Erlent

Fréttamynd

Leyniviðaukar ræddir á Alþingi

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði fyrir tæpu ári að Íslendingar hefðu EKKI gengist undir kvaðir sem losuðu Bandaríkjamenn undan ábyrgð á að hreinsa varnarsvæði á Íslandi. Síðan þá hafa komið fram leyniviðaukar, við varnarsamninginn frá 1951, sem segja aðra sögu. Utandagskrárumræða um viðaukana er fyrirhuguð á Alþingi um miðja viku.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogar Fatah þekkjast boð Abdullah

Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna hafa þekkst boð Abdullah, konungs Sádi Arabíu, um að hittast í Mekka og reyna að leysa ágreiningsmál sín. Adbullah kom með tilboðið í dag en hann sagði nauðsynlegt að palestínumenn sameinuðust um að komast undan hæl Ísraelsmanna.

Erlent
Fréttamynd

Sinn Fein samþykkir lögmæti lögreglunnar

Sinn Fein, stjórnmálaflokkur írska lýðveldishersins, batt í dag enda á áratugalanga mótstöðu við lögreglu Norður Írlands. Félagafundur flokksins samþykkti lögmæti lögreglunnar en forystumenn Sinn Fein höfðu hvatt til þess á fundinum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar og Indverjar halda sameiginlega heræfingu

Rússar og Indverjar ætla sér að vera með sameiginlega heræfingu í september. Talsmaður rússneska hersins skýrði frá þessu í dag. Náin samskipi hafa átt sér stað á milli rússneska og indverska hersins og eru þau hluti af nýjum samskiptareglum þeirra en löndin voru bandamenn í kalda stríðinu.

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórn Sri Lanka nær meirihluta

Ríkisstjórnin í Sri Lanka náði að tryggja sér meirihluta í fyrsta sinn eftir að 25 stjórnarandstöðuþingmenn gengu til liðs við hana. Við þessi vistaskipti fengu sumir liðhlaupanna ráðuneyti að launum. Ríkisstjórnin hefur nú 113 sæti af 225 sem mun hjálpa henni að koma lögum í gegnum þingið.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður hryðjuverkamaður framseldur til Bandaríkjanna

Íraskur Hollendingur var í gær framseldur til Bandaríkjanna fyrir að leggja á ráðin um sprengjuárásir á bandaríska þegna í Írak. Lögfræðingar mannsins, Wesam al Delaema, sögðu að þeir óttuðust að hann yrði pyntaður í Bandaríkjunum og að hann fengi ekki sanngjörn réttarhöld.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar skipa múslima í ríkisstjórn

Ísraelar skipuðu í dag fyrsta múslimann í ríkisstjórn sína. Galeb Magadla sagði við Útvarpsstöð ísraelska hersins að „nú hefur fyrsta skrefið verið tekið og það hefur gefið ísraelskum aröbum þá tilfinningu að þetta sé líka ríkisstjórn þeirra.“

Erlent
Fréttamynd

Sögulegar kosningar Sinn Fein í dag

Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins, hvatti í dag meðlimi sína til þess að samþykkja lögmæti lögreglunnar á Norður-Írlandi. Flokksmenn Sinn Fein greiða atkvæði síðar í dag um hvort þeir styðji lögregluna en meirihluti hennar eru mótmælendatrúar.

Erlent
Fréttamynd

Svört skýrsla um kínversk umhverfismál

Kínverjum hefur ekki tekist að bæta frammistöðu sína í loftslagsmálum samkvæmt nýrri skýrslu sem kínversk yfirvöld gáfu út í gær. Staða Kínverja hefur ekki breyst síðan árið 2004.

Erlent
Fréttamynd

Íraksstríði mótmælt í Bandaríkjunum

Tugir þúsunda Bandaríkjamann mótmæltu stríðsrekstrinum í Írak í gær. Mótmælin voru haldin víða um Bandaríkin. Þau fóru að mestu friðsamlega fram en í Washington varð að stöðva mótmælendur þegar þeir reyndu að gera áhlaup á þinghúsið.

