Erlendar Jóhannes Karl einbeittur Jóhannes Karl Guðjónsson segir í samtali við breska fjölmiðla í gær að hann ætli að berjast til síðasta manns með félögum sínum í 1. deildinni þó ljóst sé að hann muni fara frá félaginu í sumar þegar samningur hans rennur út. Sport 8.2.2006 16:36 Chelsea - Everton í beinni á Sýn Tveir leikir fara fram í enska bikarnum í kvöld og verður leikur Chelsea og Everton sýndur í beinni útsendingu á sýn. Útsending hefst klukkan 19:55, en á sama tíma eigast við Middlesbrough og Coventry í sömu keppni. Þá er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Liverpool. Sport 8.2.2006 16:19 Sheringham neitaði að fara til Tottenham Gamla kempan Teddy Sheringham hjá West Ham hefur látið það uppi að sér hafi boðist að ganga í raðir síns gamla félags Tottenham í þriðja sinn á ferlinum í janúar, en sagðist hafa afþakkað það því hann væri mjög ánægður hjá West Ham. Sport 8.2.2006 15:12 Old Trafford fær ekki nýtt nafn Forráðamenn Manchester United hafa vísað fréttum úr bresku slúðurpressunni á bug sem sögðu að heimavöllur liðsins Old Trafford verði skírður upp á nýtt eftir nýjum stuðningsaðilum sem liðið fær eftir að Vodafone sagði upp samningi sínum við félagið. Sport 8.2.2006 15:21 Keppnin á Spa blásin af Nú hefur verið staðfest að ekki verði keppt á Spa-brautinni frægu í Formúlu eitt í haust eins og til stóð, því mótshaldarar sjá fram á að ekki verði hægt að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á brautinni í tæka tíð. Rekstur brautarinnar sigldi í strand í fyrra, en nú er ljóst að keppnir ársins verða 18 í stað 19. Spa-brautin er mjög vinsæl meðal ökumanna í Formúlu 1 og hefur verið kölluð ein sú allra skemmtilegasta. Sport 8.2.2006 15:40 Rasiak lánaður til Southampton Úrvalsdeildarliði Tottenham Hotspurs hefur lánað pólska landsliðsmanninn Grzegorz Rasiak til Southampton út leiktíðina með möguleika á að fyrstudeildarliðið kaupi hann á um 2 milljónir punda í sumar. Rasiak stóð sig vel í framlínu pólska landsliðsins í fyrra, en hefur verið skelfilegur í þeim leikjum sem hann hefur spilað með Lundúnaliðinu og verður hans því vart saknað þar á bæ. Sport 8.2.2006 15:05 Annað tap Detroit í nótt Detroit Pistons tapaði afar óvænt öðrum leik sínum í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lá fyrir lágt skrifuðu liði Atlanta Hawks 99-98. Tayshaun Prince skoraði 29 stig fyrir Detroit, en Joe Johnson skoraði sömuleiðis 29 stig fyrir Atlanta. Þetta var í fyrsta sinn sem Detroit tapar tveimur leikjum í röð í vetur. Sport 8.2.2006 13:42 Mourinho ætlar að vinna titilinn 9. apríl Jose Mourinho stjóri Chelsea hefur nú gefið það út á sjónvarpsstöð félagsins að það muni tryggja sér enska meistaratitilinn þann 9. apríl næstkomandi. "Annar meistaratitill okkar er í sjónmáli og við verðum að halda dampi. Ég held að átta sigrar í viðbót verði nóg til að tryggja það," sagði Mourinho en leikurinn 9. apríl er gegn West Ham. Sport 8.2.2006 13:34 Mido í sex mánaða bann Egypski framherjinn Mido hefur verið dæmdur í sex leikja bann með landsliði sínu og mun því missa af úrslitaleiknum í Afríkukeppninni eftir að hann hnakkreifst við þjálfara liðsins þegar honum var skipt útaf í undanúrslitaleiknum í gær. Mido hefur því lokið þáttöku í mótinu og snýr aftur til London þar sem hann leikur með Tottenham. Sport 8.2.2006 13:29 Birmingham lagði Reading Birmingham er komið áfram í enska bikarnum eftir 