Íþróttir

Fréttamynd

Grindavík lagði Keflavík

Grindavíkurstúlkur tryggðu sér í kvöld annað sætið í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar þær lögðu granna sína í Keflavík 77-70 í hreinum úrslitaleik um hvort liðið yrði með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik hjá Roma og Middlesbrough

Middlesbrough stendur vel að vígi í einvíginu við Roma á Ítalíu í Evrópukeppni félagsliða, en staðan í síðari leik liðanna er 1-1 í hálfleik. Hasselbaink kom Boro yfir á 32. mínútu, en Mancini jafnaði fyrir heimamenn. Rómverjar þurfa því að skora að minnsta kosti tvö mörk í þeim síðari til að komast áfram í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Fowler opnar markareikninginn

Robbie Fowler er loksins búinn að opna markareikning sinn að nýju hjá liði Liverpool, en hann skoraði fyrsta mark liðsins í leiknum gegn Fulham sem nú stendur yfir á Anfield. Staðan í hálfleik er 2-1 fyrir Liverpool, en eftir að Collins John jafnaði metin fyrir gestina, varð Michael Brown fyrir því óláni að skora sjálfmark og koma Liverpool yfir á ný.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik á Upton Park

Staðan í leik West Ham og Bolton í enska bikarnum er jöfn 1-1 í hálfleik, en þetta er síðari leikur liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. Markvörðurinn Jussi Jaaskelainen kom West Ham yfir á 10. mínútu með sjálfsmarki, en Kevin Davies jafnaði metin fyrir gestina á 31. mínútu. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Benitez búinn að framlengja?

Spænska heldur því fram í dag að Rafa Benitez stjóri Liverpool sé búinn að undirrita eins árs framlengingu á núgildandi samningi sínum við félagið og verði því við stjórnvölinn í Bítlaborginni til ársins 2010. Benitez hefur verið orðaður nokkuð við lið í heimalandi sínu að undanförnu, en lítill fótur hefur verið fyrir þeim sögusögnum.

Sport
Fréttamynd

Woods finnur sig vel á heimavellinum

Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á hinu árlega Bay Hill Invitational móti í golfi sem fram fer um helgina. Woods hefur þegar unnið sigur á þremur mótum það sem af er þessu ári og hefur alls fjórum sinnum unnið sigur á Bay Hill mótinu. Það er líka skiljanlegt að Woods finni sig vel á vellinum, því hann býr aðeins í tíu mínútna fjarlægð frá mótsstaðnum.

Sport
Fréttamynd

Halldór í tveggja leikja bann

Halldór Karlsson, fyrirliði Njarðvíkinga, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir óhæfileg mótmæli af aganefnd KKÍ og því er ljóst að Halldór mun missa af fyrstu tveimur leikjum Njarðvíkinga í úrslitakeppninni gegn ÍR. Halldór var rekinn af velli í leik Njarðvíkur og Keflavíkur í lokaumferð Iceland Express deildarinnar á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Lögregla biður stuðningsmenn að róa sig

Löglregluyfirvöld í Róm hafa biðlað til stuðningsmanna Roma og Middlesbrough að sýna stillingu í kvöld þegar liðin mætast í Evrópukeppni félagsliða, en fyrr í dag slösuðust þrettán enskir stuðningsmenn í árás öfgasinnaðra stuðningsmanna sem kenna sig við lið Roma. Þrír stuðningsmenn voru stungnir og liggja á sjúkrahúsi.

Sport
Fréttamynd

Spilar ekki meira í vetur

Framherjinn Emeka Okafor hjá Charlotte Bobcats sem kjörinn var nýliði ársins í NBA deildinni á síðasta ári, mun ekki leika meira með liðinu í vetur eftir að í ljós kom að ökklameiðslin sem hafa haldið honum frá keppni síðan í desember voru nokkuð alvarlegri en haldið var í fyrstu.

