Innlendar

Fréttamynd

Pesic kemur Skagamönnum yfir

Igor Pesic hefur komið Skagamönnum yfir gegn Val í leik liðanna í Landsbankadeildinni. Pesic slapp einn innfyrir vörn Vals eftir að rangstöðugildra liðsins klikkaði illa og skoraði auðveldlega á 40. mínútu. Valsmenn höfðu fram að þessu verið betri aðilinn í leiknum og klúðraði Guðmundur Benediktsson sannkölluðu dauðafæri um miðjan hálfleikinn.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik í Kópavogi

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Breiðabliks og Grindavíkur í Landsbankadeildinni og er staðan jöfn 1-1. Óli Stefán Flóventsson kom gestunum yfir á 19. mínútu, en Marel Baldvinsson jafnaði leikinn skömmu áður en flautað var til hlés með marki úr vítaspyrnu. Staðan í leik Vals og ÍA er enn 0-0 en sá leikur er í beinni á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Gestirnir komnir yfir á Kópavogsvelli

Óli Stefán Flóventsson hefur komið Grindvíkingum yfir í 1-0 gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í fyrri leik kvöldsins í Landsbankadeildinni. Markið kom á 19. mínútu eftir að heimamenn gerðu sig seka um mistök í vörninni. Hægt er að fylgjast með gangi leiksins á Boltavaktinni hér á Vísi.

Sport
Fréttamynd

Valur - ÍA í beinni á Sýn

Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Í Kópavogi taka Blikar á móti Grindvíkingum klukkan 19:15 og klukkan 20 mætast Valur og ÍA á Laugardalsvelli, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Aldrei fleiri keppendur á Klaustri

Hið árlega þolakstursmót á var haldið á Kirkjubæjarklaustri um nýliðna helgi og þar tóku þátt yfir 400 keppendur í þessari ört vaxandi íþrótt hér á landi. Ekið var í 6 tíma samanlagt og skiptust tveir menn á að sitja hjólið í brautinni, sem er gríðarleg þolraun. Metþáttaka var í kvennaflokki í ár, en auk þess er keppt í unglingaflokki. Næsta mót fer fram á Ólafsvík um næstu helgi, en þar er um að ræða fyrstu keppnina í motocrossi í sumar.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir halda sínu striki

Íslandsmeistarar FH halda sínu striki á toppi Landsbankadeildarinnar og í kvöld sigraði Hafnarfjarðarliðið Fylki í Árbænum 2-1. Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrsta mark FH úr víti og Ármann Smári Björnsson bætti við öðru marki með glæsilegum skalla. Christian Christiansen minnkaði muninn fyrir Fylki, en Árbæingar komust ekki lengra í kvöld þrátt fyrir ágæta spilamennsku.

Sport
Fréttamynd

Keflavík burstaði KR

Keflvíkingar unnu auðveldan 3-0 sigur á KR-ingum í Keflavík í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Magnús Þorsteinsson, Daniel Servino og Símun Samuelsen skoruðu mörk suðurnesjaliðsins. Þá unnu nýliðar Víkings annan sigur sinn í röð þegar þeir skelltu Eyjamönnum 1-0 á útivelli með marki Viktors Bjarka Arnarssonar eftir aðeins þriggja mínútna leik.

Sport
Fréttamynd

FH yfir í Árbænum

Íslandsmeistarar FH hafa yfir 2-1 gegn Fylki í hálfleik í viðureign liðanna í Landsbankadeildinni. Það var markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson sem kom gestunum yfir á fyrstu mínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu og Ármann Smári Björnsson skoraði með glæsilegum skalla á 24. mínútu. Christian Christiansen minnkaði muninn fyrir heimamenn á 30. mínútu eftir skelfileg mistök Daða Lárussonar í marki FH.

