Íþróttir

Fréttamynd

Áttundi sigur Cleveland í röð

Cleveland Cavaliers vann nokkuð átakalítinn sigur á Boston Celtics í NBA deildinni í nótt, þar sem LeBron James fór á kostum og Dallas Mavericks er einnig á sigurbraut og vann sjötta leikinn í röð.

Sport
Fréttamynd

Ívar og félagar á toppinn

Reading, lið Ívars Ingimarssonar í ensku fyrstu deildinni, komst í gærkvöld á toppinn þegar það vann góðan 3-0 sigur á Ipswich á útivelli. Ívar var að venju í byrjunarliði Reading og átti stóran þátt í einu marka sinna manna.

Sport
Fréttamynd

Hörður á leið til hollenska félagsins Waallwijk

Hörður Sveinsson, framherji Keflavíkur, mun að öllum líkindum fara til æfinga hjá hollenska félaginu RKC Waalwijk á næstunni, en hollenska félagið hefur fylgst vel með honum undanfarna mánuði. Guðlaugur Tómasson, umboðsmaður Harðar, segir danska félagið FC Midtjylland einnig hafa sýnt honum áhuga en Hörður æfði með liði félagsins fyrir skömmu.

Sport
Fréttamynd

Garðar Gunnlaugsson:

Skoska liðið Dunfermline sendi Val í gær tilboð í framherjann Garðar Gunnlaugsson en Garðar hefur verið undir smásjá nokkurra erlendra liða. Málið er á frumstigi en botn gæti fengist í málið fyrir helgi.

Sport
Fréttamynd

Vantar reynslumeiri leikmenn í liðið

Bjarni Jóhannsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki, segist ætla að reyna að styrkja leikmannahóp sinn umtalsvert fyrir næsta keppnis­tímabil en Breiðablik vann 1.deildina með yfirburðum í sumar og ætlar félagið sér að tryggja stöðu sína í Landsbankadeildinni á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Hjálmar og Jóhannes að framlengja samningana

Hjálmar Jónsson og Jóhannes Harðarson munu á næstu dögum ganga frá samningum við félög sín, Hjálmar er á mála hjá Gautaborg í Svíþjóð en Jóhannes hjá norska félaginu Start. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður þeirra beggja, vinnur nú að samningamálum fyrir þá báða.

Sport
Fréttamynd

Biður Klitschko afsökunar

Hnefaleikafrömuðurinn umdeildi Don King hefur beðið Úkraínumanninn Vitali Klitschko afsökunar á miður fallegum orðum sem hann lét falla í garð Klitschkos í kjölfar þess að hann dró sig úr bardaganum gegn Hasim Rahman. Sömu meiðsli leiddu siðan til þess að Klitschko lagði hanskana á hilluna.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Ítölum í fyrsta leik

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hóf leik í undankeppni EM á Ítalíu í gærkvöld. Ísland er í riðli með fimm öðrum liðum og komast fjögur efstu liðin áfram í umspilsleiki sem fram fara næsta sumar. Fyrsti leikur íslenska liðsins var gegn heimamönnum í gær og tapaðist með sex mörkum, 19-25.

Sport
Fréttamynd

Asinn á Íslandi kemur á óvart

"Það hefur verið gaman að vera á Íslandi, þó það hafi gengið svona upp og ofan í handboltanum. Það er svolítið sláandi hversu mikill hraði er í íslensku samfélagi," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, en hann leikur nú með liði Aftureldingar í DHL-deildinni og stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, eftir að hafa búið erlendis um árabil.

Sport
Fréttamynd

Fyrri leikurinn á Akureyri

KA og rúmenska handknattleiksfélagið Steaua Búkarest hafa komist að samkomulagi um að spila leiki liðanna heima og að heiman. Að því er fram kemur á heimasíðu KA voru einhverjar líkur á því að báðir leikirnir færu fram ytra en af því varð ekki. Fyrri leikur liðanna fer fram á Akureyri 3. desember en síðari leikurinn ytra verður spilaður 11. desember. KA sló út georgíska liðið Mamuli Tbilisi í síðustu umferð.

Sport
Fréttamynd

Ekki með Blikum næsta sumar

Færeyski varnarmaðurinn Hans Fróði Hansen mun ekki leika með nýliðum Breiðabliks í Landsbankadeildinni næsta sumar þar sem hann hefur ákveðið að gerast spilandi þjálfari hjá liði LÍF í heimalandi sínu.

Sport
Fréttamynd

ÍR-ingar bíða og bíða

Erindi stjórnar handknattleiksdeildar ÍR til stjórnar HSÍ um að leik ÍR og ÍBV verði seinkað frá 17. desember til 18. desember hefur enn ekki verið svarað. Um fimm vikur eru síðan upprunaleg beiðni var lögð inn.

Sport
Fréttamynd

LeBron James sýnir listir sínar

Leikur Cleveland Cavaliers og Boston Celtics verður sýndur beint á NBA TV á miðnætti í kvöld. Cleveland er heitasta liðið í NBA í dag og hefur unnið sjö leiki í röð og hefur enn ekki tapað á heimavelli sínum. Þarna gefst körfuboltaunnendum gott tækifæri á að sjá sjálfan LeBron James hjá Cleveland sýna listir sínar, en hann hefur verið sjóðandi heitur undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Markalaust á Old Trafford

Leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni er lokið. Manchester United náði ekki að leggja vængbrotið lið Villareal á heimavelli sínum og því eru möguleikar liðsins ekki glæsilegir í riðlinum. Bayern Munchen burstaði Rapid Vín 4-0 og Arsenal stal sigrinum gegn Thun í blálokin.

Sport
Fréttamynd

Íhugar að fella niður þjóðsöngva á landsleikjum

Sepp Blatter, forseti FIFA, segist vera að hugsa um að leggja fyrir stjórn sambandsins tillögu um að leggja niður þann sið að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki í knattspyrnu vegna þeirrar vanvirðingar sem þjóðir séu farnar að sýna hvor annari við flutning söngvanna í dag.

Sport
Fréttamynd

Ricky Hatton í besta formi á ferlinum

Hnefaleikarinn Ricky Hatton segist vera í besta formi sem hann hafi verið í á ævi sinni og hlakkar til að verja IBF titil sinn gegn Carlos Maussa á laugardagskvöldið, en sá bardagi verður í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Sex marka tap gegn Ítölum

Íslenska kvennalandsliðið tapaði 25-19 fyrir því ítalska í undankeppni EM í kvöld. Staðan var 14-11 í hálfleik fyrir ítalska liðið, sem hafði yfir allan leikinn. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst íslensku stúlknanna með 6 mörk, en Berglind Hansdóttir fór á kostum í markinu og varði 25 skot. Íslenska liðið mætir Belgum á morgun klukkan 16.

Sport
Fréttamynd

Stórleikir á Sýn í kvöld

Tveir stórleikir verða sýndir í beinni útsendingu á Sýn og Sýn Extra í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Bein útsending frá leik Manchester United og Villareal hefst klukkan 19:30 á Sýn, en klukkan 19:35 fer í loftið bein útsending á Sýn Extra frá leik Barcelona og Werder Bremen.

Sport
Fréttamynd

Makelele verður frá í þrjár vikur

Hinn öflugi miðjumaður Claude Makelele verður ekki með Chelsea í leiknum gegn Anderlecht í Meistaradeildinni annað kvöld og talið er að hann verði frá keppni í um þrjár vikur eftir að hafa meiðst á hné í leiknum gegn Newcastle um helgina.

Sport
Fréttamynd

Næstu þrír mánuðir ráða miklu

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að næstu þrír mánuðir komi til með að hafa úrslitaþýðingu um það hvort Thierry Henry verði áfram hjá félaginu, en hann hefur sem kunnugt er neitað að ræða framlengingu á samningi sínum við Arsenal þangað til á næsta ári og margir slá því föstu að hann fari frá Englandi.

Sport
Fréttamynd

Tekur ekki þátt í Evrópumeistaramótinu

Í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands hefur Brian Marshall landsliðsþjálfari tilkynnt að Örn Arnarson sundkappi muni ekki taka þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer á Ítalíu í næsta mánuði af heilsufarsástæðum. Örn var greindur með hjartsláttartruflanir um helgina og því þykir ekki ráðlegt að hann verði með á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ísland mætir Ítalíu í dag

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Ítölum í fyrsta leiknum í undankeppni EM á Ítalíu í dag. Íslenska liðið leikur í riðli með Ítölum, Belgum, Svisslendingum, Tyrkjum og Búlgörum, en fjögur þessara liða komast áfram í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 18 að íslenskum tíma.

Sport
Fréttamynd

Riquelme verður ekki með Villareal

Leikstjórnandinn snjalli Juan Roman Riquelme verður ekki með liði sínu Villareal í leiknum gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld, vegna meiðsla á læri. Þetta eru góð tíðindi fyrir enska liðið, því Riquelme hefur farið á kostum með spænska liðinu í vetur, sem og landsliði Argentínu.

Sport
Fréttamynd

Keflavík mætir Fjölni

Í dag var dregið í 32-liða úrslit bikarkeppninnar í körfubolta. Tveir af leikjunum verða viðureignir úrvalsdeildarliða, en það eru leikir Keflavíkur og Fjölnis annarsvegar og Skallagríms og ÍR hinsvegar.

Sport
Fréttamynd

Ekki hrifinn af Glazer-fjölskyldunni

Franski snillngurinn Eric Cantona, sem gerði garðinn frægan með Manchester United á tíunda áratugnum og hefur oft lýst yfir áhuga sínum á að taka við knattspyrnustjórastöðu hjá félaginu, segir að hann myndi ekki koma nálægt félaginu á meðan það er í eigu Glazer-feðga.

Sport
Fréttamynd

Framlengdi samning sinn til 2009

Steve McClaren hefur framlengt samning sinn við úrvalsdeildarlið Middlesbrough til ársins 2009, en hann hafði verið orðaður nokkuð við Manchester United og enska landsliðið í framtíðinni.

Sport
Fréttamynd

San Antonio lagði Sacramento

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio lagði Sacramento á útivelli, Philadelphia lagði New Orleans, Utah sigraði Milwaukee og Golden State vann New Jersey, þar sem Vince Carter meiddist í baki og gat aðeins spilað hálfan leikinn.

Sport
Fréttamynd

Leik Birmingham og Bolton frestað

Leik Birmingham og Bolton í ensku úrvalsdeildinni, sem fara átti fram í kvöld var frestað vegna þoku á St. Andrews-vellinum í Birmingham. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær leikurinn verður spilaður, en þokan var það þykk að ekki þótti vert að reyna að leika knattspyrnu við þessar aðstæður.

Sport
Fréttamynd

Wenger heimtar sigur

Arsene Wenger vill ná í öll þrjú stigin á útivelli gegn FC Thun í Meistaradeildinni annað kvöld, þrátt fyrir að Arsenal hafi þegar tryggt sér áframhaldandi þáttöku í keppninni með góðri frammistöðu í undangengnum leikjum.

Sport