Sport

Tvær íslenskar konur kosnar í nefndir evrópska fimleikasambandsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sólveig Jónsdóttir.
Sólveig Jónsdóttir.
Tvær íslenskar konur, Hlíf Þorgeirsdóttir og Sólveig Jónsdóttir, voru í dag kosnar í nefndir á vegum evrópska fimleikasambandsins, UEG, en 25. þing UEG stendur nú yfir í Portorose í Slóveníu. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Fimleiksambands Íslands.

Hlíf Þorgeirsdóttir var endurkjörin í tækninefnd UEG, fimleika fyrir alla en Sólveig Jónsdóttir var kjörin í tækninefnd UEG, fyrir hópfimleika

Sólveig náði glæsilegu kjöri en hún fékk fimmtán atkvæði eða jafnmörg og hin finnska Heli Lemmetty. Engin fékk fleiri atkvæði en þær tvær.

Hlíf fékk 11 atkvæði og það var bara hin sænska Maria Stahl sem fékk fleiri en hún var með tólf atkvæði. Það þurfti tíu atkvæði til að ná kjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×