Íþróttir

Fréttamynd

Baldomir vann sannfærandi sigur á Gatti

Argentínumaðurinn Carlos Alberto Baldomir vann í nótt sannfærandi sigur á Kanadamanninum Arturo Gatty í bardaga þeirra um WBC-titilinn í veltivigt. Baldomir hafði yfirhöndina allan tímann og sló Gatti tvisvar niður með stuttu millibili í 9. lotu og var í kjölfarið dæmdur sigurinn. Gatti sagðist vera að hugsa um að leggja hanskana á hilluna eftir bardagann, en Baldomir hefur augastað á Bretanum Ricky Hatton í framtíðinni. Bardaginn var sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Slæmur endasprettur hjá Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér aldrei á strik á lokadeginum á áskorendamótinu í Austurríki í dag, en hann var í þriðja sæti á mótinu í gær eftir að leika frábært golf. Birgir hafnaði í 49-55 sæti á mótinu eftir lokadaginn, sem hann lék á 8 höggum yfir pari. Hann lauk keppni á 2 höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Floyd Landis sigraði

Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis er sigurvegari í Frakklandshjólreiðunum árið 2006. Landis var nánast öruggur með sigurinn eftir góða frammistöðu í gær og varð með sigrinum þriðji Bandaríkjamaðurinn til að vinna keppnina. Oscar Pereiro frá Spáni varð annar í keppninni og Þjóðverjinn Andreas Kloeden þriðji.

Sport
Fréttamynd

Vieira er velkominn hingað

Serbneski varnarmaðurinn Sinisa Mihajlovic hjá Inter Milan á Ítalíu, segist muni bjóða Patrick Vieira velkominn ef hann kjósi að ganga í raðir Inter eins og orðrómur hefur verið á kreiki um að undanförnu. Mihajlovic var dæmdur í sex leikja bann árið 2000 fyrir að ausa Vieira kynþáttaníð í leik í meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Skandall í uppsiglingu í Tyrklandi?

Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur nú hrundið af stað rannsókn á mútumáli í efstu deild þar í landi. Eitt dagblaðanna hélt því fram á dögunum að forráðamenn knattspyrnuliðsins Denzilspor hefðu mútað nokkrum leikmönnum andstæðinga sinna til að tapa leik gegn sér til að forðast fall og nú reynir tyrkneska sambandið allt sem í valdi þess stendur til að hreinsa málið út af borðinu áður en deildarkeppnin hefst í byrjun ágúst.

Sport
Fréttamynd

Hundfúll yfir að vera fallinn úr Evrópukeppninni

Manuel Pellegrini, þjálfari spænska liðsins Villarreal, var mjög óhress með að liðið félli óvænt úr Intertoto keppninni gegn slóvenska liðinu NK Maribor í gær. Pellegrini gagnrýndi leikmenn liðsins harðlega eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Slóvenana á útivelli og féll því úr keppni eftir að hafa tapað heimaleiknum 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Damien Duff kominn til Newcastle

Írski vængmaðurinn Damien Duff gekk í gærkvöld formlega í raðir Newcastle eftir að hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu. Duff kostar Newcastle um 10 milljónir punda og hefur skrifað undir fimm ára samning við félagið. Hann var keyptur frá Blackburn til Chelsea á 17 milljónir punda árið 2003 og hafði unnið tvo Englandsmeistaratitla með Lundúnaliðinu.

Sport
Fréttamynd

Lögmaður Juventus biðst vægðar

Cesare Zaccone, lögmaður ítalska stórliðsins Juventus, baðst vægðar fyrir hönd félagsins þegar réttarhöldin héldu áfram í dag. Zaccone segir að refsingin sem Juventus var fengin sé allt of þung og eigi eftir að hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Í viðræðum við Bayern Munchen

Framkvæmdastjóri Bayern Munchen segir að félagið sé nú í formlegum viðræðum við hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy um að ganga í raðir félagsins, en Nistelrooy hefur gefið það út að hann hafi þrisvar sinnum farið fram á að verða seldur frá Manchester Untied. Karl-Heinz Rummenigge segir Nistelrooy hafa lýst yfir áhuga á að ganga í raðir þýska liðsins, búið sé að ræða fjármálahliðina og nú sé boltinn alfarið hjá Manchester United.

Sport
Fréttamynd

Verðlaunagripum Wayne Rooney stolið

Lögreglan í Liverpool hefur nú til rannsóknar innbrot sem framið var á heimili foreldra knattspyrnumannsins Wayne Rooney í nótt. Fjölda verðlaunagripa og annara muna tengdum knattspyrnuferli hans var stolið að sögn breska sjónvarpssins. Lögregla hefur þegar gefið það út til almennings að láta vita ef eitthvað af mununum verða settir á sölu á netinu.

Sport
Fréttamynd

Vill ólmur spila áfram

Varnarmaðurinn Sol Campbell sem nýlega hætti hjá Arsenal, segir tæplega koma til greina fyrir sig að spila á Englandi í framtíðinni því hann vilji reyna fyrir sér á meginlandi Evrópu. Campbell segist vera með samningstilboð í höndunum frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Ég er með hreina samvisku

Ítalski varnarmaðurinn Marco Materazzi hefur veitt sitt fyrsta viðtal síðan hann var dæmdur í leikbann og sekt fyrir athæfi sitt í úrslitaleik HM um daginn, en Materazzi segist vera með hreina samvisku þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur mikið.

Sport
Fréttamynd

Arsenal lagði Ajax

Það var mikið um dýrðir í London í dag þegar Arsenal kvaddi goðsögnina Dennis Bergkamp í opnunarleik félagsins á nýja Emirates-leikvangnum. Gamlar hetjur sem leikið hafa með Arsenal og Ajax í gegn um tíðina leiddu þar saman hesta sína fyrir framan fullt hús áhorfenda, sem kvöddu Bergkamp og þökkuðu honum fyrir rúmlega áratugar þjónustu sína við félagið.

Sport
Fréttamynd

Floyd Landis í vænlegri stöðu

Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis hefur forystu fyrir síðasta keppnisdaginn í Frakklandshjólreiðunum eftir að hann kom þriðji í mark á 19. leiðinni í dag. Hann klæðist því gulu treyjunni á morgun, þegar hjólað verður inn í Parísarborg í lokaáfanga þessarar frægustu hjólreiðakeppni heims.

Sport
Fréttamynd

Berbatov með tvö glæsimörk í sigri Tottenham

Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov stimplaði rækilega inn í lið Tottenham Hotspur í dag þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í æfingaleik gegn Birmingham á útivelli. Tottenham stillti upp sókndjörfu liði í leiknum með þá Robbie Keane og Jermain Defoe í fremstu víglínu ásamt Berbatov, en það var Búlgarinn sem stal senunni með tveimur þrumuskotum í 2-0 sigri Lundúnaliðsins.

Sport
Fréttamynd

Tiger Woods í forystu fyrir lokadaginn

Bandaríski kylfingurinn Tiger Wodds hefur eins höggs forystu á opna breska meistaramótinu í golfi þegar keppni er að ljúka á þriðja degi. Woods lék á höggi undir pari í dag og og er því samtals á 13 höggum undir pari á mótinu. Höggi þar á eftir koma þeir Sergio Garcia, Chris DiMarco og Ernie Els.

Golf
Fréttamynd

Tap fyrir Kaizer Chiefs í úrslitaleik

Manchester United tapaði í dag úrslitaleiknum á æfingamótinu sem háð var í Höfðaborg í Suður-Afríku gegn heimamönnum í Kaizer Chiefs. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma, en heimamenn höfðu betur í vítakeppni þar sem markvörður liðsins innsiglaði sigurinn með því að skora sjálfur úr síðustu spyrnunni.

Sport
Fréttamynd

Okkar bíður gríðarlega erfitt verkefni

Steve Coppell, stjóri Íslendingaliðs Reading sem í vor vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni, segir að liðsins bíði gríðarlega erfitt verkefni á næstu leiktíð. Hann segist hafa nokkuð góða hugmynd um hvar liðið muni standa í úrvalsdeildinni, en bendir á að það muni taka sig um sex deildarleiki að sjá endanlega hvort núverandi hópur liðsins sé nógu sterkur til að halda sæti sínu í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Við munum veita Chelsea harða keppni

Framherjinn Craig Bellamy sem nýverið gekk í raðir Liverpool, segist viss um að lið sitt hafi það sem til þarf til að veita Englandsmeisturum Chelsea verðuga samkeppni í titilbaráttunni næsta vetur.

