Innlent

Fjórfalt dýrara þar sem mestu munar

Þóknun fyrir veðbókarvottorð er fjórfalt hærri hjá SPRON en Íslandsbanka.
Þóknun fyrir veðbókarvottorð er fjórfalt hærri hjá SPRON en Íslandsbanka.

Þjónustugjöld eru allt að fjórfalt dýrari í einni bankastofnun en annarri samkvæmt verðkönnun Neytendasamtakanna og SFR. Mesti hlutfallslegi munurinn er á veðbókarvottorðum. Þau kosta 400 krónur hjá Íslandsbanka en 1.600 krónur hjá SPRON.

Þó má segja að muni meiru á stofngjaldi fyrir greiðsluþjónustu. SPRON rukkar 2.500 krónur fyrir hana en hinir bankarnir ekkert.

Sautján þjónustuliðir voru kannaðir. Landsbankinn var oftast með hæsta verðið, sjö sinnum, en KB-banki kom næstur og var fimm sinnum með hæsta verð. Íslandsbanki og KB-banki voru oftast með lægsta verðið, fimm sinnum hvor banki um sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×