Íþróttir

Fréttamynd

Þjóðverjar lögðu Íra

Þjóðverjar lögðu Íra 1-0 í kvöld í D-riðli undankeppni EM. Það var Lukas Podolski sem skoraði sigurmark Þjóðverja á 57. mínútu, en leikurinn var sýndur beint á Sýn. Steve Staunton, þjálfari Íra, var rekinn af leikvelli þegar skammt var eftir af leiknum eftir að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik hjá Þjóðverjum og Írum

Staðan í leik Þjóðverja og Íra í D-riðli undankeppni EM er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés, en viðureign þessi er sýnd í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Þjóðverjar hafa verið öllu sterkari það sem af er og hafa þeir Lukas Podolski og Miroslav Klose báðir fengið upplögð marktækifæri sem þeir náðu ekki að nýta.

Sport
Fréttamynd

Englendingar völtuðu yfir Andorra

Englendingar voru ekki í teljandi vandræðum með arfaslakt lið Andorra í leik liðanna á Old Trafford í undankeppni EM í dag. Enska liðið vann 5-0 og var sigur liðsins síst of stór. Jermain Defoe og Peter Crouch skoruðu tvívegis fyrir enska liðið og Steven Gerrard einu sinni. Lið Andorra var í alla staði hörmulegt í leiknum og átti ekki eina einustu sókn svo talist gæti.

Sport
Fréttamynd

Algjört lykilatriði að fá góðan stuðning áhorfenda gegn Dönum

Grétar Rafn Steinsson var ánægður með leik íslenska liðsins í dag líkt og aðrir. Grétar segir liðið hafa gefið allt í leikinn í dag eins og á móti Spánverjum um daginn. Hann segir að næsta skref sé að fá dýrvitlausa áhorfendur á band liðsins hér heima gegn Dönum í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Held að engan hafi órað fyrir þessu

Árni Gautur Arason, markvörður íslenska landsliðsins, var skiljanlega ánægður með sigurinn á Norður-Írum í dag. Árni sagðist hafa verið ánægður með að halda hreinu í leiknum og sagðist í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, blaðamann á Fréttablaðinu, efast um að nokkur hafi þorað að vona að liðið næði þessum úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Gott að fara heim með þrjú stig

Hjálmar Jónsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var mjög ánægður með sigurinn á Norður-Írum í dag. Hjálmar kom inná sem varamaður í leiknum í dag og stóð sig ágætlega.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári maður leiksins að mati Sky

Eiður Smári Guðjohnsen var maður leiksins að mati Sky sjónvarpsstöðvarinnar í dag þegar Íslendingar lögðu Norður-Íra 3-0 í Belfast í undankeppni EM. Eiður fékk 9 fyrir frammistöðu sína í dag og miðverðirnir Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson fengu 8. Keith Gillespie fékk hæstu einkunn Norður-Íra eða 7, en aðrir fengu flestir 5-6 fyrir frammistöðu sína.

Sport
Fréttamynd

Aldrei heyrt áhorfendur baula á okkur á heimavelli

Lawrie Sanchez var afar óhress með varnarleik norður-írska liðsins gegn Íslendingum í undankeppni EM í dag þegar heimamenn lágu 3-0. Áhorfendur bauluðu á norður-írska liðið þegar það gekk af velli á Windsor Park og sagði Sanchez þá hafa haft fullan rétt á því.

Sport
Fréttamynd

Englendingar yfir í hálfleik

Englendingar hafa ekki mætt mikilli mótstöðu í fyrri hálfleik gegn Andorra í viðureign þjóðanna í undankeppni EM. England leiðir 3-0 í hálfleik á Old Trafford og það voru þeir Peter Crouch (5), Steven Gerrard (13) og Jermain Defoe (38) sem skoruðu mörk liðsins. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Skotar burstuðu Færeyinga

Skotar voru ekki í vandræðum með Færeyinga í B-riðli undankeppni EM í dag og unnu auðveldan 6-0 sigur á heimavelli sínum. Kris Boyd skoraði tvö mörk og þeir Darren Fletcher, James McFadden, Kenny Miller og Garry O´Connor eitt hver.

Sport
Fréttamynd

Phil Neville í byrjunarliði Englendinga

Leikur Englendinga og Andorra í undankeppni EM er nú hafinn á Old Trafford, en þar vekur athygli að gamla brýnið Phil Neville leikur í stöðu hægri bakvarðar hjá enska liðinu. Þá hefur Steve McClaren ákveðið að gefa Jermain Defoe tækifæri við hlið Peter Crouch í framlínunni, þrátt fyrir að hann fái lítið að spila með liði Tottenham. Wes Brown tekur stöðu Rio Ferdinand í miðri vörninni.

Sport
Fréttamynd

Frábær sigur á Norður-Írum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann í dag frábæran 3-0 sigur á Norður-Írum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM á Windsor Park í Belfast. Íslenska liðið gerði nánast út um leikinn með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen í fyrri hálfleik. Þetta er sannarlega frábær byrjun hjá íslenska liðinu sem tekur næst á móti dönum á Laugardalsvelli í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Mark dæmt af Norður-Írum

Norður-Írar hafa tekið öll völd á Windsor Park í síðari hálfleiknum gegn íslenska liðinu, en liðið hefur ekki haft heppnina með sér. Markahrókurinn David Healy skoraði raunar mark á 61. mínútu, en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Kári Árnason fékk astmakast

Læknir íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur staðfest við blaðamann Fréttablaðsins sem staddur er á Windsor Park í Belfast, að Kári Árnason hafi verið tekinn af leikvelli í fyrri hálfleik því hann hafi fengið astmakast. Kári á að hafa verið tæpur í gær vegna þessa, en Eyjólfur Sverrisson ákvað að láta slag standa og láta hann spila í dag.

Sport
Fréttamynd

Ísland yfir 3-0 í hálfleik

Íslenska landsliðið hefur yfir 3-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park í Belfast þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk íslenska liðsins, sem er sannarlega í vænlegri stöðu. Það eina sem skyggir á frábæran árangur liðsins er að Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleiknum en í hans stað er Helgi Valur Daníelsson kominn inn í íslenska liðið.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári kemur Íslendingum í 3-0

Íslenska landsliðið er komið í 3-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park í Belfast. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði þriðja markið á 37. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir skyndisókn íslenska liðsins og er þar með orðinn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Ríkharði Jónssyni með 17 mörk.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári kemur Íslendingum í 3-0

Íslenska landsliðið er komið í 3-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park í Belfast. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði þriðja markið á 37. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir skyndisókn íslenska liðsins og er þar með orðinn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Ríkharði Jónssyni með 17 mörk.

Innlent
Fréttamynd

Ísland komið í 2-0

Hermann Hreiðarsson hefur komið íslenska landsliðinu í 2-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park. Hermann skoraði markið með föstu og hnitmiðuðu skoti í teig Norður-Íra á 21. mínútu en hann var einn og óvaldaður eftir hornspyrnu Jóhannesar Karls Guðjónssonar.

Sport
Fréttamynd

Íslendingar komnir yfir

Íslenska landsliðið hefur náð 1-0 forystu gegn Norður-Írum í leik liðanna í undankeppni EM sem fram fer í Belfast. Það var Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem skoraði mark íslenska liðsins í fyrstu sókn þess í leiknum á 13. mínútu eftir sendingu frá Brynjari Birni Gunnarssyni.

Sport
Fréttamynd

Leikur Norður-Íra og Íslendinga að hefjast á Sýn

Leikur Norður-Íra og Íslendinga í undankeppni EM hefst nú klukkan 14 og búið er að tilkynna byrjunarliðin á Windsor Park í Belfast. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og það er Guðjón Guðmundsson sem lýsir honum beint að utan.

Sport
Fréttamynd

Hannes Hlífar landaði sínum áttunda titli

Hannes Hlífar Stefánsson varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í skák í áttunda sinn. Hann gerði jafntefli við Héðin Steingrímsson í fjórðu einvígisskákinni. Með sigrinum sló Hannes Hlífar met, en enginn hefur orðið Íslandsmeistari í skák jafn oft.

