Erlendar

Fréttamynd

Góður sigur hjá Guðmundi og félögum

Íslandsmeistarinn í borðtennis Guðmundur E. Stephensen átti góðan leik í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi 29. janúar 2007 með liði sínu meistaraliði Eslövs. Eslövs lék útileik gegn Falkenberg BTK og sigraði 6 - 2.

Sport
Fréttamynd

Alfreð Gíslason: Vinnum með góðri vörn

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari á von á mjög jöfnum og spennandi leik gegn Dönum í kvöld er liðin mætast í Hamborg í átta liða úrslitum á HM. Íslenska landsliðið tók létta æfingu í Colour Line höllinni í gærkvöldi eftir fjögurra tíma akstur frá Halle. Alfreð Gíslason var rólegur að sjá og hann gerir ráð fyrir jöfnum leik í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð: Þurfum að spila frábæran leik

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari segir að íslenska liðinu dugi ekkert minna en frábær leikur ætli það að koma sér í undanúrslitin á HM í Þýskalandi. Leikmenn liðsins taka í sama streng.

Handbolti
Fréttamynd

Ashton lengur frá en áætlað var

West Ham varð fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að það tekur sóknarmanninn Dean Ashton lengri tíma en áætlað var að jafna sig eftir fótbrot frá því í sumar. Sinar og vöðvafestingar í kringum ökklann sem brotnaði hafa ekki gróið rétt og þarf Ashton á sprautumeðferð að halda.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ferguson bannar Ronaldo að tjá sig um Real Madrid

Cristiano Ronaldo vill með engu móti tjá sig um áhuga Real Madrid á sjálfum sér, en spænska stórliðið hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á leikmanninum og er sagt reiðubúið að borga allt að 40 milljónir punda fyrir hann. Ástæðan fyrir þagnarbindindi Ronaldo er skipun frá Sir Alex Ferguson.

Enski boltinn
Fréttamynd

Boldsen: Skipuleggjendur eru heiladauðir

Joachim Boldsen, leikmaður danska handboltalandsliðsins, vandar skipuleggjendum Heimsmeistaramótsins í Þýskalandi ekki kveðjurnar og segir "heiladauða" einstaklinga vera ábyrga fyrir klúðrinu sem hefur átt sér stað í miðsölunni fyrir leikinn gegn Íslendingum á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Charlton hafnaði tilboði West Ham í Hermann

Sky Sports fréttastofan í Englandi sagði frá því í dag að Charlton hefði hafnað rúmlega 300 milljóna tilboði West Ham í íslenska varnarmanninn Hermann Hreiðarsson. Eggert Magnússon og Alan Curbishley þekkja vel til Hermanns og hæfileika hans - Curbishley frá stjóratíð sinni hjá Charlton og Eggert frá starfi sínu hjá KSÍ.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sverre og Róbert með bestu nýtinguna

Sverre Jakobsson og Róbert Gunnarsson eru með langbestu skotnýtinguna af leikmönnum íslenska landsliðsins á HM. Róbert hefur skorað úr 13 af 14 skotum sínum í keppninni til þess og er með 93% skotnýtingu en Sverre hefur gert enn betur og er með 100%. Þess ber þó að geta að hann hefur aðeins skotið tvisvar á markið.

Handbolti
Fréttamynd

Magath: Við höfum saknað Hargreaves

Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen, segir að Owen Hargreaves hafi verið sárlega saknað á miðju þýska liðsins upp á síðkastið en fjórir mánuðir eru síðan enski landsliðsmaðurinn fótbrotnaði. Hann er hins vegar byrjaður að æfa á fullum krafti að nýju og gæti leikið sinn fyrsta leik eftir meiðslin gegn Bochum á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Byrjunarlið Íslands er eitt það besta í heimi

Peter Henriksen, annar markmanna danska landsliðsins í handbolta, segir að liðinu bíði erfitt verkefni gegn Íslandi í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Hann telur byrjunarlið Íslands vera eitt það allra besta í heimi en lykillinn að sigri sé að stöðva Ólaf Stefánsson.

Handbolti
Fréttamynd

Boldsen undir smásjá spænskra stórliða

Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni.

Handbolti
Fréttamynd

Þjálfari Frakka er ekki bjartsýnn

Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handbolta, er ekki bjartsýnn fyrir viðureign sinna manna gegn Króötum í 8-liða úrslitum Heimsmeistarakeppninnar á morgun. Onesta segir Króata með sigurstranglegasta liðið í Þýskalandi þar sem þeir séu eina taplausa liðið til þessa. Þjálfari Króata segir öll lið eiga jafna möguleika á sigri.

Handbolti
Fréttamynd

Mourinho hló að meiðslum Shevchenko

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hló sig máttlausan þegar úkraínski framherjinn Andrei Shevchenko var tæklaður harkalega niður af varnarmanni Nottingham Forest í leik liðanna í ensku bikarkeppninni í gær. Myndir náðust af Mourinho hlæjandi þegar Shevchenko lá sárkvalinn í grasinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Danir eru mun sigurstranglegri en Íslendingar

Erik Veje Rasmussen, þjálfari Aarhus í Danmörku og helsti HM-sérfræðingur blaðsins Berlinske Tidende í heimalandi sínu, telur að Danir séu mun sigurstranglegri en Íslendingar í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum HM í Þýskalandi. Rasmussen telur að Danir séu einnig með sterkara lið en Rússar og Pólverjar, en það verða væntanlegir mótherjar í undanúrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Eiður Smári orðaður við West Ham

Breska slúðurblaðið Daily Star sagði frá því í gær að Alan Curbishley hefði hug á því að fá Eið Smára Guðjohnsen til West Ham áður en lokast fyrir félagsskiptagluggann í þessari viku. Er Curbishley sagður ætla að nýta sér hinn íslensku sambönd félagsins til þess að lokka Eið Smára frá Barcelona.

