Íþróttir

Fréttamynd

Ásgeir að standa sig vel í þýsku deildinni

Skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson er að standa sig vel með liði sínu TSV Ötlingen í þýsku Bundesligunni. Hann vann báðar sínar viðureignir í leikjum liðsins um helgina þar af vann hann efsta mann heimslistans í gær.

Sport
Fréttamynd

Íris Eva setti nýtt Íslandsmet með loftriffli

Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur bætti í dag eigið Íslandsmet með loftriffli á landsmóti með enskan riffil í Digranesi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skotíþróttasambandi Íslands.

Sport
Fréttamynd

Hver verður bestur í ár?

Tilkynnt verður í dag hvaða íþróttakarl og -kona hljóta sæmdarheitið íþróttafólk ársins 2013 úr röðum fatlaðra.

Sport
Fréttamynd

David Ortiz seldi skeggið sitt fyrir 11.000 dali

David Ortiz leikmaður MLB meistara Boston Red Sox í hafnarboltadeildinni í Bandaríkjunum bauð skeggið sitt upp á eBay til góðgerðamála og seldist skeggið á 11.000 dali eða því sem nemur rúmri 1,3 milljónum króna.

Sport
Fréttamynd

Gautaborg United komið upp um deild

Sænska blakliðið Gautaborg United sem Alexander Stefánsson og Ingólfur Hilmar Guðjónsson leika með hefur tryggt sér sæti í næst efstu deild í sænska blakinu eftir áramót en liðið tryggði sér sætið með því að leggja Kungälvs VBK 3-0 í gær.

Sport
Fréttamynd

Með vin sinn sem þjálfara í Matrix-leðurslopp

„Það eru margir aðrir í þessu sem borða bara hollt, fara í ræktina á fullu, hoppa á trampólínum og gera ekki neitt annað en að æfa sig fyrir Ólympíuleikana,“ segir snjóbrettakappinn Halldór Helgason.

Sport
Fréttamynd

María náði bestum árangri Íslendinga á svigmótum í Geilo

María Guðmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna á tveimur svigmótum í Geilo í Noregi síðustu daga en stór hluti landsliðs alpagreina og hluti af unglingaliðinu tóku þátt í mótinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Skíðasambands Íslands.

Sport
Fréttamynd

Ólafur E. Rafnsson sæmdur æðstu viðurkenningu EOC

Ólafur E. Rafnsson var í dag heiðraður með æðstu viðurkenningu European Olympic Committiees (EOC), Order Of Merit Award, á ársþingi samtakanna sem fram fer í Róm. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands Íslands.

Sport
Fréttamynd

Fimleikalandsliðið valið

Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum karla og kvenna hafa valið landslið fyrir Norður-Evrópumót sem fram fer í Norður Írlandi 22.-23. nóvember. Hópinn skipa 5 konur og 5 karlar frá 4 félögum.

Sport
Fréttamynd

Byrjar vel hjá Íslendingunum í Gautaborg United

Tveir íslenskir blakmenn lögðust í víking í haust og gengu til liðs við nýtt blaklið í Gautaborg, Gautaborg United, í Svíþjóð. Liðið er stórhuga og hefur farið vel af stað í Superettunni.

Sport