Erlendar Middlesbrough hætt við að kaupa Robert Huth Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough tilkynnti í dag að það væri hætt við að kaupa þýska landsliðsmiðvörðinn Robert Huth frá Chelsea. Búið var að samþykkja félagaskipti hans fyrir fimm milljónir punda, en talið er víst að Boro hafi hætt við að kaupa hann eftir að ökklameiðsli hans urðu þess valdandi að hann stóðst ekki læknisskoðun. Sport 13.7.2006 14:15 Ekkert tilboð frá Arsenal Umboðsmaður franska landsliðsmannsins Franck Ribery hefur vísað því á bug að Arsenal hafi gert 10 milljón punda tilboð í vængmanninn knáa, sem gerði fína hluti með Frökkum á HM þrátt fyrir að vera nýgræðingur með landsliðinu. Sport 13.7.2006 13:28 Vill að Zidane haldi gullknettinum Varnarmaðurinn Marco Materazzi vill að Zinedine Zidane haldi gullknettinum, verðlaununum sem hann fékk fyrir að vera kjörinn besti leikmaðurinn á HM. Borist hefur í tal að verðlaunin verði tekin af Zidane eftir að hann gerðist sekur um líkamsárás í úrslitaleiknum, en það hefur ekki áhrif á skoðun fórnarlambs árásarinnar, hinn ítalska Materazzi. Sport 13.7.2006 13:18 Neitar ásökunum Zidane Ítalski varnarmaðurinn Marco Materazzi neitar því að hafa sagt ljóta hluti um móður Zinedine Zidane í úrslitaleiknum á HM eins og Zidane hélt fram í franska sjónvarpinu nú undir kvöld. Materazzi segist sjálfur hafa misst móður sína ungur og segir að Zidane sé ein af hetjum sínum á knattspyrnuvellinum. Sport 12.7.2006 19:06 Get ekki beðið Materazzi afsökunar Franski leikmaðurinn Zinedine Zidane tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um atburðina í úrslitaleiknum á HM á dögunum, í viðtali við franska sjónvarpið. Zidane biðst afsökunar á framferði sínu þegar hann skallaði hinn ítalska Marco Materazzi og segir hann hafa sagt mjög ljóta persónulega hluti um systur sína og móður. Hann fékkst ekki til að greina frekar frá því hvað fór þeirra á milli. Sport 12.7.2006 18:08 Inter kaupir þrjá leikmenn Stórlið Inter Milan á Ítalíu hefur fest kaup á þremur nýjum leikmönnum. Sá þekktasti er líklega franski miðjumaðurinn Oliver Dacourt sem leikið hefur með Roma undanfarin ár og var fastamaður í franska landsliðinu í mörg ár. Þá hefur liðið fengið til sín Brasilíumennina Maicon Douglas Sisenando frá Mónakó og Maxwell Scherrer Cabelino Andrade frá Empoli, en þeir eru báðir 24 ára gamlir. Fótbolti 12.7.2006 16:48 Eriksson vildi fá Ferdinand í landsliðið Sven-Göran Eriksson, fráfarandi landsliðsþjálfari Englendinga, hefur gefið það upp að hann hafi viljað fá varnarmanninn Anton Ferdinand inn í hóp sinn á HM í stað Luke Young þegar hann meiddist. Ekkert varð þó af þessu, því þegar Eriksson hafði samband við Ferdinand, hafði hann 24 tímum áður gengist undir aðgerð vegna kviðslits. Sport 12.7.2006 16:38 LeBron James skrifar undir styttri samning Stórstjarnan LeBron James undirritar í kvöld nýjan samning við Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni, en samningur hans verður þó nokkuð frábrugðinn þeim samningi sem félagar hans Carmelo Anthony og Dwyane Wade úr nýliðaárgangnum 2003 skrifuðu undir á dögunum. Sport 12.7.2006 16:30 Arsenal líklegast Umboðsmaður argentínska framherjans Javier Saviola hjá Barcelona segir að allt bendi til þess að hann gangi í raðir Arsenal í sumar. Saviola var í eldlínunni með argentínska landsliðinu á HM og var lykilmaður í liði Sevilla