2-1 sigur á Íslendingaliði Reading í kvöld. Það voru Mikael Forssell og Julian Gray sem skoruðu mörk úrvalsdeildarliðsins, en Stephen Hunt skoraði mark Reading. Sport 7.2.2006 21:38 Birmingham yfir í hálfleik Birmingham hefur yfir 1-0 í leiknum við Reading í enska bikarnum, en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading. Það var finnski framherjinn Mikael Forssell sem skoraði mark Birmingham á 30. mínútu. Sport 7.2.2006 20:43 Egyptar í úrslit Það verða Egyptaland og Fílabeinsströndin sem mætast í úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu eftir að Egyptar lögðu Senegala 2-1 í undanúrslitum keppninar áðan. Sport 7.2.2006 18:58 Birmingham - Reading í beinni á Sýn Leikur Birmingham og Reading í enska bikarnum verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Þetta er síðari leikur liðanna eftir að þau gerðu jafntefli á heimavelli Reading á dögunum. Stjóri Reading er talinn muni hvíla nokkra af lykilmönnum sínum í kvöld, en hann leggur áherslu á að koma liðinu upp í úrvalsdeildi í vor. Sport 7.2.2006 18:41 Tyrkir í sex leikja bann Alþjóða knattspyrnusambandið hefur dæmt landslið Tyrkja til að spila næstu sex heimaleiki sína fyrir luktum dyrum vegna ólátanna sem áttu sér stað eftir leik liðsins gegn Svisslendingum í undankeppni HM í sumar. Sport 7.2.2006 17:50 Fílabeinsströndin í úrslit Lið Fílabeinsstrandarinnar komst í dag í úrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Nígeríu 1-0 í undanúrslitunum. Það var Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sem skoraði sigurmarkið á 47.mínútu. Sport 7.2.2006 17:05 Fullviss um að verða áfram í Madrid Knattspyrnumaðurinn David Beckham segir 99% öruggt að hann muni skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Real Madrid í sumar og verða áfram í herbúðum félagsins. Beckham hefur verið orðaður við félög í heimalandinu, en segir að hann vilji vera hjá Madrid og að félagið vilji sig, svo ekkert sé í vegi fyrir nýjum samningi. Sport 7.2.2006 14:26 Khan mætir Williams í Norwich Nú hefur verið tilkynnt að næsti andstæðingur undrabarnsins Amir Khan verði Jackson Williams og munu þeir eigast við þann 25. febrúar næstkomandi í London. Bardagi þeirra verður háður á undan viðureign Danny Williams og Matt Skelton í þungavigt. Sport 7.2.2006 14:16 Robben á að fá Óskarsverðlaunin Jose Reina var ekki ánægður með leikræna tilburði Hollendingsins Arjen Robben í leik Liverpool og Chelsea á sunnudag, en spænski markvörðurinn fékk að líta rauða spjaldið í leiknum eftir að hafa stjakað við Robben, sem lét sig vaða í völlinn með leikrænum tilburðum og fiskaði markvörðinn útaf. Sport 7.2.2006 14:31 Chelsea á höttunum eftir Adu Englandsmeistarar Chelsea hafa ekki gefið upp alla von um að lokka unglinginn Freddy Adu til sín frá Bandaríkjunum þar sem hann leikur með DC United, en Manchester United hefur einnig leitast við að fá hinn 16 ára gamla leikmann í sínar raðir. Sport 7.2.2006 14:09 Fjórði sigur Houston í röð Lið Houston Rockets er óðum að rétta úr kútnum eftir að þeir Yao Ming og Tracy McGrady sneru báðir til baka úr meiðslum og í nótt vann liðið fjórða leik sinn í röð þegar það skellti Philadelphia á útivelli 87-81. Yao Ming skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Houston, en Allen Iverson skoraði 32 stig fyrir Philadelphia. Sport 7.2.2006 13:37 Leitin að eftirmanni Keane heldur