Sport
Fréttamynd

Keflavík hefur yfir gegn KR

Nú er komin hálfleikur í leikjunum tveimur sem hófust klukkan 19:15 í Landsbankadeild karla í kvöld. Keflvíkingar hafa yfir 1-0 gegn KR í Keflavík, þar sem Magnús Þorsteinsson skoraði mark heimamanna eftir aðeins 2 mínútur og nýliðar Víkings hafa yfir 1-0 gegn ÍBV í Eyjum, þar sem Viktor Bjarki Arnarsson skoraði á 3. mínútu. Leikur Fylkis og FH er nýhafinn og er í beinni á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Hrun í síðari hálfleik

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Makedóníu 28-23 í fyrri leik liðanna um laust sæti á EM í Laugardalshöll í dag. Íslenska liðið hafði tveggja marka forystu í hálfleik 13-11, en gestirnir tóku öll völd í þeim síðari og nýttu sér fjölmörg mistök íslenska liðsins.

Sport
Fréttamynd

Ísland yfir gegn Makedónum í hálfleik

Íslenska kvennalandsliðið er yfir 13-11 gegn Makedóníu í hálfleik í landsleik þjóðanna sem fram fer í Laugardalshöll, en keppt er um sæti á EM. Íslenska liðið var nokkuð ryðgað í upphafi, en er nú komið á góðan skrið. Hrafnhildur Skúladóttir er markahæst í íslenska liðinu með sex mörk og Berglind Hansdóttir er búin að verja 14 skot í markinu.

Sport
Fréttamynd

Íslendingar Norðurlandameistarar

Íslenska U-18 landslið karla varð í dag Norðurlandameistari í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Svíum í úrslitaleik í dag 82-69. Hörður Sveinsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag með 22 stig og var kjörinn maður mótsins. U-18 ára kvennaliðið hlaut silfurverðlaun eftir tap fyrir Svíum í úrslitaleik og U-16 ára lið karla fékk bronsverðlaun.

Sport
Fréttamynd

Haukar lögðu Þór

Tveir leikir fóru fram í 1.deild karla í knattspyrnu í dag. Haukar lögðu Þór 1-0 að Ásvöllum í uppgjöri botnliðanna og þá gerðu Leiknir og Víkingur Ólafsvík 3-3 jafntefli í Breiðholtinu. Fram og Fjölnir deila með sér toppsætinu í deildinni að loknum þremur umferðum.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í vandræðum í dag

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér alls ekki á strik á þriðja degi áskorendamótsins í Marokkó í dag. Birgir lék á fimm höggum yfir pari í dag og er því á fjórum höggum yfir pari samanlagt á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ólöf úr leik í Frakklandi

Ólöf María Jónsdóttir úr GKG er úr leik á franska meistaramótinu í golfi eftir að hún leik annan hringinn í dag á 8 höggum yfir pari. Hún var því samtals á 11 höggum yfir pari á mótinu og komst ekki í gegn um niðurskurðinn.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð náði fjórða sætinu

Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason hafnaði í fjórða til sjötta sæti á Kinnaborg-mótinu í golfi sem lauk í Svíþjóð í dag. Heiðar lék lokadaginn á tveimur höggum yfir pari og lauk því keppni á einu höggi undir pari.

Sport
Fréttamynd

FH lagði ÍA

Íslandsmeistarar FH lögðu Skagamenn 2-1 í lokaleik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á heimavelli sínum í Kaplakrika. Sigurvin Ólafsson kom FH yfir í fyrri hálfleik, en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin fyrir ÍA úr vítaspyrnu á 52. mínútu. Það var svo varamaðurinn Atli Guðnason sem tryggði heimamönnum sigurinn á 75. mínútu. Skagamenn eru því enn án stiga í deildinni, en Íslandsmeistararnir eru með fullt hús eftir þrjár umferðir.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur Valsmanna í Eyjum

Valsmenn unnu í dag sinn fyrsta sigur í Landsbankadeildinni þetta sumarið þegar þeir lögðu Eyjamenn örugglega 3-0 í Vestmannaeyjum. Matthías Guðmundsson kom Val á bragðið með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Garðar Gunnlaugsson bætti svo við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

Skagamenn búnir að jafna

Bjarni Guðjónsson var rétt í þessu að jafna leikinn fyrir ÍA gegn FH í 1-1 í Kaplakrika. Markið kom úr vítaspyrnu á 52. mínútu og skömmu síðar björguðu Skagamenn skoti FH á marklínu í annað sinn í leiknum, sem sýndur er beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmeistararnir yfir í hálfleik

