Erlent

Fréttamynd

Enn barist í Pakistan

Að minnsta kosti 50 manns létu lífið í átökum ættbálkahöfðingja og al-Kaída liða í norðvesturhluta Pakistan í dag. Þar með hafa nálægt 100 manns látið lífið í átökum á svæðinu undanfarna þrjá daga. Svæðið er nálægt landamærum Pakistan og Afganistan. Báðir aðilar stefna að því að koma NATO frá Afganistan en innbyrðis deilur á milli hópanna leiddu til átakanna.

Erlent
Fréttamynd

Varar við árásum á Íran

Æðsti trúarleiðtogi Írana, Ali Khamenei, varaði í dag við því að Íranar myndu hefna allra árása sem á þá yrðu gerðar. Khamenei hefur áður hótað því að Íranar muni ráðast gegn Bandaríkjamönnum ef þeir ráðast gegn kjarnorkuáætlunum landsins. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt í tilefni af nýársfagnaði Írana.

Erlent
Fréttamynd

Slys um borð í breskum kjarnorkukafbát

Tveir meðlimir breska sjóhersins létu lífið í slysi um borð í kjarnorkukafbáti rétt í þessu. Ekki er vitað hvernig slysið varð. Bresk stjórnvöld hafa þó fullyrt að atvikið hafi ekki haft nein áhrif á starfsemi kjarnaofnsins um borð í bátnum og að engin hætta stafi því af honum. Ef að kjarnaofninn hefði orðið fyrir tjóni hefðu verið miklar líkur á umhverfisslysi í kjölfarið.

Erlent
Fréttamynd

Gore varar við loftslagsbreytingum

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, varaði í dag við því að neyðarástand gæti skapast um allan heim ef bandaríska þingið gripi ekki til aðgerða í loftslagsmálum. Þetta sagði hann á fundi með nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins í dag. Hann tók fram að enn væri ekki of seint að koma í veg fyrir hamfarir.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíubirgðir minnkuðu sjöttu vikuna í röð

Heildarolíubirgðir í Bandaríkjunum jukust á milli vikna. Hráolíubirgðir drógust hins vegar saman meira en greiniendur höfðu gert ráð fyrir, að því er fram kemur í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins, sem kom út í dag.Samdráttur hráolíubirgðanna oll verðhækkunum á olíu á heimsmarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Öskutunna...James Öskutunna

Bresk yfirvöld eru farin að setja örlitlar öryggismyndavélar á öskutunnur, til þess að grípa fólk sem stundar "meiriháttar umhverfisglæpi" eins og veggjakrot og að setja öskutunnurnar út á vitlausum dögum. Hverfisstjórnin í Ealing, í vesturhluta Lundúna, er nýjasta hverfisstjórnin sem hefur keypt njósnamyndavélar í þessu skyni.

Erlent
Fréttamynd

Önnur hver grænlensk stúlka íhugar sjálfsmorð

Önnur hver unglingsstúlka á Grænlandi hefur íhugað að fremja sjálfsmorð, og einn af hverjum fimm drengjum. Þriðja hver stúlka hefur reynt að fremja sjálfsmorð og tíundi hver drengur. Þetta er niðurstaða könnunar danska heilbrigðisráðuneytisins sem gerð var meðal

Erlent
Fréttamynd

Sænska lögreglan umkringir kjarnorkuver

Sænska lögreglan hefur sett upp vegatálma við Forsmark kjarnorkuverið vegna sprengjuhótunar. Forsmark er í grennd við Uppsali, norðan við Stokkhólm. Lögreglan í Uppsölum hefur beðið um aðstoð sprengjusérfræðinga frá höfuðborginni. Christer Nordström, talsmaður lögreglunnar staðfestir að hótun hafi borist, en gefur ekki frekari upplýsingar að sinni.