áfram Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United segir að leitin að eftirmanni Roy Keane á miðju liðsins hafi staðið yfir í tvö ár og segir einmitt það vera næsta mál á dagskrá í leikmannakaupum hjá félaginu. Sport 6.2.2006 19:30 Heskey í vanda Framherjinn Emile Heskey hjá Birmingham á yfir höfði sér frekara leikbann en það sem hann fær fyrir að vera rekinn af velli gegn Arsenal í leik liðanna á dögunum, því enska knattspyrnusambandið hefur nú kært hann fyrir að hegðun sem hann sýndi eftir að hann fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Sport 6.2.2006 18:25 Hartson hættur með landsliðinu Framherjinn John Hartson hefur tilkynnt að hann sé hættur að gefa kost á sér í landslið Wales og ætlar framvegis að einbeita sér að því að spila með liði sínu Glasgow Celtic í Skotlandi. Hartson er þrítugur, á að baki 51 landsleik og hefur skoraði í þeim 14 mörk. Sport 6.2.2006 16:43 Allardyce má taka við landsliðinu Stjórnarformaður Bolton segir að ef enska knattspyrnusambandið fælist eftir því að fá Sam Allardyce til að taka við enska landsliðinu, mundi hann ekki standa í vegi fyrir því, en tekur fram að ekki komi til greina að hann fari til annars félags í úrvalsdeildinni. Sport 6.2.2006 15:44 Spjaldi Reina ekki áfrýjað Liverpool áfrýjar ekki rauða spjaldinu sem markvörðurinn Claudio Reyna fékk að líta í leik Chelsea og Liverpool í gær. Reina fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa danglað hendinni í átt að Arjen Robben hjá Chelsea, sem féll í jörðina með miklum tilþrifum. Fresturinn til að áfrýja er nú runninn út og engar athugasemdir bárust frá Liverpool fyrir þann tíma. Sport 6.2.2006 14:53 Jóhannes og Grétar skrifa undir Jóhannes Karl Guðjónsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við hollenska liðið AZ Alkmaar og gengur í raðir þess frá Leicester í sumar. Þá hefur Grétar Rafn Steinsson undirritað nýjan og betri samning við félagið sem gildir til ársins 2011. Sport 6.2.2006 15:04 Ég hljóp á mig Joey Barton, leikmaður Manchester City, hefur nú dregið beiðni sína um að verða seldur frá félaginu til baka og segist vonast til að ná samningum við félagið á næstu dögum. Hann segist jafnframt hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur þegar hann fór fram á að verða seldur á dögunum. Sport 6.2.2006 14:05 Leikmenn Boro ósáttir við McClaren Jonathan Greening, leikmaður West Brom og fyrrum leikmaður Middlesbrough, segir nokkra af leikmönnum Boro hafa látið í ljós við sig óánægju með störf Steve McClaren, knattspyrnustjóra félagsins. Sport 6.2.2006 13:26 Tap hjá Napoli Jón Arnór Stefánsson og félagar í ítalska liðinu Napoli töpuðu naumlega fyrir Milano 97-95 í A-deildinni þar í landi í gærkvöld. Jón Arnór skoraði 8 stig fyrir Napoli, sem er í öðru sæti deildarinnar. Jakob Sigurðarson komst ekki á blað hjá Leverkusen þegar liðið tapaði fyrir Frankfurt 88-84 í úrvalsdeildinni þýsku, en Logi Gunnarsson 23 stig fyrir lið sitt Bayreuth í 97-70 stórsigri liðsins á Nördlingen í 2. deildinni. Sport 6.2.2006 13:09 Mætti á æfingu hjá Arsenal í dag Varnarmaðurinn Sol Campbell hefur nú snúið aftur til æfinga með liði sínu Arsenal eftir að hafa farið huldu höfði í nokkra daga eftir tapið fyrir West Ham í síðustu viku. Campbell gerði sig sekan um dýr mistök í leiknum og lét sig hverfa í hálfleik og hefur ekki mætt á æfingu síðan. Sport 6.2.2006 12:58 « ‹ 213 214 215 216 217 218 219 220 221 … 264 ›
