Innlendar

Fréttamynd

Hafþór náði besta árangri Íslendings á Evróputúrnum

Hafþór Harðarson, 23 ára keilari úr ÍR, sem spilar nú með sænska félaginu Team Pergamon, varð um helgina í öðru sæti á móti í Evrópumótaröðinni sem fram fór í Ljubijana í Slóveníu. Þetta er langbesti árangur Íslendings á Evróputúrnum í keilu.

Sport
Fréttamynd

Gísli Íslandsmeistari í lyftingum

Gísli Kristjánsson varð um helgina Íslandsmeistari í ólympískum lyftingum þar sem hann hlaut flest stig allra keppenda á Íslandsmótinu sem haldið var í Ásgarði í Garðabæ um helgina.

Sport
Fréttamynd

Elsa Guðrún vann aftur

Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði sigraði í dag í skíðagöngu kvenna með frjálsi aðferð á Skíðamóti Íslands.

Sport
Fréttamynd

Andri og Elsa Íslandsmestarar í sprettgöngu 2009

Andri Steindórsson frá Akureyri og Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði urðu fyrstu Íslandsmeistararnir á Skíðamóti Íslands árið 2009. Bæði unnu þau á sjónarmun í sprettgöngu eftir frábæra keppni.

Sport
Fréttamynd

Bræðurnir stóðu sig vel á EM í Mílanó

Bræðurnir Viktor og Róbert Kristmannssynir stóðu sig vel í undankeppni í fjölþraut á Evrópumeistaramótinu í fimleikum í Mílanó sem fór fram í gær. Þeir bættu sig báðir sig talsvert frá mótunum fyrr í vetur.

Sport
Fréttamynd

Árni Már stóð sig vel á NCAA-háskólamótinu

Árni Már Árnason stóð sig vel á NCAA-háskólamótinu í sundi um síðustu helgi en þetta er meistaramót allra háskóla í Bandaríkjunum og það mikill heiður að öðlast keppnisrétt á þessu móti.

Sport
Fréttamynd

Fríða Rún og Sigurður urðu bæði Evrópumeistarar

Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR og Sigurður Haraldsson úr Leikni, Fáskrúðsfirði urðu bæði Evrópumeistarar í frjálsum á EM 35 ára og eldri sem fram fór í Ancona á Ítalíu um helgina. Íslenski hópurinn vann alls til sex verðlauna á mótinu.

Sport
Fréttamynd

SR Íslandsmeistari í íshokkí

Skautafélag Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í íshokkí í dag eftir sigur á Skautafélagi Akureyrar í úrslitakeppni Íslandsmótsins, 7-3.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmótið í badminton: Tinna þrefaldur meistari

Tinna Helgadóttir vann þrjá titla á Íslandsmótinu í badminton sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. H'un varð meistari í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik, með bróður sínum Magnúsi sem varð tvöfaldur meistari í karlaflokki, líkt og Helgi Jóhannesson.

Sport
Fréttamynd

Fríða Rún náði í silfur á EM á Ítalíu

ÍR-ingurinn Fríða Rún Þórðardóttir varð önnur í 3000 metra hlaupi á EM innanhúss hjá 35 ára og eldri sem er nú í gangi á Ancona á Ítalíu. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.

Sport
Fréttamynd

Tvö Íslandsmet hjá Hrafnhildi

Íslandsmótinu í sundi í 50 metra laug er lokið. Hrafnhildur Lúthersdóttir átti góða helgi í lauginni en hún setti tvö Íslandsmet.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhildur bætti Íslandsmet

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH bætti í kvöld Íslandsmetið í 100 metra bringusundi kvenna á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug.

Sport
Fréttamynd

Sigrún Brá setti met

Sigrún Brá Sverrisdóttir úr sundfélaginu Ægi setti í kvöld Íslandsmet í 800 metra skriðsundi. Metið var sautján ára gamalt.

Sport
Fréttamynd

Sjötta lengsta kastið í heiminum á árinu

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni varð í 3. sæti á níunda Vetrarkastmóti Evrópu sem lauk í Los Realejos á Kanaríeyjum í dag. Ásdís kastaði 60,42 metra og setti nýtt Íslandsmet.

Sport
Fréttamynd

Bræðurnir unnu fimm af sex gullverðlaunum

Viktor og Róbert Kristmannsson úr Gerplu unnu fimm af sex gullum í boði í keppni á áhöldum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fram lauk í Hafnarfirði í dag. Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu vann þrenn gull hjá stelpunum.

Sport
Fréttamynd

Jóhanna Gerða setti Íslandsmet í Frakklandi

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, setti í dag nýtt glæsilegt Íslandsmet í 200 metra baksundi þegar hún synti á 2:18,88 mínútum á sterku sundmóti í Sarcelles í Frakklandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Ægiringa.

Sport
Fréttamynd

Búist við mikilli spennu í kvennaflokki

Íslandsmótið í áhaldafimleikum fer fram um næstu helgi og er í umsjá Bjarkanna í Hafnarfirði. Að þessu sinni verður keppt verður eftir nýju fyrirkomulagi þar sem að krýndir verða Íslandsmeistarar í fullorðins flokki og unglingaflokki.

Sport