Íþróttir

Fréttamynd

Ísland sigraði Noreg

Íslenska landsliðið í handknattleik lagði það norska í æfingaleik þjóðanna í Noregi í kvöld 31-30, en leikurinn var upphitun fyrir æfingamót sem fram fer þar í landi á næstu dögum. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason voru atkvæðamestir í íslenska liðinu með 6 mörk hvor. Íslenska liðið leikur við Katar og Norðmenn á æfingamótinu á næstu dögum.

Sport
Fréttamynd

Kaupir ungan Frakka

Arsenal er nú við það að ganga frá fjögurra ára samningi við ungan franskan miðvallarleikmann að nafni Vasiriki Abou Diabi frá Auxerre. Diabi er aðeins 19 ára gamall en á að baki þrjá leiki í byrjunarliði félagsins í vetur og á að baki leiki með yngri landsliðum Frakka.

Sport
Fréttamynd

Ætlar að halda sínu striki

Martin Jol, stjóri Tottenham Hotspur, ætlar að halda sínu striki og vera með stóran leikmannahóp hjá félaginu þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur nokkuð af þeim Sean Davis og Pedro Mendes sem í dag gengu til liðs við Portsmouth. Leikmennirnir sögðu hafa verið erfitt að vera úti í kuldanum hjá Tottenham og kvörtuðu yfir að fá afar fá tækifæri í byrjunarliðinu.

Sport
Fréttamynd

Er ekki að fara til Real Madrid

Bakvörðurinn Ashley Cole hefur blásið á fregnir sem enn hafa blossað upp um að hann sé á leið til Real Madrid á Spáni, þar sem fjölmiðlar ætluðu honum að taka við af Roberto Carlos. Cole hefur verið meiddur síðan í október, en er nú óðum að ná sér.

Sport
Fréttamynd

Ráðning Staunton á næsta leiti

Nú er talið víst að Steve Staunton verði tilkynntur sem næsti landsliðsþjálfari Íra á allra næstu dögum eftir að hann fékk sig lausan úr starfi aðstoðarmanns hjá knattspyrnuliðinu Walsall í dag. Yfirmaður írska knattspyrnusambandsins hitti Staunton í Birmingham í dag, þar sem hann gekk frá starfslokasamningi hans við félagið og því er sambandinu ekkert að vanbúnaði við ráðningu Staunton.

Sport
Fréttamynd

Sterkasti maður heims 2005

Í kvöld verður á dagskrá fyrsti þátturinn af fimm um keppnina Sterkasti Maður Heims sem fram fór í Kína í nóvember á síðasta ári, en þar var Kristinn Óskar Haraldsson fulltrúi okkar Íslendinga og var aðeins hársbreidd frá því að komast í lokakeppnina. Þátturinn hefst klukkan 20:30 og verður á dagskrá næstu fimmtudagskvöld.

Sport
Fréttamynd

Nýr Ferrari til sýnis innan skamms

Forráðamenn Ferrari hafa tilkynnt að 2006 bíllinn verði frumsýndur á Mugello æfingabrautinni þann 24. janúar næstkomandi, en vel má vera að bíllinn verði prófaður öllu fyrr, jafnvel næsta mánudag að sögn Jean Todt, stjóra liðsins.

Sport
Fréttamynd

Dansarar Detroit þykja djarfir

Dagatal sem gefið var út af klappstýrum Detroit Pistons um jólin hefur heldur betur farið fyrir brjóstið á ákveðnum hópi fólks, sem þótti dagatalið heldur ósiðlegt. Hópur kristinna manna hefur nú vakið athygli á því að dagatalið, sem gefur að líta myndir af klappstýrunum í efnislitlum sundfötum, særi blygðunarkennd fólks og sé ekki sæmandi körfuboltaliði sem nýtur stuðnings fjölskyldufólks.

Sport
Fréttamynd

Sér eftir drykkjusögunum

Bandaríski skíðakappinn Bode Miller segist sjá eftir því að hafa skíðað undir áhrifum áfengis og sagt frá því í viðtalið við þáttinn 60 Minutes á CBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum á dögunum. Miller sagðist í viðtalinu hafa keppt fullur í fortíðinni og sagði erfitt að skíða undir áhrifum áfengis. Viðtalið fór skiljanlega fyrir brjóstið á löndum hans, sem hafa gagnrýnt hann harðlega.

Sport
Fréttamynd

Búið að samþykkja tilboð í Pandiani

Birmingham er nú búið að staðfesta að það hafi samþykkt tilboð Espanyol upp á eina milljón punda í sóknarmanninn Walter Pandiani og á hann því aðeins eftir að standast læknisskoðun og semja um kaup og kjör við spænska liðið.

Sport
Fréttamynd

Alphand orðinn fyrstur

Franski ökuþórinn Luc Alphand hefur náð forystu í París-Dakar rallinu sem komið er til Gíneu í Afríku um þessar mundir. Alphand var með tæplega mínútu forskot á næsta mann á 12. leiðinni í dag, en Suður-Afríkumaðurinn Giniel de Villiers er kominn í annað sætið eftir að hafa náð þriðja sæti á 12. leiðinni. Stepen Peterhansel var í forystu fyrir daginn í dag en gekk illa á 12. leiðinni.

Sport
Fréttamynd

Agger kominn til Liverpool

Liverpool hefur nú staðfest formlega að danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger sé genginn í raðir félagsins eftir að hann samdi um kaup og kjör í dag og kláraði læknisskoðun. Agger kostar Liverpool 5,8 milljónir punda og er talinn efnilegasti varnarmaður dana í 20 ár að mati Rafa Benitez, stjóra Liverpool. Agger er 21 árs gamall og spilaði með Bröndby í heimalandi sínu.

Sport
Fréttamynd

Ánægður með Glazer-feðga

Alex Ferguson, stjóri Manchester United segist vera mjög ánægður með störf hinna nýju eigenda félagsins til þessa, en allt ætlaði um koll að keyra í sumar þegar bandaríski auðjöfurinn Malcom Glazer og fjölskylda hans eignuðust meirihluta í félaginu.

Sport
Fréttamynd

Ehiogu fer líklega til West Brom

Steve McClaren, stjóri Middlesbrough, segir að sennilega muni varnarmaðurinn Ugo Ehiogu fara frá félaginu til West Brom eftir allt saman, eftir að í ljós kom að meiðsli Gareth Southgate eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu.

Sport
Fréttamynd

Iverson skoraði 46 stig í tapi

Allen Iverson skoraði 46 stig fyrir lið sitt Philadelphia í nótt, en það dugði ekki til sigurs gegn Utah Jazz sem hafði betur 110-102. Þetta var 8. sigur Utah í síðustu 9 leikjum. Varnarleikur Philadelphia var sem fyrr skelfilegur og kostaði liðið sigur, en Utah var með um 70% skotnýtingu í síðari hálfleiknum. Mehmet Okur skoraði 25 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Utah.

Sport
Fréttamynd

Kaupir þrjá leikmenn frá Tottenham

Harry Redknapp, þjálfari Portsmouth, hefur tekið upp veskið og fjárfest í þremur leikmönnum Tottenham. Þetta eru þeir Pedro Mendes, Sean Davis og Noe Pamarot.

Sport
Fréttamynd

Bjartsýnn fyrir heimsmeistarakeppnina

Sven Goran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, er nokkuð bjarsýnn á gengi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Þýskalandi næsta sumar.

Sport
Fréttamynd

Benitez telur Agger geta barist um byrjunarliðssæti

Rafael Benitez, þjálfari Liverpool, telur hinn nýja liðsmann, Daniel Agger vel geta barist við þá Sami Hypia og Jamie Carragher um sæti í byrjunarliði Liverpool. Agger er við það að skrifa undir samning við þá rauðu eftir að hafa gengist undir læknisskoðun í dag.

Sport
Fréttamynd

Valur lagði Stjörnuna

Valur vann Stjörnuna 23-20 í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld, þar sem Valsstúlkur voru yfir lengst af og unnu verðskuldaðan sigur. Berglind Hansdóttir átti stórleik í marki Vals og varði 20 skot, en Alla Gokorian skoraði 9 mörk. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Blackburn og United

Blackburn og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli á Ewood Park í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Louis Saha skoraði mark United á 30. mínútu en Norðmaðurinn magnaði Morten Gamst Pedersen jafnaði fyrir Blackburn aðeins fimm mínútum síðar. Liðin mætast aftur eftir hálfan mánuð.

Sport
Fréttamynd

Stórsigrar suðurnesjaliðanna

Tveir leikir voru á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld, Grindavík vann Breiðablik á heimavelli sínum 88-67 og Keflavíkurstúlkur burstuðu KR 93-39 í Keflavík.

Sport
Fréttamynd

Jafnt á Ewood Park

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Blackburn og Manchester United á Ewood Park, en þetta er fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins. Louis Saha kom United yfir á 30. mínútu, en Morten Gamst Pedersen jafnaði leikinn fyrir Blackburn skömmu síðar.

Sport
Fréttamynd

Blackburn - Manchester United í kvöld

Fyrri undanúrslitaviðureign Blackburn og Manchester United í enska deildarbikarnum verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:45. Wigan lagði Arsenal í fyrri leik hinnar undanúrslitaviðureignarinnar í gærkvöld.

Sport
Fréttamynd

Gravesen fer ekki til Manchester United

Umboðsmaður danska miðjumannsins Thomas Gravesen segir að þó vel geti verið að hann fari frá Real Madrid í janúar, verði það ekki til Manchester United eins og fregnir hermdu í dag. Forráðamenn United hafa einnig vísað þessum fregnum á bug.

Sport
Fréttamynd

Erum að landa Pandiani

Forseti spænska úrvalsdeildarliðsins Espanyol í Barcelona segir að félagið sé nánast búið að landa sóknarmanninum Walter Pandiani frá Birmingham. Talið er að kaupverðið sé um ein milljón punda, en Pandiani hefur ekki náð sér á strik síðan hann var keyptur til enska liðsins.

Sport
Fréttamynd

Nýju reglurnar henta Ferrari

Nýji ökumaður Ferrari, Felipe Massa, segir að nýjar reglur varðandi hjólbarðanotkun muni verða Ferrari til tekna á næsta tímabili, en Ferrari þótti líða fyrir reglur sem settar voru fyrir síðasta tímabil og kröfðust þess að liðin kepptu á sömu hjólbörðunum í heila keppni.

Sport
Fréttamynd

Gravesen orðaður við Manchester United

Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen er nú sterklega orðaður við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, en hann lýsti því yfir í gær að hann vildi fara frá Real Madrid á Spáni, þar sem hann hefur fá tækifæri fengið í vetur.

Sport