Innlent
Fréttamynd

Loeb í góðri stöðu

Heimsmeistarinn í rallakstri, Frakkinn Sebastien Loeb á Citroen, hefur þægilega 25 sekúndna forystu á finnska ökuþórinn Marcus Grönholm þegar öðrum keppnisdeginum í Japansrallinu er lokið. Með sigri getur Loeb ekki aðeins farið langt með að tryggja sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð, heldur getur hann jafnað met Carlos Sainz með sínum 27. sigri á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Gasol spilar ekki úrslitaleikinn

Spænski framherjinn Pau Gasol getur ekki spilað úrslitaleikinn á HM með liði Spánverja eftir að í ljós kom að hann er ristarbrotinn. Gasol hefur verið langbesti maður spænska liðsins á leið þess í úrslitaleikinn og er þetta því gríðarleg blóðtaka fyrir liðið. Hann hefur skorað að meðaltali rúm 21 stig og hirt yfir 9 fráköst. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn hirtu bronsið

Bandaríska landsliðið tryggði sér í dag bronsverðlaun á HM í körfubolta sem fram fer í Japan með öruggum sigri á Argentínumönnum 96-81. Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Bandaríkjamenn, sem þurftu að gera sér þriðja sætið að góðu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Brasilía - Argentína í beinni á Sýn í dag

Erkifjendurnir og knattspyrnustórveldin Brasilía og Argentína spila vináttulandsleik á Emirates Stadium í London í dag og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Útsendingin hefst klukkan 14:50 og eru tefla báðar þjóðir fram mjög sterkum liðum. Þá er rétt að minna á beina útsendingu frá PGA mótaröðinni í golfi í kvöld klukkan 21.

Sport
Fréttamynd

Birgir og Davíð úr leik

Kylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson og Heiðar Davíð Bragason eru báðir úr leik eftir annan hringinn á áskorendamótinu í Vaxholm sem fram fer í Svíþjóð. Birgir Leifur lauk keppni í dag á höggi undir pari samtals, en komst ekki í gegn um niðurskurðinn frekar en Heiðar Davíð, sem lauk keppni á fjórum höggum yfir pari.

Golf
Fréttamynd

Tap fyrir Ítölum

Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu tapaði 1-0 fyrir Ítölum í leik liðanna í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn var ekki sérlega skemmtilegur, en sigurmarkið skoraði Riccardo Montolivo eftir 57 mínútna leik. Gunnar Þór Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið undir lokin líkt og einn leikmanna ítalska liðsins eftir að kom til handalögmála á hliðarlínunni.

Sport
Fréttamynd

Danir lögðu Portúgala

Danir unnu Portúgala 4-2 í vináttuleik í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram í Danmörku. Jon Dahl Tomasson, Thomas Kahlenberg, Martin Jörgensen og Nicklas Bendtner skoruðu mörk danska liðsins, en Ricardo Carvalho skoraði bæði mörk Portúgala. Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, misnotaði vítaspyrnu í leiknum, sem var liður í undirbúningi Dana fyrir leikinn gegn Íslendingum á Laugardalsvelli í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik á Laugardalsvelli

Staðan í leik Íslands og Ítalíu er 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í undankeppni EM. Leikurinn hefur satt best að segja ekki verið mikið fyrir augað til þessa, en vonandi hressist Eyjólfur eitthvað í síðari hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Ze Roberto farinn til heimalandsins

Brasilíski landsliðsmaðurinn Ze Roberto gekk í gær í raðir Santos í heimalandi sínu Brasilíu. Ze Roberto hefur verið samningslaus í allt sumar eftir að samningur hans við meistara Bayern Munchen rann út. Hann hafði spilað í þýsku úrvalsdeildinni í átta ár, með fyrst hjá Leverkusen og svo hjá Bayern Munchen. Ze Roberto er 32 ára gamall og var í HM hóp Brassa í sumar, en þar þótti hann ekki gera sérstaklega gott mót.

Sport