Nú er kominn hálfleikur í viðureign Blackburn og Manchester United á Ewood Park, en þetta er fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins. Louis Saha kom United yfir á 30. mínútu, en Morten Gamst Pedersen jafnaði leikinn fyrir Blackburn skömmu síðar.