sem vann sigur í Evrópukeppni félagsliða í vor, en þar var hann sem lánsmaður. Sport 12.7.2006 16:25 Sol Campbell á nóg inni Harry Redknapp heldur áfram að gera hosur sínar grænar fyrir miðverðinum Sol Campbell, sem á dögunum tilkynnti að hann væri hættur að spila með Arsenal og ætlaði að reyna fyrir sér erlendis. Campbell var gagnrýndur nokkuð undir lok síðustu leiktíðar og voru margir á því að bestu dagar hans sem leikmanns væru að baki. Sport 12.7.2006 16:16 Keppnisbanni aflétt á Grikki Alþjóða knattspyrnusambandið aflétti í dag keppnisbanninu sem það setti á Grikki í kjölfar upplausnar í rekstri knattspyrnusambandsins þar í landi. Nú hefur tekist að ganga frá lausum endum sem uppfylla kröfur FIFA og því geta Grikkir mætt Englendingum í vináttuleik í næsta mánuði eins og til stóð. Sport 12.7.2006 16:06 Fabregas fer ekki fet Arsene Wenger segir að spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas sé alls ekki á leið til Real Madrid eins og fjölmiðlar á Spáni og ný stjórn Real hefur haldið fram undanfarna daga. Sport 12.7.2006 15:55 Farinn sem lánsmaður til Marseille Franski framherjinn Djibril Cisse er farinn til liðs Marseille í heimalandi sínu sem lánsmaður frá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, þetta staðfesti franska liðið í dag. Cisse er fótbrotinn og getur ekkert leikið á næstunni, en hann ræður sér ekki yfir fögnuði yfir að vera loks kominn til Frakklands á ný. Samningurinn býður upp á að franska liðið kaupi Cisse að lánstímanum loknum. Sport 12.7.2006 15:21 Ísland hrapar niður listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið í 107. sæti styrkleikalista FIFA, en nýr listi var birtur í morgun. Íslenska liðið hefur aldrei áður verið svo neðarlega á listanum en nokkrar þjóðir lyfta sér verulega mikið í þetta sinn í kjölfar góðs árangurs á HM. Sport 12.7.2006 15:15 Hamann genginn í raðir Mancester City Þýski miðjumaðurinn Dietmar Hamann, sem verið hefur í röðum Liverpool síðustu ár, hefur gengið til liðs við Manchester City. Hamann var á dögunum kominn á fremsta hlunn með að fara til Bolton, en snerist hugur á síðustu stundu og fór til City í einhverjum snörustu félagaskiptum sem um getur í ensku úrvalsdeildinni. Sport 12.7.2006 15:10 Marcello Lippi hættur Marcello Lippi tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að hætta að þjálfa ítalska landsliðið í knattspyrnu eftir rúm tvö ár í starfi. Lippi segist hætta sáttur eftir að hafa náð að uppfylla draum sinn sem þjálfari, en hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín enn sem komið er. Sport 12.7.2006 15:01 Ronaldo er ekki til sölu Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United hefur nú sent út yfirlýsingu þar sem fram kemur að Portúgalinn Cristiano Ronaldo sé alls ekki til sölu. Ronaldo sjálfur hefur ítrekað lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vilji fara til Spánar, en talsmenn félagsins taka það ekki í mál. Sport 12.7.2006 14:55 Klinsmann hættur Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, hefur ákveðið að hætta í starfi. Klinsmann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu í tvö ár, en segist nú ætla að einbeita sér meira að fjölskyldunni - hann hafi einfaldlega ekki orku í að halda starfinu áfram. Við starfi Klinsmann tekur aðstoðarmaður hans Joachim Löw. Sport 12.7.2006 14:50 Tjáir sig opinberlega í kvöld