Sport
Fréttamynd

Newcastle lagði Lilleström

Newcastle vann í dag nokkuð öruggan 3-0 útisigur á norska liðinu Lilleström í forkeppnni Evrópukeppni félagsliða í Noregi. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því er Newcastle komið áfram í keppninni. Shola Ameobi skoraði tvö mörk fyrir Newcastle og Emre eitt.

Sport
Fréttamynd

Ashley Cole á förum?

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, lét í það skína í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag að hugsanlega væri enski landsliðsbakvörðurinn Ashley Cole á leið frá félaginu. Cole lét stjórn Arsenal hafa það óþvegið í nýútkominni ævisögu sinni og talið er að grunnt sé á því góða milli hans og forráðamanna félagsins. Cole hefur lengi verið orðaður sterklega við Englandsmeistara Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Boðið að taka við Suður-Afríku

Brasilíska þjálfaranum Carlos Alberto Parreira var á dögunum boðið að taka við landsliði Suður-Afríku, sem einmitt mun verða gestgjafi í næstu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Parreira sagði starfi sínu lausu sem þjálfari brasilíska landsliðsins á dögunum og segist upp með sér yfir áhuga Afríkumanna, en ætlar að taka sér tíma í að hugsa málið um nokkra hríð.

Sport
Fréttamynd

Erum alveg að landa Duff

Glenn Roader, stjóri Newcastle, segir félagið vera aðeins hársbreidd frá því að landa vængmanninum knáa Damien Duff frá Chelsea og búist er við því að hann skrifi undir samning á mánudaginn ef hann stenst læknisskoðun hjá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Del Horno skrifar undir hjá Valencia

Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno skrifaði í dag undir sex ára samning við Valencia í heimalandi sínu, en félagið keypti hann frá Englandsmeisturum Chelsea á dögunum. Talið er að kaupverðið sé tæpar fimm milljónir punda.

Fótbolti
Fréttamynd

Laporta gefur aftur kost á sér

Joan Laporta ætlar að gefa aftur kost á sér sem forseti Evrópumeistara Barcelona, en á stjórnarfundi á föstudag var ákveðið að boða til forsetakosninga hjá félaginu eftir að í ljós kom að kjörtímabil Laporta væri úti þó hann hefði í raun aðeins setið í þrjú ár í valdastóli. Laporta segist gefa kost á sér í áframhaldandi embætti því hann beri hagsmuni félagsins í brjósti.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég er kominn til Real Madrid til að vinna

Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro segist ekki skilja hvernig standi á því að stórlið Real Madrid hafi ekki unnið titil í þrjú ár, en segist staðráðinn í að gera sitt til að breyta því á næstu leiktíð. Cannavara gekki í raðir spænska liðsins frá Juventus á dögunum og leikur nú undir stjórn gamla stjóra síns frá því hjá Juventus, Fabio Capello.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland í fjórða sæti á NM

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði í dag 1-0 fyrir Svíum í leik um þriðja sætið á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Íslenska liðið hafnaði því í fjórða sæti á mótinu. Bandaríkin og Þýskaland mætast í úrslitaleik mótsins og er hann þegar hafinn.

Sport
Fréttamynd

Faldo Series til Íslands

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undirritað samning við golfgoðsögnina Nick Faldo um að Ísland verði fyrsta landið utan Bretlands sem heldur mót í Faldo Series-mótaröðinni og mun það fara fram á Korpuvelli dagana 7-9 ágúst. Hér er um að ræða unglingamót og fyrirhugað er að mótið verði haldið víðar í Evrópu á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur frábær í dag

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er að leika frábærlega á áskorendamótinu í Austurríki og í dag lauk hann þriðja hringnum á mótinu á 64 höggum eða 6 höggum undir pari. Birgir er því samtals á 10 höggum undir pari á mótinu og er á meðal allra efstu manna.

Golf
Fréttamynd

Tilbúinn að taka áhættu á Anelka

Harry Redknapp segist vera tilbúinn að taka áhættuna á því að kaupa franska framherjan Nicolas Anelka frá tyrkneska liðinu Fenerbahce, þó leikmaðurinn hafi mjög slæmt orð á sér fyrir að vera vandræðagemlingur.

Sport