Íþróttir

Fréttamynd

Dowie tekinn við Charlton

Knattspyrnustjórinn Ian Dowie tók í dag við liði Charlton í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn Crystal Palace, þar sem Dowie lét af störfum fyrir skömmu, eru æfir út af ráðningunni og ætla í mál við stjórann.

Sport
Fréttamynd

Miami hársbreidd frá úrslitunum

Miami Heat tók í nótt stórt skref í áttina að sjálfum NBA úrslitunum með nokkuð öruggum 89-78 sigri á Detroit Pistons í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er því komið í 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í Detroit á miðvikudagskvöldið, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Vann San Antonio fjórða leikinn?

Aganefnd NBA deildarinnar ákvað í dag að draga til baka tæknivillu sem Michael Finley leikmaður San Antonio Spurs fékk í fjórða leiknum gegn Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á dögunum, en úrslit leiksins réðust í framlengingu.

Sport
Fréttamynd

Bell á ekki von á að spila fjórða leikinn

Bakvörðurinn Raja Bell hjá Phoenix Suns á ekki von á því að verða orðinn klár í slaginn í leik fjögur hjá Phoenix og Dallas í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA annað kvöld. Bell er meiddur á kálfa og segist setja stefnuna á leik fimm á fimmtudagskvöldið, en sá leikur verður einmitt sýndur beint á Sýn. Fjórði leikur Miami og Detroit er í beinni á Sýn í kvöld klukkan 0:30.

Sport
Fréttamynd

Skagamenn enn án stiga

Valsmenn unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Skagamönnum á Laugardalsvelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og eru skagamenn því enn án stiga eftir fjórum umferðum er lokið. Igor Pesic kom ÍA yfir fyrir hlé, en þeir Sigurbjörn Hreiðarsson og Garðar Gunnlaugsson tryggðu sprækum Valsmönnum sigurinn með sitt hvoru markinu í síðari hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Óskar Örn kláraði Blika

Grindvíkingar unnu ótrúlegan sigur á Breiðablik í Landsbankadeild karla á Kópavogsvelli í kvöld. Gestirnir komust yfir með marki frá Óla Stefáni Flóventssyni, en Marel Baldvinsson kom heimamönnum yfir með mörkum úr tveimur vítaspyrnum. Það var hinsvegar Ólafur Örn Hauksson sem stal senunni þegar hann skoraði tvö mörk á tveimur mínútum í lokin og tryggði Grindvíkingum dýrmætan sigur.

Sport
Fréttamynd

Marel kemur Blikum yfir

Marel Baldvinsson hefur komið Breiðablik yfir 2-1 gegn Grindavík á Kópavogsvelli, en mark hans kom úr vítaspyrnu á 70. mínútu, líkt og mark hans í fyrri hálfleiknum. Það var Óli Stefán Flóventsson sem kom gestunum á bragðið í fyrri hálfleik. Staðan í leik Vals og ÍA er 1-0 í hálfleik fyrir ÍA og þar var það Igor Pesic sem skoraði mark ÍA, nokkuð gegn gangi leiksins sem sýndur er beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Pesic kemur Skagamönnum yfir

Igor Pesic hefur komið Skagamönnum yfir gegn Val í leik liðanna í Landsbankadeildinni. Pesic slapp einn innfyrir vörn Vals eftir að rangstöðugildra liðsins klikkaði illa og skoraði auðveldlega á 40. mínútu. Valsmenn höfðu fram að þessu verið betri aðilinn í leiknum og klúðraði Guðmundur Benediktsson sannkölluðu dauðafæri um miðjan hálfleikinn.

Sport
Fréttamynd

Met hjá Rafael Nadal

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal sló í kvöld met Argentínumannsins Guillermo Vilas frá árinu 1977 þegar hann skellti andstæðingi sínum Robin Soderling á opna franska meistaramótinu. Þetta var 54. sigur Nadal á leirvelli í röð, sem er afrek sem enginn tennisleikari í sögunni getur státað af í sögunni.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik í Kópavogi

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Breiðabliks og Grindavíkur í Landsbankadeildinni og er staðan jöfn 1-1. Óli Stefán Flóventsson kom gestunum yfir á 19. mínútu, en Marel Baldvinsson jafnaði leikinn skömmu áður en flautað var til hlés með marki úr vítaspyrnu. Staðan í leik Vals og ÍA er enn 0-0 en sá leikur er í beinni á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Gestirnir komnir yfir á Kópavogsvelli

Óli Stefán Flóventsson hefur komið Grindvíkingum yfir í 1-0 gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í fyrri leik kvöldsins í Landsbankadeildinni. Markið kom á 19. mínútu eftir að heimamenn gerðu sig seka um mistök í vörninni. Hægt er að fylgjast með gangi leiksins á Boltavaktinni hér á Vísi.

Sport
Fréttamynd

Detroit með bakið upp að vegg

Fjórði leikur Miami Heat og Detroit Pistons í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar fer fram í Miami í kvöld og verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf eitt. Lið Detroit hefur verið skugginn af sjálfu sér í síðustu leikjum og ljóst er að liðið þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu í kvöld ef ekki á illa að fara.

Sport
Fréttamynd

Valur - ÍA í beinni á Sýn

Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Í Kópavogi taka Blikar á móti Grindvíkingum klukkan 19:15 og klukkan 20 mætast Valur og ÍA á Laugardalsvelli, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Aldrei fleiri keppendur á Klaustri

Hið árlega þolakstursmót á var haldið á Kirkjubæjarklaustri um nýliðna helgi og þar tóku þátt yfir 400 keppendur í þessari ört vaxandi íþrótt hér á landi. Ekið var í 6 tíma samanlagt og skiptust tveir menn á að sitja hjólið í brautinni, sem er gríðarleg þolraun. Metþáttaka var í kvennaflokki í ár, en auk þess er keppt í unglingaflokki. Næsta mót fer fram á Ólafsvík um næstu helgi, en þar er um að ræða fyrstu keppnina í motocrossi í sumar.

Sport
Fréttamynd

Dowie væntanlega til Charlton á morgun

Breskir fjölmiðlar fullyrða að knattspyrnustjórinn Ian Dowie verði kynntur sem næsti stjóri úrvalsdeildarliðs Charlton á blaðamannafundi á morgun. Ef af ráðningu hans verður, má fastlega reikna með að lítil gleði grípi um sig í herbúðum Crystal Palace þar sem Dowie var áður við störf.

Sport
Fréttamynd

Á sér draum um að spila með Barcelona

Miðjumaðurinn frábæri, Frank Lampard hjá Chelsea, segist eiga sér draum um að spila einn daginn með Spánarmeisturum Barcelona, en kona Lampard er einmitt frá Katalóníu.

Sport
Fréttamynd

Bonds kominn upp fyrir Babe Ruth

Hinn umdeildi Barry Bonds náði í gær sínu 715. heimahlaupi í bandaríska hafnarboltanum og komst þar með upp fyrir goðsögnina Babe Ruth í annað sæti á lista þeirra sem hafa náð flestum heimahlaupum á ferlinum. Hann vantar þó enn 40 stykki til að ná Hank Aaron sem er í efsta sætinu.

Sport
Fréttamynd

Miami - Detroit í beinni í kvöld

Fjórði leikur Miami Heat og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 0:30 í nótt, en þetta er algjör lykilleikur í einvíginu þar sem Miami leiðir 2-1. Fimmti leikurinn í þessu einvígi verður svo einnig sýndur beint á miðvikudagskvöldið en hann fer fram í Detroit. Þá verður fimmti leikur Dallas og Phoenix í beinni á fimmtudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Huth til Everton?

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að enska úrvalsdeildarfélagið Everton sé líklegasta liðið til að landa þýska landsliðsmanninum Robert Huth frá Chelsea, en hinn 21 árs gamli miðvörður hefur lítið sem ekkert fengið að spila hjá Englandsmeisturunum og vill fara frá féaginu. Wigan hefur einnig verið á höttunum eftir varnarmanninum, en sagt er að Everton sé tilbúið að greiða fyrir hann 5,5 milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Johnson fer til Everton

Framherjinn Andy Johnson hjá Crystal Palace hefur ákveðið að ganga í raðir Everton í ensku úrvalsdeildinni og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á miðvikudag, standist hann læknisskoðun. Kaupverðið er 8,5 milljónir punda og talið er að Johnson muni fá um 40.000 pund í vikulaun, en aðeins 5 milljónir punda af upphæðinni verða borgaðar á borðið við undirskrift.

Sport
Fréttamynd

Læknisskoðun Rooney flýtt

Forráðamenn enska landsliðsins hafa afráðið að flýta læknisskoðuninni sem sker úr um þáttöku Wayne Rooney á HM um eina viku svo hægt sé að kippa nýjum leikmanni inn í hópinn áður en fresturinn til þess rennur út. Rooney sjálfur er bjartsýnn á að ná að vera með á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Dallas komið yfir

Dallas Mavericks vann aftur heimavallarréttinn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli 95-88. Frábær varnarleikur skóp sigur Dallas í nótt í leik sem sýndur var beint á Sýn, en það er sannarlega ekki á hverjum degi sem liði Phoenix er haldið undir 90 stigum á heimavelli sínum.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir halda sínu striki

Íslandsmeistarar FH halda sínu striki á toppi Landsbankadeildarinnar og í kvöld sigraði Hafnarfjarðarliðið Fylki í Árbænum 2-1. Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrsta mark FH úr víti og Ármann Smári Björnsson bætti við öðru marki með glæsilegum skalla. Christian Christiansen minnkaði muninn fyrir Fylki, en Árbæingar komust ekki lengra í kvöld þrátt fyrir ágæta spilamennsku.

Sport
Fréttamynd

Keflavík burstaði KR

Keflvíkingar unnu auðveldan 3-0 sigur á KR-ingum í Keflavík í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Magnús Þorsteinsson, Daniel Servino og Símun Samuelsen skoruðu mörk suðurnesjaliðsins. Þá unnu nýliðar Víkings annan sigur sinn í röð þegar þeir skelltu Eyjamönnum 1-0 á útivelli með marki Viktors Bjarka Arnarssonar eftir aðeins þriggja mínútna leik.

Sport
Fréttamynd

FH yfir í Árbænum

Íslandsmeistarar FH hafa yfir 2-1 gegn Fylki í hálfleik í viðureign liðanna í Landsbankadeildinni. Það var markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson sem kom gestunum yfir á fyrstu mínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu og Ármann Smári Björnsson skoraði með glæsilegum skalla á 24. mínútu. Christian Christiansen minnkaði muninn fyrir heimamenn á 30. mínútu eftir skelfileg mistök Daða Lárussonar í marki FH.

Sport
Fréttamynd

Phoenix - Dallas í beinni á Sýn

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur beinar útsendingar frá úrslitakeppni NBA á ný klukkan 0:30 í nótt þegar þriðji leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks verður á dagskrá í úrslitum Vesturdeildarinnar. Liðin skiptu með sér leikjunum tveimur í Dallas, en heimamenn verða án Raja Bell í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Enska landsliðið er ofmetið

Hollenski þjálfarinn Leo Beenhakker sem stýrir liði Trinidad og Tobago á HM í sumar, segir að enska landsliðið sé ofmetið og standi aldrei undir væntingum á stórmótum í knattspyrnu.

Sport
Fréttamynd

Keflavík hefur yfir gegn KR

Nú er komin hálfleikur í leikjunum tveimur sem hófust klukkan 19:15 í Landsbankadeild karla í kvöld. Keflvíkingar hafa yfir 1-0 gegn KR í Keflavík, þar sem Magnús Þorsteinsson skoraði mark heimamanna eftir aðeins 2 mínútur og nýliðar Víkings hafa yfir 1-0 gegn ÍBV í Eyjum, þar sem Viktor Bjarki Arnarsson skoraði á 3. mínútu. Leikur Fylkis og FH er nýhafinn og er í beinni á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Hrun í síðari hálfleik

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Makedóníu 28-23 í fyrri leik liðanna um laust sæti á EM í Laugardalshöll í dag. Íslenska liðið hafði tveggja marka forystu í hálfleik 13-11, en gestirnir tóku öll völd í þeim síðari og nýttu sér fjölmörg mistök íslenska liðsins.

Sport
Fréttamynd

Lætur gagnrýnendur heyra það

Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher heldur stöðugt fram sakleysi sínu eftir atburðina í tímatökunum í Mónakó í gær. Schumacher var færður aftast í rásröðina í dag fyrir vikið, en hann náði engu að síður fimmta sætinu með ótrúlegum akstri.

Sport