Íþróttir

Fréttamynd

Eiður Smári Guðjohnsen

Íþróttamaður ársins, Eiður Smári Guðjohnsen, svarar í dag spurningum lesenda Fréttablaðsins og Vísis. Margt áhugavert kemur fram í viðtalinu og nægir þar að nefna að Eiður útilokar ekki að feta í fótspor föður síns og afa og spila með Völsungi. Eiður játar að hann hafi gaman af Silvíu Nótt og svo upplýsir hann að Ricardo Carvalho fái oft að heyra það frá Jose Mourinho. Hér má lesa svör við öllum spurningum sem lesendur sendu Eiði.

Sport
Fréttamynd

Trezeguet með tvö mörk fyrir Juventus

David Trezeguet skoraði tvívegis fyrir Juventus í kvöld þegar liðið sigraði Livorno 1-3 á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Alessandro Del Piero gulltryggði sigur Juve á lokasekúndum leiksins eftir að Trezeguet hafði komið gestunum tvisvar yfir í leiknum. Í hinum leik kvöldsins á Ítalíu vann Cagliari 1-2 útisigur á botnliði Treviso.

Sport
Fréttamynd

Barcelona jók forystuna á toppnum

Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 2-0 sigri á Real Sociedad. Henrik Larsson skoraði fyrra mark Barca á 8. mínútu og Samuel Eto'o hið síðara á 51. mínútu. Diego Forlan skoraði sigurmark Villareal sem lagði Atlético Madrid 1-0 í deildinni í kvöld og að lokum vann Deportivo La Coruña 2-3 útisigur á Getafe.

Sport
Fréttamynd

Wenger: Við verðum betri með hverjum leik

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal telur nú að lið sitt sé loksins að sýna batamerki eftir að hafa staðið langt undir væntingum það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal tók Charlton í bakaríið í dag, 3-0 og hefur nú unnið 3 leiki í röð.

Sport
Fréttamynd

Tottenham endurheimti fjórða sætið

Tottenham endurheimti fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld með 2-0 útisigri á Birmingham. Aaron Lennon og Robbie Keane skoruðu mörk Spurs með 12 mínútna millibili um miðjan síðari hálfleik. Tottenham hefur því sætaskipti við Arsenal sem vermdi fjórða sætið í nokkrar klukkutstundir eftir 3-0 sigur á Charlton fyrr í dag.

Sport
Fréttamynd

Hörður skoraði tvö mörk gegn Brøndby

Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson hefur heldur betur stimplað sig inn í danska fótboltann en hann skoraði bæði mörk Silkeborg í 2-0 sigri á danska stórveldinu Brøndby í dag. Mörkin komu bæði í fyrri hálfleik. "Þetta er frábært. Að skora tvö mörk á móti Brøndby er alveg frábært." sagði Hörður eftir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Fram endurheimti toppsætið

Fram komst aftur á topp DHL-deildar karla í handbolta nú síðdegis með því að leggja Stjörnuna að velli í Garðabæ, 29-32. Staðan í hálfleik var 13-18 fyrir Fram. Sergeyi Serenko var markahæstur Framara með 9 mörk. Í Kópavogi vann HK 6 marka sigur á Aftureldingu, 29-23.

Sport
Fréttamynd

Keflavík í undanúrslit og KR tryggði sér oddaleik

Keflavík varð í dag fyrst liða til að tryggja sig í undanúrslitin í úrslitakeppni karla í körfubolta þegar deildarmeistararnir unnu Fjölni 87-84. Í Stykkishólmi náði KR að tryggja sér oddaleik með því að leggja Snæfell 62-61 þar sem sigurkarfa KR kom þegar 2 sekúndur voru til leiksloka og var það 3 stiga karfa fráMelvin Scott sem réði úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Leeds jafnaði í blálokin

Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með liði Leicester sem vann Millwall, 1-0 í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading sem gerði 1-1 jafntefli við Wolves. Ívar lék allan leikinn en Brynjari var skipt út af á 76. mínútu. Hannes Sigurðsson lék síðustu 10 mínúturnar með Stoke sem lagði Burnley 1-0 og Gylfi Einarsson kom ekkert við sögu hjá Leeds sem gerði 1-1 jafntefli við Coventry.

