Sport

Leitin að eftirmanni Keane heldur áfram

Sir Alex Ferguson hefur engar áhyggjur af framtíðinni hjá Manchester United
Sir Alex Ferguson hefur engar áhyggjur af framtíðinni hjá Manchester United NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United segir að leitin að eftirmanni Roy Keane á miðju liðsins hafi staðið yfir í tvö ár og segir einmitt það vera næsta mál á dagskrá í leikmannakaupum hjá félaginu.

"Við höfum leitað að eftirmanni Keane í tvö ár og það er hefur ekkert breyst. Okkur tókst að stoppa í göt í varnarleiknum fyrir lokun janúargluggans, en nú er næsta mál á dagskrá að finna eftirmann Keane," sagði Ferguson, sem er bjartsýnn á gengi sinna manna á leiktíðinni.

"Gengi Chelsea er auðvitað að gera öllum erfitt fyrir og við getum aðeins vonast eftir að ná öðrum eins stöðugleika og þeir. Við höfum hinsvegar ekki verið með eins mörg stig á þessum tímapunkti á tímabilinu á síðustu tíu árum, þannig að ég sé enga ástæðu til að örvænta," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×