yfir tuttugu milljarða með bréf KB banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opna söluskrifstofu í Kanada

Landsbankinn hyggst opna söluskrifstofu í Halifax í Kanada. Bankinn hyggst bjóða reynslu sína í tengslum við sjávarútveg til að þjónusta viðskiptavinum á austurströnd Kanada.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan aldrei mælst hærri

Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið þegar hún hækkaði um 3,83% í viðskiptum dagsins. Hún mælist nú 4986 stig og hefur aldrei verið hærri, samkvæmt Greiningardeild Íslandsbanka. Frá ármótum hefur hún hækkað um 48,40%. Þau félög sem hækkuðu mest í dag eru Kaupþing Banki, Atorka Group, Jarðboranir og Landsbankinn. Það félag sem lækkaði mest í viðskiptum dagsins er SÍF um -2,54%.

Innlent