Franski landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane tjáir sig í fyrsta sinn opinberlega um atvikið í úrslitaleik HM í franska sjónvarpinu í kvöld, þetta kemur fram á fréttavef breska sjónvarpsins. Zidane skallaði Marco Materazzi, leikmann Ítalíu og var rekinn af velli og til tals hefur komið að taka af honum gullknöttinn sem hann fékk í verðlaun fyrir að vera valinn leikmaður keppninnar. Sport 12.7.2006 14:47 Verður Zidane sviptur Gullknettinum? Forseti FIFA Sepp Blatter hefur gefið í skyn að Zinedine Zidane gæti verið sviptur Gullknettinum vegna hegðunnar sinnar í úrslitaleik HM. Blatter mun vera að bíða niðurstöðu aganefndar um málið áður en gripið verður til aðgerða. Sport 12.7.2006 14:14 Hugsaði alvarlega um að hætta Enski markvörðurinn Chris Kirkland hefur viðurkennt að hann hafi verið kominn á fremsta hlunn með að hætta knattspyrnuiðkun eftir langa og erfiða baráttu við meiðsli. Kirkland gekk nýverið í raðir Wigan á sex mánaða lánssamningi frá Liverpool og ætlar að leitast við að rétta feril sinn við. Sport 11.7.2006 20:18 Fulham kaupir Zakuani Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur fest kaup á varnarmanninum Gabriel Zakuani frá Leyton Orient fyrir upphæð sem gæti numið allt að 1,5 milljónum punda. Zakuani hefur lengi verið undir smásjánni hjá Chris Coleman knattspyrnustjóra Fulham og hefur sá látið í veðri vaka að hann ætli að taka hressilega til í herbúðum sínum í sumar. Sport 11.7.2006 19:56 Beenhakker ráðinn landsliðsþjálfari Pólverja Pólska knattspyrnusambandið gekk í dag frá ráðningu Leo Beenhakker í stöðu landsliðsþjálfara. Hinn hollenski Beenhakker er 64 ára gamall og stýrði liði Trínídad og Tóbagó alla leið á HM eins og frægt varð. Hann er fyrsti útlendingurinn sem ráðinn er landsliðsþjálfari í Póllandi. Sport 11.7.2006 19:48 Heimsmetið í 110 m grindahlaupi tvíbætt Kínverski spretthlauparinn Liu Xiang setti í dag nýtt heimsmet í 110 m grindahlaupi þegar hann hljóp vegalengdina á 12,88 sekúndum á móti í Lausanne í Sviss. Bandaríkjamaðurinn Dominique Arnold varð annar á tímanum 12,90 sekúndum og sá tími er einnig betri en eldra heimsmetið upp á 12,91 sem þeir Xiang og Colin Jackson deildu með sér. Sport 11.7.2006 19:29 Keppnisbannið stytt um sex mánuði Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier sem síðast lék með Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, hefur fengið keppnisbann sitt stytt úr 18 mánuðum í 12 mánuði fyrir rétti. Xavier varð á síðasta ári fyrsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem dæmdur var í keppnisbann fyrir að nota stera, þegar hann féll á lyfjaprófi eftir Evrópuleik liðsins. Samningi hans við Boro var rift í kjölfar þess að hann var dæmdur í bann. Sport 11.7.2006 17:15 Frækinn sigur FH í Tallin Íslandsmeistarar FH unnu í dag frækinn útisigur á eistneska liðinu TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn hér heima. Tryggvi Guðmundsson og Sigurvin Ólafsson komu FH í 2-0 en heimamenn jöfnuðu metin á skömmum tíma þegar um stundarfjórðungur var eftir. Það var svo Atli Guðnason sem tryggði FH sigurinn með góðu einstaklingsframtaki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sport 11.7.2006 16:55 Johansson gefur kost á sér áfram Lennart Johansson, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, ætlar að gefa áfram kost á sér í embættið eftir að hafa hugsað málið vandlega. Hinn sænski Johansson er 76 ára gamall og hefur verið forseti Uefa síðan árið 1990. Johansson nýtur stuðnings manna eins og Franz Beckenbauer, sem segjast aðeins muni bjóða sig fram ef Johansson lætur af störfum en hingað til hefur aðeins Michel Platini gefið út að hann sækist eftir embættinu. Sport 11.7.2006 16:45 Cannavaro á leið til Real Madrid? Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid segir að það sé aðeins dagaspursmál hvenær félagið landi varnarjaxlinum og fyrirliða ítalska landsliðsins, Fabio Cannavaro. Nýráðinn þjálfari Real þekkir Cannavaro vel frá dögum sínum hjá Juventus og eru menn í herbúðum Real bjartsýnir á að landa hinum smáa en knáa 32 ára gamla miðverði fljótlega. Fótbolti 11.7.2006 16:40 FH hefur yfir 2-1 FH-ingar eru í ágætum málum úti í Eistlandi gegn Tallin í fyrri leik liðanna í forkeppni meistaradeildarinnar. Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir í fyrri hálfleik og Sigurvin Ólafsson kom FH í 2-0 á 69. mínútu. Aðeins mínútu síðar minnkuðu heimamenn muninn og nú þegar rúmar tíu mínútur eru eftir af leiknum hafa Hafnfirðingar því forystu og eru í ágætum málum fyrir síðari leikinn á heimavelli. Sport 11.7.2006 16:33 Poborsky hættur Tékkneski landsliðsmaðurinn Karel Poborsky hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með landsliðinu. Poborsky er 34 ára gamall og lék 118 landsleiki fyrir hönd Tékka, sem er met. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir tékkneska landsliðið árið 1994 og lék um tíma með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Hann leikur nú með liði Ceske Budejovice í heimalandinu. Sport 11.7.2006 16:07 « ‹ 140 141 142 143 144 145 146 147 148 … 264 ›
Middlesbrough hætt við að kaupa Robert Huth Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough tilkynnti í dag að það væri hætt við að kaupa þýska landsliðsmiðvörðinn Robert Huth frá Chelsea. Búið var að samþykkja félagaskipti hans fyrir fimm milljónir punda, en talið er víst að Boro hafi hætt við að kaupa hann eftir að ökklameiðsli hans urðu þess valdandi að hann stóðst ekki læknisskoðun. Sport 13.7.2006 14:15
Ekkert tilboð frá Arsenal Umboðsmaður franska landsliðsmannsins Franck Ribery hefur vísað því á bug að Arsenal hafi gert 10 milljón punda tilboð í vængmanninn knáa, sem gerði fína hluti með Frökkum á HM þrátt fyrir að vera nýgræðingur með landsliðinu. Sport 13.7.2006 13:28
Vill að Zidane haldi gullknettinum Varnarmaðurinn Marco Materazzi vill að Zinedine Zidane haldi gullknettinum, verðlaununum sem hann fékk fyrir að vera kjörinn besti leikmaðurinn á HM. Borist hefur í tal að verðlaunin verði tekin af Zidane eftir að hann gerðist sekur um líkamsárás í úrslitaleiknum, en það hefur ekki áhrif á skoðun fórnarlambs árásarinnar, hinn ítalska Materazzi. Sport 13.7.2006 13:18
Neitar ásökunum Zidane Ítalski varnarmaðurinn Marco Materazzi neitar því að hafa sagt ljóta hluti um móður Zinedine Zidane í úrslitaleiknum á HM eins og Zidane hélt fram í franska sjónvarpinu nú undir kvöld. Materazzi segist sjálfur hafa misst móður sína ungur og segir að Zidane sé ein af hetjum sínum á knattspyrnuvellinum. Sport 12.7.2006 19:06
