Íþróttir

Fréttamynd

Mike Miller besti varamaðurinn

Mike Miller, leikmaður Memphis Grizzlies, var í gærkvöld kjörinn besti varamaðurinn á tímabilinu í NBA deildinni með nokkuð miklum yfirburðum. Miller skoraði 13,7 stig og hirti 5,4 fráköst að meðaltali í leik í vetur, en hann var færður á varamannabekkinn í upphafi leiktíðar þegar Mike Fratello þjálfari breytti uppstillingu sinni til að ná meiru út úr liðinu. Það heppnaðist einstaklega vel og var Miller lykilmaður liðsins áfram þó hann kæmi af bekknum.

Sport
Fréttamynd

Ég er í verstu stjórastöðu í heiminum

Það vakti nokkra athygli eftir leik Chelsea og Manchester United í dag þegar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, tók af sér verðlaunapeninginn og fleygði honum upp til áhorfenda. Þegar honum var svo réttur annar peningur, fékk hann að fara sömu leið. Mourino sagði eftir leikinn að Chelsea væri versta félag að þjálfa í heiminum.

Sport
Fréttamynd

Bayern bikarmeistari

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen tryggðu sér í dag bikarmeistaratitilinn þegar liðið lagði Frankfurt í úrslitaleik og er því í kjörstöðu til að vinna tvöfalt annað árið í röð, sem er nokkuð sem engu liði hefur áður tekist frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Það var Perúmaðurinn Claudio Pizarro sem skoraði sigurmark Bayern á 59. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Leikmenn Miami fá sektir og leikbönn

Leikmenn Miami Heat hafa verið meira áberandi fyrir agabrot og kveinstafi en að spila góðan körfubolta það sem af er úrslitakeppninni í ár. Udonis Haslem hefur þegar setið af sér bann fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur og nú þarf Shaquille O´Neal að opna budduna og greiða háa sekt, á meðan James Posey verður í banni í næsta leik fyrir agabrot í þriðja leik liðsins við Chicago í fyrrinótt.

Sport
Fréttamynd

Schumacher íhugar að keppa í tvö ár enn

Luca di Montezemolo, forseti Ferrari, segir að þýski ökuþórinn Michael Schumacer sé að íhuga að halda áfram keppni í Formúlu 1 í tvö ár til viðbótar. "Ég held að Michael vilji keppa eitt ár í viðbót, en umfram allt sleppa við sömu vangaveltur að ári og því gæti hann allt eins samið út árið 2008," sagði forsetinn. "Við viljum hafa hann áfram og ef hann verður á samkeppnishæfum bíl, held ég að hann kjósi að halda áfram að keppa."

Sport
Fréttamynd

Barcelona - Cadiz í beinni

Nú klukkan 19:50 hefst leikur Barcelona og Cadiz í spænska boltanum og er hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Börsungar geta með sigri í kvöld farið ansi langt með að verja deildarmeistaratitil sinn, en eiga erfitt verkefni fyrir höndum gegn Cadiz sem er í fallbaráttunni og hefur ekki tapað í þremur leikjum í röð. Barcelona getur tryggt sér titilinn á morgun ef Valencia verður á í messunni í sinni viðureign við fallkandidata Alaves.

Sport
Fréttamynd

Körfuboltaveisla um helgina á Sýn og NBA TV

Það verður mikið um dýrðir fyrir áhugamenn um NBA körfuboltann á NBA TV og sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina og veislan hefst í kvöld með tveimur útsendingum. Þriðji leikur Memphis og Dallas verður sýndur klukkan 21:50 á Sýn og klukkan 2:30 verður svo á dagskrá fjórði leikur Denver og LA Clippers á NBA TV.

Sport
Fréttamynd

Nadal upp að hlið Borg

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal komst í dag upp að hlið sænsku goðsagnarinnar Björns Borg á listanum yfir flesta sigra í röð á leirvelli þegar hann vann sinn 46. leik í röð á slíkum velli og komst í úrslitaleikinn á opna Barcelona-mótinu.

Sport
Fréttamynd

Okkur var ekki ætlað að halda okkur uppi

Steve Bruce, stjóri Birmingham, var að vonum daufur í dálkinn eftir að hans menn gerður markalaust jafntefli við Newcastle á heimavellinum sínum í dag og það þýddi að liðið er fallið í 1. deildina.

Sport
Fréttamynd

Fram íslandsmeistari

Fram er Íslandsmeistari í handknattleik karla árið 2006 eftir að liðið valtaði yfir Víking/Fjölni í Safamýrinni 35-18. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins í karlaflokki síðan árið 1972. Á meðan lögðu Haukar granna sína í FH 32-28 á útivelli og enduðu með jafn mörg stig og Fram í töflunni, en Fram hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur.

Sport
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af fætinum

Glenn Roader, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Michael Owen hafi nokkrar áhyggjur af fætinum á sér eftir að hann spilaði um 30 mínútur með liðinu í dag og hafi kvartað yfir því að vera fjarri sínu besta. "Ég vil undirstrika að hann meiddist ekki aftur á fætinum, en hann sagðist hafa nokkrar áhyggjur," sagði Roader og ekki laust við að fari um Englendinga í dag þar sem báðir landsliðsframherjarnir kenndu sér meins.

Sport
Fréttamynd

Curbishley hættur með Charlton

Stjórnarformaður Charlton tilkynnti fyrir leik liðsins gegn Blackburn í dag að stjóri liðsins til langs tíma, Alan Curbishley, yrði ekki áfram með liðið á næsta tímabili og væri hættur. Curbishley hefur stýrt liðinu síðan 1991 og komist var að þeirri niðurstöðu á fundi milli hans og stjórnarinnar að best væri að hleypa nýju blóði inn í félagið með því að skipta um stjóra.

Sport
Fréttamynd

Fram í góðum málum

Fram er á góðri leið með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla, en liðið hefur yfir 16-9 gegn Víkingi/Fjölni í hálfleik, þar sem Jóhann Einarsson er búinn að skora 5 mörk fyrir Safamýrarliðið. FH-ingar hafa yfir 13-12 gegn grönnum sínum í Haukum og því má segja að útlitið sé gott hjá lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar.

Sport
Fréttamynd

Hugsaði tvisvar um að hætta

Jose Mourinho hefur viðurkennt að hann hafi í tvígang hugsað alvarlega um að láta af störfum sem knattspyrnustjóri Chelsea í vetur. "Ég hugsaði tvisvar um að fara út og skella á eftir mér, því ég naut mín ekki í starfinu. Þetta þýðir þó ekki að ég snúi ekki aftur á næstu leiktíð," sagði hann.

Sport
Fréttamynd

Portsmouth bjargaði sér frá falli

Það verða Birmingham og West Brom sem fylgja Sunderland í ensku 1. deildina í vor eftir að lærisveinar Harry Redknapp hjá Portsmouth unnu glæsilegan 2-1 útisigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Birmingham gerði markalaust jafntefli við Newcastle á heimavelli sínum og er fjórum stigum á eftir Portsmouth fyrir lokaumferðina. Portsmouth bjargaði sér með glæsilegum lokaspretti í deildinni þar sem liðið krækti í 20 stig í síðustu 9 leikjum sínum.

Sport
Fréttamynd

FH tapaði fyrir B36

Íslandsmeistarar FH töpuðu í dag í vítakeppni fyrir færeyska liðinu B36 í Atlantic-bikarnum árlega þar sem Íslands- og Færeyjameistararnir etja kappi, en leikurinn fór fram í Þórshöfn í Færeyjum. Úrslit leiksins réðust í vítakeppni þar sem Hafnfirðingarnir fóru illa með spyrnur sínar. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 2-2.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Rafnsson kjörinn forseti

Ólafur Rafnsson var í dag kjörinn forseti Íþróttasambands Íslands á ársþingi ÍSÍ og tekur þar með við embættinu af Ellerti B. Schram. Ólafur hlaut 120 atkvæði í kjörinu en Sigríður Jónsdóttir varaformaður hlaut 113 atkvæði. Ólafur var áður formaður KKÍ.

Sport
Fréttamynd

Óttast að Rooney missi af HM

Wayne Rooney hjá Manchester United þurfti að fara meiddur af velli í leiknum gegn Chelsea í dag eftir harða tæklingu frá Paulo Ferreira og óttast menn að meiðslin gætu kostað hann þáttöku á HM í sumar. Miklar vonir hafa verið bundnar við Rooney með enska landsliðinu á HM, en ekki kemur strax í ljós hversu alvarleg meiðsli hans eru.

Sport
Fréttamynd

Kom ekki í mál að fara af velli

Varnarjaxlinn John Terry hjá Chelsea átti ágætan leik gegn Manchester United í dag, en meiddist nokkuð á fæti eftir samstuð í leiknum. Hann sagði ekki hafa komið til greina að fara af leikvelli þrátt fyrir meiðslin því hann vildi taka þátt í fagnaðarlátunum með félögum sínum sem tryggðu sér annan meistaratitilinn í röð.