Jóhannes Karl einbeittur Jóhannes Karl Guðjónsson segir í samtali við breska fjölmiðla í gær að hann ætli að berjast til síðasta manns með félögum sínum í 1. deildinni þó ljóst sé að hann muni fara frá félaginu í sumar þegar samningur hans rennur út. Sport 8.2.2006 16:36
Chelsea - Everton í beinni á Sýn Tveir leikir fara fram í enska bikarnum í kvöld og verður leikur Chelsea og Everton sýndur í beinni útsendingu á sýn. Útsending hefst klukkan 19:55, en á sama tíma eigast við Middlesbrough og Coventry í sömu keppni. Þá er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Liverpool. Sport 8.2.2006 16:19
Sheringham neitaði að fara til Tottenham Gamla kempan Teddy Sheringham hjá West Ham hefur látið það uppi að sér hafi boðist að ganga í raðir síns gamla félags Tottenham í þriðja sinn á ferlinum í janúar, en sagðist hafa afþakkað það því hann væri mjög ánægður hjá West Ham. Sport 8.2.2006 15:12
Old Trafford fær ekki nýtt nafn Forráðamenn Manchester United hafa vísað fréttum úr bresku slúðurpressunni á bug sem sögðu að heimavöllur liðsins Old Trafford verði skírður upp á nýtt eftir nýjum stuðningsaðilum sem liðið fær eftir að Vodafone sagði upp samningi sínum við félagið. Sport 8.2.2006 15:21
Keppnin á Spa blásin af Nú hefur verið staðfest að ekki verði keppt á Spa-brautinni frægu í Formúlu eitt í haust eins og til stóð, því mótshaldarar sjá fram á að ekki verði hægt að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á brautinni í tæka tíð. Rekstur brautarinnar sigldi í strand í fyrra, en nú er ljóst að keppnir ársins verða 18 í stað 19. Spa-brautin er mjög vinsæl meðal ökumanna í Formúlu 1 og hefur verið kölluð ein sú allra skemmtilegasta. Sport 8.2.2006 15:40
Rasiak lánaður til Southampton Úrvalsdeildarliði Tottenham Hotspurs hefur lánað pólska landsliðsmanninn Grzegorz Rasiak til Southampton út leiktíðina með möguleika á að fyrstudeildarliðið kaupi hann á um 2 milljónir punda í sumar. Rasiak stóð sig vel í framlínu pólska landsliðsins í fyrra, en hefur verið skelfilegur í þeim leikjum sem hann hefur spilað með Lundúnaliðinu og verður hans því vart saknað þar á bæ. Sport 8.2.2006 15:05
Annað tap Detroit í nótt Detroit Pistons tapaði afar óvænt öðrum leik sínum í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lá fyrir lágt skrifuðu liði Atlanta Hawks 99-98. Tayshaun Prince skoraði 29 stig fyrir Detroit, en Joe Johnson skoraði sömuleiðis 29 stig fyrir Atlanta. Þetta var í fyrsta sinn sem Detroit tapar tveimur leikjum í röð í vetur. Sport 8.2.2006 13:42
Mourinho ætlar að vinna titilinn 9. apríl Jose Mourinho stjóri Chelsea hefur nú gefið það út á sjónvarpsstöð félagsins að það muni tryggja sér enska meistaratitilinn þann 9. apríl næstkomandi. "Annar meistaratitill okkar er í sjónmáli og við verðum að halda dampi. Ég held að átta sigrar í viðbót verði nóg til að tryggja það," sagði Mourinho en leikurinn 9. apríl er gegn West Ham. Sport 8.2.2006 13:34
Mido í sex mánaða bann Egypski framherjinn Mido hefur verið dæmdur í sex leikja bann með landsliði sínu og mun því missa af úrslitaleiknum í Afríkukeppninni eftir að hann hnakkreifst við þjálfara liðsins þegar honum var skipt útaf í undanúrslitaleiknum í gær. Mido hefur því lokið þáttöku í mótinu og snýr aftur til London þar sem hann leikur með Tottenham. Sport 8.2.2006 13:29
