Sport

New Jersey tapaði fyrsta leiknum

Vince Carter var ekki sáttur við sína frammistöðu í leiknum í gær, en hann hitti aðeins úr 12 af 33 skotum utan af velli þegar Nets tapaði heima fyrir Indiana
Vince Carter var ekki sáttur við sína frammistöðu í leiknum í gær, en hann hitti aðeins úr 12 af 33 skotum utan af velli þegar Nets tapaði heima fyrir Indiana NordicPhotos/GettyImages

New Jersey Nets varð í gærkvöld fyrsta liðið í úrslitakeppni NBA til að tapa leik á heimavelli þegar liðið tapaði naumlega fyrir Indiana Pacers 90-88. Vince Carter var stigahæstur í liði heimamanna með 31 stig og 13 fráköst, en hitti mjög illa í leiknum eins og aðrir lykilmenn liðsins. Stephen Jackson skoraði 18 stig fyrir Indiana.

Phoenix Suns lagði LA Lakers í fyrsta leik liðanna í Phoenix 107-102, en gestirnir höfðu ágæta möguleika á að stela sigrinum í lokin. Mestu munaði um slakan leik Kobe Bryant, en hann hitti illa og skoraði 22 stig fyrir Lakers. Tim Thomas fór á kostum í liði Phoenix, hitti úr 8 fyrstu skotum sínum og endaði með 22 stig og 15 fráköst.

Detroit var ekki í vandræðum með Milwaukee og sigraði 92-74. Rasheed Wallace var stigahæstur í jöfnu liði Detroit með 22 stig, en Charlie Bell skoraði 13 stig fyrir gestina. Rip Hamilton sneri sig á ökkla og þurfti að fara meiddur af velli í lokin hjá Detroit, en hann fær tvo daga til að jafna sig fyrir næsta leik og fastlega er reiknað með því að hann verði í klár fyrir leik tvö.

Dallas vann baráttusigur á Memphis 103-93. Dirk Nowitzki 31 stig fyrir Dallas og Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis, sem hefur enn ekki náð að vinna leik í úrslitakeppni í níu tilraunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×