Íþróttir

Fréttamynd

Besiktas - Tottenham í beinni á Sýn

Riðlakeppnin í Evrópukeppni félagsliða hefst með látum í dag og er leikur Wisla Krakow og Blackburn þegar hafinn í Póllandi. Leikur tyrkneska liðsins Besiktas og Tottenham hefst klukkan 17:00 og verður hann sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm leikir í nótt

Fimm æfingaleikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. New Jersey er enn án sigurs eftir fjóra leiki, en Toronto hefur unnið alla fjóra leiki sína á undirbúningstímabilinu. Grannaslagur LA Lakers og LA Clippers verður sýndur beint á NBA TV í nótt klukkan hálf tvö.

Körfubolti
Fréttamynd

Barthez er ekki á leið til Chelsea

Jose Mourinho hefur hafnað þeim fréttum sem voru á kreiki í enskum miðlum í morgun um að franski markvörðurinn Fabien Barthez væri á leið til Chelsea til að leysa Petr Cech af hólmi. Barhtez lagði hanskana á hilluna fyrir skömmu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ekkert tilboð á leiðinni að svo stöddu

Forráðamenn West Ham hafa alfarið neitað þeim fregnum bresku blaðanna að stutt sé í að Eggert Magnússon kaupi félagið fyrir 75 milljónir punda. Eggert sjálfur sagði í samtali við NFS í dag að hann furðaði sig á vinnubrögðum bresku blaðanna, því hann ætti enn eftir að funda með stjórn félagsins og það væri frumforsenda þess að hægt sé að gera kauptilboð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Leikmenn Reading sleppa við refsingu

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur gefið það út að þeim Stephen Hunt og Ibrahima Sonko hjá Reading verði ekki refsað í kjölfar meiðslanna sem þeir ollu markvörðum Chelsea í leik liðanna um síðustu helgi. Í yfirlýsingu frá nefndinni segir að dómari leiksins hafi séð bæði atvik og ákveðið að gera ekkert í þeim og því verði ekki farið með málið lengra.

Enski boltinn
Fréttamynd

Samningsbundinn Arsenal til 2014

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hefur undirritað nýjan samning við Arsenal sem gildir til ársins 2014. Þessi samningur er nokkuð sérstakur fyrir þær sakir að hann er til átta ára, sem er einsdæmi nú á dögum, en þessi ungi knattspyrnumaður hefur verið mjög eftirsóttur af stórliðum Evrópu undanfarið ár.

Enski boltinn
Fréttamynd

Keflavík lagði Skallagrím í spennandi leik

Fyrsta umferð Iceland Express deildarinnar hófst í gær þegar Keflvíkingar mættu Skallagrímsmönnum í íþróttahúsinu við sunnubraut en báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og fór í framlengingu en lyktaði með naumum sigri Keflvíkinga 87-84.

Körfubolti
Fréttamynd

Aragones framlengir samning sinn

Spænska knattspyrnusambandið hefur nú formlega framlengt samning landsliðsþjálfarans umdeilda Luis Aragones um tvö ár. Áður hafði legið fyrir munnlegt samkomulag um þetta, en forseti knattspyrnusambandsins hefur staðfest að búið sé að skrifa undir.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefðum átt að vinna stærra

Jose Mourinho var mjög sáttur við sigur sinna manna á Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld og sagðist helst ósáttur við að ná ekki að gera út um leikinn fyrr með því að skora fleiri mörk. Hann segist nú hafa sett stefnuna á að halda toppsætinu í riðlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Kiel burstaði Hildesheim

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel burstaði Hildesheim á útivelli 34-25 eftir að hafa verið yfir 19-12 í hálfleik og þá vann Nordhorn góðan útisigur á Kronau/Östringen 25-22. Kiel er í öðru sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi á eftir lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach.

Handbolti
Fréttamynd

Haukastúlkur lögðu HK

Einn leikur fór fram í DHL deild kvenna í kvöld. Haukar unnu þar sannfærandi útisigur á HK í Digranesi 26-39. Haukar hafa hlotið 6 stig í 4 leikjum í deildinni en HK hefur aðeins unnið einn leik.

Handbolti
Fréttamynd

Drogba tryggði Chelsea sigur á Barcelona

Chelsea vann í kvöld sannfærandi sigur á Barcelona 1-0 í Meistaradeild Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en náði sér ekki á strik frekar en félagar hans í liðinu og var skipt af velli á 60. mínútu. Didier Drogba skoraði sigurmarkið á 47. mínútu með laglegu skoti og Chelsea er komið í vænlega stöðu í riðlinum með fullt hús eftir þrjá leiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikil óánægja með nýja boltann

Mikil óánægja er meðal leikmanna í NBA deildinni með nýja keppnisboltann sem notaður verður í vetur, en þetta er bolti úr gerviefni sem koma á í stað leðurboltans sem notaður hefur verið í 35 ár. Raunar eru það aðeins dýraverndunarsinnar sem eru ánægðir með boltann.

Körfubolti
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik á Stamford Bridge

Nú hefur verið flautað til hálfleiks á Stamford Bridge í leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Ekkert mark er enn komið í leikinn og besta færið átti Didier Drogba hjá Chelsea eftir 15 mínútna leik, en náði ekki að skora. Eiður Smári er í byrjunarliði Barcelona en hefur fengið úr litlu að moða enn sem komið er.

Fótbolti
Fréttamynd

Eggert fundar með stjórn West Ham í vikunni

Breska dagblaðið Independent greinir frá því í dag að Eggert Magnússon muni funda með forráðamönnum West Ham fyrir helgina þar sem kauptilboð hans í félagið upp á 75 milljónir punda verði tekið fyrir. Því er einnig haldið fram í blaðinu að framtíð félagsins gæti jafnvel ráðist fyrir leik West Ham og Tottenham á sunnudag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eiður í byrjunarliði Barcelona

Nú styttist í að flautað verði til leiks í Meistaradeild Evrópu. Stórleikur kvöldsins er viðureign Chelsea og Barcelona og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona gegn sínum gömlu félögum og tekur við heiðursverðlaunum frá Chelsea fyrir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferdinand verður með gegn Liverpool

Sir Alex Ferguson getur væntanlega stillt upp nokkuð sterku liðið í stórleiknum gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, en þeir Rio Ferdinand, Gabriel Heinze og Gary Neville eru allir að verða búnir að ná sér af meiðslum sínum og eru farnir að æfa á fullu. Þá verður Ryan Giggs líka í liði United, en hann missti af Evrópuleiknum í gær vegna veikinda.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sigur á Bordeaux gæfi okkur meðbyr í deildinni

Rafa Benitez vonast innilega eftir sigri á franska liðinu Bordeaux í Meistaradeildinni í kvöld og telur að útisigur í kvöld gæfi liði sínu byr undir báða vængi fyrir erfiðan leik við Manchester United í úrvalsdeildinni á sunnudag. Liverpool er aðeins í tíunda sæti í úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Roman Abramovich kemur til Íslands á morgun

Milljarðamæringurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur í nægu að snúast þessa dagana. Í kvöld verður hann að venju á sínum stað í stúkunni þegar Chelsea tekur á móti Barcelona í Meistaradeildinni, en á morgun kemur hann hingað til lands og þiggur heimboð Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.

Enski boltinn
Fréttamynd

Cech gæti snúið aftur fyrr en áætlað var

Petr Krejci, læknir tékkneska knattspyrnulandsliðsins, segir að meiðsli landsliðsmarkvarðarins Petr Cech hjá Chelsea séu ef til vill ekki jafn alvarleg og talað hefur verið um síðustu daga, en menn vildu meina að markvörðurinn þyrfti að vera frá keppni í að minnsta kosti hálft ár.

Enski boltinn
Fréttamynd

Xavi segir Chelsea í hefndarhug

Spænski miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona á von á því að Englandsmeistarar Chelsea séu í hefndarhug í leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld, eftir að spænska liðið sló þá út úr keppninni á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur ekki með gegn Ungverjum

Handknattleikssambandið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kemur að Ólafur Stefánsson muni ekki verða með landsliðinu í æfingaleikjunum tveimur í Ungverjalandi dagana 27.-28. október næstkomandi vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

Risaleikir í beinni í kvöld

Sjónvarpsstöðvar Sýnar gera Meistaradeild Evrópu góð skil að venju í kvöld, en þá verður á dagskrá einn af leikjum ársins þegar Eiður Smári og félagar í Barcelona sækja fyrrum félaga hans í Chelsea heim á Stamford Bridge klukkan 18:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki að taka við Inter Milan

Fjölmiðlar á Ítalíu hafa gert því skóna undanfarna daga að Sven-Göran Eriksson muni verða næsti þjálfari Inter Milan ef Roberto Mancini nær ekki að koma liðinu á sigurbraut hið snarasta. Eriksson vísar þessu á bug og segist styðja fyrrum aðstoðarmann sinn hjá Lazio heilshugar.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður sæmdur verðlaunum fyrir leikinn í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen verður sæmdur sérstökum verðlaunum fyrir ár sín hjá Chelsea skömmu fyrir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. Það verður stjórnarformaðurinn Bruce Buck sem afhendir Eiði verðlaunagripinn, en landsliðsfyrirliðinn vann tvo Englandsmeistaratitla með félaginu áður en hann gekk í raðir Barcelona í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Við erum miklu betri en Chelsea

Victor Valdes hefur nú sent liðsmönnum Chelsea góða ögrun fyrir stórleik liðanna á Stamford Bridge í Meistaradeildinni í kvöld, en markvörðurinn ungi sagði Sky sjónvarpsstöðinni í dag að Barcelona væri einfaldlega betra lið en Chelsea.

Fótbolti
Fréttamynd

Cleveland malaði Maccabi

Cleveland Cavaliers var ekki í vandræðum með ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv í æfingaleik liðanna í Ohio í gærkvöldi og vann auðveldan sigur 93-67. Drew Gooden skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst, Donyell Marshall skoraði 19 stig og hirti 8 fráköst og LeBron James skoraði 13 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í liði Cleveland.

Körfubolti
Fréttamynd

Vöxtur Ferrari er helsta afrek Schumacher

Fyrrum þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, Sir Jackie Stewart, segir að sjö heimsmeistaratitlar séu ekki merkasta afrek Michael Schumacher í Formúlu 1 - heldur sú staðreynd að hann eigi stærstan þátt í að gera lið Ferrari að því stórveldi sem það er í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Grannarnir í Liverpool kærðir

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur birt Liverpool og Everton kæru fyrir að hafa ekki heimil á leikmönnum sínum í varaliðsleik þann 10. október sl. Leikmenn liðanna tókust þá á eftir að brotið hafði verið á Jerzy Dudek, markverði Liverpool, en sá brást illa við og lenti í riskingum í kjölfarið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ísland niður um 8 sæti

Íslenska karlalandsliðið fellur um 8 sæti á styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun. Íslenska liðið er nú í 95. sæti listans og því á svipuðum stað og í upphafi árs. Brasilíumenn eru enn í toppsætinu, Ítalir í öðru og Frakkar í því þriðja.

Íslenski boltinn