Enski boltinn
Fréttamynd

Guðjón Valur enn í hópi markahæstu manna

Guðjón Valur er í 4.-5. sæti á lista markahæstu leikmanna HM í Þýskalandi þegar keppni í milliriðlum er lokið, en hann hefur skorað 47 mörk í sjö leikjum. Ef mörk úr vítaköstum eru dregin frá leikmönnum er Guðjón Valur hins vegar markahæstur allra, en hann hefur aðeins skorað eitt mark úr vítakasti. Tékkinn Filip Jicha er enn markahæstur með 55 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Maria Sharapova: Ég er sú besta

Vont tap gegn Serenu Williams í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis um helgina hefur ekki slegið rússnesku drottninguna Mariu Sharapovu út af laginu. Sharapova er í efsta sæti á nýjum heimslista sem birtur var í morgun og segir hún það ekki vera neina tilviljun.

Sport
Fréttamynd

Eggert Magnússon: Áform Platini eru óraunhæf

Eggert Magnússon, fyrrum meðlimur í framkvæmdastjórn UEFA, segir að áform Michael Platini um að fækka liðum frá stærstu deildum Evrópu sem eiga gjaldgengt í Meistaradeild Evrópu vera óraunhæf. Platini var í síðustu viku kosinn nýr forseti UEFA og hafði hann boðað róttækar breytingar á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea heppið með dráttinn í bikarnum

Englandsmeistarar Chelsea voru einstaklega heppnir þegar dregið var í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar nú í hádeginu því þar mætir liðið annaðhvort 1. deildarliðinu Norwich eða 2. deildarliðinu Blackpool. Manchester United var ekki eins heppið því það verður Reading sem kemur í heimsókn á Old Trafford.

Enski boltinn
Fréttamynd

Íslendingar verða lítil hindrun

Lars Rasmussen, leikmaður danska landsliðsins í handbolta, hefur trú á að liðið geti komist alla leið í úrslit Heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi. Rasmussen er sannfærður um að Íslendingar verði lítil hindrun fyrir Dani.

Handbolti
Fréttamynd

Beckham verður hverrar krónu virði

David Beckham mun standa undir hverri krónu sem hann fær fyrir að hafa skrifað undir fimm ára samning við bandaríska liðið LA Galaxy fyrir skemmstu. Þessu heldur Alexei Lalas, forseti Galaxy, fram og bætir við að Beckham hafi þegar fært félaginu töluverðar tekjur.

Fótbolti
Fréttamynd

Carlo Ancelotti: Ronaldo er ekki feitur

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan á Ítalíu, segir að nýjasti liðsmaður félagsins, brasilíski framherjinn Ronaldo, sé alls ekki feitur heldur aðeins vel í holdum. Ancelotti segir Ronaldo einungis skorta leikæfingu og að hann þurfi ekki að grennast.

Fótbolti
Fréttamynd

Framtíð Saviola ennþá óljós

Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona er ekki að flýta sér að bjóða Argentínumanninum Javier Saviola nýjan samning hjá félaginu þrátt fyrir að framherjinn hafi staðið sig einstaklega vel í síðustu leikjum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvað er málið með Materazzi?

Marco Materazzi, ítalski varnarmaðurinn hjá Inter Milan, hefur enn einu komið sér í sviðsljósið en í gærkvöldi varð hann þess valdur að Gennaro Delvecchio, leikmaður Sampdoria, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign liðanna. Atvikið þykir minna óþarflega mikið á uppákomu hans og Zinedine Zidane á HM síðastliðið sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter vann 14. leikinn í röð

Inter Milan er áfram með 11 stiga forystu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu eftir að hafa unnið sinn 14. sigur í röð í gærkvöldi. Liðið vann þá Sampdoria, 2-0, en helstu keppinautarnir í Roma gera það sem þeir geta til að halda í við Inter og unnu 1-0 sigur á Siena um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

McLeish tekur við Skotum

Skoska knattspyrnusambandið hefur staðfest að það hefur ráðið Alex McLeish sem þjálfara skoska landsliðsins í knattspyrnu. McLeish tekur við starfinu af Walter Smith, eftir að sá síðarnefndi tók við liði Rangers fyrir skemmstu.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslenska liðið sagt óskamótherjinn

Ulrik Wibek, þjálfari danska landsliðsins, segir Íslendinga mjög spennandi andstæðinga en ljóst varð í gær að liðin mætast í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. Þá er haft eftir Lasse Boesen, einum leikmanna danska liðsins, í Jótlandspóstinum að Íslendingar hafi verið óskamótherjinn í átta liða úrslitum og hann viðurkennir að Danir eigi nú góða möguleika á að ná í undanúrslitin og jafnvel lengra.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð hættir með landsliðið í sumar

Alfreð Gíslason segir í viðtali við vefmiðilinn Sport1.de að hann muni hætta með landsliðið í sumar vegna fjölskyldu-ástæðna. Alfreð er þjálfari þýska liðsins VfL Gummersbach og það er ekki mikið um frítíma hjá kappanum enda fara öll fríin með þýska liðinu í verkefni landsliðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Finley skoraði flautukörfu gegn LA Lakers

Michael Finley skoraði þriggja-stiga körfu og tryggði San Antonio 96-94 sigur á LA Lakers þegar 1,3 sekúndur voru eftir í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Phoenix gefur ekkert eftir og vann sinn 17. sigur í röð.

Körfubolti