Innlendar

Fréttamynd

Frábær árangur hjá Erni

Örn Arnarson komst í undanúrslit í tveimur sundum á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Ungverjalandi í morgun og bætti Íslandsmet sitt í 50 metra baksundi.

Sport
Fréttamynd

Ragna tapaði á Ítalíu

Ragna Ingólfsdóttir tapaði í dag fyrir Elizabeth Cann frá Englandi í 16-manna úrslitum á alþjóðlegu badmintonmóti á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Jóhann Rúnar og Karen Björg best

Íþróttasamband fatlaðra útnefndi í dag þau Jóhann Rúnar Kristjánsson og Karen Björg Gísladóttur íþróttamann og -konu ársins 2007 við hátíðlega athöfn.

Sport
Fréttamynd

Tvö Íslandsmet í sundinu

Tvö Íslandsmet féllu á opna meistaramótinu í sundi sem fram fer í Eindhoven í Hollandi. Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB sló 15 ára gamalt met Ragnheiðar Runólfsdóttur þegar hún synti 50 metra bringusund á 33,21 sekúndu.

Sport
Fréttamynd

Gullin helgi fyrir Rögnu

Árangur íslensku keppendanna á alþjóðlega badmintonmótinu Iceland Express International sem lauk í gær var mjög góður og stjarna mótsins var Ragna Ingólfsdóttir sem vann tvö gull í einliðaleik og tvíliðaleik.

Sport
Fréttamynd

Ragna vann tvöfalt

Ragna Ingólfsdóttir vann tvöfalt á alþjóðlega badmninton mótinu sem haldið var í TBR húsinu um helgina. Fyrr í dag vann Ragna sigur í einliðaleik þar sem hún lagði Trine Niemaier frá Danmörku í úrslitaleik og sigraði svo í tvíliðaleiknum ásamt Katrínu Atladóttur síðar í dag þegar þær báru sigurorð af Söru Jónsdóttur og Tinnu Helgadóttur.

Sport
Fréttamynd

NM-meistari á nýju meti

Hinn stórefnilegi frjálsíþróttakappi Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni varð í gær Norðurlandameistari unglinga í 400 metra hlaupi en mótið fer fram í Danmörku.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmótið í strandblaki var haldið um helgina

Laugardaginn 18. ágúst var Íslandsmótið í strandblaki haldið í Fagralundi í Kópavogi, og var þetta eitt stærsta Íslandsmót sem haldið hefur verið til þessa. 9 kvennalið og 8 karlalið skráðu sig til keppni, og til marks um hve keppnin var hörð og jöfn þá fóru 5 leikir hjá körlum í 3 hrinur og 4 leikir hjá konunum, en eingöngu þarf að vinna 2 hrinur í strandblaki til að vinna leik.

Sport
Fréttamynd

Líney Rut nýr framkvæmdastjóri ÍSÍ

Líney Rut Halldórsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri ÍSÍ. Þetta samþykkti framkvæmdastjórn sambandsins einróma á fundi sínum í hádeginu í dag. Líney tekur við starfinu af Stefáni Konráðssyni sem ráðið hefur sig sem framkvæmdastjóra Íslenskrar Getspár.

Sport
Fréttamynd

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar var sett í gær

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar var sett í Belgrad í Serbíu og Svartfjallalandi í gær. Fimm Íslenskir frjálsíþróttaunglingar á aldrinum 16-17 ára munu taka þátt á mótinu, en 38 Íslenskir íþróttamenn taka þátt í Ólympíuhátíðinni að þessu sinni í sjö íþróttagreinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Árshátíð Kraft fór fram í dag

Árshátið Kraftlyftingasambands Íslands fór fram í Hátúni í dag og þar var mikið um dýrðir. Þar var meðal annars kraftakeppni þar sem óvæntar hetjur tóku þátt og hápunkturinn var án efa þegar einn stærsti jeppi landsins gerði sér lítið fyrir og ók yfir tvo fólksbíla. Sjáðu myndir frá keppninni í albúmi sem fylgir fréttinni.

Sport
Fréttamynd

Skagafjarðarrall ræst í morgun

Skagafjarðarrall var ræst frá Sauðárkróki klukkan 9 í morgun í blíðskaparveðri. Fyrstu sérleiðir dagsins verða eknar um Mælifellsdal.Sextán áhafnir eru skráðar til leiks.

Sport
Fréttamynd

Ragna fékk silfur

Ragna Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari í badminton, endaði Opna ástralska mótið í badminton í örðu sæti. Ragna beið lægri hlut í úrslitaleik í morgun fyrir Larisu Griga frá Úkraínu, 11-21 og 10-21. Ragna þokar sig enn upp heimslistann í einliðaleik en hún var í 38 sæti fyrir mótið og styrkir með þessari frammistöðu enn stöðu sína á að komast á Ólympíuleikana.

Sport
Fréttamynd

Ragna í úrslit í Melbourne

Ragna Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari í badminton, tryggði sér í morgun sæti í úrslitum á alþjóðlega Viktoríumótinu sem fram fram fer í Melbourne í Ástralíu. Ragna sigraði Kristinu Ludikovu í morgun í tveimur settum en mætir svo Larisu Griga frá Úkraínu í úrslitunum á morgun. Ragna er í 38. sæti á heimslistanum í einliðaleik kvenna.

Sport
Fréttamynd

Suðurlandströllið fer fram um helgina

Hin árlega aflraunakeppni Suðurlandströllið fer fram í Hveragerði og á Selfossi á laugardaginn. Keppnin hefst klukkan 13:30 við Selfossbrú þar sem m.a. verður keppt í trukkadrætti og Drumbalyftu. Klukkan 16 færist svo keppnin að Eden í Hveragerði þar sem keppt verður í axlalyftu, uxagöngu og Húsafellshelluburði. Sterkasti maður Íslands, Kristinn "Boris" Haraldsson verður meðal keppenda á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Fjögur Íslandsmet féllu á Héðinsmótinu

Fjögur Íslandsmet voru sett á Héðinsmótinu árlega í bekkpressu sem haldið var á Ólafsvík í gær. Jakob Baldursson setti Íslandsmet í 125 kg flokki þegar hann lyfti 285 kg og bætti met Auðuns Jónssonar um 4,5 kg. Héraðsmaðurinn Ísleifur Árnason bætti eigið met í 90 kg flokki með því að lyfta 218,5 kg.

Sport
Fréttamynd

Landsmótið sett annað kvöld

Risalandsmót UMFÍ verður haldið í Kópavogi dagana 5. - 8. júlí. Ungmennafélag Íslands fagnar 100 ára afmæli sínu og af því tilefni er efnt til stærsta landsmóts sem haldið hefur verið hér á landi.

Sport
Fréttamynd

Frábær árangur hjá skylmingamönnum

Íslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu í skylmingum hafa nú lokið keppni á mótinu og er árangurinn frábær. Íslenska liðið sigraði í dag í liðakeppni í skylmingum með höggsverði og vann alls til níu gullverðlauna á mótinu. 35 íslenskir keppendur tóku þátt í mótinu og sigruðu þeir í 8 af 11 flokkum í keppni einstaklinga.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrír titlar í viðbót í skylmingunum

Íslenska skylmingalandsliðið bætti í dag þremur titlum í sarpinn á Norðurlandamótinu. Ragnar Ingi Sigurðsson FH varð í dag Norðurlandameistari í opnum flokki í skylmingum með höggsverði. Þorbjörg Ágústsdóttir SFR varð Norðurlandameistari í kvennaflokki fyrr í dag. Þar með hafa íslensku stúlkurnar náð öllum Norðurlandameistaratitlum í kvennaflokkum á mótinu. Sindri Snær Freysson hampaði Norðurlandameistaratitli í barnaflokki 13 ára og yngri.

Sport
Fréttamynd

Andy Gray á Íslandi

Skoska knattspyrnugoðsögnin Andy Gray hjá Sky-sjónvarpsstöðinni kemur til Íslands á morgun til að vera viðstaddur sérstakan blaðamannafund sem haldinn verður á miðvikudaginn. Á fundinum verður sjónvarpsstöðin Sýn 2 formlega kynnt til leiks en hún mun gera enska boltanum góð skil á íslandi frá og með upphafi næstu leiktíðar.

Sport
Fréttamynd

Skylmingar: 35 íslenskir keppendur á NM

Alls taka 35 íslenskir keppendur þátt í Norðurlandamótinu í skylmingum sem verður haldið dagana 25. - 29. júní. Mótið verður í Óðinsvéum í Danmörku. Auk liðakeppni keppir Ísland í 11 flokkum.

Sport
Fréttamynd

Ísland með næstflest verðlaun á smáþjóðaleikunum

Íslensku íþróttamennirnir stóðu sig vel á nýafstöðnum smáþjóðaleikum í Mónakó, en þeim lauk í gærkvöld. Íslenska keppnisliðið hlaut alls 76 verðlaun á leikunum en Kýpverjar unnu flest verðlaun - 91. Íslenska liðið vann 31 gullverðlaun, 22 silfur- og 23 brons.

Sport
Fréttamynd

Hafsteinn kom fyrstur í mark í Bláalónsþrautinni

Hjólreiðamenn fengu sannkallað draumaveður í dag þegar hin árlega Bláalónsþraut á fjallahjólum fór fram í 11. sinn. Hjóluð var 60 km leið frá Hafnarfirði um Djúpavatnsleið, til Grindavíkur og þaðan í mark í Bláa Lóninu. Smelltu á spila til að sjá skemmtilegt myndbrot sem tekið var í keppninni.

Sport