Erlendar

Fréttamynd

Helgi og Tinna í 16-liða úrslit

Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir náðu í dag þeim frábæra árangri að komast í 16-liða úrslit í tvenndarkeppni á Evrópumótinu í badminton.

Sport
Fréttamynd

Glæsilegur sigur hjá Tinnu

Tinna Helgadóttir gerði sér lítið fyrir og vann andstæðing sinn í fyrstu umferð keppni í einliðaleik kvenna á Evrópumótinu í badminton í morgun.

Sport
Fréttamynd

Guðmundur sænskur meistari

Guðmundur Stephensen varð í gær sænskur meistari í borðtennis eftir að Eslöv, lið hans, vann Halmstad í úrslitarimmu um sænska meistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Sigur í tvenndarleiknum

Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson unnu fyrstu viðureignina í úrslitaleik Íslands og Finnlands um áframhaldandi veru í A-deild Evrópumótsins í badminton.

Sport
Fréttamynd

Allt undir í tvenndarleiknum

Síðar í dag mætir íslenska landsliðið í badminton því finnska í hreinum úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í A-deild Evrópumótsins.

Sport
Fréttamynd

Maradona beðinn um að hlaupa með kyndilinn

Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona hefur verið beðinn um að hlaupa með Ólympíukyndilinn í Buenos Aires í Argentínu á föstudaginn. Ekki er ljóst hvort Maradona nær að verða við bóninni því hann er nú staddur í Mexíkó.

Fótbolti
Fréttamynd

Vofa Mourinho mun alltaf elta Grant

Avram Grant, þjálfari Chelsea, segist gera sér grein fyrir því að hann muni aldrei fá stuðningsmenn Chelsea til að gleyma Jose Mourinho jafnvel þótt hann vinni titla með félaginu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Utah rassskellti San Antonio

Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst LA Lakers vann Dallas og New Orleans Hornets festi tak sitt á efsta Vesturstrandarinnar með sigri á New York Knicks, 118-110, á meðan San Antonio Spurs var rassskellt af Utah Jazz.

Körfubolti
Fréttamynd

Hermann með gegn West Brom

Hermann Hreiðarsson verður í leikmannahópi Portsmouth sem mætir West Brom í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley á morgun. Þetta staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hermanns, við Vísi í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Federer úr leik í Miami

Svisslendingurinn Roger Federer féll úr leik í fjórðungsúrslitum Sony Ericsson mótsins í Miami í nótt þegar hann tapaði fyrir Bandaríkjamanninum Andy Roddick 7-6, 4-6 og 6-3. Þetta var aðeins annar sigur Roddick á Federer á ferlinum, en Federer hefur ekki náð sér á strik í upphafi keppnistímabils.

Sport
Fréttamynd

Thanou fékk silfrið hennar Jones

Gríski spretthlauparinn Katerina Thanou hefur fengið silfrið fyrir 100 metra hlaup kvenna á HM í Edmonton í Kanada árið 2001 sem Marion Jones vann upphaflega.

Sport
Fréttamynd

Loeb sigraði í Argentínu fjórða árið í röð

Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen komst í dag aftur á toppinn á heimsmeistaramótinu í rallakstri þegar hann sigraði í Argentínurallinu fjórða árið í röð. Þetta var annar sigur Frakkans í röð eftir að hann sigraði í síðustu keppni sem haldin var í Mexíkó.

Sport
Fréttamynd

Þrettán ára Evrópumeistari

Tom Daley, þrettán ára breskur strákur, er Evrópumeistari í dýfingum af 10 metra palli. Hann sýndi verulega góð tilþrif í fyrstu umferðunum og þó hann hafi ekki gert jafn góða hluti undir lokin þá dugði það til sigurs.

Sport
Fréttamynd

Djokovic vann Indian Wells-mótið

Novak Djokovic frá Serbíu bar sigur úr býtum á Indian Wells-mótinu í tennis. Djokovic mætti Mardy Fish frá Bandaríkjunum í úrslitaviðureign og vann 6-2, 5-7 og 6-3.

Sport
Fréttamynd

Enginn Íslendinganna áfram

Örn Arnarson, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sigrún Brá Sverrisdóttir kepptu öll á EM í sundi í Eindhoven í Hollandi í morgun.

Sport
Fréttamynd

Jakob Jóhann stutt frá Íslandsmetinu

Jakob Jóhann Sveinsson var aðeins fimm hundraðshlutum úr sekúndu frá því að bæta eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi á EM í Eindhoven í morgun.

Sport
Fréttamynd

Guðmundur og félagar í úrslit

Guðmundur Stephensen og félagar hans í sænska liðinu Eslövs tryggðu sér í dag sæti í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í borðtennis þegar þeir unnu öruggan sigur á Artemark í undanúrslitum 5-2.

Sport
Fréttamynd

Örn hvíldi í morgun

Örn Arnarson keppti ekki í 100 metra skriðsundi á EM í sundi í Hollandi í morgun eins og til stóð. Hann hvíldi þar sem hann keppir í úrslitum 50 metra baksunds í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ragna upp um eitt sæti

Ragna Ingólfsdóttir fór upp um eitt sæti er nýr heimsleisti Alþjóða badmintonsambandsins var gefinn út í dag. Hún er nú í 54. sæti og er inn á Ólympíuleikunum samkvæmt núgildandi lista.

Sport
Fréttamynd

Glæsilegt sund hjá Erni

Örn Arnarson komst í morgun inn í undanúrslit í 50 metra baksundi á EM í sundi á sjöunda besta tímanum.

Sport