Áttundi sigur Cleveland í röð 23. nóvember 2005 15:00 LeBron James og félagar í Cleveland vinna heimaleiki sína með meira en 20 stiga mun það sem af er tímabili og James fær oftar en ekki að hvíla sig í lokaleikhlutanum þegar úrslitin eru ráðin NordicPhotos/GettyImages Cleveland Cavaliers vann nokkuð átakalítinn sigur á Boston Celtics í NBA deildinni í nótt, þar sem LeBron James fór á kostum og Dallas Mavericks er einnig á sigurbraut og vann sjötta leikinn í röð. Cleveland vann Boston 115-93. LeBron James skoraði 36 stig annan leikinn í röð, en Ricky Davis skoraði 27 stig fyrir Boston. Sigur Cleveland var aldrei í hættu og hefur liðið unnið alla heimaleiki sína í vetur. Denver vann fjórða leik sinn í röð og nú gegn Washington 108-105. Gilbert Arenas skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Washington, en það var Marcus Camby sem tryggði sigur Denver með því að verja skot Arenas í lokin. Camby hefur leikið einstaklega vel undanfarið og í nótt var hann með 24 stig, 14 fráköst og varði 6 skot. Carmelo Anthony skoraði 28 stig og hirti 11 fráköst hjá Denver. Portland vann nokkuð óvæntan útisigur á Memphis 95-87. Darius Miles skoraði 22 stig fyrir Portland, en Shane Battier var með 21 fyrir Memphis. Dallas vann granna sína í Houston 102-93 og þar með sjötta leik sinn í röð. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas, en nýliðinn Luther Head skoraði 28 stig og hirti 7 fráköst fyrir Houston, sem er heillum horfið án Tracy McGrady sem er meiddur og hefur tapað 8 af 11 fyrstu leikjum sínum. Phoenix átti fullt í fangið með Toronto á heimavelli, en náði að kreista út sigur 90-82. Shawn Marion skoraði 28 stig og hirti 18 fráköst fyrir Phoenix, en Chris Bosh var með 23 stig og 8 fráköst fyrir Toronto. Loks vann vængbrotið lið Utah Jazz annan leik sinn á tveimur dögum þegar það stöðvaði þriggja leikja sigurgöngu Seattle á útivelli 93-87. Mehmet Okur skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah, en Rashard Lewis skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Seattle. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann nokkuð átakalítinn sigur á Boston Celtics í NBA deildinni í nótt, þar sem LeBron James fór á kostum og Dallas Mavericks er einnig á sigurbraut og vann sjötta leikinn í röð. Cleveland vann Boston 115-93. LeBron James skoraði 36 stig annan leikinn í röð, en Ricky Davis skoraði 27 stig fyrir Boston. Sigur Cleveland var aldrei í hættu og hefur liðið unnið alla heimaleiki sína í vetur. Denver vann fjórða leik sinn í röð og nú gegn Washington 108-105. Gilbert Arenas skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Washington, en það var Marcus Camby sem tryggði sigur Denver með því að verja skot Arenas í lokin. Camby hefur leikið einstaklega vel undanfarið og í nótt var hann með 24 stig, 14 fráköst og varði 6 skot. Carmelo Anthony skoraði 28 stig og hirti 11 fráköst hjá Denver. Portland vann nokkuð óvæntan útisigur á Memphis 95-87. Darius Miles skoraði 22 stig fyrir Portland, en Shane Battier var með 21 fyrir Memphis. Dallas vann granna sína í Houston 102-93 og þar með sjötta leik sinn í röð. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas, en nýliðinn Luther Head skoraði 28 stig og hirti 7 fráköst fyrir Houston, sem er heillum horfið án Tracy McGrady sem er meiddur og hefur tapað 8 af 11 fyrstu leikjum sínum. Phoenix átti fullt í fangið með Toronto á heimavelli, en náði að kreista út sigur 90-82. Shawn Marion skoraði 28 stig og hirti 18 fráköst fyrir Phoenix, en Chris Bosh var með 23 stig og 8 fráköst fyrir Toronto. Loks vann vængbrotið lið Utah Jazz annan leik sinn á tveimur dögum þegar það stöðvaði þriggja leikja sigurgöngu Seattle á útivelli 93-87. Mehmet Okur skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah, en Rashard Lewis skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Seattle.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira