Íþróttir

Fréttamynd

Glazer laus af sjúkrahúsi eftir heilablóðfall

Malcom Glazer, eigandi Manchester United, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi í Flórida eftir að hafa fengið heilablóðfall um páskana. Glazer, sem er 78 ára gamall, keypti Manchester United fyrir 790 milljónir punda í fyrra við lítinn fögnuð stuðningsmanna liðsins á Englandi. Glazer á að sögn erfitt með mál og getur lítið hreyft aðra höndina enn sem komið er, en á að vera á ágætum batavegi.

Sport
Fréttamynd

Verður Roader ráðinn til frambúðar?

Breskir fjölmiðlar eru farnir að leiða líkum að því að Glenn Roader verði boðin staða knattspyrnustjóra Newcastle til frambúðar, en hann hefur náð frábærum árangri sem afleysingastjóri liðsins síðan Graeme Souness var látinn fara á sínum tíma. Newcastle hefur unnið fimm leiki í röð í deildinni og er skyndilega komið í harða keppni um Evrópusæti.

Sport
Fréttamynd

Neitar að tala um enska landsliðið

Brasilíski þjálfarinn Luiz Scolari þvertekur fyrir að hafa átt í viðræðum við enska knattspyrnusambandið um að taka við enska landsliðinu eftir að Sven-Göran Eriksson hættir í sumar. Scolari segist upp með sér að vera nefndur til sögunnar í sambandi við starfið, en bendir á að hann einbeiti sér eingöngu að portúgalska landsliðinu fram yfir HM.

Sport
Fréttamynd

Við erum klárir í slaginn

Diego Forlan, framherji Villarreal, segir sína menn eiga nóg inni fyrir síðari leikinn gegn Arsenal annað kvöld en viðurkennir að Arsenal hafi verið í bílstjórasætinu í þeim fyrri. Hann segir að allt annað verði uppi á teningnum á El Madrigal annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Schwarzer úr leik

Ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer hjá Middlesbrough spilar væntanlega ekki meira með liði sínu á leiktíðinni eftir að hann brákaði kinnbein í undanúrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina. Þetta eru slæm tíðindi fyrir markvörðinn sterka og lið Boro, sem er komið langt í Evrópukeppni félagsliða. Meiðslin eiga þó ekki að setja strik í reikninginn fyrir Schwarzer fyrir HM í sumar, þar sem hann verður á milli stanganna hjá Áströlum.

Sport
Fréttamynd

Campbell inn, Senderos út

Arsenal hefur staðfest að miðvörðurinn Sol Campbell verði í byrjunarliðinu í síðari leiknum gegn Villarreal annað kvöld, en á móti kemur að Philippe Senderos verður líklega frá í þrjár vikur eftir að hann meiddist á hné í grannaslagnum við Tottenham á laugardaginn.

Sport
Fréttamynd

New Jersey tapaði fyrsta leiknum

New Jersey Nets varð í gærkvöld fyrsta liðið í úrslitakeppni NBA til að tapa leik á heimavelli þegar liðið tapaði naumlega fyrir Indiana Pacers 90-88. Vince Carter var stigahæstur í liði heimamanna með 31 stig og 13 fráköst, en hitti mjög illa í leiknum eins og aðrir lykilmenn liðsins. Stephen Jackson skoraði 18 stig fyrir Indiana.

Sport
Fréttamynd

Rannóknir á félagsgerð hesta í íslenskum stóðum

Í dag klukkan 17.15 mun Dr. Hrefna Sigurjónsdóttir prófessor í líffræði við Kennaraháskóla Íslands flytja fyrirlestur sem hún nefnir; Rannóknir á félagsgerð hesta í íslenskum stóðum. Félagsgerð hópa byggist á samböndum á milli einstaklinga hópsins. Því er nauðsynlegt að greina virðingarraðir, þ.e. hver ríkir yfir hverjum og einnig hverjir bindast vináttuböndum.

Sport
Fréttamynd

Þáttur um Monty Roberts á Vef TV Hestafrétta

Einkaveisla var haldin fyrir Monty Roberts í Ármóti hjá Hafliða Halldórssyni daginn eftir sýningu hans sem haldin var á skírdag. Um 70 manns var boðið í þessa veislu og var sýning sett upp fyrir Hestahvíslarann og var þar samankomin rjóminn af knöpum landsins.

Sport
Fréttamynd

Fysta kynbótasýning ársins

Fyrsta kynbótasýningin var haldin síðastasliðin föstudag sem er jafnframst sú fyrsta og var hún haldin á Sauðárkróki. yfirlitssýning var síðan á laugardag.