Sport
Fréttamynd

Við erum bestir

Jose Mourinho sagði það frábæra tilfinningu að vera búinn að gera Chelsea að Englandsmeisturum annað árið í röð eftirað lið hans lagði Manchester United örugglega í dag, en bætti við að titilbaráttan hefði verið allt öðruvísi í ár en í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Chelsea Englandsmeistari

Chelsea tryggði sér í dag annan Englandsemeistaratitil sinni í röð með 3-0 sigri á Manchester United á heimavelli sínum og kórónaði með því frábært tímabil í ensku úrvalsdeildinni. William Gallas, Joe Cole og Richardo Carvalho skoruðu mörk Lundúnaliðsins. Wayne Rooney var borinn af leikvelli meiddur á ökkla og óttast er að þáttaka hans á HM sé í hættu í kjölfarið.

Sport
Fréttamynd

Síðasta mót Meistaradeildar VÍS verður haldið á Selfossi

Sú breyting hefur orðið á að síðasta mót Meistaradeildar VÍS verður haldið á félagssvæði Sleipnis á Selfossi í stað Glaðheima í Gusti fimmtudaginn 4. maí og verður þá keppt í tveimur greinum gæðingaskeiði og 150 m. skeiði. Ástæða þessa breytinga er að í 150 m skeiði munu fjórir knapar keppa í einu og eru startbásar sem til eru í Gusti ekki hentugir, því var mótið flutt austur. Mótið hefst kl. 19:00 og er aðgangur ókeypis.

Sport
Fréttamynd

Kraflar hefur það gott í Húsdýragarðinum

Höfðinginn mikli, Kraflar frá Miðsitju, hefur dvalið í góðu yfirlæti í Húsdýragarðinum í vetur. Klárinn lítur ótrúlega vel út og að sögn dýrahirða í garðinum er hann hvers manns hugljúfi. Kraflar er alltaf jafn unglegur og ef ekki væri fyrir gráu hárin í enni hans myndi maður alveg getað trúað því að þarna væri ungfoli á ferð. Feldurinn svartur og glansandi, byggingin létt og fasið unglegt.

Innlent
Fréttamynd

Æskulýðsdagur Andvara

Mánudaginn 1.maí n.k. verður hinn árlegi æskulýðsdagur Andvara. Lýsi hf. er styrktaraðilinn í ár, fjórða árið í röð og heitir því dagurinn Lýsisdagurinn. Haldið verður Lýsismót fyrir félagsmenn að Andvaravöllum og hefst mótið kl. 12.00.

Sport
Fréttamynd

Æskan og hesturinn í Reiðhöllinni Svaðastöðum

Tvær sýningar verða á Æskan og hesturinn í dag laugardag, kl. 14:00 og kl. 18:00. Um 100 krakkar úr níu hestamannafélögum á Norðurlandi taka þátt í sýningunni. Við hvetjum alla hestamenn og áhugafólk um hestamennsku að koma á sýninguna

Sport
Fréttamynd

Dramatíkin í hámarki í nótt

Þrír háspennuleikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og réðust úrslitin í tveimur þeirra í blálokin. LeBron James var skoraði sigurkörfu Cleveland gegn Washington og Sacramento lagði meistarana með körfu um leið og lokaflautið gall. Þá er lið Los Angeles Lakers komið í bílstjórasætið gegn Phoenix eftir sigur á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna.

Sport
Fréttamynd

Sacramento - San Antonio í beinni

Þriðji leikur Sacramento Kings og San Antonio Spurs í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildar verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan tvö í nótt. San Antonio vann yfirburðasigur í fyrsta leiknum, en var heppið að vinna annan leikinn þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Ron Artest verður á ný í liði Sacramento eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

Yfirtaka á næsta leiti?

Forráðamenn Sunderland hafa nú staðfest að viðræður séu hafnar við hóp fjárfesta sem íhuga að eignast meirihluta í félaginu. Það er fyrrum leikmaður Sunderland, Niall Quinn, sem fer fyrir hópnum, en stjórnarformaður félagsins segist vera tilbúinn að selja rúmlega helmings hlut sinn ef hann fær tilboð sem hann getur sætt sig við.

Sport
Fréttamynd

Scolari hættur við

Nú rétt í þessu urðu heldur betur straumhvörf í landsliðsþjálfaramálum Englendinga, en fréttavefur BBC greindi fyrir stundu frá því að Luiz Scolari hefði ákveðið að hætta við að halda áfram samningaviðræðum við enska knattspyrnusambandið eftir að hann fékk að kynnast ágangi enskra fjölmiðla í aðeins tvo daga.

Sport