Miami hársbreidd frá úrslitunum 30. maí 2006 03:53 Dwayne Wade er með yfir 70% skotnýtingu í einvíginu við Detroit NordicPhotos/GettyImages Miami Heat tók í nótt stórt skref í áttina að sjálfum NBA úrslitunum með nokkuð öruggum 89-78 sigri á Detroit Pistons í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er því komið í 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í Detroit á miðvikudagskvöldið, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Lið Detroit virkaði alls ekki sannfærandi frá fyrstu mínútu og leikur liðsins bar ekki vott um að það væri í örvæntingu að reyna að vinna aftur heimavallarréttinn. Shaquille O´Neal og Dwayne Wade léku sér enn og aftur að varnarmönnum Detroit og þurftu litla sem enga hjálp frá aukaleikurum sínum. Detroit sýndi sitt rétta andlit í stuttum skorpum í síðari hálfleik og náði að komast yfir á kafla - ekki síst vegna þess að Dwayne Wade tók ekki eitt einasta skot á körfuna allan þriðja leikhlutann. Hann geymdi hinsvegar það besta þangað til á lokakaflanum og skoraði ótrúlegar körfur. Það segir kannski sína sögu um andleysi Detroit leikmanna og áræðni Miami, að Shaquille O´Neal varði skot í vörninni og hljóp sjálfur upp allan völlinn og skoraði með sniðskoti. Dwayne Wade skoraði 31 stig í leiknum, hitti 8 af 11 skotum sínum og setti á svið sýningu eins og honum einum er lagið með sirkuskörfum af dýrari sortinni. Shaquille O´Neal skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst og Udonis Haslem skoraði 16 stig. Tayshaun Prince skoraði 15 stig fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 14 stig og Rasheed Wallace skoraði 12 stig. Fimmti leikur liðanna fer fram í Detroit á miðvikudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Miami Heat tók í nótt stórt skref í áttina að sjálfum NBA úrslitunum með nokkuð öruggum 89-78 sigri á Detroit Pistons í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er því komið í 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í Detroit á miðvikudagskvöldið, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Lið Detroit virkaði alls ekki sannfærandi frá fyrstu mínútu og leikur liðsins bar ekki vott um að það væri í örvæntingu að reyna að vinna aftur heimavallarréttinn. Shaquille O´Neal og Dwayne Wade léku sér enn og aftur að varnarmönnum Detroit og þurftu litla sem enga hjálp frá aukaleikurum sínum. Detroit sýndi sitt rétta andlit í stuttum skorpum í síðari hálfleik og náði að komast yfir á kafla - ekki síst vegna þess að Dwayne Wade tók ekki eitt einasta skot á körfuna allan þriðja leikhlutann. Hann geymdi hinsvegar það besta þangað til á lokakaflanum og skoraði ótrúlegar körfur. Það segir kannski sína sögu um andleysi Detroit leikmanna og áræðni Miami, að Shaquille O´Neal varði skot í vörninni og hljóp sjálfur upp allan völlinn og skoraði með sniðskoti. Dwayne Wade skoraði 31 stig í leiknum, hitti 8 af 11 skotum sínum og setti á svið sýningu eins og honum einum er lagið með sirkuskörfum af dýrari sortinni. Shaquille O´Neal skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst og Udonis Haslem skoraði 16 stig. Tayshaun Prince skoraði 15 stig fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 14 stig og Rasheed Wallace skoraði 12 stig. Fimmti leikur liðanna fer fram í Detroit á miðvikudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira