Íþróttir

Fréttamynd

Cole á skilið að fá það hrátt

Jens Lehmann, markvörður Arsenal, segir að fyrrum félagi hans Ashley Cole sem nú leikur með Chelsea, eigi skilið að fá það hrátt frá stuðningsmönnum Arsenal þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tap hjá Njarðvík og Keflavík

Körfuboltalið Njarðvíkur og Keflavíkur töpuðu bæði stórt í leikjum sínum í Evrópukeppninni í kvöld, en bæði lið mættu sterkum andstæðingum í Úkraínu. Njarðvík tapaði fyrir Cherkaski Mavpy 114-73 og Keflavík tapaði 93-78 fyrir Dnipro.

Körfubolti
Fréttamynd

Heimir Örn á heimleið

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2 verða Heimir Örn Árnason og Ólafur Björn Lárusson næstu þjálfarar handboltaliðs Fylkis. Sigurður Sveinsson lét af störfum sem þjálfari liðsins í vikunni eftir að liðið hafði tapað 5 leikjum í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Klinsmann að taka við bandaríska landsliðinu

Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann verður ráðinn landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í knattspyrnu á næstu dögum og verður það tilkynnt formlega í síðasta lagi eftir hálfan mánuð. Þetta fullyrða fjölmiðlar í Bandaríkjunum í gær, en Klinsmann hefur verið orðaður við bandaríska liðið allar götur síðan hann hætti með landslið Þjóðverja eftir frábært HM í sumar. Klinsmann býr í Bandaríkjunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Allt vitlaust í Belgrad (myndband)

Fjórir stuðningsmenn og tveir lögreglumenn slösuðust þegar óeirðir brutust út fyrir leik Rauðu Stjörnunnar og PAOK Thessaloniki í körfubolta í fyrrakvöld. Átökin brutust út þegar stuðningsmenn erkifjenda heimaliðsins mættu í höllina og ætluðu að styðja við bakið á PAOK. Kveikt var á blysum í stúkunni og öllu lauslegu kastað í allar áttir eins og sjá má að meðfylgjandi myndskeiði.

Körfubolti
Fréttamynd

Cannavaro meiddur eftir tæklingu samherja

Nýkjörinn knattspyrnumaður Evrópu, ítalski miðvörðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid, missir væntanlega af sínum þriðja leik í röð með félaginu eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu liðsins í morgun. Cannavaro varð þá fyrir harkalegri tæklingu frá félaga sínum Ruud Van Nistelrooy og reiddist sá ítalski í kjölfarið og neitaði að taka í hönd félaga síns eftir æfinguna.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham án lykilmanna um jólin

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham verður að sætta sig við að vera án tveggja lykilmanna í árlegri leikjatörn yfir jólin, en í dag tilkynnti Martin Jol knattspyrnustjóri að Robbie Keane yrði frá í 5-6 vikur vegna hnémeiðsla og Jermaine Jenas í um mánuð vegna ökklameiðsla. Tottenham á því aðeins tvo leikfæra framherja í hóp sínum því Egyptinn Mido verður einnig frá um óákveðinn tíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Leikmenn Sunderland léku í kynlífsmyndbandi

Forráðamenn enska 1. deildarliðsins Sunderland hafa nú hrundið af stað rannsókn eftir að út spurðist að þrír af leikmönnum liðsins hefðu leikið í klámfengnu myndbandi. Leikmennirnir eru Ben Alnwick, Liam Lawrence og Chris Brown, en þeir eiga ekki von á góðu frá Roy Keane knattspyrnustjóra og Niall Quinn stjórnarformanni ef þessar fréttir reynast réttar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Yfirtaka í Man City á viðræðustigi

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City er nú nýjasta félagið á Englandi til að vera orðað við yfirtöku, en forráðamenn félagsins hafa staðfest að þeir séu í viðræðum við fjárfesta sem hafi í huga að kaupa félagið. Breska sjónvarpið segir að hér sé um fjársterkan einstakling að ræða og því hefur verið slegið fram að 70 milljón punda tilboð verði lagt fram fljótlega.

Enski boltinn
Fréttamynd

Boateng sleppur við bann

Miðjumaðurinn George Boateng hjá Middlesbrough sleppur við leikbann eftir að rauða spjaldið sem hann fékk í leik gegn Tottenham í vikunni var dregið til baka. Aganefnd knattspyrnusambandsins fór yfir átökin sem upphófust á lokamínútum leiksins og komst að þeirri niðurstöðu að Boateng hefði ekki gert neitt til að uppskera rautt spjald.

Enski boltinn
Fréttamynd

Atouba fær tveggja leikja bann og sekt

Kamerúnmaðurinn Timothee Atouba hjá HSV í Þýskalandi hefur verið settur í tveggja leikja bann og gert að greiða sekt í kjölfar þess að hann sýndi stuðningsmönnum liðsins dónalegt fingramál þegar honum var skipt af velli í sigri HSV á CSKA Moskva í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Shevchenko er tilbúinn að pakka saman

Framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea segist vera ánægður í herbúðum Chelsea, en segist óttast að leikstíll hans henti ekki áherslum Jose Mourinho. Hann segist vera tilbúinn að pakka niður í tösku og fara aftur til Ítalíu ef Chelsea geti ekki notað sig.

Enski boltinn
Fréttamynd

Birgir Leifur á fimm yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum á Alfred Dunhill mótinu í Suður-Afríku í dag en sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Birgir lauk fyrsta hringnum á 77 höggum eða 5 yfir pari og er því á meðal neðstu manna á móginu. Birgir verður því að leika óaðfinnanlega á morgun ef hann á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu þar sem 70 kylfingar halda áfram keppni.

Golf
Fréttamynd

Íslandsmet hjá Ragnheiði

Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR bætti í morgun Íslandsmet sitt í 100 metra skriðsundi á EM sem fram fer í Helsinki þegar hún synti vegalengdina á 55,95 sekúndum. Hún var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit í greininni og hafnaði í 25. sæti af 44 í undanrásunum.

Sport
Fréttamynd

Loks vann Washington á útivelli

Washington Wizards vann sinn fyrsta sigur á útivelli á leiktíðinni í NBA í nótt þegar liðið sótt New York Knicks heim og vann 113-102. Gilbert Arenas skoraði 38 stig og Antawn Jamison bætti við 33 stigum fyrir Washington, en Eddy Curry skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í leikjum næturinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigurður Eyjólfsson tekur við af Jörundi Áka

Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og tekur við starfi Jörundar Áka Sveinssonar. Sigurður hefur skrifað undir tveggja ára samning við KSÍ og verður Guðni Kjartansson aðstoðarmaður hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikmenn Arsenal voru taugaóstyrkir

Arsene Wenger viðurkennir að hans menn hafi verið of varkárir og taugaóstyrkir í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Porto á útivelli í Meistaradeildinni, en það tryggði liðinu engu að síður efsta sætið í riðlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferguson ánægður að sjá fimm bresk lið í 16-liða úrslitunum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist afar sáttur við að sjá fimm bresk lið í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ár eftir sigur United á Benfica í kvöld. "Það er frábært að sjá þessi lið komast áfram og það er ljóst að eitt þeirra á góða möguleika á að vinna keppnina. Ég vona bara að það verði okkar lið," sagði Ferguson.

Fótbolti
Fréttamynd

Cleveland - Toronto í beinni á miðnætti

Leikur Cleveland Cavaliers og Toronto Raptors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpssstöðinni á Fjölvarpinu á miðnætti í kvöld. Cleveland er hörkulið með LeBron James í fararbroddi, en liðinu hefur gengið afleitlega gegn veikari liðum deildarinnar það sem af er í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Atouba í vondum málum

Kamerúnski landsliðsmaðurinn Timothee Atouba hjá Hamburg á væntanlega von á mjög harðri refsingu frá félagi sínu og aganefnd knattspyrnusambands Evrópu eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Hamburg miðfingurinn þegar honum var skipt af velli í langþráðum sigri liðsins í Meistaradeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

West Ham lá heima fyrir Wigan

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Björgólfur Guðmundsson sat við hlið Eggerts Magnússonar í heiðursstúku West Ham í kvöld en þurfti að horfa upp á sína menn tapa 2-0 fyrir Wigan. Þá vann Newcastle afar mikilvægan sigur á Reading 3-2 í æsilegum leik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gummersbach steinlá fyrir Nordhorn

Fjórir leikir voru háðir í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach töpuðu stórt fyrir Nordhorn á útivelli 42-31 og lét Alfreð hafa eftir sér eftir leikinn að sínir menn gætu gleymt því að gera eitthvað í Meistaradeildinni um næstu helgi ef þeir ætluðu sér að spila svona áfram.

Handbolti
Fréttamynd

Suðurnesjaliðin unnu leiki sína

Grannliðin Grindavík og Keflavík lögðu andstæðinga sína nokkuð örugglega í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík lagði Breiðablik 88-67 þar sem Tamara Bowie skoraði 39 stig og hirti 15 fráköst fyrir Grindavík en Tiara Harris skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Blika. Keflavík lagði ÍS 91-67 þar sem TaKesha Watson hjá Keflavík fékk þungt höfuðhögg og var flutt á sjúkrahús með heilahristing og brotnar tennur.

Körfubolti
Fréttamynd

Góður sigur United á Benfica

Manchester United tryggði sér efsta sætið í F-riðli Meistaradeildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum með 3-1 sigri á Benfica á Old Trafford í kvöld. Nélson kom Benfica óvænt yfir í leiknum en Nemanja Vidic jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þeir Ryan Giggs og Louis Saha bættu svo við tveimur mörkum í þeim síðari og tryggðu enska liðinu sigurinn. Nú er ljóst hvaða lið fara í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Súrt tap hjá Lemgo

Íslendingalið Lemgo er úr leik í EHF keppninni í handbolta eftir súrt tap fyrir franska liðinu Dunkerque. Franska liðið vann fyrri leik liðanna 35-30, en Lemgo vann leikinn í kvöld 31-27 og var því aðeins marki frá því að fara áfram í keppninni þar sem liðið átti titil að verja frá í fyrra. Logi Geirsson var markahæstur í liði Lemgo með 7 mörk ásamt Filip Jicha.

Handbolti
Fréttamynd

Naumur sigur Fram á Akureyri

Fram tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum SS-bikarsins í handbolta þegar liðið lagði Akureyri 31-30 í hörkuleik. Fram og Stjarnan hafa því tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

McLaren vill fá Alonso strax

Forráðamenn McLaren í Formúlu 1 ætla að fara þess á leit við kollega sína hjá Renault að þeir leysi heimsmeistarann Fernando Alonso undan samningi nokkrum vikum fyrr en áætlað var svo hann geti hafið prófanir strax með nýja liðinu sínu.

Formúla 1
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik á Old Trafford

Nú er kominn hálfleikur í frábærum leik Manchester United og Benfica á Old Trafford í Meistaradeildinni og er staðan jöfn 1-1. Gestirnir frá Portúgal komust yfir þvert gegn gangi leiksins þegar bakvörðurinn Nélson skoraði með glæsilegu skoti eftir 27 mínútur, en Nemanja Vidic jafnaði fyrir heimamenn í uppbótartíma. Leikurinn hefur verið eign Manchester United síðasta hálftímann og sóknarleikurinn í fyrirrúmi.

Fótbolti
Fréttamynd

HM 2010 verður með óbreyttu sniði

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur gefið það út að HM í knattspyrnu sem fram fer í Suður-Afríku muni standa yfir dagana 11. júní til 11. júlí árið 2010. Keppnin verður með sama sniði og HM í Þýskalandi í sumar, þar sem mótshaldarar fá öruggt sæti í keppninni.

Fótbolti