Íslandsmeistarar FH hafa yfir 1-0 í hálfleik gegn Skagamönnum í stórleik kvöldsins í Landsbankadeildinni. Það var Sigurvin Ólafsson sem skoraði markið sem skilur liðin að með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 40. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Valsmenn komnir í 2-0 í Eyjum

Valsmenn eru búnir að bæta við öðru marki sínu í Vestmannaeyjum og var þar að verki Garðar Gunnlaugsson strax í upphafi síðari hálfleiksins. Það er því útlit fyrir að Valur sé að krækja í sín fyrstu stig á Íslandsmótinu í sumar. Staðan í leik FH og ÍA í Hafnarfirði er enn 0-0, en sá leikur er sýndur í beinni á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Valur yfir í hálfleik gegn ÍBV

Valsmenn hafa yfir 1-0 gegn ÍBV í Vestmannaeyjum þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í Landsbankadeild karla. Það var Matthías Guðmundsson sem skoraði markið á 18. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti sínu eftir fyrirgjöf Guðmundar Benediktssonar. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur og eflaust eiga eftir að koma fleiri mörk í Eyjum í síðari hálfleik. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi og þá er rétt að geta þess að leikur FH og ÍA er hafinn í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti sigur Víkings í höfn

Nýliðar Víkings unnu í dag sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild karla þegar þeir burstuðu Breiðablik 4-1 í uppgjöri nýliðanna í deildinni. Heimamenn höfðu tögl og haldir í leiknum gegn slökum Blikum.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur á Norðmönnum

Átján ára karlalandslið íslands í körfubolta heldur uppteknum hætti á Norðurlandamótinu í körfubolta sem fram fer í Svíðþjóð og í dag vann liðið sannfærandi sigur á Norðmönnum 78-63. Hörður Vilhjálmsson lék vel fyrir íslenska liðið, skoraði 26 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Sextán ára lið tapaði naumlega fyrir Finnum í opnunarleik sínum og mætir Svíum síðar í dag.

Sport
Fréttamynd

Fín byrjun hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson var í stuði á fyrsta keppnisdegi opna áskorendamótsins í Marokkó í Afríku í dag og lauk hann fyrsta hringnum á 67 höggum, eða 4 höggum undir pari. Hann er því á meðal efstu manna eftir fyrsta daginn.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð í góðum málum

Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason hélt áfram að leika vel á öðrum degi Kinnaborgmótsins í Svíðþjóð í dag og lauk hann keppni á tveimur höggum undir pari og er því samtals á þremur höggum undir pari. Heiðar var í efsta sæti mótsins þegar hann lauk keppni í dag.

Sport
Fréttamynd

Víkingar í stuði

Víkingur hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Breiðablik í fyrsta leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hér er um að ræða viðureign nýliðanna í deildinni. Heimamenn komust yfir á 18. mínútu þegar Viktor Bjarki Arnarsson skoraði úr vítaspyrnu og hann lagði svo upp annað markið fyrir félaga sinn Hörð Bjarnason með glæsilegum hætti á 31. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Góður árangur hjá unglingaliðunum

Góður árangur náðist á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem hófst í Svíþjóð í dag. Átján ára landslið pilta sigraði Svía 86-84, þar sem Hörður Vilhjálmsson skoraði 30 stig fyrir Íslenska liðið. Þá vann átján ára lið Íslands í kvennaflokki einnig sigur á því sænska 71-64 og þar var það hin magnaða Helena Sverrisdóttir sem fór á kostum og skoraði 35 stig.

Sport
Fréttamynd

Cizmek byrjaður að æfa með KR

Króatíski miðjumaðurinn Mario Cizmek mætti í dag á sína fyrstu æfingu með liði KR í dag, en sá er fyrrum u-21 árs landsliðsmaður. Þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag. Vonast KR-ingar til þess að hann verði kominn með leikheimild fyrir næsta leik liðsins í Landsbankadeildinni, sem er gegn Keflvíkingum á sunnudag.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli í Grindavík

Grindvíkingar og Keflvíkingar gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í síðari leik kvöldsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Jóhann Þórhallsson kom heimamönnum á bragðið á 33. mínútu, en Guðmundur Steinarsson jafnaði metin úr víti skömmu síðar.

Sport