Birmingham lagði Reading Birmingham er komið áfram í enska bikarnum eftir 2-1 sigur á Íslendingaliði Reading í kvöld. Það voru Mikael Forssell og Julian Gray sem skoruðu mörk úrvalsdeildarliðsins, en Stephen Hunt skoraði mark Reading. Sport 7.2.2006 21:38
Birmingham yfir í hálfleik Birmingham hefur yfir 1-0 í leiknum við Reading í enska bikarnum, en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading. Það var finnski framherjinn Mikael Forssell sem skoraði mark Birmingham á 30. mínútu. Sport 7.2.2006 20:43
Egyptar í úrslit Það verða Egyptaland og Fílabeinsströndin sem mætast í úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu eftir að Egyptar lögðu Senegala 2-1 í undanúrslitum keppninar áðan. Sport 7.2.2006 18:58
Birmingham - Reading í beinni á Sýn Leikur Birmingham og Reading í enska bikarnum verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Þetta er síðari leikur liðanna eftir að þau gerðu jafntefli á heimavelli Reading á dögunum. Stjóri Reading er talinn muni hvíla nokkra af lykilmönnum sínum í kvöld, en hann leggur áherslu á að koma liðinu upp í úrvalsdeildi í vor. Sport 7.2.2006 18:41
Tyrkir í sex leikja bann Alþjóða knattspyrnusambandið hefur dæmt landslið Tyrkja til að spila næstu sex heimaleiki sína fyrir luktum dyrum vegna ólátanna sem áttu sér stað eftir leik liðsins gegn Svisslendingum í undankeppni HM í sumar. Sport 7.2.2006 17:50
Fílabeinsströndin í úrslit Lið Fílabeinsstrandarinnar komst í dag í úrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Nígeríu 1-0 í undanúrslitunum. Það var Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sem skoraði sigurmarkið á 47.mínútu. Sport 7.2.2006 17:05
Fullviss um að verða áfram í Madrid Knattspyrnumaðurinn David Beckham segir 99% öruggt að hann muni skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Real Madrid í sumar og verða áfram í herbúðum félagsins. Beckham hefur verið orðaður við félög í heimalandinu, en segir að hann vilji vera hjá Madrid og að félagið vilji sig, svo ekkert sé í vegi fyrir nýjum samningi. Sport 7.2.2006 14:26
Khan mætir Williams í Norwich Nú hefur verið tilkynnt að næsti andstæðingur undrabarnsins Amir Khan verði Jackson Williams og munu þeir eigast við þann 25. febrúar næstkomandi í London. Bardagi þeirra verður háður á undan viðureign Danny Williams og Matt Skelton í þungavigt. Sport 7.2.2006 14:16
Robben á að fá Óskarsverðlaunin Jose Reina var ekki ánægður með leikræna tilburði Hollendingsins Arjen Robben í leik Liverpool og Chelsea á sunnudag, en spænski markvörðurinn fékk að líta rauða spjaldið í leiknum eftir að hafa stjakað við Robben, sem lét sig vaða í völlinn með leikrænum tilburðum og fiskaði markvörðinn útaf. Sport 7.2.2006 14:31
Chelsea á höttunum eftir Adu Englandsmeistarar Chelsea hafa ekki gefið upp alla von um að lokka unglinginn Freddy Adu til sín frá Bandaríkjunum þar sem hann leikur með DC United, en Manchester United hefur einnig leitast við að fá hinn 16 ára gamla leikmann í sínar raðir. Sport 7.2.2006 14:09
Fjórði sigur Houston í röð Lið Houston Rockets er óðum að rétta úr kútnum eftir að þeir Yao Ming og Tracy McGrady sneru báðir til baka úr meiðslum og í nótt vann liðið fjórða leik sinn í röð þegar það skellti Philadelphia á útivelli 87-81. Yao Ming skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Houston, en Allen Iverson skoraði 32 stig fyrir Philadelphia. Sport 7.2.2006 13:37
