Íþróttir

Fréttamynd

Verður Pandiani áfram á Englandi?

Svo gæti farið að framherjinn Walter Pandiani færi ekki frá Birmingham eins og til stóð, því þó spænska liðið hafi talið sig vera búið að landa honum fyrir eina milljón punda í vikunni, hefur nú komið hik á Birmingham í málinu. Forráðamenn liðsins segja ekki koma til greina að hleypa Pandiani í burtu fyrr en eftirmaður hans finnst, því liðið hefur í dag aðeins á að skipa þremur framherjum.

Sport
Fréttamynd

Mido flýgur í leikina í janúar

Tottenham hefur náð samkomulagi við egypska knattspyrnusambandið um að fá að nota framherjann Mido meira en til stóð í janúar, en hann verður þá á fullu með landsliði Egypta í Afríkukeppninni. Mido mun fljúga á milli Afríku og Englands og verður því með Tottenham í mikilvægum leikjum gegn Liverpool og Manchester City.

Sport
Fréttamynd

Marcus Camby fingurbrotinn

Frákastahæsti leikmaðurinn í NBA-deildinni, miðherjinn Marcus Camby hjá Denver Nuggets, er fingurbrotinn og þarf að fara í aðgerð. Það er því ljóst að enn bætast menn á langan meiðslalista liðsins, sem þegar hefur misst einn mann út tímabilið og nokkra aðra í 6-10 leiki. Camby hirti um 12,9 fráköst að meðaltali í leik, auk þess að skora 16 stig og verja yfir 3 skot, svo meiðsli hans eru liðinu mikil blóðtaka.

Sport
Fréttamynd

Fimm leikir í kvöld

Í kvöld fara fram fimm leikir í úrvalsdeild karla í körfubolta og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum.

Sport
Fréttamynd

Neville og Arteta heimskulegir

David Moyes var ekki ánægður með að þurfa að sjá á eftir tveimur leikmanna sinna af velli með rautt spjald í leiknum við Liverpool í gærkvöldi og sagði að þeir Phil Neville og Mikel Arteta hefðu verið heimskir að láta reka sig af velli með sitt annað gula spjald.

Sport
Fréttamynd

Breytir ekki leikjaniðurröðun

Fjöldi athugasemda hafa borist forkálfum ensku úrvalsdeildarinnar í kjölfar þess að fresta þurfti fjölda leikja í gær vegna veðurs og slæmra vallarskilyrða. Margir vilja meina að skipulag hafi verið mjög lélegt og voru stuðningsmenn liðanna sem ferðuðust hvað lengst á leikina og fóru fýluferð sumir hverjir æfir yfir frestun leikjanna.

Sport
Fréttamynd

Leikbannið stendur

Enska knattspyrnusambandið hefur hafnað beiðni Newcastle um að draga rauða spjaldið sem Lee Bowyer fékk á móti Liverpool á dögunum til baka og því þarf leikmaðurinn að sætta sig við þriggja leikja bann. Hann missir því af leikjum liðs síns við Tottenham og Middlesbrough í deildinni og bikarleiknum við Mansfield.

Sport
Fréttamynd

Lánaður til Malmö í Svíðþjóð

Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson hjá Tottenham Hotspurs hefur verið lánaður til sænska liðsins Malmö út tímabilið, en Emil á enn nokkuð eftir af samningi sínum við enska liðið. Emil vonast til að fá með þessu tækifæri til að spila með aðalliði Malmö, en hann hefur sem kunngt er verið að leika með varaliði Tottenham.

Sport
Fréttamynd

Glasgow-liðin fara ekki í ensku úrvalsdeildina

Skosku stórliðin Glasgow Celtic og Glasgow Rangers munu ekki verða partur af ensku úrvalsdeildinni í nánustu framtíð ef marka má orð forráðamenn félaganna. Þeir hafa lengið verið að íhuga að koma liðum sínum í ensku úrvalsdeildina og höfðu vonir um þetta vaknað í kjölfar þess að samið var um sjónvarpsrétt í enska boltanum á dögunum, en menn hafa ákveðið að falla frá þessum áætlunum sínum.

Sport
Fréttamynd

Kærður fyrir ummæli

Framherjinn Lomana LuaLua hjá Portsmouth hefur verið kærður fyrir ummæli sín í garð dómarans í leik Portsmouth og Tottenham þann 12. desember. Portsmouth tapaði leiknum og LuaLua vildi meina að vítaspyrnudómur sem féll liði sínu í mót hefði verið ósanngjarn. "Það hjálpar ekki þegar dómarinn heldur með hinu liðinu," sagði hann. Leikmaðurinn hefur frest til 17. janúar til að áfrýja.

Sport
Fréttamynd

Mandaric ætlar að opna budduna

Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, ætlar að opna budduna sína rækilega í janúar og hella sér á leikmannamarkaðinn með það fyrir augum að styrkja liðið í fallbaráttunni.

Sport
Fréttamynd

45 stig frá Bryant dugðu skammt

Kobe Bryant skoraði 45 stig fyrir LA Lakers í nótt þegar liðið tapaði naumlega 100-99 fyrir Memphis í framlengingu á heimavelli sínum. Damon Stoudamire skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Memphis.

Sport
Fréttamynd

Reyna ökklabrotinn

Miðjumaðurinn Claudio Reyna hjá Manchester City er ökklabrotinn og verður frá keppni í að minnsta kosti sex vikur í kjölfarið. Hinn 32 ára gamli bandaríski landsliðsmaður hefur spilað meiddur í tvo mánuði en nú þótti honum nóg komið og ætlar til Hollands í aðgerð á fætinum.

Sport
Fréttamynd

Brynjar skoraði fyrir Reading

Brynjar Björn Gunnarsson var á skotskónum fyrir lið sitt Reading í kvöld þegar það vann góðan sigur á Leicester City 2-0. Brynjar kom inná sem varamaður í leiknum, en Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading og Jóhannes Karl Guðjónsson var í liði Leicester.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Birmingham og United

Manchester United mistókst að saxa á forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið þurfti að sætta sig við jafntefli gegn frísku liði Birmingham 2-2. Van Nistelrooy og Rooney skoruðu fyrir United, en þeir Clapham og Pandiani skoruðu mörk heimamanna.

Sport
Fréttamynd

Arsenal að valta yfir Portsmouth

Arsenal er heldur betur í stuði gegn Portsmouth nú þegar flautað hefur verið til leikhlés í flestum leikjanna sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal er yfir 4-0 gegn Portsmouth, þar sem Thierry Henry hefur skorað tvö mörk, annað þeirra úr víti, en þeir Bergkamp og Calderon hafa skorað eitt mark hvor.

Sport
Fréttamynd

Samdi við Feyenoord

Hollenski landsliðsvarnarmaðurinn Ron Vlaar hefur ákveðið að ganga í raðir Feyenoord í heimalandi sínu, en hann Tottenham á Englandi var komið langt með að landa honum um daginn. Piltur sagðist heldur vilja vera nær foreldrahúsum sínum og er nú farinn til Feyenoord.

Sport
Fréttamynd

Heiðar búinn að skora fyrir Fulham

Heiðar Helguson skoraði nú rétt í þessu sitt annað mark í tveimur leikjum fyrir Fulham, þegar hann kom liðinu yfir 2-1 á 32. mínútu. Áður hafði Brian McBride komið Fulham yfir, en Luke Moore jafnaði fyrir Villa tveimur mínútum áður en Heiðar skoraði svo þriðja mark leiksins.

Sport
Fréttamynd

Leik Newcastle og Charlton einnig frestað

Nú hefur þurft að fresta leik Newcastle og Charlton í ensku úrvalsdeildinni vegna lélegra vallarskilyrða. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea gegn Manchester City, en þar ber til tíðinda að Frank Lampard getur ekki leikið vegna flensu. Lampard hafði spilað 164 leiki í röð án þess að missa úr leik.

Sport
Fréttamynd

Solskjær á bekknum hjá United

Norski sóknarmaðurinn Ole Gunnar Solskjær verður á varamannabekk Manchester United í kvöld þegar liðið sækir Birmingham heim. Solskjær hefur ekki spilað leik með liðinu í eitt og hálft ár vegna þrálátra meiðsla og um tíma var talið að ferli hans væri lokið. Hann hefur þó staðið sig vel með varaliði United undanfarið og aldrei að vita nema hann fái að spreyta sig í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Þýski kappaksturinn í hættu?

Enn berast fréttir af því úr Formúlu 1 að illa gangi að reka braut í mótinu og nú er það Hockenheim-brautin í Þýskalandi sem er sögð standa verulega höllum fæti fjárhagslega.

Sport
Fréttamynd

Nash íþróttamaður ársins í Kanada

Leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var í gær kjörinn íþróttamaður ársins í Kanada með fádæma yfirburðum. Nash var kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar á liðnu vori og var fyrsti Kanadamaðurinn til að hljóta þann heiður. Íshokkí er að sjálfssögðu langvinsælasta íþróttagreinin í Kanada, en þetta er engu að síður í annað sinn sem Nash hlýtur þessi verðlaun.

Sport
Fréttamynd

Farinn aftur heim

Framherjinn skæði Giovane Elber frá Brasilíu, sem gerði garðinn frægan hjá Bayern Munchen á sínum tíma, hefur snúið aftur til heimalandsins og er búinn að skrifa undir samning við Cruzeiro í Belo Horizonte. Elber var síðast hjá Gladbach í Þýskalandi, en rifti samningi sínum við félagið á dögunum. Hann er 33 ára gamall og vann fjóra titla í Þýskalandi og einn Evróputitil með liðinu.

Sport
Fréttamynd

Abdur-Rahim kjálkabrotinn

Framherjinn Shareef Abdur-Rahim hjá Sacramento Kings verður frá keppni í nokkrar vikur eftir að hafa kjálkabrotnað í leik gegn Portland Trailblazers á mánudagskvöldið. Rahim hélt áfram að spila eftir að hafa fengið högg í andlitið frá Bonzi Wells hjá Portland, en röntgenmyndataka í dag leiddi í ljós að hann er brotinn. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Sacramento, sem hefur gegnið illa í vetur.

Sport
Fréttamynd

Leikmenn styðja fyrirhugaða yfirtöku

Leikmenn Aston Villa styðja yfirvofandi yfirtöku írskra fjárfesta í félaginu, sem gæti gengið í gegn á næstu dögum og segja hana að öllum líkindum verða félaginu til góðs í framtíðinni. Michael Neville, sem er í forsvari fyrir fjárfesta þessa, er sjálfur mikill aðdáandi Aston Villa og segist ætla að koma liðinu í Meistaradeildina innan þriggja ára.

Sport
Fréttamynd

Er í hjartaaðgerð

Knattspyrnugoðsögnin Alfredo di Stefano sem fékk hjartaslag á jólunum, er nú í aðgerð sem ætlað er að bjarga lífi hans á sjúkrahúsi í Valencia á Spáni. Aðgerðin tekur sjö klukkustundir, en ekki var hægt að framkvæma hana fyrr en í dag því beðið var eftir að ástand hans yrði nógu stöðugt. Di Stefano er 79 ára gamall og er heiðursforseti Real Madrid.

Sport
Fréttamynd

Leik Bolton og Middlesbrough frestað

Leik Bolton og Middlesbrough sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað vegna þess að völlurinn er frosinn og því ómögulegt að spila á honum. Annars er heil umferð á dagskrá í kvöld, þar sem grannaslagur Everton og Liverpool verður einn áhugaverðasti leikurinn.

Sport
Fréttamynd

Ætlar ekki að kaupa Fowler

Nigel Worthington hafði skýr svör þegar hann var inntur eftir því hvort Norwich væri að kaupa Robbie Fowler frá Manchester City í janúar. Fowler hafði sést í nágrenni leikvallar félagsins og því fóru sögusagnir á kreik um að hann væri á leið í fyrstu deildina.

Sport
Fréttamynd

Moyes ögrar leikmönnum sínum

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur ögrað leikmönnum sínum til að sýna hvað í þeim býr í grannaslagnum við Liverpool í kvöld. Everton hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum með fjórum mörkum gegn engu og nú þykir Moyes nóg komið af slíku.

Sport
Fréttamynd

Á sér draum um að stýra Manchester United

Ítalski knattspyrnustjórinn Fabio Capello sem gert hefur bæði Juventus og Real Madrid að meisturum á Ítalíu og Spáni, segir að hann eigi sér draum um að stýra Manchester United einn daginn í framtíðinni.

Sport