Erlent
Fréttamynd

Glerbrú yfir Grand Canyon

Mikil brú með glergólfi hefur verið reist á barmi Miklagljúfurs í Bandaríkjunum og nær hún rúma tuttugu metra fram af brúninni. Þegar litið er í gegnum glergólfið blasir gljúfurbotninn við, einum og hálfum kílómetra fyrir neðan. Tæpast fyrir lofthrædda. Það var bandarískur kaupsýslumaður sem reisti brúna og hún kostaði rúma tvo milljarða króna.

Erlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá FedEx

Bandaríski póstþjónusturisinn FedEx skilaði hagnaði upp á 420 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 28,2 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er átta milljónum dala, 536,6 milljónum krónum, minna en á sama tíma í fyrra. Afkoman er engu að síður yfir væntingum greinenda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Virgin American fær að fljúga í Bandaríkjunum

Flugfélagið Virgin America, sem breska samstæðan Virgin Group á hluta í, hefur fengið flugrekstrarleyfi samgönguyfirvalda í Bandaríkjunum. Félagið hefur fallist á koma til móts við yfirvöld sem meina erlendum aðilum að eiga meira en fjórðung í bandarískum flugfélögum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bandaríkjunum

Greinendur í Bandaríkjunum eru sammála um að miklar líkur séu á því að Seðlabanki Bandaríkjanna ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum. Bankastjórnin fundar um málið í dag og greinir frá ákvörðun sinni síðdegis. Gert er ráð fyrir að markaðsaðilar rýni vel í rökstuðning Ben Bernankes, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, þegar hann greinir frá vaxtaákvörðuninni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Barclays segist flytja höfuðstöðvar til Hollands

Breski bankinn Barclays ætlar að flytja höfuðstöðvar frá Bretlandi til Amsterdam í Hollandi gangi yfirtaka bankans á ABN Amro eftir. Þá hefur bankinn jafnframt sagt að ekki verði gerðar breytingar á æðstu stjórnendastöðum í ABN Amro, sem er stærsti banki Hollands.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Uppreisnarmenn beita börnum fyrir sig

Talsmaður bandaríska hersins sagði í dag að uppreisnarmenn í Írak hefðu notað börn í sprengjuárás. Hershöfðinginn Michael Barbero sagði að bíl hefði verið hleypt í gegnum öryggishlið þar sem tvö börn sátu í aftursætunum. Bíllinn var síðan sprengdur í loft upp.

Erlent
Fréttamynd

Betur má ef duga skal í Afganistan

Fulltrúar frá Afganistan og öðrum þjóðum mæltu viðvörunarorð vegna ástandsins í Afganistan á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Hver á fætur öðrum steig í pontu og bentu allir á að ofbeldi í landinu væri enn að aukast, fíkniefnastarfsemi hvers konar blómstraði og hægt gengi að byggja upp stofnanir í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Gáfu út 10.000 vegabréf til svikahrappa

Þúsundum manna, og þar á meðal tveimur sem dæmdir hafa verið fyrir hryðjuverkaárásir, tókst að verða sér út um vegabréf hjá breska innanríkisráðuneytinu á fölskum forsendum á síðastliðnu ári. Allt í allt er talið að um tíu þúsund vegabréf sé um að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Segir demókrötum að taka tilboðinu

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í kvöld að demókratar ættu að taka tilboði hans um að leyfa tveimur háttsettum aðstoðarmönnum hans að ræða við þingnefnd á þeirra vegum. Bush hefur neitað því að leyfa demókrötum að yfirheyra aðstoðarmenn sína eiðsvarna. Aðstoðarmennirnir sem um ræðir eru Karl Rove og Harriet Miers.

Erlent
Fréttamynd

Hóta að draga úr valdi FBI

Þingmenn í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa hótað því að afnema þær lagaheimildir sem Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur til þess að rannsaka hugsanlega hryðjuverkamenn. Á þetta við um bæði demókrata og repúblikana.

Erlent
Fréttamynd

Þriðjungur írösku lögreglunnar spilltur

Háttsettur lögregluforingi í írösku lögreglunni sagði í dag að hann gæti ekki treyst þriðjungi lögreglumanna sinna þar sem hollusta þeirra væri hjá ólöglegum vígahópum. Lögregluforinginn, Abdul Hussein Al Saffe, sagði enn fremur að hann gæti ekki rekið þá þar sem þeir nytu verndar stjórnmálamanna.

Erlent
Fréttamynd

Átök blossa upp í Pakistan

Fleiri en 50 manns hafa látið lífið í átökum stuðningsmanna al-Kaída og talibana í norðvesturhluta Pakistan. Yfirvöld í Pakistan skýrðu frá þessu í dag. Átökin hafa geisað á svæðinu síðan á mánudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Ástandið í Írak veldur vonbrigðum

Utanríkisráðherra segir að ástandið í Írak valdi vissulega vonbrigðum en það sé áfram stefna íslensku ríkisstjórnarinnar að styðja írösku þjóðina eftir megni. Fjögur ár eru í dag frá upphafi átaka í landinu og endurreisn landsins heldur áfram í skugga ofbeldis.

Erlent
Fréttamynd

Lentu í deilum við konu á Hebron

Íslenskur karlmaður um tvítugt var færður til yfirheyrslu hjá ísrelsku lögreglunni í Hebron á Vesturbakkanum í fyrradag. Ísraelsk kona sem þau lentu í útistöðu við hafði þá kært danska vinkonu hans fyrir líkamsárás. Atvikið náðist allt á myndband.

Erlent
Fréttamynd

Handtóku 171 í aðgerðum gegn mafíunni

Ítalska lögreglan handtók í dag vel á annað hundrað manns í aðgerðum gegn mafíunni í Napólí. Heilu fjölskyldurnar voru þá sendar í steininn en alls var um 171 manns að ræða. Þúsund lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Eiturlyfjahringur var leystur upp og afhjúpuð ýmis glæpastarfsemi sem mun að sögn lögreglu hafa skilað jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna króna í tekjur á mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Uppnám í Evróvision

Mikið uppnám varð í Evróvision söngvakeppninni, í gær, þegar í ljós kom að bresku þáttakendurnir höfðu leynilega liðsmenn. Í söngbandinu Scooch eru tvær stúlkur og tveir piltar. Í keppninni í gær kom í ljós að þau höfðu tvær stúlkur baksviðs, sem sungu með. Hinir þáttakendurnir urðu öskureiðir og sökuðu Scooch um svindl og svínarí. Um að hafa leikið að þau væru að syngja.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar hunsa Norðmann

Ísraelar hafa aflýst öllum fundum með Raymond Johansen, ráðuneytisstjóra norska utanríkisráðuneytisins. Johansen er í Miðausturlöndum og átti í gær fund með Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Hamas í þjóðstjórn Palestínumanna. Hann átti að hitta ísraelska ráðamenn í dag, en þeim fundum var aflýst.

Erlent
Fréttamynd

Lélegur brandari

Tuttugu og níu ára gamall Kaupmannahafnarbúi hefur verið dæmdur í tíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að segja að hann væri með skammbyssu. Það þótti lélegur brandari á Kastrup flugvelli, þar sem maðurinn var að fara um borð í flugvél til útlanda.

Erlent
Fréttamynd

Nýbyggingum fjölgar í Bandaríkjunum

Byggingu nýrra fasteigna fjölgaði um níu prósent á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýlegum upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta er langtum meira en greinendur gerðu ráð fyrir og þykir auka líkurnar á því að seðlabanki Bandaríkjanna ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Bankinn hækkaði vextina um 25 punkta í síðasta mánuði en það var önnur stýrivaxtahækkunin í Japan í sex ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Málfrelsi nemenda í hættu í Bandaríkjunum

Hæstiréttur Bandaríkjanna veltir nú fyrir sér málfrelsi í nemenda í skólum í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn í rúmlega 20 ár sem slíkt mál kemur fyrir dómstólinn. Dæmt verður um hvort að skólastjóri hafi brotið á málfrelsi nemanda þegar að hún rak nemandann úr skólanum fyrir að sýna borða sem á stóð „Reykjum gras fyrir Jesús.“ (e. Bong hits 4 Jesus).

Erlent