Leitin að eftirmanni Keane heldur áfram Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United segir að leitin að eftirmanni Roy Keane á miðju liðsins hafi staðið yfir í tvö ár og segir einmitt það vera næsta mál á dagskrá í leikmannakaupum hjá félaginu. Sport 6.2.2006 19:30
Heskey í vanda Framherjinn Emile Heskey hjá Birmingham á yfir höfði sér frekara leikbann en það sem hann fær fyrir að vera rekinn af velli gegn Arsenal í leik liðanna á dögunum, því enska knattspyrnusambandið hefur nú kært hann fyrir að hegðun sem hann sýndi eftir að hann fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Sport 6.2.2006 18:25
Hartson hættur með landsliðinu Framherjinn John Hartson hefur tilkynnt að hann sé hættur að gefa kost á sér í landslið Wales og ætlar framvegis að einbeita sér að því að spila með liði sínu Glasgow Celtic í Skotlandi. Hartson er þrítugur, á að baki 51 landsleik og hefur skoraði í þeim 14 mörk. Sport 6.2.2006 16:43
Allardyce má taka við landsliðinu Stjórnarformaður Bolton segir að ef enska knattspyrnusambandið fælist eftir því að fá Sam Allardyce til að taka við enska landsliðinu, mundi hann ekki standa í vegi fyrir því, en tekur fram að ekki komi til greina að hann fari til annars félags í úrvalsdeildinni. Sport 6.2.2006 15:44
Spjaldi Reina ekki áfrýjað Liverpool áfrýjar ekki rauða spjaldinu sem markvörðurinn Claudio Reyna fékk að líta í leik Chelsea og Liverpool í gær. Reina fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa danglað hendinni í átt að Arjen Robben hjá Chelsea, sem féll í jörðina með miklum tilþrifum. Fresturinn til að áfrýja er nú runninn út og engar athugasemdir bárust frá Liverpool fyrir þann tíma. Sport 6.2.2006 14:53
Jóhannes og Grétar skrifa undir Jóhannes Karl Guðjónsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við hollenska liðið AZ Alkmaar og gengur í raðir þess frá Leicester í sumar. Þá hefur Grétar Rafn Steinsson undirritað nýjan og betri samning við félagið sem gildir til ársins 2011. Sport 6.2.2006 15:04
Ég hljóp á mig Joey Barton, leikmaður Manchester City, hefur nú dregið beiðni sína um að verða seldur frá félaginu til baka og segist vonast til að ná samningum við félagið á næstu dögum. Hann segist jafnframt hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur þegar hann fór fram á að verða seldur á dögunum. Sport 6.2.2006 14:05
Leikmenn Boro ósáttir við McClaren Jonathan Greening, leikmaður West Brom og fyrrum leikmaður Middlesbrough, segir nokkra af leikmönnum Boro hafa látið í ljós við sig óánægju með störf Steve McClaren, knattspyrnustjóra félagsins. Sport 6.2.2006 13:26
Tap hjá Napoli Jón Arnór Stefánsson og félagar í ítalska liðinu Napoli töpuðu naumlega fyrir Milano 97-95 í A-deildinni þar í landi í gærkvöld. Jón Arnór skoraði 8 stig fyrir Napoli, sem er í öðru sæti deildarinnar. Jakob Sigurðarson komst ekki á blað hjá Leverkusen þegar liðið tapaði fyrir Frankfurt 88-84 í úrvalsdeildinni þýsku, en Logi Gunnarsson 23 stig fyrir lið sitt Bayreuth í 97-70 stórsigri liðsins á Nördlingen í 2. deildinni. Sport 6.2.2006 13:09
Mætti á æfingu hjá Arsenal í dag Varnarmaðurinn Sol Campbell hefur nú snúið aftur til æfinga með liði sínu Arsenal eftir að hafa farið huldu höfði í nokkra daga eftir tapið fyrir West Ham í síðustu viku. Campbell gerði sig sekan um dýr mistök í leiknum og lét sig hverfa í hálfleik og hefur ekki mætt á æfingu síðan. Sport 6.2.2006 12:58
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent