Íþróttir

Fréttamynd

Vill semja strax við Henry

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill að félagið helli sér strax í að útbúa nýjan samning við Thierry Henry eftir að hann gaf það út að hann vildi vera áfram í herbúðum félagsins.

Sport
Fréttamynd

Obi Mikel fær ekki að fara frá Lyn

Nígeríska undrabarnið John Obi Mikel hjá Lyn í Noregi hefur tapað máli sínu fyrir rétti í Noregi, þar sem hann fór fram á að vera látinn laus frá félaginu til að ganga í raðir eins af stóru félögunum á Englandi. Mál hins átján ára gamla leikmanns er orðið hið flóknasta, en hann skrifaði á sínum tíma undir samning við Manchester United og hélt því svo fram að hann hefði verið neyddur til að skrifa undir.

Sport
Fréttamynd

Alekna og Isibayeva best í Evrópu

Virgilijus Alekna og Jelena Isinbayeva hafa verið útnefnd frjálsíþróttamenn ársins í Evrópu fyrir árið 2005. Alekna er heimsmeistari í kringlukasti, en Isinbayeva hefur sem kunnugt er verið einráð í stangarstökki kvenna á árinu og sett fjölda heimsmeta. Hún varð m.a. fyrsta konan til að stökkva yfir fimm metra á síðasta ári.

Sport
Fréttamynd

Bayern fjölgar sætum á heimavelli sínum

Þýsku meistararnir í Bayern Munchen hafa ákveðið að bæta við rúmum 3.000 sætum á heimavöll sinn Allianz Arena fljótlega og því mun völlurinn taka við tæplega 70.000 manns á næstunni. Þetta var ákveðið eftir að uppselt var á tólf heimaleiki liðsins í röð í vetur. Breytingarnar eru ekki fyrirhafnarmiklar og því var ákveðið að ráðast í framkvæmdirnar strax.

Sport
Fréttamynd

Allardyce hefði viljað auðveldari andstæðing

Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir að hann hefði vissulega kosið að fá auðveldari andstæðinga en Arsenal í fjórðu umferð enska bikarsins, en er þó mjög sáttur við að hafa fengið heimaleik.

Sport
Fréttamynd

Bellion lánaður til Nice

Franski sóknarmaðurinn David Bellion hefur verið lánaður frá Manchester United til Nice í heimalandi sínu Frakklandi út leiktíðina og mögulegt er að franska liðið kaupi hann að lánstímanum loknum. Bellion kom til Manchester United frá Sunderland árið 2003, en hefur ekki náð að festa sig í sessi á Old Trafford.

Sport
Fréttamynd

Schumacher íhugar að hætta

Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher hefur gefið það út að hann sé að íhuga að hætta eftir komandi tímabil í Formúlu 1. Hinn sjöfaldi heimsmeistari vill þó ganga úr skugga um hvort Ferrari-lið hans hefur burði til að komast aftur í fremstu röð áður en hann tekur endanlega ákvörðun.

Sport
Fréttamynd

Búið að velja í liðin

Hinn árlegi Stjörnuleikur KKÍ fer fram um næstu helgi og hafa þeir Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur og Herbert Arnarsson þjálfari KR nú valið úrvalslið Íslendinga og erlendra leikmanna sem mætast í karlaflokki, en byrjunarliðin voru að mestu valin af íþróttafréttamönnum.

Sport
Fréttamynd

Ástralskur ökuþór lét lífið í morgun

Ástralski ökuþórinn Andy Caldecott lét lífið í París-Dakar rallinu í morgun þegar hann lenti í óhappi á þriðju sérleið dagsins. Caldecott ók KTM mótorhjóli og var reyndur ökuþór, en talið er að hann hafi látist samstundis. Hann var í tíunda sæti þegar óhappið átti sér stað. Tveir mótorhjólakappar létu lífið í þessari erfiðu og hættulegu keppni í fyrra, einn Spánverji og einn Ítali.

Sport
Fréttamynd

Carter tryggði Nets 10. sigurinn í röð

Vince Carter fór illa með sína gömlu félaga í Toronto Raptors í nótt þegar hann skoraði sigurkörfu New Jersey Nets með ævintýralegu þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall. New Jersey sigraði 105-104 og var þetta 10. sigurleikur liðsins í röð. Carter skoraði 42 stig og hirti 10 fráköst í leiknum og Jason Kidd skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Verður næsti landsliðsþjálfari Íra

Steve Staunton verður næsti landsliðsþjálfari Íra ef marka má fréttir frá BBC í dag. Staunton er leikjahæsti maður írska landsliðsins frá upphafi og talið er að hann verði kynntur formlega sem næsti landsliðsþjálfari Íra í vikunni. Staunton er sem stendur aðstoðarmaður Paul Merson hjá Walsall.

Sport
Fréttamynd

Dregið í fjórðu umferð

Bikarmeistarar Arsenal fá það erfiða verkefni að mæta Bolton í enska bikarnum, en nú rétt áðan var dregið í fjórðu umferð keppninnar. Chelsea mætir annað hvort Milwall eða Everton og Leyton Orient, sem sló Fulham úr keppninni um helgina, mætir Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton.

Sport
Fréttamynd

Jökull Elísabetarson úr KR

Víkingar fengu í dag liðsauka þegar Jökull Elísarbetarson gekk til liðs við félagið úr KR. Jökull sem verður 22 ára á þessu ári hefur spilað sem varnar og miðjumaður.

Sport
Fréttamynd

AC Milan lagði Parma í markaleik

AC Milan vann nauman sigur á Parma í kvöldleiknum á Ítalíu í kvöld, en Milanomenn máttu þakka fyrir að fara með sigur af hólmi 4-3, eftir að hafa náð 3-1 forystu í leiknum. Gilardino, Kaka og Shevchenko skoruðu mörk Milan í leiknum og eitt markið var sjálfsmark, en Marchionni skoraði tvö mörk fyrir Parma og Cannavaro eitt.

Sport
Fréttamynd

Markalaust hjá Villareal og Real Madrid

Villareal og Real Madrid gerðu markalaust jafntefli í spænska boltanum í kvöld. Villareal situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig, en Real er í því sjötta með einu stigi minna. Leikurinn var sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Sport
Fréttamynd

Fékk hjartaáfall og lést

Tony Banks, sem gengdi embætti íþróttamálaráðherra í bresku ríkisstjórninni undir lok síðustu aldar, lést í dag af völdum hjartaáfalls sem hann fékk þar sem hann var staddur í fríi í Bandaríkjunum. Banks var mjög vinsæll stjórnmálamaður og mikill aðdáandi Chelsea.

Erlent
Fréttamynd

Jafnteflið ekki áfall

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að jafnteflið gegn utandeildarliðinu Burton í enska bikarnum í dag sé ekki áfall, þó vissulega hafi hans menn búist við sigri.

Sport
Fréttamynd

Jóhannes lagði upp sigurmark Leiceister

Leicester City vann sætan sigur á Tottenham Hotspur í lokaleik dagsins í enska deildarbikarnum, 3-2. Það var enginn annar en Jóhannes Karl Guðjónsson sem lagði upp sigurmark Leicester í lokin með glæsilegri sendingu inn fyrir vörn úrvalsdeildarliðsins. Tottenham komst í 2-0 í leiknum en er nú fallið út leik í enska bikarnum líkt og í deildarbikarnum, gegn minni spámönnum.

Sport
Fréttamynd

Tottenham leiðir gegn Leiceister

Tottenham hefur yfir 2-1 á útvelli gegn Leicester í lokaleik dagsins í enska bikarnum. Jermaine Jenas og Paul Stalteri skoruðu mörk Tottenham, en Elvis Hammond minnkaði muninn fyrir Leicester undir lok fyrri hálfleiksins og því getur allt gerst í þeim síðari. Jóhannes Karl Guðjónsson er í liði Leicester í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Fimmtándi sigur Barcelona í röð

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Barcelona verji titil sinn í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, því í gær vann liðið fimmtánda sigur sinn í röð í öllum keppnum þegar það lagði erkifjendur sína í Espanyol 2-1. Það voru Samuel Eto´o og Deco sem skoruðu mörk Katalóníuliðsins.