Erlent
Fréttamynd

Sagðir hafa notað klasasprengjur þvert á samninga

Stjórn Bush Bandaríkjaforseta mun á morgun gera Bandaríkjaþingi grein fyrir því að grunur leiki á að Ísraelar hafi brotið samkomulag við stjórnvöld í Washington um notkun klasasprengja. Sprengjurnar munu hafa verið notaðar til árása í íbúðabygg, sem þverbrjóti samninga.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla leggur teygjubyssunum

Lögregla í borginni Tijuana í Mexíkó hefur undanfarnar tvær vikur þurft að hafast við án skotvopna. Herinn hefur verið við löggæslu í borginni og ákváðu yfirvöld þá að athuga hvort skotvopn einhverra lögreglumanna hefðu verið notuð í glæpum. Sumir lögreglumenn neituðu að fara út á götur án skotvopna en aðrir söfnuðu sér steinum og keyptu sér teygjubyssur.

Erlent
Fréttamynd

Konur kallaðar „barnsburðarvélar“

Heilbrigðisráðherra Japans, Hakuo Yanagisawa, sagði að konur væru „barnsburðarvélar“ og að þær ættu að reyna að fæða sem flest börn. Hann bætti þó við að það væri kannski ekki viðeigandi að kalla konur vélar.

Erlent
Fréttamynd

Fimm stúlkur láta lífið í árás á grunnskóla

Fimm stúlkur létu lífið í árás á grunnskóla í Írak í dag. Tveimur klasasprengjum var kastað inn á skólalóðina nálægt hóp nemenda. Sprengingarnar brutu allar rúður í skólanum og slösuðust 20 nemendur vegna glerbrota sem yfir þá rigndu. Skólinn er staðsettur í hverfi súnnía.

Erlent
Fréttamynd

Spangir auka ekki vellíðan

Að setja spangir í börn til þess að rétta tennur þeirra bætir ekki vellíðan eða lífsgæði síðar á ævinni. Þetta kom fram í nýrri breskri rannsókn sem kom út í byrjun janúar.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin gruna Ísrael um notkun klasasprengja

Stjórn Bush Bandaríkjaforseta mun á morgun gera Bandaríkjaþingi grein fyrir því að grunur leiki á að Ísraelar hafi brotið samkomulag við stjórnvöld í Washington um notkun klasasprengja. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá þessu í dag og hefur eftir heimildarmönnum í utanríkisráðuneytinu.

Erlent
Fréttamynd

Geldof fær gítar að gjöf

Tónlistarmaðurinn heimsþekkti Bob Geldof fékk heldur sérstakan gítar að gjöf í Kólumbíu í fyrradag. Hann er smíðaður úr riffli sem skæruliðar afhentu yfirvöldum. Það var þekktur kólumbískur götulistamaður, Cesar Lopez, sem smíðaði gítarinn og afhenti síðan Geldof hljóðfærið.

Erlent
Fréttamynd

Áfram barist á Gaza

Blóðug átök stríðandi fylkinga Palestínumanna héldu áfram á Gaza-svæðinu í nótt og í morgun. Tuttugu og fimm hafa týnt lífi og sjötíu og sex særst frá því bardagar hófust seint á fimmtudagskvöld. Tólf ára drengur féll þegar til skotbardaga kom milli liðsmanna Hamas og Fatah á norður hluta Gaza-svæðisins í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Verkfalli í Gíneu lokið

Stéttarfélög í Gíneu enduðu í nótt verkfall sem lamaði þjóðina síðustu 19 daga. Stéttarfélögin kröfðust lægra verðs á bensíni og hrísgrjónum og að skipaður yrði nýr forsætisráðherra. Forseti landsins, Lasana Conte, hefur nú sæst á þær kröfur stéttarfélaganna. 59 manns létu lífið í átökum lögreglu og mótmælenda á meðan verkfallinu stóð.

Erlent
Fréttamynd

Correa vill skipa konu sem varnarmálaráðherra

Rafael Correa, forseti Ekvador, ætlar sér að skipa aðra konu í embætti varnarmálaráðherra landsins. Konan sem hann skipaði í embætti í byrjun janúar, Guadalupe Larriva, lést í voveiflegu þyrluslysi rúmri viku eftir að hún tók við embætti.

Erlent
Fréttamynd

Ástargarður opnar á Ítalíu

Á Ítalíu, í landi heitra ástríðna, á ungt fólk nú til dags í erfiðleikum með að finna næði til þess að vera innilegt við hvort annað. Einn þessara ungu manna ákvað því að opna ástargarð. Í ástargarðinu má fólk haga sér eins og það vill og þar er beinlínis ætlast til þess að það sé innilegt við hvort annað.

Innlent
Fréttamynd

Trúboðar myrtir í Kenía

Bílræningjar vopnaðir AK-47 árásarrifflum skutu tvær konur til bana í Næróbí, höfuðborg Kenía, í morgun. Þær voru í bíl sem var eign bandaríska sendiráðsins. Lögregla skaut tvo af ræningjunum til bana eftir skotbardaga milli lögreglu og ræningjanna. Tveir lögreglumenn særðust í bardaganum.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri vilja Hillary

Fleiri demókratar í Bandaríkjunum vilja fá öldungardeildarþingmanninn Hillary Clinton í forsetaframboð fyrir flokkinn á næsta ári en Barack Obama, helsta andstæðing hennar. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem bandaríska tímaritið Time lét gera.

Erlent
Fréttamynd

Beckham leikur prinsinn

Knattspyrnugoðið David Beckham hefur lagt fótboltaskó sína til hliðar um stund og tekið upp sverðið. Með því bjargar hann Þyrnirós líkt og í ævintýrinu forðum.

Erlent
Fréttamynd

Hætti að reykja eftir heilablóðfall

Svo virðist sem vægar heilaskemmdir geti drepið löngun í sígarettur. Um er að ræða svæði í heilanum á stærð við tíukrónupening. Læknar í Bandaríkjunum þróa nú lyf sem getur haft áhrif á þennan hluta mannsheilans.

Erlent
Fréttamynd

Eþíópíumenn hefja brotthvarf frá Sómalíu

Forsætisráðherra Eþíópíu, Meles Zenawi, sagði í dag að þriðjungur hersveita Eþíópíu yrði farinn frá Sómalíu á morgun. „Við erum að fækka í herliðinu í Sómalíu um þriðjung... því ferli ætti að vera lokið í dag eða á morgun.“

Erlent
Fréttamynd

Tugir þúsunda mótmæla í Bandaríkjunum

Tugir þúsunda mótmæltu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag. Fólkið var að mótmæla stríðsrekstrinum í Írak og krafðist þess að hersveitirnar yrðu sendar heim á leið. Mótmælendur báru slagorð gegn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og friðarorð. Ættingjar og vinir hermanna sem létust í Írak tóku einnig þátt í mótmælunum.

Innlent
Fréttamynd

YouTube að deila auglýsingatekjum með notendum

Chad Hurkley, annars stofnenda YouTube, skýrði frá því í dag að þeir ætli að gefa notendum sem setja sínar eigin bíómyndir á vefinn hluta af auglýsingatekjum sínum. Framtakið á að ýta undir sköpunargleði notenda og stendur til boða þeim notendum sem eiga höfundarréttin á því sem þeir setja á vefinn.

Erlent
Fréttamynd

15 látnir og 55 slasaðir

Að minnsta kosti 15 manns létu lífið og 55 slösuðust í tveimur sjálfsmorðsárásum í austurhluta Bagdad í Írak í morgun. Árásin átti sér stað í hverfi sjía múslima og eins og undanfarnar sprengjur, nálægt markaði.

Erlent
Fréttamynd

Nýir menn í stjórn

Viðskiptaráð áfrýjunarréttar í Amsterdam í Hollandi hefur skipað þrjá nýja menn í stjórn Stork N.V. fyrirtækjasamstæðunnar í kjölfar deilna stjórnarinnar við stærstu hluthafa. Eftir breytinguna verða átta í stjórn í stað fimm og hafa nýju mennirnir úrslitavald í stefnumarkandi ákvörðunum.

Viðskipti innlent