Erlendar

Fréttamynd

Blackburn með örugga forystu

Blackburn hefur 2-0 forystu í leik sínum gegn Luton í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu þegar flautað hefur til hálfleiks. Það voru Matt Derbyshire og Benni McCarthy sem skoruðu mörk Blackburn en úrvalsdeildarliðið hefur verið mun sterkari aðilinn það sem af er. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ronaldo: Real Madrid var helvíti

Það er ekki hægt að segja að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo kveðji herbúðir Real Madrid með söknuði, því í samtali við ítalska fjölmiðla hefur hann lýst spænska stórveldinu sem helvíti og þjálfaranum Fabio Capello sem martröð. Fastlega er búist við því að Ronaldo skrifi undir samning við AC Milan um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Drogba gagnrýnir Shevchenko

Didier Drogba, framherji Chelsea, segir að Andrei Shevchenko þurfa að hugsa minna um sjálfan sig og meira um lið sitt, ætli hann sér að skapa sér nafn í ensku úrvalsdeildinni. Shevchenko hefur engan veginn staðið undir væntingum í vetur og verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína.

Enski boltinn
Fréttamynd

Phoenix setti félagsmet

Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Pheonix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt.

Körfubolti
Fréttamynd

Serena Williams sigraði á Opna ástralska

Serena Williams bar sigur úr býtum á Opna ástralska meistaramótinu í Tennis með því að leggja Mariu Sharapovu af velli á sannfærandi hátt í úrslitaviðureign mótsins í Melbourne í nótt. Williams sigraði í tveimur lotum, 6-1 og 6-2, en flestir höfðu spáð Sharapovu sigrinum.

Sport
Fréttamynd

Mögnuð íþróttadagskrá á Sýn um helgina

Það verður að venju mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina. Fjörið hefst á miðnætti í kvöld með beinni útsendingum úr NBA körfunni, en þá verða beinar útsendingar frá enska bikarnum, spænska boltanum og PGA mótaröðinni í golfi um helgina. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir það helsta um helgina.

Sport
Fréttamynd

Gonzalez mætir Federer í úrslitum

Það verður Chilemaðurinn Fernando Gonzales sem fær það erfiða verkefni að mæta Roger Federer í úrslitaleik opna ástralska meistaramótsins í tennis á sunnudaginn, en Gonzalez burstaði Tommy Haas í undanúrslitum 6-1, 6-3 og 6-1 í dag. Maria Sharapova og Serena Williams mætast í úrslitaleiknum í kvennaflokki á morgun.

Sport
Fréttamynd

Federer er að verða besti tennisleikari allra tíma

Tennisgoðsögnin Rod Laver, sem margir sérfræðingar kalla besta tennisleikara allra tíma, segir að Roger Federer sé kominn vel á veg með að geta kallast sá besti sem uppi hefur verið. Þetta sagði Laver eftir að hann horfði upp á Federer bursta Andy Roddick í undanúrslitunum á opna ástralska í morgun.

Sport
Fréttamynd

Sharapova og Williams leika til úrslita

Það verða Maria Sharapova og Serena Williams sem leika til úrslita á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Sharapova lagði Kim Clijsters frá Belgíu nokkuð örugglega í undanúrslitum 6-4 og 6-2, en þetta var síðasta keppni Clijsters í Ástralíu því hún er að hætta eftir tímabilið. Williams vann góðan sigur á hinni 17 ára Nicole Vaidisova 7-6 (7-5) og 6-4 í hörkuleik og verður þetta fyrsti úrslitaleikur hennar á stórmóti í tvö ár.

Sport
Fréttamynd

Federer valtaði yfir Roddick og er kominn í úrslit

Tenniskappinn Roger Federer sýndi úr hverju hann er gerður í morgun þegar hann vann yfirburðasigur á Bandaríkjamanninum Andy Roddick í undanúrslitum opna ástralska meistaramótsins 6-4, 6-0 og 6-2. Roddick náði 4-3 forystu í fyrsta settinu, en var aðeins áhorfandi eftir það þar sem Federer stormaði áfram og vann leikinn á klukkustund og 23 mínútum.

Sport
Fréttamynd

Gonzalez burstaði Nadal

Chile-maðurinn Fernando Gonzalez kom heldur betur á óvart í morgun þegar hann vann öruggan og glæsilegan sigur á Spánverjanum Rafael Nadal í 8-manna úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis 6-2, 6-4 og 6-3. Gonzales mætir Þjóðverjanum Tommy Haas í undanúrslitum. Þá er Kim Clijsters komin í undanúrslit í kvennaflokki eftir sigur á Martinu Hingis.

Sport
Fréttamynd

Federer í undanúrslitin

Tenniskappinn Roger Federer tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum opna ástralska meistaramótsins með því að vinna tilþrifalítinn en öruggan sigur á Spánverjanum Tommy Robredo 6-3, 7-6 (7-2) og 7-5. Þetta var ellefta stórmótið í röð sem Federer kemst í undanúrslit og hefur hann enn ekki tapað setti á opna ástralska.

Sport
Fréttamynd

Parcells hættur

Bill Parcells, þjálfari Dallas Cowboys í NFL deildinni, ákvað í dag að hætta að þjálfa liðið og setjast í helgan stein. Dallas datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrir tveimur vikum, en hinn 65 ára gamli Parcells getur hætt sáttur eftir að hafa þrisvar komist í úrslitaleikinn um ofurskálina sem þjálfari og unnið tvisvar.

Sport
Fréttamynd

Nadal lagði Murray í æsilegum leik

Spánverjinn Rafael Nadal tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis í dag þegar hann lagði Skotann Andy Murray í maraþonleik 6-7 (3-7) 6-4 4-6 6-3 og 6-1. Murray hafði betur framan af viðureigninni en reynsla Nadal og kraftur tryggði honum einvígi við Fernando Gonzalez í átta manna úrslitum mótsins.

Sport
Fréttamynd

Farsímabann á opna breska

Skipuleggjendur opna breska meistaramótsins í golfi hafa gefið það út að áhorfendum verði bannað að koma með gsm síma á keppnina á þessu ári eftir að keppendur kvörtuðu mikið undan þeim á mótinu á síðasta ári. Toger Woods var einn þeirra sem kvartaði yfir því að áhorfendur væru að taka myndir af sér á meðan hann var að keppa og sagði það trufla sig.

Golf
Fréttamynd

Ekkert aðhafst í máli Ding

Alþjóða snókersambandið ætlar ekki að aðhafast frekar í máli mannsins sem vísað var úr húsi á úrslitaleiknum á Masters-mótinu í gær þegar kínverski spilarinn Ding Junhui gekk úr salnum á tímabili vegna athugasemda áhorfenda sem hann sagði hafa truflað einbeitingu sína. Ronnie "The Rocket" O´Sullivan rúllaði Ding upp 10-3 í úrslitaleiknum og sýndi einhverja bestu spilamennsku sem sést hefur á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Sharapova í átta manna úrslit

Maria Sharapova tryggði sér í nótt sæti í átta liða úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis þegar hún lagði baráttuglaða Veru Svonarevu 7-6 og 6-4. Kim Clijsters er sömuleiðis komin í undanúrslitin eftir sigur á Danielu Hantuchovu og mætir Martinu Hingis í næstu umferð.

Sport
Fréttamynd

Indianapolis Colts og Chicago Bears leika um ofurskálina

Það verða Indianapolis Colts og Chicago Bears sem mætast í úrslitaleik NFL deildarinnar eftir að liðin unnu leiki sína í úrslitum deilda í gær. Bears lögðu Spútnikliði New Orleans Sains 39-14, en Colts vann ótrúlega dramatískan sigur á New England Patriots 38-34 eftir að hafa lent undir 21-3. Payton Manning fór á kostum í liði Colts.

Sport
Fréttamynd

Chicago Bears í úrslitaleikinn

Chicago Bears batt í kvöld enda á öskubuskuævintýrið hjá New Orleans Saints í NFL deildinni í ruðningi þegar liðið vann öruggan 39-14 sigur og tryggði sér sæti í leiknum um ofurskálina í fyrsta skipti síðan 1985. Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins í NFL á morgun.

Sport
Fréttamynd

O´Sullivan fór hamförum og vann Masters-mótið

Snókerspilarinn Ronnie O´Sullivan var sannarlega í essinu sínu í kvöld þegar hann tryggði sér sigur á Masters-mótinu á Wembley með því að rúlla Kínverjanum Ding upp í úrslitum 10-3. Sexfaldur heimsmeistari Steve Davis afhenti O´Sullivan sigurlaunin eftir leikinn og kallaði þetta einhverja bestu frammistöðu sem hann sjálfur hefði orðið vitni að.

Sport
Fréttamynd

Safarova sló Mauresmo úr keppni

Tékkneska stúlkan Lucie Safarova kom heldur betur á óvart í nótt þegar hún gerði sér lítið fyrir og sló Amelie Mauresmo úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Safarova er í 40. sæti heimslistans, en Mauresmo átti titil að verja á mótinu og var í öðru sæti heimslistans fyrir mótið.

Sport
Fréttamynd

Tvíhöfði í NFL í beinni á Sýn í kvöld

Spennan er að ná hámarki í NFL-deildinni en Super Bowl-leikurinn fer fram eftir aðeins tvær vikur. Í kvöld kemur í ljós hvaða lið mætast í úrslitaleik deildarinnar. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign Chicago Bears og New Orleans Saints í úrslitum Ameríkudeildarinnar en leikið er á heimavelli Bears, Soldier Field.

Sport
Fréttamynd

Stephane Peterhansel sigraði í Dakar í þriðja sinn

Franski ökuþórinn Stephane Peterhansel á Mitsubishi vann tryggði sér í dag þriðja sigurinn á ferlinum í Paris Dakar rallinu sem lauk í dag. Luc Alphand varð annar í heildarkeppninni í bílaflokki, en í vélhjólaflokki sigraði Cyril Despres í annað skipti á þremur árum eftir að Marc Coma heltist úr lestinni og var þetta sjöundi sigur KTM liðsins í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Loeb sigraði með yfirburðum í Monte Carlo

Franski heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur titilvörn sína á heimsmeistaramótinu í ralli með tilþrifum, en í dag tryggði hann sér sigur í fyrstu keppni ársins í Monte Carlo þegar hann kom í mark á nýja Citroen C4 bílnum rúmum þremur mínútum á undan liðsfélaga sínum Dani Sordo. Finninn Marcus Grönholm á Ford náði þriðja sætinu.

Sport
Fréttamynd

Annað dauðsfallið í Dakar

Carlos Sainz vann í dag fimmtu sérleið sína í Dakar-rallinu en Stephane Peterhansel er enn með rúmlega 7 mínútna forystu á Giniel De Villiers í bílaflokki þegar aðeins ein dagleið er eftir. Vélhjólakappinn Eric Aubijoux frá Frakklandi lét lífið þegar leið skyndilega yfir hann skammt frá markinu, en hann er annar maðurinn sem lætur lífið í þessari mannskæðu keppni í ár.

Sport
Fréttamynd

Loeb í góðum málum

Aðeins óhapp virðist nú geta komið í veg fyrir að heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen vinni fyrstu rallkeppni ársins í Monte Carlo, en hann hefur rúmlega hálfrar mínútu forskot á félaga sinn Dani Sordo þegar aðeins ein sérleið er eftir í rallinu. Bæði Loeb og Sordo óku varlega í dag en þeir hafa ágæta forystu á Marcus Grönholm sem er í þriðja sætinu.

Sport
Fréttamynd

Loeb enn í forystu

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur aukið forskot sitt í Monte Carlo rallinu í rúmar 25 sekúndur eftir annan keppnisdag. Loeb ekur nýjum Citroen C4 líkt og félagi hans Dani Sordo sem er í öðru sæti. Sordo saxaði vel á forskot Loeb um hádegið í dag, en eftir það ók heimsmeistarinn einstaklega vel og jók forskotið um 20 sekúndur.

Sport
Fréttamynd

Loeb byrjar vel

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb byrjaði mjög vel í fyrstu keppni ársins á heimsmeistaramótinu í rallakstri, en það er hinn sögufrægi Monte Carlo kappakstur. Loeb, sem ekur á nýjum Citroen C4, hefur 24 sekúndna forskot á félaga sinn hjá Citroen, Dani Sordo, eftir fyrstu tvær sérleiðirnar.

Sport
Fréttamynd

Sainz vann 13. dagleiðina

Gamla brýnið Carlos Sainz er í miklu stuði í Dakar-rallinu þessa dagana og í dag vann hann 13. dagleiðina örugglega. Það var hinsvegar Stephane Peterhansel sem stal senunni þegar hann náði 11 mínútna forskoti á Luc Alphand í heildarkeppninni. Í vélhjólaflokki var það hinsvegar Cyril Despres sem náði forystunni eftir að Marc Coma datt illa og missti af lestinni.

Sport
Fréttamynd

Federer mætir Djokovic

Roger Federer mætir hinum unga og efnilega Novak Djokivic í 16 manna úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis. Federer vann tvö fyrstu settin gegn Mikhail Youzhny en varð á í messunni og vann að lokum 6-3, 6-3 og 7-6. Djokovic varð fyrsti maðurinn til að tryggja sér sæti í fjórðu umferðinni með sigri á Danai Udomchoke 6-3 6-4 5-7 og 6-1.

Sport