Get ekki beðið Materazzi afsökunar Franski leikmaðurinn Zinedine Zidane tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um atburðina í úrslitaleiknum á HM á dögunum, í viðtali við franska sjónvarpið. Zidane biðst afsökunar á framferði sínu þegar hann skallaði hinn ítalska Marco Materazzi og segir hann hafa sagt mjög ljóta persónulega hluti um systur sína og móður. Hann fékkst ekki til að greina frekar frá því hvað fór þeirra á milli. Sport 12.7.2006 18:08
Inter kaupir þrjá leikmenn Stórlið Inter Milan á Ítalíu hefur fest kaup á þremur nýjum leikmönnum. Sá þekktasti er líklega franski miðjumaðurinn Oliver Dacourt sem leikið hefur með Roma undanfarin ár og var fastamaður í franska landsliðinu í mörg ár. Þá hefur liðið fengið til sín Brasilíumennina Maicon Douglas Sisenando frá Mónakó og Maxwell Scherrer Cabelino Andrade frá Empoli, en þeir eru báðir 24 ára gamlir. Fótbolti 12.7.2006 16:48
Eriksson vildi fá Ferdinand í landsliðið Sven-Göran Eriksson, fráfarandi landsliðsþjálfari Englendinga, hefur gefið það upp að hann hafi viljað fá varnarmanninn Anton Ferdinand inn í hóp sinn á HM í stað Luke Young þegar hann meiddist. Ekkert varð þó af þessu, því þegar Eriksson hafði samband við Ferdinand, hafði hann 24 tímum áður gengist undir aðgerð vegna kviðslits. Sport 12.7.2006 16:38
LeBron James skrifar undir styttri samning Stórstjarnan LeBron James undirritar í kvöld nýjan samning við Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni, en samningur hans verður þó nokkuð frábrugðinn þeim samningi sem félagar hans Carmelo Anthony og Dwyane Wade úr nýliðaárgangnum 2003 skrifuðu undir á dögunum. Sport 12.7.2006 16:30
Arsenal líklegast Umboðsmaður argentínska framherjans Javier Saviola hjá Barcelona segir að allt bendi til þess að hann gangi í raðir Arsenal í sumar. Saviola var í eldlínunni með argentínska landsliðinu á HM og var lykilmaður í liði Sevilla sem vann sigur í Evrópukeppni félagsliða í vor, en þar var hann sem lánsmaður. Sport 12.7.2006 16:25
Sol Campbell á nóg inni Harry Redknapp heldur áfram að gera hosur sínar grænar fyrir miðverðinum Sol Campbell, sem á dögunum tilkynnti að hann væri hættur að spila með Arsenal og ætlaði að reyna fyrir sér erlendis. Campbell var gagnrýndur nokkuð undir lok síðustu leiktíðar og voru margir á því að bestu dagar hans sem leikmanns væru að baki. Sport 12.7.2006 16:16
Keppnisbanni aflétt á Grikki Alþjóða knattspyrnusambandið aflétti í dag keppnisbanninu sem það setti á Grikki í kjölfar upplausnar í rekstri knattspyrnusambandsins þar í landi. Nú hefur tekist að ganga frá lausum endum sem uppfylla kröfur FIFA og því geta Grikkir mætt Englendingum í vináttuleik í næsta mánuði eins og til stóð. Sport 12.7.2006 16:06
Fabregas fer ekki fet Arsene Wenger segir að spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas sé alls ekki á leið til Real Madrid eins og fjölmiðlar á Spáni og ný stjórn Real hefur haldið fram undanfarna daga. Sport 12.7.2006 15:55
Farinn sem lánsmaður til Marseille Franski framherjinn Djibril Cisse er farinn til liðs Marseille í heimalandi sínu sem lánsmaður frá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, þetta staðfesti franska liðið í dag. Cisse er fótbrotinn og getur ekkert leikið á næstunni, en hann ræður sér ekki yfir fögnuði yfir að vera loks kominn til Frakklands á ný. Samningurinn býður upp á að franska liðið kaupi Cisse að lánstímanum loknum. Sport 12.7.2006 15:21
Ísland hrapar niður listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið í 107. sæti styrkleikalista FIFA, en nýr listi var birtur í morgun. Íslenska liðið hefur aldrei áður verið svo neðarlega á listanum en nokkrar þjóðir lyfta sér verulega mikið í þetta sinn í kjölfar góðs árangurs á HM. Sport 12.7.2006 15:15
Hamann genginn í raðir Mancester City Þýski miðjumaðurinn Dietmar Hamann, sem verið hefur í röðum Liverpool síðustu ár, hefur gengið til liðs við Manchester City. Hamann var á dögunum kominn á fremsta hlunn með að fara til Bolton, en snerist hugur á síðustu stundu og fór til City í einhverjum snörustu félagaskiptum sem um getur í ensku úrvalsdeildinni. Sport 12.7.2006 15:10
Marcello Lippi hættur Marcello Lippi tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að hætta að þjálfa ítalska landsliðið í knattspyrnu eftir rúm tvö ár í starfi. Lippi segist hætta sáttur eftir að hafa náð að uppfylla draum sinn sem þjálfari, en hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín enn sem komið er. Sport 12.7.2006 15:01
Ronaldo er ekki til sölu Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United hefur nú sent út yfirlýsingu þar sem fram kemur að Portúgalinn Cristiano Ronaldo sé alls ekki til sölu. Ronaldo sjálfur hefur ítrekað lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vilji fara til Spánar, en talsmenn félagsins taka það ekki í mál. Sport 12.7.2006 14:55
Klinsmann hættur Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, hefur ákveðið að hætta í starfi. Klinsmann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu í tvö ár, en segist nú ætla að einbeita sér meira að fjölskyldunni - hann hafi einfaldlega ekki orku í að halda starfinu áfram. Við starfi Klinsmann tekur aðstoðarmaður hans Joachim Löw. Sport 12.7.2006 14:50
Tjáir sig opinberlega í kvöld Franski landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane tjáir sig í fyrsta sinn opinberlega um atvikið í úrslitaleik HM í franska sjónvarpinu í kvöld, þetta kemur fram á fréttavef breska sjónvarpsins. Zidane skallaði Marco Materazzi, leikmann Ítalíu og var rekinn af velli og til tals hefur komið að taka af honum gullknöttinn sem hann fékk í verðlaun fyrir að vera valinn leikmaður keppninnar. Sport 12.7.2006 14:47
Verður Zidane sviptur Gullknettinum? Forseti FIFA Sepp Blatter hefur gefið í skyn að Zinedine Zidane gæti verið sviptur Gullknettinum vegna hegðunnar sinnar í úrslitaleik HM. Blatter mun vera að bíða niðurstöðu aganefndar um málið áður en gripið verður til aðgerða. Sport 12.7.2006 14:14
Hugsaði alvarlega um að hætta Enski markvörðurinn Chris Kirkland hefur viðurkennt að hann hafi verið kominn á fremsta hlunn með að hætta knattspyrnuiðkun eftir langa og erfiða baráttu við meiðsli. Kirkland gekk nýverið í raðir Wigan á sex mánaða lánssamningi frá Liverpool og ætlar að leitast við að rétta feril sinn við. Sport 11.7.2006 20:18
Fulham kaupir Zakuani Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur fest kaup á varnarmanninum Gabriel Zakuani frá Leyton Orient fyrir upphæð sem gæti numið allt að 1,5 milljónum punda. Zakuani hefur lengi verið undir smásjánni hjá Chris Coleman knattspyrnustjóra Fulham og hefur sá látið í veðri vaka að hann ætli að taka hressilega til í herbúðum sínum í sumar. Sport 11.7.2006 19:56
Beenhakker ráðinn landsliðsþjálfari Pólverja Pólska knattspyrnusambandið gekk í dag frá ráðningu Leo Beenhakker í stöðu landsliðsþjálfara. Hinn hollenski Beenhakker er 64 ára gamall og stýrði liði Trínídad og Tóbagó alla leið á HM eins og frægt varð. Hann er fyrsti útlendingurinn sem ráðinn er landsliðsþjálfari í Póllandi. Sport 11.7.2006 19:48