Sport
Fréttamynd

Arsenal komið í 4. sæti

Arsenal náði í dag að tylla sér í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-0 sigri á Charlton. Louis Saha var hetja Manchester United og skoraði bæði mörk liðsins í 1-2 útisgri á W.B.A. en Man Utd er í 2. sæti með 63 stig, 12 stigum á eftir toppliði Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Keflavík og KR leiða í hálfleik

Nú er hálfleikur í leikjunum tveimur sem fram fara í úrslitakeppninni í körfubolta karla í dag og eru það gestaliðin sem leiða í báðum tilfellum. KR er sex stigum yfir gegn Snæfelli í Stykkishólmi, 33-39. Í Grafarvogi eru það Keflvíkingar sem leiða gegn Fjölni með tveimur stigum, 43-45.

Sport
Fréttamynd

Hætti með liðið vegna söknuðar

Þýska knattspyrnugoðsögnin Lothar Matthäus hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari brasilíska liðsins Atletico Paranaense, aðeins tveimur mánuðum eftir að hann tók starfið að sér. Þetta kom fram í þýska dagblaðinu Bild í dag en þar segir Matthäus að hann hafi tilkynnt félaginu þetta í gærmorgun, þrátt fyrir frábært gengi með liðið.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur á toppinn

Valur komst í dag á topp DHL-deildar kvenna í handbolta með 8 marka sigri á Fram, 21-29 í Framhúsinu. Valsstúlkur eru efstar ásamt Haukum með 26 stig en Haukar eiga leik til góðar gegn Víkingi á morgun. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í dag. HK lagði KA/Þór, 31-24 og eru enn í 7. sæti með 11 stig. Að lokum vann Stjarnan fjögurra marka útisigur á Gróttu, 19-23.

Sport
Fréttamynd

Glover efstur, 7 höggum á undan Tiger

Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover er með eins höggs forystu á Bay Hill boðsmótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi eftir tvo keppnisdaga. Bay Hill mótið er eitt það sterkasta í bandarísku mótaröðinni. Völlurinn er mjög erfiður og níu vatnstorfærur eru á holunum átján.

Sport
Fréttamynd

Dagný í 38. sæti en Björgvin úr leik

Dagný Linda Kristjánsdóttir varð í 38. sæti á Evrópubikarmótinu í risasvigi í Austurríki í morgun. Hún varð 2.24 sek. á eftir sigurvegaranum Tina Weirather frá Liechtenstein. Þá féll Björgvin Björgvinsson úr keppni í fyrri ferð í svigi.

Sport
Fréttamynd

Gylfi á bekknum hjá Leeds

Gylfi Einarsson er á varamannabekk Leeds Utd sem heimsækir Coventry í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Gylfi hefur ekki verið í hópnum undanfarið en hann hefur verið lengi að jafna sig eftir meiðsli. Jóhannes Karl Guðjónsson er að vanda í byrjunarliði Leicester sem er í heimsókn hjá Millwall en Hannes Sigurðsson er í bekknum hjá Stoke sem tekur á móti Burnley. Þá eru Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson báðir í byrjunarliði Reading sem mætir Wolves.

Sport
Fréttamynd

Enn er Nistelrooy á bekknum

Ruud van Nistelrooy er nú á varamannabekk Manchester United fjórða leikinn í röð en liðið er nú í heimsókn hjá W.B.A. í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og hófust sex leikir í deildinni nú kl. 15. Ruud hefur verið frystur út úr byrjunarliðinu síðan Man Utd vann deildarbikarinn þegar liðið vann Wigan í úrslitaleiknum í Cardiff í síðasta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Everton fór létt með Aston Villa

Tim Cahill skoraði tvö mörk fyrir Everton sem vann stórsigur á Aston Villa, 4-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Með sigrinum komst Everton upp í 9. sæti deildarinnar þar sem liðið er nú með 43 stig og er nú aðeins 6 stigum frá liðinu í 4. sæti, Tottenham.

Sport
Fréttamynd

14 leikja sigurganga Sacramento rofin

Indiana Pacers stöðvaði samfellda 14 leikja sigurgöngu Sacramento Kings með 98-93 sigri í NBA körfuboltanum í nótt. Þetta var fyrsti leikur Ron Artest í Indiana síðan hann heimtaði að fá að fara frá félaginu í haust til Sacramento.

Sport
Fréttamynd

Kemur ekkert annað til greina en að vinna Snæfell í dag

Herbert Arnarson þjálfari KR segir það alls ekki hafa verið áfall að tapa heimaleiknum gegn Snæfelli í vikunni í 8 liða úrslitum í úrslitakeppni körfubolta karla, Iceland Express deildinni. Vísir náði tali af Herberti nú rétt í þessu þar sem lið KR var statt í Hyrnunni í Borgarnesi á leið sinni upp í Stykkishólm þar sem annar leikur liðanna fer fram í dag.

Sport
Fréttamynd

San Antonio - Phoenix í beinni á Sýn

Leikur San Antonio Spurs og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsendingu klukkan 01:30. Þessi lið mættust í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra og þá hafði San Antonio betur í bráðfjörugri seríu. Þá verður leikur Cleveland og Portland í beinni útsendingu á NBA TV og hefst sá leikur klukkan 0:30 eftir miðnættið.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Selfossi og FH

Selfoss og FH gerðu jafntefli 26-26 í lokaleik kvöldsins í DHL-deild karla í handknattleik. Selfoss er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 8 stig eftir 21 leik, en FH-ingar eru með 18 stig í 9. sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Carlisle hlakkar ekki til að mæta Artest

Leikur Indiana Pacers og Sacramento í NBA í nótt verður fyrsti leikur Ron Artest í Indiana síðan hann heimtaði að fá að fara frá félaginu í haust og búist er við að kappinn fái blandaðar móttökur í endurkomunni. Lið hans Sacramento hefur þó verið á miklu flugi í deildinni undanfarið og hefur unnið 14 af síðustu 18 leikjum sínum.

Sport
Fréttamynd

Fylkir lagði KA

KA menn töpuðu fyrsta leik sínum undir stjórn nýrra þjálfara í kvöld þegar liðið lá heima fyrir Fylki 28-24. Haukar lögðu Þór fyrir norðan 36-32 og ÍR vann nauman sigur á Víkingi/Fjölni í Austurbergi 29-28. Leik Selfoss og FH er enn ólokið.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur hjá Magdeburg

Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Magdeburg valtaði yfir Delitzsch 37-20 á heimavelli sínum. Línumaðurinn Sigfús Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg, en Arnór Atlason kom ekki við sögu í leiknum enda meiddur.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Skallagríms

Skallagrímur vann öruggan sigur á Grindavík 95-81 í Borgarnesi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni karla í körfubolta í kvöld. Eftir að jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, brunuðu heimamenn framúr í þeim síðari og unnu sannfærandi sigur. George Byrd var atkvæðamestur í liði Skallagríms með 29 stig, en þeir Páll Axel Vilbergsson og Jeremiah Johnson skoruðu 30 stig hvor í liði Grindavíkur.

Sport
Fréttamynd

Grindavík leiðir í hálfleik

Grindvíkingar hafa eins stigs forystu í hálfleik gegn Skallagrími í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninni í körfubolta 42-41. George Byrd er kominn með 19 stig í liði heimamanna, en Páll Axel Vilbergsson hefur skorað 15 stig fyrir Grindavík. Í Njarðvík hafa heimamenn nauma forystu gegn ÍR 40-38.

Sport
Fréttamynd

Trúi ekki að Henry fari til Barcelona

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir afar ólíklegt að nokkuð sé til í blaðaskrifum á Spáni sem fullyrða að Thierry Henry hafi þegar samþykkt að ganga til liðs við spænsku meistarana Barcelona. Hann segir spænska og enska fjölmiðla einfaldlega skiptast á að ýkja og blása upp fregnir hvor frá öðrum.

Sport
Fréttamynd

Erum komnir á kortið í Evrópu

Steve McClaren, stjóri Middlesbrough, segir að með því að slá út lið eins og Stuttgart og Roma sé liðið komið á kortið í Evrópuboltanum. Boro mætir svissneska liðinu Basel í 8-liða úrslitum keppninnar og metur McClaren möguleika sinna manna nokkuð góða á að komast áfram.

Sport
Fréttamynd

Wurz fljótastur á æfingum

Æfingaökuþórinn Alex Wurz hjá Williams náði besta tímanum á fyrstu æfingunum fyrir tímatökur í Malasíukappakstrinum sem fram fer um helgina. Fáir aðalökumenn spreyttu sig á brautinni í dag, en þó var heimsmeistarinn Fernando Alonso einn þeirra sem óku í dag og náði hann tíu hundraðshlutum úr sekúndu betri tíma en Kimi Raikkönen hjá McLaren.

Sport