Sport
Fréttamynd

West Ham leitar hefnda

Leikmenn West Ham hyggja á hefndir í kvöld þegar liðið mætir Bolton í fimmta sinn á leiktíðinni í síðari leik liðanna í enska bikarnum. Fyrri leikur liðanna á Reebok var markalaus, en Bolton hafði betur 4-1 þegar liðin mættust á sama stað í deildinni um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

Ísland niður um eitt sæti

Alþjóða knattspyrnusambandið birti í dag nýja styrkleikalista og hefur íslenska landsliðið fallið um eitt sæti frá því listinn var síðast birtur og situr í því 97. í dag. Engar breytingar hafa orðið á uppröðun efstu þjóða á listanum, þar sem heimsmeistarar Brasilíu sitja enn sem fastast.

Sport
Fréttamynd

Skömmumst okkar fyrir árangurinn á útivöllum

Chris Coleman er afar óhress með árangur sinna manna á útivelli á leiktíðinni og þykir kominn tími til að hans menn sýni hvað í þeim býr á Anfield í kvöld þegar liðið mætir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Fulham hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Smertin snýr aftur til Rússlands

Rússneski miðjumaðurinn Alexei Smertin hjá Chelsea er á leið aftur til heimalands síns þar sem hann mun leika með Dynamo Moskvu. Liðið gekk í dag frá kaupum á leikmanninum fyrir um eina milljón punda, en hann hefur spilað sem lánsmaður hjá Charlton í vetur. Chelsea keypti Smertin fyrir 3,45 milljónir punda frá Bordeux árið 2003, en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá liðinu.

Sport
Fréttamynd

Leikið um heimavallarréttinn í Grindavík

Grindavík og Keflavík mætast í hreinum úrslitaleik um hvort liðið verður með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar, en Keflavíkurstúlkur geta komist upp fyrir þær með sigri í kvöld. Þá fá Haukastúlkur afhentan deildarbikarinn eftir leik sinn við Breiðablik á Ásvöllum.

Sport
Fréttamynd

West Ham - Bolton í beinni

Leikur West Ham og Bolton í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Sigurvegarinn í leik kvöldsins mætir Manchester City í 8-liða úrslitum keppninnar, en City sló Aston Villa úr keppninni í gærkvöldi. Þá er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool tekur á móti Heiðari Helgusyni og félögum í Fulham.

Sport
Fréttamynd

Getum ekki keppt við Chelsea

Uli Hoeness hefur viðurkennt að þýsku meistararnir Bayern Munchen eigi ekki möguleika á að keppa við Chelsea um Michael Ballack, en talið er víst að Ballack gangi í raðir Chelsea á næstu misserum.

Sport
Fréttamynd

Keane íhugar að hætta í sumar

Miðjumaðurinn Roy Keane hefur viðurkennt að hann sé að íhuga að leggja skóna á hilluna í sumar, en hann er sem kunnugt er samningsbundinn Glasgow Celtic út næsta tímabil. Keane á við erfið mjaðmarmeiðsli að stríða og segist muni íhuga málið vandlega í sumar.

Sport
Fréttamynd

Englendingar stungnir í átökum í Róm

Þrír stuðningsmenn enska liðsins Middlesbrough vor stungnir í gær og fleiri eru á sjúkrahúsi eftir að fótboltabullur sem kalla sig "Ultras" og kenna sig við lið Roma í höfuðborginni, réðust að fólkinu þar sem það sat við drykkju í gærkvöld. Ensku áhorfendurnir munu hafa verið hið prúðasta fólk og var margt þeirra með börn sín meðferðis. Roma og Middlesbrough mætast í Evrópukeppninni í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Miami valtaði yfir Utah

Lið Miami vann í nótt sinn 13. leik af síðustu 14. þegar liðið gjörsamlega valtaði yfir Utah Jazz á heimavelli sínum 121-83. Dwayne Wade skoraði 25 stig á 29 mínútum fyrir Miami, sem fór langt með að vinna leikinn með því að vinna fyrsta leikhlutann 41-14, en Utah sá aldrei til sólar eftir það. Matt Harpring skoraði 20 stig fyrir gestina.

Sport
Fréttamynd

Memphis - Boston í beinni

Leikur Memphis Grizzlies og Boston Celtics verður sjónvarpsleikurinn á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst hann klukkan eitt eftir miðnætti. Boston hefur verið á ágætis spretti undir stjórn Paul Pierce undanfarið og er ekki langt undan sæti í úrslitakeppninni, en Memphis hefur hinsvegar tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.