Heimsmetið í 110 m grindahlaupi tvíbætt Kínverski spretthlauparinn Liu Xiang setti í dag nýtt heimsmet í 110 m grindahlaupi þegar hann hljóp vegalengdina á 12,88 sekúndum á móti í Lausanne í Sviss. Bandaríkjamaðurinn Dominique Arnold varð annar á tímanum 12,90 sekúndum og sá tími er einnig betri en eldra heimsmetið upp á 12,91 sem þeir Xiang og Colin Jackson deildu með sér. Sport 11.7.2006 19:29
Keppnisbannið stytt um sex mánuði Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier sem síðast lék með Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, hefur fengið keppnisbann sitt stytt úr 18 mánuðum í 12 mánuði fyrir rétti. Xavier varð á síðasta ári fyrsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem dæmdur var í keppnisbann fyrir að nota stera, þegar hann féll á lyfjaprófi eftir Evrópuleik liðsins. Samningi hans við Boro var rift í kjölfar þess að hann var dæmdur í bann. Sport 11.7.2006 17:15
Frækinn sigur FH í Tallin Íslandsmeistarar FH unnu í dag frækinn útisigur á eistneska liðinu TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn hér heima. Tryggvi Guðmundsson og Sigurvin Ólafsson komu FH í 2-0 en heimamenn jöfnuðu metin á skömmum tíma þegar um stundarfjórðungur var eftir. Það var svo Atli Guðnason sem tryggði FH sigurinn með góðu einstaklingsframtaki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sport 11.7.2006 16:55
Johansson gefur kost á sér áfram Lennart Johansson, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, ætlar að gefa áfram kost á sér í embættið eftir að hafa hugsað málið vandlega. Hinn sænski Johansson er 76 ára gamall og hefur verið forseti Uefa síðan árið 1990. Johansson nýtur stuðnings manna eins og Franz Beckenbauer, sem segjast aðeins muni bjóða sig fram ef Johansson lætur af störfum en hingað til hefur aðeins Michel Platini gefið út að hann sækist eftir embættinu. Sport 11.7.2006 16:45
Cannavaro á leið til Real Madrid? Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid segir að það sé aðeins dagaspursmál hvenær félagið landi varnarjaxlinum og fyrirliða ítalska landsliðsins, Fabio Cannavaro. Nýráðinn þjálfari Real þekkir Cannavaro vel frá dögum sínum hjá Juventus og eru menn í herbúðum Real bjartsýnir á að landa hinum smáa en knáa 32 ára gamla miðverði fljótlega. Fótbolti 11.7.2006 16:40
FH hefur yfir 2-1 FH-ingar eru í ágætum málum úti í Eistlandi gegn Tallin í fyrri leik liðanna í forkeppni meistaradeildarinnar. Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir í fyrri hálfleik og Sigurvin Ólafsson kom FH í 2-0 á 69. mínútu. Aðeins mínútu síðar minnkuðu heimamenn muninn og nú þegar rúmar tíu mínútur eru eftir af leiknum hafa Hafnfirðingar því forystu og eru í ágætum málum fyrir síðari leikinn á heimavelli. Sport 11.7.2006 16:33
Poborsky hættur Tékkneski landsliðsmaðurinn Karel Poborsky hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með landsliðinu. Poborsky er 34 ára gamall og lék 118 landsleiki fyrir hönd Tékka, sem er met. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir tékkneska landsliðið árið 1994 og lék um tíma með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Hann leikur nú með liði Ceske Budejovice í heimalandinu. Sport 11.7.2006 16:07