Sport
Fréttamynd

Aftur stórtap hjá Haukastúlkum

Kvennalið Hauka tapaði stórt í annað sinn á tveimur dögum fyrir króatíska liðinu Podravka Vegeta í EHF keppninni í handbolta, lokatölur í dag 39-23 fyrir Podravka. Ragnhildur Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte skoraði fimm mörk.

Sport
Fréttamynd

Juventus heldur sínu striki

Juventus hefur tíu stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki dagsins. Juve sigraði Palermo 2-1 í gær, þar sem Adrian Mutu gerði bæði mörk liðsins, en Inter náði aðeins jafntefli gegn Siena í dag og er því tíu stigum á eftir meisturunum. AC Milan er í þriðja sæti deildarinnar og getur komist upp fyrir granna sína með sigri á Parma á San Siro í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ákvörðun Henry mikilvæg

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að ákvörðun Thierry Henry að vera áfram í röðum félagsins geti reynst sannkallaður vendipunktur fyrir liðið í framtíðinni. "Við erum með unga og efnilega leikmenn sem gæti sprungið út hvenær sem er, en það er mikilvægt að umkringja þá leikmönnum með getu og reynslu. Það er nokkuð sem Henry gefur okkur," sagði Wenger, sem hefur fulla trú á ungu liði sínu.

Sport
Fréttamynd

Burton hélt jöfnu gegn Manchester United

Utandeildarlið Burton náði í dag markalausu jafntefli við Manchester United á heimavelli sínum í enska bikarnum. Manchester United var ekki með sitt allra sterkasta lið í dag, en utandeildarliðið veitti þeim engu að síður harða keppni og fær nú að spreyta sig á Old Trafford í síðari leik liðanna.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur Sunderland

Botnlið úrvalsdeildarinnar, Sunderland, var ekki í teljandi vandræðum með utandeildarliðið Northwich í dag. Sunderland vann leik liðanna 3-0 og er því komið í fjórðu umferð bikarkeppninnar. Það voru þeir Collins, Whitehead og Le Tallec sem skoruðu mörk Sunderland í dag.

Sport
Fréttamynd

Duncan gefur ekki kost á sér í landsliðið

Framherjinn Tim Duncan hjá San Antonio Spurs hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í bandaríska landsliðið í körfubolta sem fer á HM í sumar og Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Shaquille O´Neal, leikmaður Miami Heat, er enn að hugsa málið, en Allen Iverson hjá Philadelphia hefur þegar gefið út að hann hafi áhuga á að vera í liðinu ef það standi til boða.

Sport
Fréttamynd

United í vandræðum með Burton

Manchester United er í bullandi vandræðum með utandeildarlið Burton Albion í enska bikarnum, en nú er kominn háfleikur í viðureign liðanna sem er í beinni útsendingu á Sýn. Markalaust er í hálfleik og hefur utandeildarliðið átt nokkur ágæt færi í leiknum. Ole Gunnar Solkskjær er í byrnunarliði Manchester United í fyrsta skipti í hátt í tvö ár.

Sport
Fréttamynd

Fulham úr leik

Úrvalsdeildarlið Fulham féll úr keppni í enska bikarnum í dag þegar liðið lá á heimavelli fyrir neðrideildarliði Leyton Orient 2-1. Fulham fékk tækifæri til að jafna leikinn úr vítaspyrnu í síðari hálfleik, en markvörður Orient var hetja liðsins og varði spyrnuna og tryggði sínum mönnum ótrúlegan sigur. Heiðar Helguson var ekki í liði Fulham í dag.

Sport
Fréttamynd

Frumraun Keane breyttist í martröð

Roy Keane vill eflaust gleyma fyrsta leik sínum með Glasgow Celtic sem fyrst, því liðið beið lægri hlut fyrir 1. deildarliði Clyde í bikarkeppninni í dag 2-1. Keane hafði hægt um sig í leiknum, en tvö mörk voru dæmd af Clyde í leiknum og þóttu það umdeildir dómar.

Sport
Fréttamynd

Bryant skoraði 50 stig

Kobe Bryant er heldur betur í stuði þessa dagana og í nótt skoraði hann 50 stig fyrir LA Lakers í sigri liðsins á grönnum sínum í LA Clippers 112-109. Bryant hefur því skorað að meðaltali 49 stig í síðustu tveimur leikjum liðsins og í nótt hirti hann auk þess 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.

Sport