Sport

Wurz fljótastur á æfingum

Alex Wurz náði besta tímanum á brautinni í Malasíu í dag
Alex Wurz náði besta tímanum á brautinni í Malasíu í dag NordicPhotos/GettyImages
Æfingaökuþórinn Alex Wurz hjá Williams náði besta tímanum á fyrstu æfingunum fyrir tímatökur í Malasíukappakstrinum sem fram fer um helgina. Fáir aðalökumenn spreyttu sig á brautinni í dag, en þó var heimsmeistarinn Fernando Alonso einn þeirra sem óku í dag og náði hann tíu hundraðshlutum úr sekúndu betri tíma en Kimi Raikkönen hjá McLaren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×