Sport
Fréttamynd

Manchester City í fjórðungsúrslitin

Stuart Pearce hélt upp á nýjan samning sinn við Manchester City með sigri í kvöld þegar hans menn slógu Aston Villa út úr enska bikarnum með 2-1 sigri á heimavelli sínum. Þetta var síðari leikur liðanna eftir að jafnt var í fyrri leiknum á Villa Park.

Sport
Fréttamynd

Inter mætir Villareal

Ítalska liðið Inter Milan er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Ajax Amsterdam á heimavelli sínum í kvöld og fer liðið því áfram samanlagt 3-2. Inter var betri aðilinn allan tímann og var í raun aldrei spurning hvort liðið færi áfram í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Pearce skrifar undir tveggja ára samning

Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hefur nú loksins undirritað formlegan samning við félagið sem gildir til tveggja ára. Pearce hefur stýrt liðinu án formlegs samnings síðan Kevin Keegan hætti með liðiði í fyrra. Pearce segist ekki vera mikið fyrir pappíra, en hefur nú loksins skrifað formlega undir hjá City.

Sport
Fréttamynd

Manchester City komið í 2-0

Manchester City er í komið í 2-0 gegn Aston Villa á heimavelli sínum í síðari leik liðanna í fimmtu umferð enska bikarsins. Samaras kom City yfir á 14. mínútu og Vassell skoraði svo annað mark liðsins á 3. mínútu síðari hálfleiksins.

Sport
Fréttamynd

Inter í vænlegri stöðu

Inter Milan er komið með annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, eftir að Dejan Stankovic kom liðinu í 1-0 gegn Ajax á 57. mínútu. Leikurinn fer fram á San Siro í Mílanó, en Brasilíumaðurinn Adriano brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Hollendingarnir þurfa nú að skora tvö mörk til að eiga möguleika á að komast áfram í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Ósáttur við leikbann Alonso

Rafa Benitez er saltvondur út í reglugerð enska knattspyrnusambandsins um að ekki sé hægt að áfrýja rauðum spjöldum sem leikmenn fá eftir að hafa fengið tvö gul spjöld, líkt og um helgina þegar Xabi Alonso var sendur af velli gegn Arsenal. Það þótti Benitez afar blóðugur dómur og telur atvikið styðja frekar hugmyndina um að dómarar notist við myndbandsupptökur til að skera úr um mál sem þetta.

Sport
Fréttamynd

Starf Steve Bruce aldrei í minni hættu

Stjórnarformaður Birmingham, Billy Gold, segir að hann muni ekki stökkva frá borði þó félagið falli í fyrstu deildina í vor og segir að starf knattspyrnustjórans Steve Bruce sé alls ekki í hættu - þvert á móti hafi Bruce aldrei verið öruggari í starfi en einmitt nú.

Sport
Fréttamynd

Manchester City - Aston Villa í beinni

Síðari viðureign Manchester City og Aston Villa í enska bikarnum verður í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:40 í kvöld. Fyrri leik liðanna á Villa Park lauk með jafntefli 1-1 og því verður leikið til þrautar í Manchester í kvöld. Sigurvegarinn mætir svo annað hvort Bolton eða West Ham í fjórðungsúrslitunum þann 20.mars.

Sport
Fréttamynd

Besta byrjun þjálfara í sögu NBA

Dallas Mavericks tekur á móti Cleveland Cavaliers í NBA deildinni í nótt og burtséð frá því hvernig leikurinn fer, er Avery Johnson þjálfari Dallas búinn að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar. Johnson hefur náð bestum árangri allra þjálfara í sögu deildarinnar í fyrstu 82 leikjum sínum sem aðalþjálfari.

Sport
Fréttamynd

Reynir hættur að þjálfa KA

Reynir Stefánsson hefur stigið af stóli sem þjálfari handknattleiksliðs KA í DHL-deildinni af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu nú undir kvöldið. Ekki er ljóst hver tekur við liði KA í hans stað.

Sport