Sport
Fréttamynd

Real náðu að bjarga andlitinu

Real Madrid rétt náðu að bjarga andlitinu á heimavelli á móti botnliði Malaga með marki frá Sergio Ramos á 90. mínútu. Malaga komst yfir snemma leiks með marki frá Bovio og héldu þeirri forystu allt fram á 67. mínútu þrátt fyrir mikla pressu frá Madrid. Þá skoraði Zidane úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Raúl innan teigs. Madrid fengu fjölmörg færi til að gera út um leikinn en Arnau í marki Malaga átti stórleik. Sergio Ramos náði hinsvegar að skalla í netið hjá Arnau undir lokin og fagnaði hann vel og innilega. Enginn meistarabragur var á stjörnum prýddu liði Madridinga í dag.

Sport
Fréttamynd

David Villa með þrennu fyrir Valencia

David Villa skoraði öll mörkin í 3-0 útisigri Valencia á böskunum í Athletic Bilbao í spænska boltanum í dag. Valencia treysti þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Espanyol vann Real Betis 2-0 þrátt fyrir að Raúl Tamudo tækist að klúðra tveimur vítum í leiknum. Osasuna vann Mallorca 1-0 á útivelli, Getafe vann Racing Santander 3-1, sömuleiðis á útivelli og Cádiz og Deportivo gerðu 1-1 jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Ajax og Groeningen leika um Meistaradeildarsæti

Ajax og Groeningen munu leika til úrslita um eitt laust sæti í forkeppni Meistaraeildar Evrópu. Ajax vann Feyenoord samtals 7-2 heima og að heiman og Groeningen lagði AZ Alkmaar 4-3 samanlagt. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi sérstaka úrslitakeppni liðanna í 2-5. sæti er haldin. AZ hafnaði í öðru sæti í deildinni 18 stigum ofar en Groeningen og eru eflaust svekktir með sjálfa sig.

Sport
Fréttamynd

Markalaust hjá Celtic og Rangers

Grannarnir og erkifjendurnir í Rangers og Celtic gerðu markalaust jafntefli á Celtic Park í dag í síðasta grannaslag tímabilsins. Bæði lið fengu sín tækifæri til að skora en alltaf vantaði herslumuninn. Celtic eru löngu búnir að tryggja sér titilinn en meistarar síðasta árs í Rangers eru í þriðja sæti, fimm stigum á eftir Hearts, en það þykir óásættanlegur árangur á þeim bænum.

Sport
Fréttamynd

Þorsteinn Logi vann Morgunblaðsskeifuna

Skeifudagurinn var haldinn hátíðlegur Þann 22. apríl síðastliðin við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þennan dag, eins og verið hefur um áratuga skeið, kynna nemendur í hrossarækt árangur vetrarstarfsins. Þorsteinn Logi Einarsson frá Egilstaðakoti vann Morgunblaðsskeifuna en hún er veitt þeim nemanda sem stendur efstur á verklegum prófum í tamningum og gangtegundum yfir veturinn.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár

Ingrid Maria Mathisen úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur er fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár. Hún sigraði Marianne Sigurðardóttur í fyrsta bardaga kvöldsins sem var í léttvigt yngri kvenna. Stefán Breiðfjörð var valinn besti boxari kvöldsins en hann sigraði Alexei Siggeirsson í hörkubardaga.

Sport
Fréttamynd

Úrslit í boxinu á Sýn í kvöld

Nú stendur yfir Íslandsmót í hnefaleikum - hið fyrsta í rúm 50 ár. Undankeppnin hefur staðið yfir á fimmtudegi og föstudegi og sjálf úrslitakeppnin verður í kvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá úrslitunum og hefst útsendingin kl. 20.

Sport
Fréttamynd

Wenger ósáttur með mark Tottenham

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal er ósáttur með leikmenn Tottenham vegna framgöngu þeirra þegar þeir skoruðu markið sem kom Tottenham yfir í leik liðanna í dag. Þegar Tottenham skoruðu lá bakvörðuinn Emmanuel Eboue í grasinu eftir samstuð við leikmann Tottenham.

Sport
Fréttamynd

Veislan hefst í kvöld

Úrslitakeppni NBA-deilarinnar hefst í kvöld með fjórum leikjum í sextán liða úrslitum. Menn spá mikið í hvaða lið komist alla leið og hvaða lið eigi eftir að koma á óvart og eru margir á því að Detroit og San Antonio muni leika til úrslita líkt og í fyrra. Leikur Wizards og Cavaliers er í beinni á Sýn í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Forskot Juventus einungis þrjú stig

Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lazio á heimavelli sínum í dag á meðan AC-Milan sigraði Messina 3-1 á útivelli. Forskot Juventus er því komið niður í 3 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Juventus hefur mistekist að sigra í fimm deildarleikjum í röð.

Sport
Fréttamynd

Ferlinum lokið hjá Shearer

Nær tuttugu ára mögnuðum atvinnumannaferli Alan Shearer er lokið. Þessi magnaði framherji gaf það út í dag að hann hyggðist ekki snúa aftur eftir hnémeiðslin sem hann hlaut í sigurleik Newcastle gegn Sunderland á mánudaginn.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli hjá Tottenham og Arsenal

Erkifjendurnir í Norður-Lundúnum gerðu 1-1 jafntefli í geysimikilvægum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Robbie Keane, sem áður hafði sagt leikinn þann mikilvægasta á sínum ferli, kom Tottenham yfir á 66. mínútu en Frakkinn Thierry Henry jafnaði fyrir Arsenal á þeirri 84.

Sport
Fréttamynd

Staðan í Meistaradeild VÍS

Allt er járn í járn í stigasöfnun til Meistaratignar í Meistareild VÍS 2006 og vonlaust að spá fyrir um sigurvegara enda 20 stig eftir í pottinum. Segja má að efstu sex knapar eigi allir möguleika á sigri ef hlutirnar ganga upp eftir tvær vikur í skeiðinu. Einnig má geta þess að hart er barist um laus sæti í Meistaradeildinni að ári en 12 efstu knapar öðlast.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta kynbótasýning ársins

Fyrsta kynbótasýning ársins hófst í gær föstudag, en hún var haldin í Skagafirði. Garpur frá Lækjarmóti fékk 10.0 fyrir prúðleika (fax og tagl). Yfirlitssýning fer fram í dag laugardag.

Sport
Fréttamynd

Íhugar að fjárfesta í liði Shelbourne

Lögmaðurinn heimsþekkti Giovanni di Stefano, sem hefur unnið sér það helst til frægðar að vera verjandi þeirra Saddam Hussein og Slobodan Milosevic, hefur hug á að fjárfesta í írska knattspyrnuliðinu Shelbourne. Di Stefano mun hyggst nýta sér viðskiptasambönd sín til að verða sér út um sterka leikmenn frá Ítalíu og Englandi - og setur stefnuna á meistaradeildina.

Sport
Fréttamynd

Sloan verður áfram með Utah Jazz

Hinn gamalreyndi þjálfari Utah Jazz, harðjaxlinn Jerry Sloan, tilkynnti í dag að hann ætlaði að halda áfram að þjálfa liðið á næsta tímabili. Það verður þá 19. árið sem hann þjálfar liðið og hefur enginn þjálfari í neinni af stóru atvinnuíþróttunum í Bandaríkjunum verið nálægt því eins lengi við stjórnvölinn hjá sama liði og Sloan. Utah komst ekki í úrslitakeppnina í ár en endaði með 50% vinningshlutfall.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmótið um helgina

Íslandsmótið í kraftlyftingum fer fram í Garðaskóla í Garðabæ klukkan 13 á morgun þar sem allir hörðustu kratlyftingamenn landsins munu leiða saman hesta sína. Á meðal keppenda má nefna sjálfan Auðunn Jónsson sem gerði heldur betur gott mót í fyrra þegar hann setti Íslandsmet í hnébeygju, bekkpressu og samanlögðu í þyngsta flokknum.

Sport
Fréttamynd

Cole verður ekki með á morgun

Bakvörðurinn Ashley Cole verður ekki í leikmannahópi Arsenal á morgun þegar liðið tekur á móti grönnum sínum í Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, en Arsene Wenger segir líklegt að Cole muni jafnvel spila tvo síðustu leiki liðsins í deildinni. Cole hefur aðeins spilað tíu leiki með liði sínu í vetur vegna meiðsla, en vonast eftir sæti í HM-hóp Englands í sumar og þarf því vitanlega að sanna sig á lokasprettinum í úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Roader stýrir Newcastle út leiktíðina

Glenn Roader, afleysingastjóri Newcastle, fékk í dag leyfi frá enska knattspyrnusambandinu til að stýra liðinu út leiktíðina. Roader hefur náð fínum árangri með liðið síðan hann tók við af Graeme Souness í vetur, en hann hefur ekki tilskilin leyfi til að stýra liði í úrvalsdeildinni og því þurfti hann að fá undanþágu sem nú hefur verið samþykkt.

Sport
Fréttamynd

Rúrik í hópnum hjá Charlton

Rúrik Gíslason er í 18 manna hóp Charlton fyrir leik liðsins á morgun þegar það sækir Bolton heim í ensku úrvalsdeildinn. Ekki kemur þó í ljós fyrr en á morgun hvort Rúrik verður á varamannabekk liðsins, en hann hefur náð sér ágætlega á strik með varaliði félagsins að undanförnu. Hermann Hreiðarsson verður sem kunnugt er í leikbanni út leiktíðina.

Sport